Dagsbrún - 07.08.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 07.08.1915, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 19 Frá Alþingi. Þaðan er fremur lítið að frétta, öema það, sem getið er um á öðrum stað hér í blaðinu. Enginn hálaunaður embættis- maður heflr í ár sótt um styrk til Þess að setja börn sín til menta, en einn embættismaður (með-6000 kr. launum) hefir farið ífam á að fá borgun fyrir það að Semja registur við alþingistíðindin. Jón Hvass. Ofriðarskattur. ®v° sem getið var í siðasta Waði, hefir hr. Jón Ásbjörnsson iögmaður hér í Rvík komið með tillögu um ófriðarskatt, þ. e. út- Autningsgjald á þær íslenzkar af- Urðir er stigið hafa í verði vegna ^iðarins, svo sem ull, kjöt og saltfisk. Með því að leggja t. d. aura útflutningstoll á ullar- kilóið, 10 aura á kjötkílóið, og tilsvarandi á saltfiskinn (og jafnvel aönað sem stigið hefir í verði). Tollur þessi, eða ófriðarskattur, lúgður að eins á ull, kjöt og salt- fisk, mundi nema um 620 þús. kr- á ár. Rnnfremur leggur hr. J. til, að sykurtollur verði afnu ao hálfu ievti -r, . ytI- Ennfremur af kornvöru, kolum og næmu þessir skattar, selr numdir væru, að eins Um þús. kr., þ. e. landssjóður g] yfir 300 þús. kr. á þ6Ssu komulagi. Tillögumaður fram, að þessi nýji útflutD tollur eigi að eins að standa n striðið stendur yfir, og ver ísl. vörum helst svona hátt. * * * Tillögur hr. Jóns Ásbjarnarsonar eru að mörgu mjög viturlegar, en svo, sem getið var í síðasta blaði, virðist hann líta of mikið á hag kaupmanna (ekki landsmanna, svo sem misprentast hafði). F)ist og fremst virðist sjálfsagt að leggja ófriðarskattinn á allar vöiui, hlut- fallslega við það, sem þæi hafa stigið, t. d. á lýsi, sem hefir stigið afarmikið í verði, ennfremur á sild, sem útlit er fyrir að verði í þriðjungi hærra verði en síðast- liðið sumar, enda eins og getið er um annarstaðar hér í blaðinu, eru veiðihorfurnar, þrátt fyrir ísinn (eða einmitt fyrir hann) hinar beztu. í öðru lagi virðist ekki ástæða til þess að nema tollinn af Jiolum og sálti (hann er króna af kola- smálestinni, en 50 aurar af salt- smálestinni). Það verða sem sé aðallega stórefnaðir útgerðarmenn, sem græða á því, og þó þessar tvær vörutegundir hafi hækkað öiikið, þá hefir það, sem látið er í lestina á togurunum hækkað svo mikið, að árið í ár, mun verða það bezta, sem islenzkir togara-útgerðarmenn hafa lifað. Aftur virðist sjálfsagt að afnema sykurtollinn alveg, ennfremur bæði kaffitollin og vörutollinn. --- ---------- Síldar-horfur. Margir, sem eigi eru síldveið- inni við Norðurland nógu lcunn- ugir, hafa verið mjög hræddir um að síldveiðin mundi ganga afar- illa í ár. En kunnugir vita, að skilyrðið fyrir góðri veiði í hring- nætur, er það, að það séu stillur. Því það er að eins í hægu veðri, að síldin veður uppi, en það er ekki hægt að veiða hana í hring- nætur nema þegar hún gerir það. Nú vita menn að það er von á stillum, þegar hafís er. Útlitið er því ágœtt, enda er eitt skip héðan úr Rvík þegar búið að fá 1000 tunnur. Kolin. Ef ísl. kolin reynast ve), og gerlegt er að vinna þau, er sjálfsagt að fyrir- tækið verði landsjóðseign. Blanninum, 8em með einstökum dugnaði og fram- líðartrú, hefir gengið fram í þessu máli, á eigi að eins að borga allan kostnað, heldur einnig að launa riflega (jafnvel með tugum þúsunda, ef hér er um verulega kolanámu að ræða). Ekkert hlutafélag hér, né einstakra- manna-gróði. Landsjóðseign! Skraf og ráðagerð. Islenzkar mállýzkur. Bezta leikritið sem ég hefi séð er Pygmalion eftir Bernhard Shaw. í því kemur fyrir málfræðingur, sem er svo vel að sér í hljóðfræð- inni, að hann getur sagt um hvern mann, úr hvaða borg eða sveit hann er, heyrir það á málfærinu. Kunningi minn sagði við mig: „Þetta leikrit hefði ekki verið hægt að láta fara fram á íslandi, því hér eru engar mállýzkur". Og þetta öiun útbreidd skoðun, jafnvel meðal uiálfræðinga. En röng er hún, því mállýzkur [dialects] eru hér á landi, þó þær séu minna áberandi en víða annarsstaðar. En athugull maður getur hæglega komizt að, af hvaða landshorni maður, sem hann á tal við, er, sé hann nógu vel að sér í því er þessu viðvikur. Skulu hör gefnar nokkrar fáar bendingar. Flestir hafa heyrt það að Vestfirðingar bæru Mangi, langi og tangi fram eins og þessi orð eru skrifuð, en ekki eins og við hinir, með á-hljóði. En þessi framburður er að leggjast niður á Vestfjörðum. Vestfirðingar segja kómu (komu) og eru þeir þar (og eins í langa — tanga framburðin- um) n®1' fornmálinu en aðrir ís- lendingar, en fjær því í því, að segja cl þar sem skrifað er ð. Þeir segja t. d. hardur og gardur (harður og garður) eða lagdi og sagdi. Norðlendinga má þekkja á því hvað samhljóðendurnir eru harðir í munni þeirra. Þeir bera hvalur, hvila og hvass, fram sem kvalur, kvila og kvass. Ennfremur skjaldan f. sjaldan, laggði (eða lakði) f. lagði og sakði f. sagði, og Eyfirðingar segja: ég voni, ég hugsi, ég borgi í stað hugsa, borga, vona. Málið á Austfjörðum er svipað norðlenzkunni, en framburður sam- hljóðenda er mikið linari, og þeir bera i fram sem e, þó eigi sé sá framburður eins greinilegur og e-hljóðið í i-inu hjá Sunnlend- ingum. Sunnmýlingar og Austurskaft- > fellingar (eða að minsta kosti þeir austustu) bera jarl, barn, tj'örn og Björnsson fram eins og þau eru skrifuð, en ekki eins og við hinir flestir, sem jadl, badn, tjödn og Bjösson. Annars hættir Skaftfellingum mjög til að draga saman tvíhljóða, og segja því nöst, höst og östan í stað naust, liaust og austan. Sunnlendingar bera samhljóð- endur linara fram en aðrir, segja d fyrir t, g fyrir k og b fyrir p. Ennfremur skifta þeir öðruvísi at- kvæðunum, t. d.: ga-da, ta-ga og ga-lobinn fyrir gata, táka og gálopinn. Þeim hættir einnig mjög til þess að bera hljóðstafiná fram mjög opna, t. d. bel og gölur (bil og gulur). Á áherzlunum er einnig töluverður munur. Vestfirðingar leggja t. d. mikla áherzlu á for- setningar, segja: Ætlarðu i fjósið eða ætlarðu á sjó. En mestur munur mundi reyn- ast á orðaválinu í hinum ýmsu landshlutum, ef rannsakað væri. Jón Alfræðingur. Hvað geta verkaWðsf'élög gert ef vinnukaupendur vilja ekki ganga að skilyrðum þeirra? Þau geta gert verkfall og hœlt að verzla við pá kaupmenn, sem sijna sig fjandsamlega í peirra garð. Og verkalýðurinn getur, hér eins og erlendis, kosið menn úr sinum flokki til þess að gæta hagsmuna sinna í sveita- og bæjarstjórnum, og á Alþingi. Nýtt embætti? Pingfífl. Við fyrstu umræðu í neðri deild, um stofnun kennarastöðu í hagnýtri sálarfræði, sagði fram- sögumaður (Matth. Ól.) í ræðu er hann hélt í umræðulokin: „Mig hefir furðað á því að háttv. 2. þingmaður Sunnmýlinga skuli ekki hafa skilið þetta mál, jafnvel þó ég hafi aldrei reynt hann að neinni skarpskygni. Þing- maðurinn reyndi að gera málið hlægilegt, og horfði oft upp á pallana, en hefði hann gáð vel að, þá hefði hann séð, að hláturiiin, sem var hér um salinn, var eklú að því, sem hann sagði, heldur að honum. Fyr á tímum héldu kon- ungar menn til þess að hafa á hendi þann starfa, sem þingmað- urinn hefir tekið að sér hér í deildinni, en ég sé nú ekki ástæðu til þess að halda mann til þess hér, og sízt í þes3ari dýrtíð". Mikið andskoti hlæja Eskfirð- ingar þegar þeir lesa þetta í þing- tíðindunum. Ekki þó Árni eða Bjarni. Alþýöuvinirnir eða Mlfur hrafnsrass á mann. Sjónleikur í einum þætti. Búið hefir til prentunar Jón Söngur. Persónur: Embættismaður. Kaupmaður. Stór-kaupmaður. Stór-stór-kaupmaður. Jón Söngur, blaðam. við Dagsbr. (Leikurinn gerist á hressingar- stað í Rvík. Allar persónurnar eru að drekka kaffi. Jón Söngur situr við borð út af fyrir sig, og les útlend blöð. Hinir sitja við annað borð.) Embœtiismaðurinn: Það er skú ijóta verðið þef.ta, sem lítur út fyrir að verði á kjötinu í haust. Og svo fáum við engan afslátt á því, eins og á vörunum frá kaup- mönnunum, en verðum að kaupa það eins dýrt og fátæklingarnir. Það dugir ekki annað en setja hámark á kjöt! Kaupmaðurinn: Nei, vitið þér hvað! Nú erum við svei mér búnir að hafa nóg af þesskonar. Og þó við kaupmenn hefðum meirihlutann með okkur í verð- lagsnefndinni í fyrra, þá er ekki víst að við hefðum það framvegis, já, þvert á móti, því ef þessir bændur á þinginu hefðu nokkurt vit, þá veldu þeir ekki einn ein- asta kaupmann í’ nefndina. Þess vegna, burt með öll hámörk og annað því um líkt, sem leggur haft á frjáls viðskifti! Embættismaðurinn: Það mætti þó leggja ófriðarskatt á kjöt og ull, sem hafa stigið svona mikið. Stór-kaupmaðurinn: Því er ég alveg á móti. Mér væri sama þó það yrði lagður ófriðarskattur á kjötið. En ég kæri mig skú ekki um að það verði lagður tollur á þessa 2000 balla af ull sem ég er búinn að kaupa, fyrir- fram. Ófriðarskatturinn yrði líka lagð- ur á álla innlenda vöru, sem stigið hefir vegna ófriðarins, ef hann kæmist á, á annað borð, til dæmis líka á saltfisk. Hann kæmi svoleiðis lika á þig, embættismaður, þú átt jú part í fleiri trollurum. Embættismaðurinn: Já, það er satt, hann dugir ekki, þessi skatt- ur. Stór-stór-kaupmaðurinn: Nei, fari hann bölvaður. En það er bezt að við látum blöðin fara að tala duglega um þetta ránverð á kjötinu, svo að þessir verkamenn og almenningur yfirleitt fari ekki að finna upp á þeim fjanda, að fara að heimta að stjórnin sendi skip til Ameríku, eftir matvöru, eins og hún gerði í fyrra. Ef við bara látum blöðin tala nóg um kjötið, þá gleyma þeir skú hinu. Og ég veit ekki til hvers þessir blaðsneplar eru, sem lifa alveg á

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.