Dagsbrún - 07.08.1915, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 07.08.1915, Blaðsíða 4
20 DAGSBRÚN auglýsingum frá okkur, ef að þau geta ekki þetta. Að þau vilja reyna að gera það, efast ég ekki um. Jón Söngur (í lágum hljóðum, bak við blað): Ég ekki heldur! Embœttismaðurinn: Mikið fjand- ans klúður er að rjúpan skuli vera friðuð í haust; ætli það væri ómögulegt að fá þingið til þess að ófriða hana vegna dýrtíðar- innar og matarskortsins, sem yfir vofir? Kaupmaðurinn: Nei, ég er hræddur um ekki; þeir vita sem er, þingmennirnir, að það er ekki almenningur, heldur bára við, heldra fólkið, sem hefir ráð á því að éta rjúpur. Ekki nema þá eitt- hvað væri gert fyrir almenning um leið. Stór-stór-kaupmaðurinn: Bíðið hægir, djentilmenn, mér dettur nokkuð í hug. Það mætti vel, um leið og rjúpan væri ófriðuð, nema úr gildi lögin um friðun á hröfn- um og öðrum hræfuglum. Og það er engin hætta á að þeir yrðu svo dýrir; við heldri menn hugs- um þó svo mikið um velferð al- mennings, að við mundum ekki fara að sprengja upp verðið á þessum fuglum. Embcettismaðurinn: Nei, það mundum við alls ekki. Kaupmaðurinn: Nei, auðvitað mundum við ekki fara að bjóða í hræfuglana, og þar með sprengja upp verðið, svo fátæklingarnir gætu ekki náð sér í þetta ket. En það er annað, það er svo lítið til af því. Þó allir hræfuglar á landinu væru matreiddir í einu, þá yrði það ekki nema hálft hrafnslæri eða hálfur hrafnsrass, sem hver fengi. Embœttismaðurinn: Eins og það sé ekki nóg! Ég segi alveg satt, að ekki mundi ég kæra mig um meira! Stór-stór-kaupmaðurinn: Já, al- veg rétt! Ég segi fyrir mig, að mér rnundi þykja mér fyllilega nóg boðið, væri mér ætlaður hálf- ur hrafnsrass. Jón Söngur (um leið og hann stendur upp, til stór-stór-kaupm.): Ég segi, að nú er mér nóg boðið. Ótrúlégrt, en satt þó, er það, að efr.amennirnir fá alla búðarvöru ódýrar en fátæklingarnir, og að menn (hér um bil um alt land), verða að kaupa vöruna því dýrari, því fátækari sem þeir eru. Þetta er ein af afieiðingum embættis- og kaupmannavaidsins. Reykjavík. Vorið 2. igúst? Vorblóm voru seld hér þennan dag. Kaupraaðar hefir sent blaðinu frumvarp til iaga um hvenær sölubúðum skuli lokað á kvöldin, en eigi þykir blaðinu það ná nógu langt. Þar er s. s. boðið að loka þeim sein- ast kl. 9. á sumrin, en kl. 8 á vetrin. Ætti að vera 8 á sumrin en 7 á vetrin (nema kvöldin fyrir helga daga). Að leggja fram frv. líkt þessu, er samt að líkindum þýðingarlaust, fyr en það kemur frá verzlunar- fólkinu sjálfu. Hér er það skylda þeirra verzlunarmanna, sem ekki verða sjálfir fyrir þrælkun þessa langa starfstíma (svo sem banka- menn og þeir er vinna á skrif- stofu) að ganga á undan og heimta þessi lög. Ritgerðin „Úr herbúðum alþýðumanna" eftir Jörund Brynjólfsson kennara, (ritara í verkmannafélaginu) gat sökum rúmleysis ekki komið öll í þessu blaði. Ritstjórinn mun gera smáathugasemdir við hana, þegar hún er komin öll. Dómkirkjan hefir nýlega ^erið máluð með smekklegum litum. Gróðrarmoldin liggur enn þá í Ingólfsstræti. Himinn og jörð. Timglið. Tveir menn voru um daginn að horfa á tunglið, sem var hálft, og voru að tala um hvort það v»ri vaxandi cða minkandi. Málið er ofur-einfalt, pvi sú hlið pess, sem nœr er sólunni, er björt, hina sjáum við ekki. Tunglið er því vaxandi þegar það er meira til hægri handarinnar, en minlcandi þcgar það er meira til vinstri (þegar bungan snýr til vinstri), en falt þegar það er jafnt til beggja handa. Eldfjöll á íslandi eru yfir 100 að tölu með samtals um 2000 gígum. Frá upphafi íslandsbygðar hafa 25 fjallanna gosið, og sum þeirra mjög oft, t. d. Hekla eitthvað fram- undir það 20 sinnum. . Geirfngl hefir ekki sést í eitthvað 70 ár, og er því talið fullvíst að honum sé alger- lega útrýmt. Hann var mjög líkur drunnefjanum (klumbunni) en mikið stærri, 1 alin og 8 þuml, Vængirnir voru svo litlir að hann gat ekki flogið, en hann synti og kafaðí ágætlega. Geirfuglinn átti að eins eitt egg á ári, af þeim eru til núna um 70, og eru 5 þús. króna virði hvert. Alls eru til á náttúrugripasöfnum 80 geirfugla- hamir og liðlega 20 beinagrindur. Þetta og hitt. I’egnskyldnvinna. Um hana hefir Sig. Guðmundsson magister skrifað tvær greinar í „Skin- faxa“, og hefir það orðið til þess að málinu hefir verið hreyft á Alþingi Nefnd hefir verið sett í það Joffre (djoffr), yfirhershöfðingi Frakka, sagði eitt sinn: „Sá herinn vinnur, sem er út- haldsbeztur, þolinmóðastur, eljumestur, og hefir sterkasta trú á þvi að sigur muni vinnast að lokum“. A Lovers Tale heitir saga eítir Maurice Hevvlett, gerist hún á íslandi á söguöldinni (Scribner § 1,25). Loyd George (lojd djordj) hergagnamálaráðherra Breta, sagði á dögunum í ræðu: Við eigum í ófriði við Tyrki, Austurrikismenn, Þjóð- verja og drykkjuskapinn, Af þessum óvinum vinnur drykkjuskapurinn oss mest tjón. Silfurhjöröin. ---- (Frh.) Þeir spentu nú í snatri þá hunda fyrir sleðann, er lausir voru, og létu svipurnar hvella yfir þeim, þar til þeir tóku á rás, en sjálfir hlupu ferðamennirnir við hlið sleð- ans. Utanyfirföt þeirra voru hörð sem skel, en nærfötin rennandi og þeim fanst sér vera kalt alveg inn í bein. Eftir að hafa hlaupið þannig þyndarlaust í tíu mínutur sáu þeir þorpið, og stefndu að kofa sem þykkan reykjarmökk lagði upp úr reykháfnum á; hundarnir tóku að gelta, og þorpshundarnir tóku undir. Báðir ferðamennirnir voru nú mjög þjakaðir og hlupu með mesta sársauka. Það hefði gert út af við þá að þurfa að fara eina mílu (enska) til. „Náðu í húsbóndann og segðu að við séum blautir. Eg skal leysa hundana", sagði Emerson. Fraser hvarf, og Emerson fór að taka aktýgin af hundunum, en hann varð að skera þá lausa, því alt var frosið fast. Siðan tók hann svefnpokana, sem voru gaddfrosnir, af sleðanum, og lagði af stað inn i húsið. Ferðamenn í Alaska hugsa fyrst og fremst um hundana sína, en þar næst um svefnpokana. En áður en hann náði húsdyr- unum, opnuðust þær, og út kom Fraser, æði kindarlegur á svipinn, og á eftir honum kom stór og ruddalegur maður, með ólundar- svip á andliti. Hann nam staðar á þröskuldinum. „Láttu hitt dótið eiga sig“, sagði Emerson við Fraser. „Við fáum ekki gistingu hér“, sagði Fraser. Emerson varð svo forviða, að hann gleymdi sem snöggvast hve kalt honum var. „Hvað er að? Eru veikindi?" „Ég veit ekki hvað að er. Mað- urinn segir bara blátt nei við því að hýsa okkur, og þar með búið“. Maðurinn (hann var ausjáanlega einn þeirra, er hér höfðu vetursetu til þess að gá að verksmiðjunum) tók nú til máls, og sagði ólundar- lega: „Ég hef ekkert húsrúm fyrir gesti“, „Já, en við erum rennvotir", sagði Emerson, „við lentum niður um ísinn. Það er sama þó þér hafið ekki gestaherbergi, við gerum okkur alt að góðu“. Hann gekk nær dyrunum, með svefnpokan undir handleggnum, en maðurinn stóð grafkyr, og varnaði honum inngöngu. „Þið komist ekki inn hér. Það er annað hús sem búið er í, þrem mílum lengra upp með fljótinu", sagði hann. En Emerson gaf orð- um hans engan gaum; hann setti svefnpokana upp á axlir sér, og óð beint að manninum í dyrunum, svo svefnpokarntr hefðu rekist framan í hann, hefði hann ekki hopað. Emerson hló kuldalega og ruddist inn í dyrnar, og Fraser fylgdi á eftir. í herberginu sem þeir komu inn í sat Indíánakona. Emerson bauð henni með skipandi róm, að lífga fljótt við eldinn og koma með eitthvað handa þeim að borða. Síðan kastaði hann frá sér byrgðinni, og sneri sér að húsráðanda, sem nú kom innan dyrnar á eftir þeim, og sagði vin- gjarnlega við hann: „Hér er svo sem nóg húsrúm, lagsmaður! Náðu nú í meira af eldivið; vertu nú almennilegur!" Emerson talaði svo vingjarniega, en þó svo ákveð- ið, til mannsins, að hann ósjálfrátt hlíddi, en þó með illu. Komumenn- irnir fóru nú úr utanyfirhafnarföt- unum, hengdu þau til þerris og gerðu sig á annan hátt heima- komna. Svíinn, og hin indíánska kona hans, dróu sig nú í hlé inn í hið innra herbergi, og fóru eitt- hvað að tala saman í hálfum hljóðum. „Hver þremillinn gengur að broddgeltinum", hvíslaði Fraser til Emersons. „Aldrei hef ég heyrt það fyr, að mönnum, aðframkom- num af kulda, væri neitað um húsaskjól. Það hlítur eitthvað að liggja á bak við það — hann hiítur að hafa haft einhverja á- stæðu til þess að neita okkur. Ég vil helst komast hjá öllum illdeil- 'um, en —“ svaraði Emerson og kinkaði svo einarðlega kolli, að auðséð var að hann ætlaði ekki að láta beita sig neinum rangind- um. (Frh.) Kraftaverk. Munið þið eftir honum Múhameð? Lærisveinar hans báðu hann vinna kraftaverk, og sagði hann að það væri guð-velkomið. „Lítið á fjallið þarna“ sagði hann og benti á fjall nokkurt. „Að tveimur stundum liðnum skal fjallið vera komið til mín, eða ég til fjallsins“ Síðan hrópaði hann hástöfum á fjallið, að það skyldi koma, en pa! fjanda kornið sem það hreyfði sig. Hann var því að fara öðruvísi að því að vinna kraftaverk þetta, og það gerði hann. Hann setti upp nýja leðurskó og fékk sér kaffisopa (en tók ekki í nefið, því menn þektu eigi á þeim tím- um þá list, því tóbakið er komið frá Ameríku, en hún var ófundin, því þetta var eitthvað níu öldum áður en Kólumbus fann hana, og eitthvað 400 árum áður en Leifur hepni, varð svo ólieppin að hún skyldi týnast aftur). Síðan tók hann hatt sinn og göngu- staf og lagði af stað til fjallsins á tveimur jafnfljótum. Og áður en tveir tímar voru liðnir, var hann búinn að vinna kraftaverkið! Dagsbrún, blað jafnaðarmanna, kemur út vikulega. Kostar frá Júlí til áis- loka 1 kr. 50 aura. Gjalddagi fyrir 1. Sept. Borgaður fyrirfram kostar þessi hálfi árgangur 1 kr. 25 aura. Blaðið vill fá útsálumenn í hverri einustu sveit. Sölulaun 7*. Öll bréf til blaðsins sendist ritstjóranum. Dagsbrún fæst i Bókabúðinni, Laugaveg 22. Ritstjórinn býr á Hverfis- götu 93. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.