Dagsbrún - 22.08.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 22.08.1915, Blaðsíða 2
26 DAGSBRÚN sem verkamenn í Rvík vakna og sjá að þeir þurfa ekki að vera sí- ánauðugir þjónar embættismanna og kaupmanna. En þá þarf að bæta nýjum lið á dagskrána. Skrifstofan þarf að gera fleira en að ráða fullorðið fólk. Hún þarf líka að ráða kaupstaðarb'órn í sveit. Þetta mál kann sumum að þykja lítilfjörlegt mál, en svo er ekki ef betur er að gáð. Verka- menn í Rvík eiga yfirleitt mörg börn, en hafa lítil laun. Af þessu, einkum launakjörunum, leiðir að þeir búa í lélegum húsum, haía fátæklegt fæði og allan aðbúnað. Mjög margir þeirra eru aðfluttir úr fjarlægum sveitum og þekkja engin heimili á nágrenni Rvíkur. Eða að þó þeir þektu einhverja, þá hafa þeir ekki tíma og tækifæri til að koma börnum sínum þang- að. Af þessu leiðir það, að verka- menn í Reykjavík.eiga mun erfið- ara með að koma börnum sínum í sveit á sumrin heldur en efnaða fólkið, sem síður þarf þess þó með, af því að þar eiga börnin við betri kjör að búa heima fyrir. Sjálfsagt þarf ekki að eyða miklum tíma til að sanna, að stálpuðum börnum sé hollara að vera í sveit á sumrin heldur en að veltast á götunum í Rvík, eða vera í snúningum fyrir kaupmenn, sem þó er helzta úrræðið. Flestir munu sammála um að svo sé. En þessu verður ekki kipt í lag fyr en fenginn er staður (skrif- stofa) sem hefir sambönd út um alt Suðurland og héruðin við Faxaflóa, og getur útvegað hverju heilbrigðu og stálpuðu barni úr höfuðstaðnum sumarvist á góðu sveitaheimili, og haft einskonar eftirlit með að réttilega og vel sé með börnin farið. Slíkt eftirlit mundi verða tiltölulega auðvelt þegar skrifstofan væri vel komin á laggirnar, hefði góð sambönd og vissi frá börnunum, hvernig á- statt er á þeim heimilum þar sem þau hafa dvalið, og þeim næstu. Væri farið illa eða ómann- úðiega með barn væri skrifstofan á bak við og gerði málið að blaða- máli. Mjög fáum bændum væri sama um að fá slíka opinbera ráðningu. Það mundi spilla fyrir þeim á fleiri en einn veg. Hins- vegar hlýtur bændum að vera á- hugamál að fá efnileg börn til smávika yfir sumarið til að spara sér dýrara vinnuafl. Ráðningarskrifstofumálið ætti að koma fyrir bæjarstjórn í vetur, undirbúið af verkamannafélögun- um í Rvík og Hafnarfirði. Skrif- stofan ætti að vera undir eftirliti þessara félaga og stæði að nokkru af þeim, en að nokkru af bæjar- sjóðum Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar. Hún ætti að ráða fullorðið fólk, konur og karla, sem þess óskaði og hvaða vinnu sem það vildi stunda. Og hún ætti að koma börnum verkamanna fyrir, til sumardvalar, á góðum sveita- heimilum. Þetta mái á að geta haft eina þýðingu enn. Það á að geta sýnt verkamönnum Rvíkur inn i hug- skot bæjarfulltrúa sinna. Þetta mál er svo vaxið að þar er ekki nema um eina leið að velja, öllum þeim sem vilja vel fátæklingum bæjar- ins. Þeir menn verða því fylgj- andi. En hinir, sem verða á móti því eru líklega meiri vinir annara stétta. Þeir hafa annað dýrmætara um að hugsa heldur en það, hvort ' fátækur verkamaður hefir vinnu eða er atvinnulaus. Og þeir kenna ekki í brjóst um börn þeirra snauðu og vinalausu, sem ekki íá neitt eiginlegt sumar að sjá á rykugum og óþrifalegum götum höfuðstaðarins. Viðar. Kuldar í Noregi. Norska blaðið „Aftenposten", segir að margar frostnætur hafi komið þar í landi í Júnímánuði. Skyldi hafa frosið nokkuð í þeim mánuði hér? Kaupfólag’. Kaupfélög eru nú komin á, hér og þar um alt land, en einkenni- legt er það, að þar sem þau hefðu átt að vera búin að ná mestri útbreiðslu, sem sé í kaup- stöðunum, einmitt þar gætir þeirra minst. Þó flest þeirra hafi þar sölubúðir sínar, þá eru það ekki kaupstaðarbúar, sem eru félags- menn, ekki einu sinni í blómleg- asta kaupfélaginu á landinu, Kaup- félagi Eyfirðinga, sem hefir aðal- aðsetur og útsölu á Akureyri. Og þar, sem af öllum stöðum á land- inu virðist hægast fyrir kaupfélag að starfa, ]). e. í sjáJfum höfuð- stað landsins, þar er kaupfélag alls eigi til. Hór hafa að sönnu verið kaupfélög, er hafa farið um koll, en engum, sem málið er kunnugt, dylst af hverju þau koll- sigldu, né getur efast um orsak- irnar, sem urðu til þess að granda þeim, hefðu ekki þurft að vera til. En þessar mishepnuðu til- raunir hafa orðið til þess, að draga úr mönnum, að reyna á nýjan leik, að koma hér á kaupfélagi, þó auðsætt sé, svo sem þegar er fram tekið, að hvergi á öllu land- inu mundi slíkur félagsskapur geta þrifist betur en einmitt hér í Reykjavík, ef vel væri um hnút- ana búið. Og aldrei hefir þörfin fyrir kaupfélag verið meiri en nú, ekki sízt, þegar útséð ætlar að fara að verða um’það, að það verði ekki áframhald á landsjóðsvöru- kaupunum, sem byrjað var á í fyrra, þrátt fyrir það, þó almenn- ingi ríði enn þá meira á því nú, en þá, að fá vörurnar eins vand- aðar og ódýrar og unt er. Sökum efnismergðar verður ekki komið að í þessu blaði langri grein um þetta mál, sem þó er eitt af allra mestu þarfamálum alþýðunnar hér í borginni, og því mun verða rætt ítarlegar í næsta og næstu tölubl. þessa blaðs. Þorgils gjallandi. Nú er stirnuð hönd, sem hög hélt á góðum penna, hans er æðstu lífsins lög lýðnum vildi kenna. Hans voru sögur ljós og líf, lýðnum vegar-stjarna, andinn göfgi ást og hlíf óhamingu barna. Hljómaði vítt um breiða bygð blíða málið skýra: þýddi atlot, traust og trygð tilfinningar dýra. Þorgils dýrum krýna krans konur lands og synir; lengi munu minnast hans manna og dýra vinir. Gráta fossar fallandi, færist þögn um dalinn; nú er gengin Gjallandi guða- inn í -salinn. Magnás Gislason. Síminn. (Ritað á samtalsbeiðnis-miða). Síma-afgreiðslan hér í Rvík, og líklegast alstaðar um land, er, hvað samtölunum viðvíkur, alveg dæmafátt hneyxli. Þráfaldlega kemur það fyrir, að menn bíða á annan klukkutíma á stöðinni eftir sambandi, og verða þó að fara án þess að ná táli af þeim, er þeir vildu. Um daginn reyndi einn al- þingismaður í þrjú kvöld í röð að fá samband við Seyðisfjörð, en árangurslaust. Það vantar alveg herfilega símaþræði, að minsta kosti einn án millistöðva milli ísafjarðar og Borðeyrar, einn án millist. milli Seyðisfjarðar og Ak- ureyrar, tvo án millist. milli Ak- ureyrar og Borðeyrar, og þrjá án millist. milli Borðeyrar og Reykja- víkur. í landi, þar sem póstgöngurnar eru jafn tregar og Þeer eru hjá okkur, er meiri þörf á góðu tal- síma-sambandi en annarstaðar, þar sem járnbrautir liggja um landið þvert og endilangt, og færa mönnum að morgni þau bréf, er látin voru í póstinn kvöldinu áður, á öðru landshorni. En það er nú ekki nóg að fjölga símunum, það þarf líka að fcera niður talsímagjaldið um helming. Þegar hingað er komið greinar- lestrinum mun margur gætinn ffesari spyrja: „Verða þetta þá ekki afskaplega aukin útgjöld fyrir landssjóð ?“ Skal fyrst, áður en spurningu þessari er svarað, bent á, að þegar um fyrirtæki er að ræða, sem rekin eru af landssjóði, þá er á tvent að líta, beinan hag landssjóðs og beinan hag þegnanna (og þar með óbeinan hag landssjóðs). Hér þarf víst ekki að skýra hver yrði beinn hagur íslenzkra þegna við það að símagjöldin væru færð niður um helming og línunum fjölgað, en þó skal bent á eitt, en það er: hve lífgandi og fjörg- andi áhrif það hefði á fólkið út um sveitir, ef það, þegar skugga- löng skammdegisnóttin grúfir yfir (varir nálega allan sólarhringinn) hefði tækifæri til þess fyrir lítið verð að hafa fréttir af kunningj- unum hér og þar um landið, eða fá fróttir þaðan af landinu sero lífæðar þjóðarinnar slá hraðast. Pað verður alveg eins skemti- legt að eiga heima í sveit á ís~ landi, eins og í hverju öðru landR þegar þær þrjár verklegar fram- farir eru komnar á, er nú skulu nefndar: s. s. heilnæm og smekk~ leg Injbýli, raflýsing, og talsími á livern bæ. Ekkert af þessu þarf aft liggja mjög langt fram í tíðinni. En það var hagur landssjóðs, sem lesarinn ef til vill vildi spyrja um, en um hann er það að segja, að síminn mundi þá að líkinduro svara mikið betur kostnaði en nú, því ef gjaldið væri fœrt niður um helming, mundi notkun símans- þrefáldast. * * # Eftirvari. Grein sú, er hér er á undan, er skrifuð á símastöðinni. Hafði sá er þetta skrifar fengið tilkynningu um að koma þangað- stundvíslega kl. 11, til þess að tala við Akureyri. Kl. 12, eða eftir rétta klukkustundar bið, fékkst sambandið. Skyldi annað eins þekkj- ast í Rússlandi? Það eru víst fáir, sem hafa tíma til þess að bíða þannig, að minsta kosti hafði þessi maður ekki tíma til þess, og hann mundi alveg hafa gengið af göflunum, hefði eigi svo vel staðið á, að hann af tilviljun hafði bók með sér, sem hann lauk við að lesa þar, og hann að öðru leyti gat notað tímann til þess að skrifa greinina hér á undan. Næst þegar hann er kvaddur á símastöðina, ætlar hann að vera betur undir það búinn, og hafa með sér ferðascgu Eggerts Ólafs- sonar, eða 1001 nótt, (eru það ekkr 5 bindi?) Jón Skýri.. Það er dauði og djöfuls nauð, er dygðasnauðir fantar safna auð, með augun rauð, pá aðra brauðið vanlar. Sig. Breiðfjörð. Málverkasýningu halda þau þessa dagana í Barna- skólahúsinu, ungfrú Kristín Jóns- dóttir frá Arnarnesi og Guðmund- ur Thorsteinsson. Eru þar alls á annað hundrað málverk að sjá, og mörg mjög falleg. Er hér tæki- færi til þess að eignast fyrir lítið fé, málverk, er sönn veggprýði er að, og sem eftir 10—20 ár, að öllum likindum, verða orðin mörg hundruð króna virði. Sá, sem þetta ritar, gekk eitt sinn fram hjá listaverkaverslun í Khöfn, og voru þar tvö örsmá (1 ferfet hvort) málverk eftir Kröyer, ef málverk skyldi kallast, því það voru miklu fremur uppköst að málverkum. Þau kostuðu 28 hundruð kr. ann- að, en 25 hundr. hitt! Yarla er þó von á, að neitt þessara mál- verka stigi að sama skapi gífur- lega, og þessar smámyndir, en það má nú líka fyr vera, en að það sé svona mikið. Grein um lista- fólk þetta seinna. DAGSBRÚN 27 Frá Akureyri var sent svohljóðandi símskeyti: Alþingi. Reykjavík. ^ér leyfum oss hér með að skora á hið háa Alþingi að af- nema tolla af aðfluttum nauð- synjavörum og í staðinn leggja ntflutningstoll á þær íslenzkar vörur, sem eru í óeðlilega háu verði vegna ófriðarins. Einnig að útvega landinu nauð- synjavörur og úthluta þeim á sama hátt og siðastliðið ár. Akureyri 8. Ágúst 1915. F. h. Iðnaðarm.fél. Akureyrar Oddur Björnsson, Bjarni Einarsson, Sig. Sigurðsson. F. h. Trésmiðafél. Akureyrar Jón Guðmundsson, Erl. Friðjónsson, Eggert Melstað. F. h. Verkakvenfél. Einingin Guðlaug Benjamínsdóttir, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Hallfríður Jóhannsdóttir. F. h. Verkamannafél, Akureyrar Jón Friðfinnsson, Halldór Friðjónsson. Frá Alþingi. Póstsparisjóðir. Frumv. um stofnun þeirra er fallið. Málið er Þó mjög merkilegt, enda verður bað vafalaust tekið upp á næsta Þingi. Dýraverndnn. Frv. um það bera fram þingmenn Reykjavíkur. Aðalatriði að misþyrming á skepn- um sé látin valda alt að 1000 kr. sektum, og að allir búandi menn séu skyldir að hafa til hús yfir allar skepnur sínar. (En þeir, sem ekki búa?) líiflutningur hrossa að vetr- inum bannaður (frá 1. nóv. til 1. Apríl), flm. Sv. Björnsson. Frv. þetta er mjög- þarft. Um vatnsveitu í löggiitum kaupstöðum, flm. Kr. Daníelsson. Hreppsnefndum heimilað að gera tuunna til almenningsnotkunar. Slysa-ábyrgðatsjóður fyrir sjó- öienn og daglaunamenn. Frv. þar lútandi bera fram Ben. Sv. og Snorrason. Vinnuvísindi. Frv. um stofnun kennaraembættis við Háskólann í viunuvísindum bera fram Matth. Ól., Jón á Hvanná og Sv. Bj. lúkbrensla. Frv. um að leyfa likbrenslu hér á landi flytur Sv. Újörnsson. Þ°HákSSOn. Mæiing & ræktuð, F;rrp um ^ a Þor. Ben. og Sig. Sig H írvx Wti komið ?eSS f hve rna , hve afarlítið af þeiffi h] XðT er ræktan Hafnir 0g lendingar htvegsnefndin vill ]áta stjórnina, að láta verkfróðan mann rannsaka lendingar við helztu verstöðvar landsins, og gera kostnaðaráætlanir um hafnar- gerðir og lendingabætur. Málið mjög þarft. Nýtt jarðamat vill dr. Jón Þork. láta fram fara, og ber fram frv. þar að lútandi. Frumvarpið ónýtt upp á verðhækkunarskatt að gera. __ Til þess að láta álit sitt á blaðinu í ljósi skutu nokrar verkakonur hjá „De- fensor“ saman, og gáfu því 9 kr. 57 aura. Sumarauki. (Frh.) --- 6. Luther Burbank. Svo heitir ameriskur garðyrkju- maður, sem orðinn er heimsfræg- ur fyrir tilraunir þær, er hann hefir gert til þess, að framleiða nýjar tegundir jurta. Leitast hann einkum við að framleiða harðger- ar og nægjusamar tegundir, sem lifað geti í lélegum jarðvegi og gert mönnum og dýrum, mögu- legt að hafast við jafnvel þar, sem nú eru eyðimerkur. Við tilraunir notar hann jurtir víðsvegar að af hnettinum, og hefir honum oiðið töluvert ágengt. Má einkum nefna strandplómutegund eina, og teg- und af þyrnalausum kaktus. Strandplóman getur vaxið í ófrjó- um jarðvegi, og óblíðu loftslagi, en ber þó ríkulega, safamikla og bragðgóða ávexti, og eru þeir miklu stærri en ávextir hinnar upprunalegu tegundar, sem auk þess, að þeir eru smáir, eru bæði þurrir og beiskir. Kaktusinn var Burbank í tólf ár, eða meira, að fást við, og er hann ennþá merki- legri en strandplóman. Burbank safnaði að sér kaktusum víðsvegar að og framleiddi hvað eftir annað kynblendinga af smávöxnum og stórvöxnum, þyrnóttum og þyrna- lausum tegundum, unz honum að lokum tókst af þyrnóttum tegund- um að framleiða þessa fyrnefndu Þyrnalausu tegund, sem er mjög hfseig og nægjusöm, að því er jarðveg, og raka jarðvegarins. snertir. Hún er ágætis fóðurjurt, bæði til skepnu og manneldis, og nser á þrem árupi 5—6 hundrað punda þyngd. Er búist við að hún muni á næstu áratugum breiðast út um alla jörðina, og verða ræktuð þar, sem nú er ekki hægt að rækta neitt sakir þurks. En ennþá sem komið er, er henni haldið í afarverði. Burbank hefir meðal annars framleitt kartöflutegund, sem mælt er að hafi gert hina árlegu upp- skeru Bandaríkjanna ðo milj. kr. meira virði en hún var áður. Margt annað hefir honum vel tek- ist; hér skal að eins eitt dæmi enn tilfært, af því það gefur góð- ar bendingar um hvað gera megi: Við kynblöndun tveggja tegunda brumberjarunna, sem ekki voru ræktartegundir, og báru smá ber, tókst honum að framleiða tegund, sem bar yfrin, stór og bragðgóð ber. (Frh.) Reykjavík. Sáðgarðinn, vill maður, sem skrifað hefir blaðinu, láta kalla hinn nýja hluta Ingólfsstrætis. Ekki illa tilfallið nafn, nema einhver finni betra. Landsbankinn, Björn Kristjánsson og pólitíkin, heitir rit sem Árni Árnason frá Höfðahólum hefir gefið út nýlega. Sýning Ríkarðs Jónssonar verður opin þessa viku út, og sunnudaginn (12-7). Þetta og hitt. Eiii af nfleidÍDgmn striðsins er gifurlega aukin vinna í málmnámum, þannig var t. d. í Mai, unnar 25 milj. punda af kopar fram- yfir það, sem vant er að koma á mán- uði úr þessum námum, og þó hefir kopar stígið framundir það helming. Zink hefir einnig stigið, syo nú er far- ið að vinna á ný margar námur, sem fyrir löngu var hætt við, af því þær þóttu ekki borga sig. torflnnur karlsefni. Nú á að fara að reisa honum lik- neski, i einum fögrum garði í Fíla- delfiu í Bandaríkj. Þorfinnur var fyrsti nýbýlingurinn í Ameríku (af hvítum mönnum). Bjó hann þar þrjá vetur. í Boston (sml. Bandaríkj.) er stand- mynd af Leifi hepna Eiríkssyni. (Hepp- inn var hann kallaður af því hann bjargaði mönnum af skipsflaki). Tlla sprottið er grasið í Suður- og Austur-Noregi, segja norsk blöð nýkomin hingað. Það getur brugðist grasvöxtur víðar enn á íslandi. Vitar á íslaiuli. Þeir voru 35 talsins í fyrra. Elstur þeirra er Reykjanesvitinn bygður 1878. Ekki færri en 26 af vitum þessum hefir verið komið á síðan 1900. Ennþá vantar illa eitthvað 100 vita. Síldarveiðiu í fyrra hér á landi: Norðmenn 148 þús. tn. íslendingar Danir Svíar Þjóðverjar Englendingar 71 — 25 — 26 — 2 — 9 _ Þetta er síld sem var söltuð. Auk ess veiddist töluvert af síld sem Frakkar ráku hér í fyrra fiskiveiðar á 47 botn- vörpungum og 70 seglskipum. Stærstn borgir Norðurálfunnar hafa nú íbúatölu svo sem hér segir; London 8 milj. Berlín og París 4 milj. Wien og Pétursborg 2 milj. Moskva l‘/« milj. Konstanti- nopel og Hamborg 1 milj. Budapest og Glasgow 900 þús. Liverpool 800 þús. Warshaw, Manchestir og Bryssel 700 þús. Miinchen, Leipzig, Brimingliam, Amsterdam 600 þús. Kaupmannaliöfn 575 þús. Um */’ miljón ibúa hafa þessar borgir: Dresden, Köln og Breslau (á Þýskalandi) Leeds (Engl.) Marseille og Lyon (Frakkl.) Bladrid og Barcelona (á Spáni) Neapel (á Ítalíu) og Prag (í Bæheimi). Gullfoss. Frá Akureyri er blaðinu skrifað ul»: „Gullfoss kom hér í dag, fánar á öllum stöngum, ekkert Dannebrog sást í bænum, nema á skipinu sjálfu, sem ekki hefir þótt ómaksins vert, að skifta um fána". Gamli seigur eða alt á sömu bókina. Sjónleikur af einum þætti (toga) spunninn. (Leturfært hefir Jón Söngur). Embættismaður: Hann stútaði skú frumvarpinu í efri deild, gamli seigur! Kaupmaður: Seigur? Hver hefir neitað því. Hrafnarnir verða jú 100 ára gamlir, séu þeir ekki dauðir áður^eins og kerlingin sagði, sem datt niður stigann, svo það er rímilegt að þeir séu seigir. En þessir góðu verkamenn kunna ekki að meta aldurinn eins og vera ber. Þeir eru svo ómentaðir að þeir vita ekki að það er margt sem verður fínna þegar það eldist. Þeir ættu t. d. að vita, að eg á vín í kjallaranum hjá mér, sem er sjötíu ára gamalt, en að eg tími varla að gefa það vildustu vinum, þó að eg með ánægju vildi skenkja af því fyrir menn, sem hafa unnið fyrir almennings heill, eins og t. d. þingmennina okkar, þá Sv. Bj. og Jón Magn., sem áttu sinn þátt í því að þessi tillaga um að kaupa korn var feld. Stór-stór-kaupmaður: En Pétri Jónssyni ? Kaupm.: Jú, líka honum, kaup- félagsmanninum Pétri Jónssyni býð eg eitt glas! En að hugsa sér annað eins og það,"að fara að kaupa kornvöru, og selja hana með innkaupsverði! Þvílíkurskrælingjahattur! Það dug- ar skú ekki að vera að setja sig lengur upp á móti því að ísland verði kúltúrland, og í öllum kúltúr- löndum græða kaupmenn á stríð- um, en almenningur skaðast. En nú er farið að stinga upp á að landssjóður fari að stela af okkur kaupmönnum þessum gróða, til þess að dreifa honum út meðal fólksins — eg er alþýðuvinur og vil því ekki segja — meðal skrílsins. Embættism.: Þarna minnistu forresten á nokkuð! Hvað væri íslarid annað en veiðistöð, ef ekki værum við sem kallaðir erum heldri mennirnir? Eg spyr, hvað værum við? Ekkert, góði minn, alls ekkert nema veiðistöð! Þess vegna er betra að gróðinn lendi til fárra manna, en að hann dreif- ist út á meðal fjöldans, og því alveg rétt af bönkunum að lána peningana eins og þeir gera nú, til trollarakaupa, því trollara eiga ekki nema einstakir fáir menn, og næstum eingöngu betri menn. En þú misskildir mig áðan, þegar eg nefndi gamla seig .... Kaupm.: Já, það er satt, eg var ekki búinn áðan. Sjáið þið: það er gott dæmi upp á þessa verkamenn, þegar á að fara að leyfa þeim að éta hrafna, uglur og ýmsa aðra sjaldgæfa fugla, sem okkur heldri mönnunum hefir verið bannað að éta, þá gera þeir veður út af þessu, og segja að hrafna- kjöt muni seigt o. s. frv. En má eg spyrja, hvaða sanngirni er það, að ætlast til þess að einn kol-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.