Dagsbrún - 28.08.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 28.08.1915, Blaðsíða 1
þszr] DAG S B R u N l°~i ÚTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFELOG BLAÐ JAFNAÐARMANNA RITSTJÓRI OG ÁBVRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 8. tbl. Reykjavik, laugardaginn 28. Agúst 1915. I. árg. Kaupfélög-. Kaupfélögin eru, svo sem kunn- ^gt er, félagsskapur til þess að ^útvega meðlimum betri og ódýr- «.ri vörur, en þeir geta fengið þær *ijá kaupmönnum. Reynslan er búin að sýna, að -^aupfélagsskapurinn getur átt •dijúgan þátt í því að auka tekjur alþýðunnar, ekki síður en félags- «kapur til þess að hækka kaupið. Þykir nú bezt fara á því að hvor- tveggja þessi félagsskapur fylgist að, verkamannafélög til þess að Jinýja npp kaupið, og kaupfélags- rkapur til þess að knýja niöur vöruverðið, því lítið gagn verður ¦•ní kauphækkuninni, ef vörur stíga ^lment á eftir, jafn mikið og henni nemur. Kaupfélög erlendis. Kaupfélagsskapurinn er upp- funalega kominn frá Englandi, og -er hann þar í miklum blóma, •einkum meðal verkamanna. Til •o^kar er kaupfélagshugmyndin komin frá Danmörku. Er félags- skapur þessi á mjög háu stigi meðal bænda þar, en heflr ekki •ennþá náð að sama skapi út- t>reiðslu meðal verkamanna í *>orgum, þrátt fyrir það þó verka- niannafélögin séu hvergi öflugri •en einmitt í Danmörku. Stafar þetta af því, að þegar <lanskir verkamenn fyrir 30-40 ár- fum voru sem óðast að mynda launa- kröfufélög, þá reyndu höfðingj- aruir að spilla fyrir þeim félags- -skap, með því að reyna að stofna kaupfélög, og koma verkamönnum t\\ þess að hugsa eingöngu um íþau. Þessi tilraun höfðingjanna spilti nú samt á engan hátt fyrir -verkamannafélögunum, heldur varð ^tð engu. En samt varð hún til iþess, að verkamenn fengu svo magnaða ótrú á samvinnufélags- skap, að þeir í fjölmörg ár stofn- uðu ekki eitt einasta kaupfélag, •og það er fyrst síðustu 10 árin að þeir eru farnir að gera veru- lega gangskör að því, að koma á tijá sór kaupfélagsskap, og mest •síðan 1910, að alþjóða-jafnaðar- mannaþingið, sem haldið var það ár í Khöfn, samþykti að taka samvinnufélagsskapinn á stefnu- -skrá sína. Eru nú á þriðja tug kaupfólaga (í innbyrðis sambandi) í Khöfn og nágrenni hennar. Kaupfélög hér á landi. Þau hafa ávalt gefist vel, kaup- íélögin hér á landi, þegar til þeirra hefir verið stofnað með hagsýni ¦•og fyrirhyggju, og þau rekin eftir því. En, sem ver er, hefir þetta eigi altaf verið svo, heldur hefir oft hvortveggja vantað, hagsýnina og fyrirhyggjuna, og árangurinn verið eftir því. En hafi eitthvert kaupfélag gengið illa, eða jafnvel orðið að hætta, þá heflr það sann- arlega aldrei verið leyndardómur hvers vegna eða hvað olli ólaginu. Kaupfélag í Hamborg. 3. Febrúar 1899 stofnuðu verkamenn í Hamborg kaupfélag er þeir nefndu „Produktion", og stóð einkum fyrir stofnun þess jafnaðarmaðurinn, þingmaðurinn v. Elms. Mörgum jafnaðarmönnum þar i borginni var stofnun félags þessa litið áhugamál, eða álitu það þýðingarlaust, að verkamenn, sem engu fé hefðu yflr að ráða, færu að reyna að keppa við stórrík gróðafélög og verzlunarhús, sem með sínum mörgu miljónum væri í lófa lagið að setja verzlunarfélag verkamanna á höfuðið. En það fór á aðra leið en spáð hafði verið, því eftir 10 ár hafði félagið yflr 70 útsölustaði (þar af 11 kjötbúðir og 3 bakarabúðir), .og umsetningin var á 9. milljón ríkis- marka. Keypti félagið það ár lóðir fyrir næstum heila milljón, og reisti á þeim íveruhús (handa meðlimunum) er samtals kostuðu 3^2 milljón. Sýnir þetta dæmi hve afarmiklu má til leiðar koma með samvinnufélagsskap, án þess að stofnféð sé nokkuð að ráði. Tvær>ðferðir. Kaupfélögum er ýmist komið þannig fyrir, að þau selji meðlim- um sínum vörurnar fyrir innkaups- verð, að viðlögðum kostnaði (ríf- lega), eða þá þannig, að þau selji vörurnar með líku verði og kaup- mennirnir í nágrenninu, en skifti svo við árslok, ágóðanum á milli fólagsmanna, hlutfallslega eftir þvi hve mikið hver þeirra hefir verzl- að. Líklegast yrði sambland af báðum aðferðunum heppilegast hér í Reykjavik (og í flestum bæjum og þorpum á íslandi), og verður það nánar skýrt seinna. (Frh.) Alþingi. Hvað er að frétta þaðan? Bók- staflega ekki neitt. Þingið ætlar að líða svo að þar verði ekkert gert, sem bætir úr dýrtíðinni, ekkert, alls ekkert til þess að sporna við því, að árið 1915, sem er bezta árið fyrir landið í heild sinni, frá upphafi bygðar þess, verði fyrir meiri hluta þjóðarinn- ar versta árið, sem þessi kyn- slóð hefir lifað. Hér í blaðinu hefir hvað eftir annað verið bent á, að afnema mætti þá tolla er þyngst hvíla á alþýðunni, og í stað þess leggja á ófriðarskatt, sem einkum lenti á stór-útgerðarmönnum, án þess þó að skatturinn þyrfti að vera nema mjög lítill hluti af þeim aakagróða, er þessir efnamenn nú fá vegna stríðsins. Ennfremur hefir verið synt fram á, að almenningur gæti stór- hagnast á því, ef keyptar væru nauðsynjavörur, eins og Hermóðs- vörurnar í fyrra, og seláar á sama hátt; en það nægir vitan- lega ekki einn farmur, það þyrfti marga. Ennþá er það ekki orðið of seint, að kaupa nauðsynjavöru fyrir landsjóðsfé, enn er það ekki of seint fyrir þingmenn Rvíkur, sem báðir eiga sæti í velferðarnefnd- inni, að breyta um stefnu í þessu máli, og verða með þvi, að nauð- synjavara sé keypt. Tímarit kaupfélaga og samvinnnfél. 1. hefti: Kjötsala sambandsins. Heild- sala samvinnufélaga. Erindreki samvf. Ullarverkun og ullarmat. Smávegis. 2. hefti: Fundargerð. Verðhækkun kaup- manna í Ágúst 1914, Skýrsla um sam- vinnufél. Samtíningur. Dýraverndarinn, 3. blað. Þorgils gjallandi (með mynd). Enn sama ólagið. Járningin (örstutt skáldsaga, með sterk- um veruleikablæ, og því mjög áhrifa- mikil). -Dýraverndunarmálið á Alþingi. Vagnarnir og vegirnir. Sitt af hverju. Alt í alt er blaðið fjölskrúðugt, lítið, en gott. Norðan. í byrjun Janúármán. í vetur var kosið í bæjarstjórn á Akur- ureyri. Kært var yfir kosningunni og var nýkosnum bæjarfulltrúa varnað það sæti í bæjarstjórninni, er hann hafði verið kosinn í. Loks seinni part Júlimán. kom úr- skurður frá stjórnarráðinu um, að löglega væri kosið. Hafði þá sá, er í sætinu sat, setið þar ólöglega í sex mánuði. Það var verka- mannaforingjanum, jafnaðarmann- inum Erlingi Friðjónssyni frá Sandi, sem reynt hafði verið að bægja frá bæjarstjórn Akureyrar. Hann er fyrsti jafnaðarmaðurinn þar, en aldrei verður neinn síð- asti jafnaðarmaðurinn í þeirri bœjarstjórn. Ðanir og stríðið. Grein um það var meðal þess sem ekki komst í blaðið í þetta sinn. Það er ekki líklegt að Danir lendi i siriðinu. VeríMknn kapanna í Ágúst 1914 eftir Jónas Jönsson frá Hriflu. Tekið úr „Timar. kaupfél." með leyfi höfundarins. Alt af stendur í landinu barátta milli kaupmensku og kaupfélags- skapar. Framleiðendur og neyt- endur eru stöðugt á vegamótum. í hvert sinn sem þeir selja eitt- hvað eða kaupa, svara þeir í verk- inu þeirri spurningu, hvort betra sé að verzla við kaupmenn eða kaupfélög. Allir skynsamir menn, sem hugsa rólega og með athugun um málið, vita að það er fjár- hagsleg vitleysa að verzla við kaupmenn; vita, að í hverri smá- verzlun, svo ekki sé meira til tekið, gefa þeir kaupmanninum ætíð dálítið, án þess að um það sé talað. En hinir eru alt af nógu margir, sem láta fagurgala kaup- mannanna villa sig. Fyndinn maður hefir sagt: að þó gengið væri milli allra búða í Reykjavík, þá væri varla meira en einn kaup- maður í þeim hóp, sem ekki væri fús á að telja kaupendum trú um, að hann seldi allan varninginn undir innkaupsverði. Og þ6 að þetta sé spaug, geymir það sann- leik í sér fólginn. Kaupmenn lifa á þeirri villukenningu, sem fólkið trúir, að þeir séu umhyggjusamir og sanngjarnir feður þjóðarinnar. Þeir fæði, klæði og næri alt og alla í landinu. En stundum koma fyrir atvik, sem óvart bregða birtu yfir inn- ræti kaupmannanna, og það svo glögglega, að ekki verður um deilt með rökum. Eitt áf þeim atvikum er verdhcekkunin í sutnar, sem leið, í byrjun ófriðarins. Eins og allir muna, kom ófriðurinn eins skrugga úr heiðskíru lofti. Enginn átti hans von, og enginn trúði að slíkt ólán gæti komið fyrir, nú á dögum. Aður en menn áttuðu sig, var hálf álfafi komin í bál og brand. Allur sá erlendur varning- ur, sem hér var til í búðum kaupmanna og kaupfólaga í byrjun Ágústmánaðar í fyrrasumar, var þess vegna keyptur áður en nokk- ur verðhækkun varð nokkursstaðar vegna stríðsins. Og ef ekki hefði neitt sérstakt komið fyrir, mundi öll sú vara hafa verið seld með vanalegu verði og án hækkunar. En þar sem það þó varð ekki, heldur hitt, að flestir kaupmenn á landinu hækknðu vöruverðið til muna, og stundúm stórmikið, þá er að líta á, hvort þessi hækkun var réttmæt eða ranglát, og um fram alt hverjar ástæður kaup-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.