Dagsbrún - 25.09.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 25.09.1915, Blaðsíða 1
fremjið ekki RANGINDI ÖTGEFANDI: NOKKUR DAGSBRU N BLAÐ JAFNAÐARMANNA ÞO LIÐ EKKl RANGINDI IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON Reykjavík, Laugardaginn 25. September 1915. I. árg. Daglegt brauð í Ryík. Fisksalan. Bærinn íór vel á stað með flsksöluna; festi upp auglýsingar og sendi út fregnmiða svo hvert mannsbarn vissi á svipstundu, að nú var hægt að fá nógan flsk, og tað mjög ódýru verði, móts við það, sem fiskur hafði kostað hér áður. Það eru engar ýkjur, að þessar rauðu augJýsingar um flsk- söluna, voru íbúum borgarinnar sannur fagnaðarboðskapur. En framhaldið af fisksölunni hefur ekki orðið eins gott og við ttiátti búast. Reyndar hefur bær- inn haft nógan " fisk til sölu, og selt hann sama ódýra verði og áður, en það hafa verið svo fáir við afgreiðsluna (söluna), að þeir sem hafa komið til þess að kaupa fisk, hafa orðið að bíða næstum í heila og hálfa tíma. Þetta ]>arf laga, og það strax. Það þurfa að vera svo margir við afgreiðsl- una, að hægt sé að afgreiða menn jafnótt og þeir koma. En það þarf meira en þetta. Það þarf að selja fiskinn á fleiri stöðum en gert er; veitir ekkert af uð það sé, auk núverandi staðar, gert á einum stað í vesturbænum og öðrum í austurbænum, því það er fjöldi af húsmæðrum, sem ómögulega mega vera að heiman ttema allra snöggvast. Bærinn kanpi kol. Kol hafa kostað hér 9 kr. skpt. í mestalt sumar, en hafa þó feng- ist upp á síðkastið fyrir 8 kr. eða jafnvel 7,60. En flestir, sem kolasölu eru kunnugir, búast við að kol muni verða 9—10 kr. i vetur. Þessvegna er nauðsynlegt að bærinn panti að minsta kosti einn kolafarm frá Englandi, og selji hér fyrir sannvirði. Verka- mannafélagið á Akureyri hefur pantað sér kolafarm frá útlönd- um, og verða þau kol seld á 6 kr. 40 au. skpd. á bryggju. Af þessu má ráða nokkuð hvaða verð þyrfti að vera á kolunum hér. Mjólkursvikin. Um þau hefir verið rætt nokk- úð í bænum, meðal annars á bæj- arstjórnarfundi. Eru sumir mjólk- ttrframleiðendur hinir reiðustu, sem von er, því heiðarlegum mönnum þykir alt af vont að borin séu á þá svik. Hinsvegar geta heiðar- ^egir mjólkurframleiðendur ekki feiðst þeim, sem finna að svik- ttnum, af því svikin ómótmœlan- lega eiga sér stað. í*eir verða því a5 reiðast hinum mjólkurframleið- endunum, sem svikin fremja, og ættu þeir sem ekki svíkja mjólk- ina, að gera hvað þeir gætu til þess að koma á stöðugri mjólkur- skoðun, svo svik yrðu ómöguleg. Bærinn ætti að fela Efnarannsókn- arstofunni að hafa eftirlit með mjólkinni, sem seld er hér í bæn- um. Mjólknrsalan. Þegar bærinn tók að sér fiski- sölu hér 1 Rvík, þá féll fiskur strax í verði, eins mundi mjólkin lækka í verði ef bærinn tæki að sér að útvega hana. En verulega iækkaði hún fyrst þegar bærinn sjálfur reisti ktiabú. Þá mundi vera hægt að fá mjólk fyrir 15 aura pottinn. Mun seinna sýnt fram á þetta með tölum, hér í blaðinu. Bærinn á nóg land þó hann vildi halda mörg hundruð kýr. Bærinn þarf að byggja. Húsnæðiseklan hér í Rvík er afskapleg, og hún mun halda áfram þar til bærinn fer að byggja. Nóg er grjótið til hér í holtunum, og ekki vantar sand. Nógar eru líka hendurnar, sem fegnar vilja vinna að þessu verki. Það er að- allega sementið sem þyrfti að fá frá útlöndum. Á byggingum þess- um mætti byrja nú strax í haust, og er eins liklegt að veðráttan mundi engar tálmanir leggja fyrir framkvæmdirnar. Bréf. Akureyri 20. Sept. 1915. Nú eru síldveiðaskipin öll að hætta, og hefur útgerðin aldrei borið sig eins vel og í ár. Ein- stakir útvegsmenn og síldargróða- brallarar bera úr býtum svo hundruðum þusunda króna skiftir. En bláfátæku alþýðumennírnir — þeir sem auðæfln framleiða — hvað fá þeir fyrir strit sitt? Þeir fá svo lítið kaup að ekki er annað sýnilegt en að þeir, konurnar og börnin þeirra megi hnipra sig saman í köldum her- bergjunum fæðulaus og klæðlítil á koldimmum nístandi vetrarkvöld- um. Allmikill hluti af árskaupinu fer í óbeinu skattana til landssjóðs. Til að launa stjórnina og þingið. Þessa þingmenn, er setið hafa í 71 dag á kostnað alþýðunnar og ekkert hafa gert til að velta út- gjaldabagganum í bráð yfir á þær herðar, sem færar eru um að bera hann. Þingmaður, hvar hefurðu sam- vizkuna? Ef til vill vaknar hún í vetur þegar þú mætir tötrum klæddu barni skinhoruðu, sem að öllu leyti ber á sér merki sárustu eymdar. Þá sérðu líklega um síðir að afnám tollanna hefði verið nokkur hjálp þeim örsnauðu til að kaupa fyrir mat og föt. Hér við Eyjafjörð hafa verið saltaðar 160 þúsund tunnur af síld og á Siglufirði líklega 200 þúsund = 360,000 tunnur. Síld- arverðið er nú 40 kr. hér á staðn- um, og fer hækkandi. Hreinn aukagróði af því er minst 20 kr. af tunnu, þ. e. 7 milljónir og 200 þúsund krónur í vasa nokkurra útgerðarmanna*). Auk þessa hefir mikil síld farið í bræðslu og græða verksmiðj- urnar einnig svo miljónum skiftir. Enn þú, alþýðumaðurinn, borg- ar totlana! Nú síðast í þinglokin hafa mennirnir, sem þú borgar, samið „bráðabyrgða-verðhækkunartolllög“ er koma, nærri því eingöngu niður á bændum, því sildin er sama sem öll farin til útlanda. Þing- mennirnir voru seinir að átta sig. Bláfátæki barnamaðurinn i sveit- inni á að borga jafnmikinn hundraðshluta í landssjóð og út- gerðarmaðurinn, sem græðir 300 þús. krónur, og útgerðarmaðurinn sleppur líklega alveg — síldin farin. Þingmennirnir vita líka skömm- ina upp á sig. Því þeir eru að reyna að koma í veg fyrir að þeir fái sín réttu laun við næstu kosningar. Með því að koma í veg fyrir að alþýðumennirnir geti kosið. Þingmennirnir hljóta að vita að bændur og vinnumenn eru í göngum viðast hvar á landinu 18. September mánud. í 22. viku sumars, og að flest verkafólk og sjómenn er að heiman um þessar mundir. Hver sem þú ert, alþýðumaður og kona, þá hafðu það hugfast að þessir menn, sem þetta hafa gert, eiga ekki að sitja oftar á þingi. F. Stríðið. Engar markverðar fréttir þaðan. Hve lengi það muni standa er ómögulegt að segja; að það vari eitt árið ennþá má þó telja víst. Mörgum verður á spyrja hvar sé hinn nýi milljónaher Englendinga, sem gert var ráð fyrir að kæmi til vígvallarins í Maí í vor. Er það ætlun sumra að Englendingar liggi á liði sínu og vilji spara líf •) Nú fréttiat að alls hafi verið salt- aðar 400 þús. tunnur af sild. Auka- gróði útgerðarmanna er því alls 8 mill- jónir króna. sinna manna, þar til þeir séu búnir að draga að sér svo mikið af skotfærum að þeir geti látið fallbyssur sínar spúa sprengikúl- á Þjóðverja, svona í hálfsmánaðar- tíma áður en þeir geri áhlaup. En ef Þjóðverjar verða nú búnir að draga að sér skotfæri í 3ja vikna hvell? Veröhækkun kaupmama í Ágúst 1914 eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Tekið úr „Timar. kaupfél.“ með leyfi höfundarins. (Frh.) ----- Ekki þarf að eiða orðum að því, hvað þá yrði sagt. Hver vinnumaður, vinnukona, sjómaður, vegagerðamaður eða bóndi, sem heimtaði skyndilega 25% meira, fyrir hvert verk eða hlut, er seldur væri, heldur en venja var til áður, mundi vera talinn genginn af vit- inu. Menn mundu ekki einu sinni vilja líta á þá sanngirnisástæðu, að þetta fólk er flest svo fátækt, að hver smáhækkun sem verður á nauðsynjavörum í landinu, verð- ur fátæklingunum að þungri byrði, af því enginn varasjóður er þar fyrir hendi, sem grípa megi til. Ef viðurkent er, að öreigarnir hafi rétt til að lifa, þó hart sje í ári, þá liggur nærri að viðurkenna um leið, að einmitt snauðu mennirnir hafi, fremur öllum öðrum, sið- ferðislegan rétt til að krefjast hærri launa, þegar dýrtíð og óár- an er í landi, og að hallinn eigi helzt að koma niður á þeim, sem beztar ástæður hafa, en það eru kaupmennirnir, eins og áður er sýnt. En í sumar hefir þetta orðið öfugt, eins og stundum áður. Það er erfitt að skilja við þenna lið: tekjur kaupmannanna í sam- anburði við aðrar stjettir, án þess að gera sér ljóst, hve mikið þjóð- in boigar kaupmönnum árlega í milliliðslaun. Stundum, þegar rætt er um verzlun við kaupmenn, bera þeir fram þessa spurningu: Höfum við þá engan tilverurétt? Þessu verð- ur bezt svarað með að líta á störf þeirra. Yerzlunarmenn færa til varning, frá seljanda til kaupanda og auka með því verðgildi vör- unnar. Ef hver bóndi vildi fara með kjötið sitt, ullina og smjörið til framandi landa, unz hann hitti neytendur, sem vildu kaupa af- urðir hans og gætu selt honum það, sem hann vantaði, þá þyrfti sá maður engra verzlunarmanna við. Hann væri sjálfum sjer nógur, í þeim efnum. En hann mundi

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.