Dagsbrún - 02.10.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 02.10.1915, Blaðsíða 1
\y^] DAGSBR Ú N w ÞOLIÐ EKKI RANGINDI ] BLAD JAFNAÐARMANNA OTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 13. tbl. Reykjavík, Laugardaginn 2. Október 1915. I. árg. Stefnuskrá 3slenzkra jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn á Akureyri samþyktu * vetur stefnuskrá og var hún birt í heilu lagi í 2. tbl. þessa blaðs. Verð- aún birt aftur og rœdd í næstu tbl. Dagsbrúnar. Hér kemur fyrsti kaflinn, ^n hann er svo Ijós, að engrar skyr- ingar þarf við hann. Vér viljum vinna af alefni móti t>ví, að sú skifting á landslýðnum í ríka og öreiga, sem er í flestum ©íentalöndum, verði á íslandi. Vér viljum minka þann mun, sem nú þegar er orðinn hér á Jandi á ríkum og fátækum með t>ví að láta anðsnppsprettur lands- ins rennasem ríkulegast, ogþannig «ð það verði eigi einstákir menn, *em græði offjár, heldur almenn- ingur, þ. e. hver og einn sem vill vinna. — Það er langt frá því, að "Vér viljum banna eða koma í veg %rir, að duglegir og framtaks- samir menn verði auðugir, því vér viljum veita einstaklingum *-.lt frelsi til hvers sem er, skaði það eigi aðra. Réttur einstaklings- ins takmarkast af rétti annara einstaklinga. Hið sanna frelsi er í>ví takmörkun réttar hins sterka, *Ö þess að troða niður þann, sem öiinni er máttar. Vér viljum gera fálœktina íd- Zœga og róa öllum árum að þvi ¦^ð hér á landi verði að eins ein stétt % e. starfandi mentaðir menn. 32kki að heimtað sé, að allir vinni líkamsvinnu, þó flestum sé hún lioll og heilsusamleg, heldur að hver og einn sé í raun og sann- teika metinn eingöngu eftir því tive duglegur, nýtur og góður ínaður hanD er, en ekki eins og "Oft er nú, eftir því hvar hann er settur í metorðastiga þjóðfélagsins, sem oft er þess valdandi, að ung- ir menn, af því einn starfi þykir sfínni" en annar, leggja eigi það íyrir sig, er þeir samkvæmt hæfi- leikum sínum eru bez£ til fallnir, til mikils tjóns fyrir þá sjálfa og fcjóðfólagið. Vér viljum koma á svo almennri ^elrnegun, að hvert mannsbarn sem fæðist *iér á landi hafi tækifœri til þess <tð þroska og fullkomna alla góða °g fagra meðfœdda hæfileika. Yerkamenn og bændur. Heiðraði ritstjóri! Þú hefir boðið rúm í blaðinu þeim sem athugasemdir vilja gera við skoðanir þínar jafnt hinum, sem þér eru sammála. Ég býst ekki við að okkur greini á um aðalframtíðarstefnu jafnaðarmanna en hvaða leiðir við eigum að halda til að ná takmarkinu erum við ekki alveg sammála um. Ég fæ t. d. ekki skilið að leiðir verkamanna og sveitabænda geti legið saman. Með réttlæti og sanngirni verðum við að ná rétti vorum, í mörg ár hefir ranglæti setið í hásæti og skipað fyrir að halla rétti sjáfarútvegsins en hossa landbún- aðinum = að tolla allar sjávaraf- uröir en verðlauna afurðir bænda er skrítið róttlæti. Heflr því löngum verið viðbor- ið að gróði af sjávarútvegi væri svo fljóttekinn og er það að sömu leiti rétt þótt misjafnlega hafi það nú gengið stundum og þeir sem af sjávarútvegi lifa hafa æði oft átt fult í fangi meö að láta tekjur og gjöld standast á, og hafa þó orðið að borga sama toll. Þess verður að gæta að það eru fleiri sem við útgerð fást en togaraeigendur, en á þeim útvegi hefir að sögn græðst töluvert fé en þar er líka mikið lagt í söl- urnar og áhættan stórkostleg ef eitthvað útaf ber, og á togara útgerðinni stendur tilvera Reykja- víkurbúa að minsta kosti bæði verkamanna og sjómanna ofl., en þrátt fyrir það þótt bátaútgerðar- menn, sem fjölmennastir eru af útgerðarmönnum hafi oft i bökk- um barist, hafa þeir aldrei undan því kvartað að borga tolla sína til landsjóðs, en barlómsbumba bændanna þagnar aldrei hversu mikið sem undir þá er hlaðið og þó þeir aldrei hafi borgað skatt af afurðum sínum, þá verða þeir æfir yfir ef það er nefnt að leggja nokkra aura skatt til bráðabyrgð- ar, á óeðlilega verðhækkun af framleiðslu þeirra. Tollar af aðfluttum vörum (sem við jafnaðarmenn eigum að vinna að að fá afnumda) koma þyngst niður á kaupstaðarbúum og mest á verkamönnum, og farmgjaldið (vörutollur) er þó ranglátastur af því öllu saman. Ætli bændur vilji fylgja verka- mönnum að því að fá tolla afnumda og leggja á í stað- inn útflutningsgjald á ull og smjöri ofl. sem þeir framleiða. Hr. ritstjóri heldur þú að unt sé að draga merkjalínu milli hinna stærri og smærri bænda, ég efast um að sú lína yrði bein, og en frekar efast ég um að smærri bændur séu nokkuð lík- legri til fylgis við verkamenn en stærri bændurnir, því hagsmunir stærri og smærri bænda hljóta að miklu leiti að fara saman — smábóDdinn á sjálfsagt ekki hæg- ara með að greiða skatt af sínu eina pundi en stórbóndinn af sínum 10. Það er ekki óhugsandi að ein- hverntíma í framtíðinni geti al- þýða í kaupstöðum og bændalýður fyglst að málum, en til þess þarf margt að breytast og ekki er það leiðin að smjaðra fyrir þeim og látast ekki skilja hversu fjarlægar leiðirnar eru sem stendur — blað jafnaðarmanna má ekki standa höllum fæti á hálum vegi það verður að marka sór götu hreina stefnu í öllum þeim málum sem nú eru á dagskrá þjóðarinnar — og byrja á nyjum. Eitt veit ég að alþýða í kaup- stöðum og bændur í sveit geta orðið sammála um, og það er að skamma kaupmenn og embættis* menn, en skammir og stórorð eru ekki meðulin sem vér eigum nota til að fá meinin skorin burtu sem á þjóðlíkamanum kunna að vera. Hvað kaupmenn áhrærir þá eru þeir breiskir menn og vilja náttúrlega hafa sem mest upp úr þátttöku sinni í lífsbaráttunni — og lækningin við því er, auðvitað sú að vér alþýðumenn tökum verzlunina í okkar eigin hendur, en ef vér höfum ekki félagsskap til þess, er okkur bezt. að tala sem minnst um þá hluti. Hvað embættismannastéttinni viðvíkur, þá er það ekki leiðin til að bæta þá að skamma þá stétt svona alla í heild sinni; meðan þjóðfélagsskipunin er eins og hún er þá verðum við að hafa þá. Að þeir séu of margir get ég fallist á, en bændalýðurinn á þingi hefir verið með til að fylgja þeim og það nú á síðasta þingi, samanber dýrtíðar-rannsókn- arsálarfræðingur. Það sem áfátt er í embættisstarfi einhvers eða ein- hverra embættismanna er rétt að draga fram í dagsljósið en ekki Ýmsir nothæfir húsmunir eru teknir daglega til útsölu á Laugaveg 22 (steinhúsinu). að dæma alla jafnt þótt einn breyti illa. Reykjavík í September 1915. Ottó N. Þolaksson. Ritstjórinn þarf að gera ýmsar smá-athugasemdir við þá grein skoðanabróðir hans er birtist hér á undan. Fyrst er þá að minnast á „ranglætið" að sjávarafurðir skuli vera tollaðar, en landbúnað- arafurðir verðlaunaðar. Á þessu hafa þau blöð, sem skoða það sem aðalhlutverk sitt að hlaupa eftir því, sem þau halda að flestir vilji heyra í hvert sinn, verið að tönglast í alt liðlangt sumar, og þó er ekki nema rétt flugufótur fyrir því að þetta sé svona. Út- flutningstollurinn á sjávarafurðum er svo vægur, að varla getur heitið að þær séu tollaðar, og tollurinn er svo lítill, að hann setur ekki verðið niður hér á landi fyrir fiskimönnum, að sínu leyti eins og 30 aura framleiðslu- skattur lagður á öltunnu í Danmörku gerir ölið ekki dýrara neytend- unum. Þetta á þó að 'eins við þegar óháð samkepni á sér stað meðal þeirra sem kaupa fiskinn. En sé það ekki, þá verður hvort eð er, annað og fleira en tollarnir til þess að fella verðið, og það hæglega um krónur, þar sem tollurinn tekur tíeyringa. Það skal þó tekið fram, að ef til vill á þetta framan sagða ekki við um síldartollinn, sem er lang- hæstur af þessum tollum. En þar ber að athuga að það eru sárafáir fiskimenn, sem sjálfir eiga síldina, sem þeir afla, og ennfremur það, að drjúgan hluta af henni eiga útlendingar. En til þess að lesarinn sjái hve lágur er útflutningstollurinn á sjávarafurðum er hann birtur hér. Af hverjum 100 pundum af saltfiski og harðfiski 10 au. — hv. 100 íEaf sundmaga 30 — --------— - - laxi ... 30 — — — tn. af hrognum. . 15 — --------— - lýsi..... 30 — — — - síld..... 50 — — 100 'S af heilafiski 5 — — — - - kola. . . 3 — — — - _ niður- soðnum fiski..... 10 — Ðaglega ný KÆFA fæst í matarverzl. Lofts & Péturs.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.