Dagsbrún - 09.10.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 09.10.1915, Blaðsíða 1
=3 DAGSBRUN ÞOLIÐ BKKI RANGINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA ÓTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMÁNNAFÉLÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 14. tbl. Reykjavík, Laugardaginn 9. Október 1915. I. árg. Stefnuskrá 'slenzkra jafnaðarmanna. II. Vér erum jafnaðarmetm, af því vér viljum, svo sem þegar er tekið íram, að hvert mannsbarn hafi jafnt tækifæri til þess, að þroskast °g verða að manni, hvert eftir sínum hæfileikum. Karl Marx heflr sÝnt fram á, að ómögulegt er að sfnema fátæktina meðan einstakir tnenn eiga framleiðslutœJcin. Það sr því ætlun vor, að láta þau af teim, sem mikilvægust eru, vera opinlera eign, en svo nefnum vér Landsjóðs-, sýslu-, og hrepps- e'gnir, ennfremur eignir sam- ^innufélaga, þ. e. félaga, þar sem Síðurinn skiftist eftir þátttöku. en ekki eins og í Jilutafélögum; þar skiftist arðurinn eingöngu eftir því kve mikið fé hver hluthafi á. Atvinnurekstur, sem samkvæmt eðli sínu, eða í reynd, er einokun, fekist af landsjóði, sýslu-, eða hreppafélögum. Vér viljum leggja verðJiœJcJcunar- sJcatt á jörð, þannig að hinu opin- bera sé tryggur mestur hluti (eða allur, ef hægt er) upphæðar þeirrar er verð lands hækkar um, nema þeirrar verðJiœJcJcunar, sem stafar af aðgerðum þess, sem jörðina á e&a situr. Með þessu móti er komið í veg ^tir, að jörð stígi að mun í verði, en lágt jarðarverð er sJcilyrði þess, þeir, sem landbúnað stunda fái fullan arð af vinnu sinni, því lágu larðarvergi fylgir lágt afgjald. Réttur þeirra sem jörðina yrkja (ábfienda) sé trygður sem mest má, an þess að gengið sá á rétt Jcom- andi Jcynslóðar. Jarðir, sem eru epinber eign, skal eigi selja, en ábdendum veitt lífstíðarábúð (eða úrannsaldurs, ef líf þrýtur). Landsíminn. Af Reykjarfirði skrifar Carl F. Jensen kaupmaður meðal annars Þetta: »Eina grein er mér sérstaklega Vel við og það er greinin um b'ðina á símstöðvunum, en hvað 8eSðuð þér þá um að þurfa að íara nærri heila dagleið til þess ^eint að ætla að nota talsíma og tað yflr erfiða fjallvegi en verða bíða í 1 eða 2 daga og fá sig þó ekki afgreiddan fyrir óþarfa þvaðri úr 1. flokks stöðvum? ein- mitt á þeim tíma sem 3. flokks stöðvar eiga að vera inni. Þess konar símtöl kosta ekki einn kl. tíma heldur fleiri daga, og eru oft svo tugum skiftir króna dýrari en þau þurfa að vera. Þetta þykir okkur nú nokkuð hart aðgöngu sem ekki fáum síman til okkar en verðum að ferðast langan leiðir til að nota hann“. Mesta happið. Á þessu ári hefir fallið í skaut okkar verkamanna á íslandi, það happ, sem mestur fengur var t. Við höfum eignast okkar blað. Við sem áður urðum að þola hverskonar ranglæti, án þess að geta borið hönd fyrir höfuð okkur, höfum nú fengið mál og getum sótt og varið rétt okkar eins og hver önnur stétt í landinu. Er þetta satt? Sumir munu efast um það. Þeir halda að stjórn- málablöðin, blöð embættismanna og valdhafa, hafi líka verið opin fyrir okkur. 6nei. Reyndar ekki. Fyrir fáeinum árum kom til orða í þinginu að hækka laun embættismannanna, einkum þeirra sem mest höfðu. Til að árétta þá kröfu skrifaði einhver embættis- maður nafnlausa grein í ísafold um það, Jivað Jiann þyrfti miJcið á ári, til að geta lifað sómasam- lega. Það voru 3500 krónur og fyigdi sundurliðaður reikningur um hvernig þessu væri varið. Litlu síðar kom verkamaður með sams- konar reikning um kjör verka- manna. Ekki hvað þeir ættu að Jiafa heldur hvað þeir hefðu. Það voru 5—800 kr. Og þessi reikn- ingur var bygður á nákvæm- um rannsóknum um kaup verka- manna í Rvík. Menn skyldu halda að blaðið tæki þetta líka. Þetta skifti landið miklu máli. Þarna voru mörg hundruð fjölskyldur sem beinlínis liðu nauð, höfðu alt of lítið til að lifa af. Þetta mál var bersýnilega stórmál fyrir stjórn- málamenn, sem ant var um heill alþýðunnar, eða blað sem vildi styðja gott málefni. En haldið þið bræður góðir að ísafold hafi tekið þetta? Ónei. Hún lét það vera. Hún hafði víst ekki rúm fyrir sínum eigin þungvægu hugsunum, og þó var greinin ekki nema 7s úr dálki. Loksins eftir langa bið tók verkamaðurinn reikning sinn aftur frá ritstjóranum. Hann reyndi víst ekki við hitt stórblaðið, mál- gagn sjálfra háembættismannanna. Þar höfðu ekki að jafnaði heyrst rómar alþýðumanna, nema skjall um forkólfa embættismannaflokks- ins. Greinin kom um síðir út í Ingólfi sáluga. Það mun ekki hafa bætt fyrir honum á „fínni" stöð- um að hafa hýst þann snauða. Bersýnilegt er það af þessu dæmi að verkamenn hafa einskis að vænta af blöðum embættis- manna. Þau taka bara greinar frá sjónarmiði þeirra hálaunuðu, enda eru þau þeirra málgögn. En þau eru lokuð fyrir kveinstöfum öreig- anna, sem hafa hundrað krónur í tekjur móti hverjum þúsund sem efnamennirnir innbyrða. Munið nú bræður góðir að hér er alvarlegt mál á ferðinni. „Dagsbrún" er okkar von og hjálparhella. Lifi hún, getum við sameinað dreifða krafta og bætt kjör okkar, satt hungur okkar, klætt okkur móti kuldanum og fengið hús sem mannlegar verur geta lifað í. Deyi hún, og hún deyr ekki nema við vanrækjum að kaupa hana og borga, þá verðum við áfram varnarlaust leikfang í höndum kjólklæddra ístrubelgja. YerJcamaður. Sjómannafélag. Flestir sjómenn munu ásáttir um að brýn þörf sé á að kjör þeirra séu bætt. Þrátt fyrir dýrtíðina hefir kaup' flestra sjómanna ekkert hækkað. Þó útvegseigendur græði milljónir. hækka þeir aldrei kaupið við sjó- mennina nema þeir krefjist þess sjálfir, allir í sameiningu. Öllum kemur saman um að vökurnar séu óþolandi. „Við vöktum eitt sinn í sextíu tíma“, sagði einn háseti, „sváfum svo 4 tíma, vöktum 34 tíma, sváfum i 2 tíma og vöktum síðan í 48 tíma. Þ. e. 6 thna svefn af 142 tímum. Skyldu ekki þingmennirnir, sem ekki skeyttu um að koma í veg fyrir þessa dæmafáu þrælkunn, gera verkfall, ef þeir ættu að vaka svona lengi við þingstörfin? Jafn- vel þó þeir væru nýbúnir að semja verkfallsbannlög. Er þó þeirra vinna ólíkt léttari. Ýmsir nothæfír húsmunir eru teknir daglega til útsölu á Laugaveg 22 (steinhúsinu). tjóns fyrir þjóðfélagið. Þær eyði- leggja kjarna íslensku sjómanna- stéltarinnar á fáum árum svo úrkynjan mun stafa af. Vanur togaraháseti sagði mér að ekki þyrfti minna að aflast þó hófs væri gætt með vökurnar. „Við öfluðum einna bezt“, sagði hann, „og vöktum þó aldrei meira en 36 tíma í senn. Þó var mjög sjaldan vakað svo lengi. Eitt sinn fyltum við skipið á fimm sólar- hringum, og sváfum þá altaf 6—8 tíma í sólarhring. Þingmennirnir flytja lög um misþyrmingu dýra (sem að vísu eru góð). En þeim dettur ekki í hug að koma í veg fyrir að ís- lenzkir sjómenn séu drepnir fyrir aldur fram á illri meðferð, eða drukkni í tugatali fyrir trassaskap, svo sem sýnt er fram á í Ægi (sjá 11. tbl. Dagsbrúnar). Reynslan sannar að engin bót fæst á þessu frá þeim, sem nú ráða. Sjómennirnir verða því að taJca Jiöndum samafi um land alt, og stofna öflngan félagsskap til að ná rétti sínum. F. J. Listasafn. Einar Jónsson myndhöggvari, hefir, svo sem kunnugt er, gefi.6 landinu listaverk sín. Alþingi veitti nú í sumar 10 þús. krónur til þess að byggja fyrir hús til þess að geyma þau í, og jafnframt sýna. Dagsbrún hefir spurt Einar að þvi hvar hann vildi helst láta reisa hús þetta, og svaraði hann: „Á Skólavörðuholtinu". Líkaði blaðinu vel að heyra það, því margt er það, sem mælir með því að hafa það þar. Engin ákvörðun er þó tekin ennþá, en sjálfsagt virðist að listamaðurinn fái sjálfur að ráða mestu um þ.að hvar húsið verður reyst. Hver vill íslenzka? A poor man served by thee, shall make thee rich; A sick man helped by thee, shall make thee strong. Robert Broivning. Vökurnar eru auðvitað til stór- Öaglega ný RÆFA fæst i matarverzl. Lofts íi Pétnrs.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.