Dagsbrún - 09.10.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 09.10.1915, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 55 Járnnámur miklar á Rockefeller í Ameríku og hefir Bandaríkjamað- Ur sagt mér að þar væru sölu- *búðir sem verkafólkið væri skyldað til að kaupa vörur sínar í. Þar eru og drykkjukrár og spilaholur, og á Rockefeller þetta alt saman. Hann er sjúkur af ágirnd, og einnig sonur hans, sem er mjög guðrækinn. Oft hefir Rockefeller komið fyrir dómstólana, kærður fyrir glæpi, en aldrei verið festar hendur í hári hans, til þess er hann of slunginn og auðugur. Við erum að eignast vasaút- gáfur af Rockefeller hér á íslandi, en vonandi sér alþýða við lekan- um og lætur ekki auðsuppsprettur landsins lenda meir í höndum braskara en orðið er. Dæmin frá Ameríku og annarsstaðar frá, sanna að þjóðin mun sökkva í forardý einstaklingaauðvaldsins ef ekki er tekið í taumana nógu snemma. Um sama leyti og birtrar voru tölurnar hér að framan, sögðu Ameríkublöðin yfir 300,000 at- vinnulausa menn í New- TorJc, sem lifðu í hræðilegustu örbyrgð. Þessar bandvitlausu mótstœður stafa af Jiví að einstákir menn eiga framleiðslutœkin. F. J. Bannlögin. Sá sem ritar þessa grein, er ekki Öood-Templar nú, né hefir verið það; en í bindindisfélagi var hann þegar hann var innan við fermingn, en síðan ekki. Hefir hann síðari árin neytt ein- hvers áfengis nœr daglega, en mjög í hófi, og varla nokkru sinni á sefinni Verið ölvaður. Ég var á móti aðflutningsbann- inu þegar í ráði var að lögleiða það hér á landi, bæði af því að ég var fullur þá af innantómum orðum, um einstaklings frelsið, en einnig af því að ég áleit vínið engan skaða gera, og mun það álit mitt hafa stafað af því að enginn af vinum mínum né vanda- mönnum var drykkfeldur, né held- Ur neinn af vandamönnum vina minna — nema einn. En um hann er það að segja, að hann hafði frá því ég fyrst mundi eftir honum hvern einasta dag verið blind- þreif- ösku- hauga- háa íullur, svo mér hefði komið það engu síður óvart, en þó háflóð hefði haldist einhvern tíma allan daginn, hefði það komið fyrir, að fjara hefði verið eitthvert kvöldið í Gísla (en því nafni skulum við Uefna hann hér, til þess að láta hann eitthvað heita, annað en það, 8em hann var skírður). í fyrsta sinn sem mér datt í hug að aðflutningsbann væri ef til vill ekki eins mikil fjarstæða og ég hafði haldið, voru atvikin þessi: kom inn í búð, og rétt á eftir h^r kom ungur maður, auðsjáan- lega nær sjónlaus, og alveg vitlaus. Sunn studdist fram á búðarborðið °K sagði eitthvað við búðarmann- inn, á tungu, sem ég hef getið niér til að hafi átt að vera ís- lenzka, en sem enginn skyldi af þeim sem viðstaddir voru, þó alt væru það innlendir menn. í hálfa mínútu eða svo, gláp.ti hann á búðarmanninn, svo var eins og fæturnir dyttu undan honum, og svo bókstaflega sJcvettist hann í gólfið. Hann hafði þá helt í sig þessu líka lítla af „lífsins vatni" ' rétt áður en hann kom inn í búð- ina. Yið bárum hann heim, nokkrir. Það er kallað, að þeir hafl steinhjörtu, sem ekki geta fundið til með * öðrum; en hefðum við þessir, ekki fundið til með móðir mannsins, sem tók á móti okkur, þá hefði mátt segja, að við hefð- um haft hjörtu úr harðasta stáli. Ekki þó svo að hún gréti eða bæri sig illa, heldur var það að- eins sorgarsvipurinn á andliti hennar; hún var göfug kona að sjá. Eg þekti þennan mann lítið áð- ur; vissi þó um hann frá manni sem þekti hann, að hann væri bæði góður og gáfaður, (og fáa haföi eg séð fríðari) en að hann var ómögulegur vegna drykkju- skapar. En stuttu eftir að þetta kom fyrir, gleymdi eg þessum atburði, því eg fór í framandi land. Þar sá eg oft á hressingarstöðum fulla menn, en það voru þarlendir menn, og á þeim árum fanst mér (eins og mörgum unglingum) að mér ekki koma við aðrir menn en minnar þjóðar. Svo voru þeir líka oftast hlægilegir, þeir drukknu, og því gaman að þeim. Frh. Af BHdudal er ritstjóranum skrifað: „Hagur verkafólksins er hér mjög bág- borinn. Vinnulaun karlmanna eru hér 25 aurar á klukkustund, en 35 aura í aukavinnu. Kvenfólk hefir 15 aura á klukkustund en 20—25 i aukavinnu, Er það hið lang-lægsta kaup sem borgað er á nokkrum verzlunarstað hér á Vestfjörðum, og ef til vill*á öllu landinu. Mun það nokkuð að kenna eymd og ósjálfstæði verkafólks. Á Patreksfirði og Dýrafirði er dag- vinnukaup 35 aurar á klukkustund. Mælt er að aðalvinnuveitandinn á Patreksfirði Pétur Ólafsson hafi óbeðið hækkað verkalaunin, en á Dýrafirði er verkmannafélag sem hækkaði tímakaupið úr 30 aurum upp í 35. Öll vara er hér í afarháu verði. Kalli og Halli. Þeir náðu sér í tvser flöskur af ein- hverju, fram í skipi, fengu sér hesta og riðu lengst upp í sveit. Þetta var á laugardagskvöld. Þeir komu á bæ og beiddust gistingar. — Þeim var visað inn í stofu og sagt að þar stæðu tvö uppbúin rúm. Þeir fóru svo að hátta, en hafa liklegast ekki verið als- gáðir (hvernig sem á því hefur nú staðið, þvi ótrúlegt er það hafi verið á- fengi á flöskunum, því það má, eins og þið vitið, ekki selja það á skipunum), þvi i itað þess að fara sinn i hvort rúm, fóru þeir báðir uppí sama rúmið sinn frá hvorri hlið (það stóð fram á gólfið), og annar til höfðalags en hinn til fóta. Þegar þeir eru komnir uppí rúmið, segir Halli: „Heyrðu Kalli, það er maður hjer i rúminu hjá mér“. „Já, og svei mjer sem það er ekki lika mað- ur i rúminu hjá mér“, svarar Kalli. „Hvað eigum við að gera“, spyr Halli þá. „Yið skulum spyrna þeim út úr rúminu", segir Kalli. „Okkur hafa verið lánuð rúmin, og svo sýnist mér hann vera blindfullur sá sem er hérna hjá mér“. „Já, við skulum spyrna þeim út“, segir Halli. Svo tóku þeír að spyrna og sparka, og eftir nokkurt brölt duttu þeir báðir á gólfið, sinn hvoru megin. „Hann spyrnti mér út á gólf“, kallar þá Kalli til Halla. „Já, og hinn kóm mér út á gólfið“, svaraði Halli. Svo bröltu báðir á fætur og ætluðu nú heldur en ekki að jafna um þessa ná- unga, sem höfðu leikið þá svona grátt, en þá sáu þeir, hvernig í öllu lá; þeir höfðu spyrnt hvor öðrum út. Mörgu er nú logið. Ekki er nú sagan samt lygileg; nema þetta, að þeir skyldu verða svona kendir af þessu sem þeir fengu i skip- inu. Eða ætli það geti verið að það fari fram ölögleg vinsala hér á höfn- inni þrátt fyrir vort ágæta lögregulið? islenskt og útlent skyr. Eftir Gísla Guðmundsson gerlafræðing. Tekið með leyfi höf. úr Búnaðarritinu. Menn skrifa ekki daglega um skyrið okkar þjóðkunna. Þykir mér því rétt að fara um það nokkrum orðum, meðfram af því, að slík fæða sem skyr er nú í hávegum höfð, einkum á síðari árum. — Víðsvegar um heim búa menn til einskonar skyr. Alkunn- ast er hið búlgarska skyr (YogJiurt). Þá eru aðrar skyrtegundir alþektar, svo sem Kefir, Mazun, Kximys, Leben og Oioddu. Norðurlandaskyr er ekki eins vígfrægt, þótt fram- leiðsla hafl verið allmikil frá því sögur hófust. Skyr er búið til á nokkuð ólíkan hátt í landi hverju. Keimur þess er því nokkuð mis- munandi, þótt aðalbragðið sje sameiginlegt. Á öllum tímum hafa menn gert úr mjólk skyr eða súr- mjólk. Má meðal annars sjá það af biblíunni í Jesaja 7. kap. 15. og 22. versi, ennfremur í 1. Móse- bók, þótt það standi ekki með berum orðum í íslensku þýðing- unni. Skyrgerð hefir að líkindum fluzt til Norðurlanda með vorum arisku forferðum. Að minsta kosti fullyrðir norskur gerlafræðingur (Olav Johann Olsen Sopp) í „Sam- tiden" 10. hefti 1911, að svo sé. Víst er um það, að íslendingar hafa frá landsnámtíð búið til skyr og neytt þess, eins og sjá má af fomsögum vorum, t. d. Egilssögu, þar sem sagt er frá gistingu Egils og förunauta hans hjá Ármóði: „Ármóður lét setja þeim borð, en „síðan voru settir fram stórir „askar fullir af skyri. Þá lét Ár- „móður at honum þætti þat illa, „er hann liaíði munngát að gefa „þeim. Þeir Egill voru mjög þyrstir „af mæði. Tóku þeir upp askana, „ok drukku ákaft skyrið — ok þó „Egill miklu mest“. — Gísla sögu Súrssonar má færa til vitnis um skyrgerð, þar sem sagt er frá að- Fíano. Fiðla, Grammofón, Guiter, Zither, Básúna, Cornet. — Einnig nótur fyrir Píano og Orgel. Til sölu á Laugaveg 22 (steinh.). förum Skeggjasona og Kolbjarnar, er þeir lögðu eld að húsum Þor- bjarnar: „Nú taka þeir Gísli hafr- „stökkur tvær, og drepa þeim i „sýrukerin og verjast sváeldinum", o. s. frv. Þá hefir og verið skyr á Bergþórshvoli, er Njálsbrenna átti sér stað. Það sannar skyrfundur Sigurðar Yigfússonar, sem stað- festir meðal annars sannleiksgildi þessara orða í Njálssögu: „Þá „báru konur sýru í eldinn og „slöktu niður fyrir þeim“. í Ljós- vetningasögu er getið um að Rind- ill hafi matast á þunnu skyri, skömmu áður en hann var veginn af Eilífi. Grettissaga skýrir enn- fremur frá því, að Auðunn hafl borið skyrkylli i fangi sér, þegar Grettir rétti fótinn fram af stokkn- um og feldi Auðun. Á Flugumýri hefir eflaust verið búið til skyr, þar sem Gizur jarl gat falið sig fyrir óvinum sínum í sýrukeri. Auðvitað gæti sýra stafað frá osta- gerð engu síður en skyri. En hvað sem því líður, þá er það víst, að forfeður vorir höíðu mikla skyrgerð. (Frh.) Silfurhjörðin. (Frh.) ----- Það leið heil klukkustund þanfl- ig að Emerson varla lauk upp munninum. Cherry, sem var orðin þreytt að hlusta á sögurnar, sem Fraser hafði verið að segja, stóð nú upp og gekk að pianóinu, og fór að blaða í nótnabókum. „Eruð þér gefinn fyrir músiJc? spurði hún. Það var til Emerson að hún beindi spurningu sinni, en það var hinn sem svaraði. „Já eg er alveg vitlaus í hana*. En hún lét sem hún heyrði ekki svar hans og sneri sér aftur að Emerson. „Hverskonar músik hafið þér mest gaman að?“ En enn á ný varð glæframað- urinn fljótari til svars en félagi hans. „Uppáhaldslagið mitt er „It is a long way —“ látið það koma!" Cherry settist við hljóðfærið og spilaði það, sem um var beðið og ýms danslög, þó henni virtist Emerson órór, eins og htjóðfæris- slátturinn ruglaði hugsanir hans, en þegar hún hætti að spila, sat hann enn sem fyr, eins og væri hann úti á þekju. „Þetta eru sveimér skólaðar spilahendur", sagði Fraser með aðdáun í röddinni. „Blessaðar spilið meira!“ Hún sá að hann gladdist mjög yfir því að hún spilaði, og hélt því áfram; spilaði hvert lagið af öðru. Hún var í miðju lagi þegar Emerson alt í einu sagði: „Gerið svo vel og spila eitt- hvað“. Hún skildi við hvað hann átti, og fór að spila þyngri lög, og

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.