Dagsbrún - 09.10.1915, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 09.10.1915, Blaðsíða 4
56 DAGSBRÚN Klæðaverzlun Guðm. 5LÉurð55oriar* Laugaveg 10. €&afaefni og saumasfiapur BC8T hvergi ódýrari. "W& ©T/jóf ajgreiðsfa og —= c9£ýt ís fiuajni. =— Talsími 353. Talsimi 353. Steinolía! Steinolía! Festið ekki kaup á steinolíu, án þess að hafa kynt ykkur tilboð mín. Kaupið steinollu aðeins eftir vigt, því ein- ungis á þann hátt fáið þið það sem ykkur ber, fyrir peninga ykkar. Eg sel steinolíu, hvort heldur óskað er, frá þeim stað sem hún er geymd (»af Lager«) eða flutta heim að kostnaðarlausu fyrir kaupanda. Atkugið: Tómar steinolíutunnur undan olíu, sem keypt er hjá mér, kaupi eg aftur með mjög háu verði. fr. pr. verzlrniin VOJÍ, £augavegi 55. Ijallgr. Jimasson. Talslmi 353. Talsími 353. Brúkaðar sögubækur, erlendar og innlendar, kenslubækur fyrir barnaskóla og æðri skóla, og allskonar frseöi- bækur, fást með niðursettu verði í Bókabúðinni á Laugaveg 22. Frá því í dag seljum vér alla olíu eftir vikt. Tunnurnar reiknum vér sérstaklega á 6 kr. Allar þær tunnur, er vér afhendum eftirleiðis kaupum vér aftur á 6 kr. hingaS komnar oss að kostnaðarlausu. Reykjavík 15. september 1915. nokkru seinna fór hún að syngja. Hún heyrði að Emerson stóð upp og fann að hann stóð á bak við hana. Skyldi hann hafa söngrödd, hugsaði hún, en í því tók hann undir og söng með, og það var eins og söngurinn færði þau nær hvort öðru. Alt-rödd hennar og baryton-rödd hans féllu ágætlega saman. Þegar lagið var á enda sagði hún lágt: „Þakka yður“. „Eg þakka yður“, sagði hann, „Þetta er í fyrsta skiftí í mjög langa tíð að eg hefi getað fengið mig til þess að syngja". Emerson var nú eins og annar maður, ræðinn og skemtilegur og þau skröfuðu fjörugt saman. Fraser höfðu þau gleymt, en hann tók aftur og aftur fram í fyrir þeim, þar til hann loks einn hafði orðið, en þau sátu hljóð og hlustuðu á hann. Emerson blaðaði í tímarit- um, sem lágu á borðinu, og Cherry var einmitt að hugsa um hve vel honum færi að vera svona brosandi, þá tók hún alt í einu eftir mikilli breytingu er varð á andliti hans, það hvítnaði, og hendur hans skulfu. Án þess að taka tillit til þess sem Fraser var að þvaðra, sagði hann fremur hranalega: „Eruð þér búnar að lesa þetta tímarit?" „Ekki alveg; það kom með síðustu póstferð". „Má eg taka blað úr því?“ „Já, gerið svo vel“, svaraði hún. „þér megið taka það alt ef þér viljið“. Hann dró fram hníf og risti úr blað sem hann stakk í brjóstvasa sinn. „Þakka“, sagði hann í lágum hljóðum. Hann setti nú hljóðan eins og fyr um kvöldið, og Cherry gat ekki að því gert að þessi fijótu skapbrigði hans, gerðu hana for- vitna. Hún flýtti sér því, þegar gestir hennar höfðu boðið góða nótt, og voru farnir út úr setu- stofunni, að skoða tímaritið sem Emerson hafði skorið úr. Þarna vantaði blaðið. „Fagrar amerískar konur“, var fyrirsögnin. Lað voru myndir af ýmsum leikkonum og milljónara konum og dætrum. Hún reyndi að rifja upp fyrir sér hvernig myndin hefði verið, en hún hafði aðeins lauslega skoðað þennan hluta tímaritsins, og gat ekkert munað. „Jæja, hvað varðar mig um það“, sagði húu við sjálfa sig. „Hann er ástfanginn af einhverri fínni brúðu; eg held mér sé sama hvernig hún er í framan“. En orð hennar og gerðir samhljómuðu ekki sem bezt, því alt í einu senti hún tímaritinu af hendi yfir í eitt horn herbergisins. Ferðamennirnir sváfu lengi næsta morgun, því þeir voru langlúnir. Þeir hittu Chakawana í búðinni, þegar þeir komu á fætur, og stuttu á eftir var kallað á þá til morg- unverðar. „Hvar er ungfrúin?" spurði Boyd. „Hún farin vitja veika.bróður míns“, svaraði Indiána-stúlkan' og mundu þeir þá eftir barninu sem Cherry hafði sagt þeim frá að hefði mislinga. „Hún altaf gefa, gefa, gefa eitthvað. Indíánar elska hana“. „Hún er þessu fólki nokkurs- konar gjafmild gyðja“, sagði Fraser við Emerson. „Fá þeir að kaupa af því sem er þarna inni?“ spurði Emerson og benti í áttina til búðarinnar. „Já, alt ódýrt til Indiána. Hafi Indiánar enga peninga, þá það sama ------“ hana setti alt í einu hljóða, og hún varð í framan eins hún hefði Ijóstað upp leyndarmáli. Síðan horfði hún á þá eins og hún grunaði þá um eitthvað ljótt og spurði: „Því þér spyrja?“ „O — ekki af neinum sérstök- um ástæðum“. Frh. Reykjavík. Fréttir. Svo heitir nýtt dagblað hér í Rvík. Ritstjóri og útgefandi er Einar Gunnarsson. Kol. Ekki hefir heyrst um það ennþá að bæjarstjórnin ætli að útvega bæjarbúum ódýr kol frá útlöndum. Almannarómur er þó farinn að segja að það verði hún að gera. Mjólk. Einn mjólkurframleiðandi reyndi nú í haust að setja mjólkina upp í 25 aura, en varð að hætta við það af því mjólkin gekk ekki út. Ennþá hefir bæjarstjórnin ekki, svo kunnugt sé, gert neitt, hvorki til þess að bæta úr mjólkurskoit- inum né til þess að tryggja það að mjólkin sé ósvikin. Himinn og jörð. Jörð hefir grænkað í rigningunum núna síðustu dagana. Farfnglarnir. Mesti fjöldi af skógarþröstum hefir haldið sig hér í borginni undanfarna daga. Lóumar eru ekki farnar; sá sem þetta ritar, sá núna í vikunni þrjá hópa af þeim í einu. í tveim hópunum var eftir ágizkun þúsund fuglar (i hvorum) en í þeim þriðja 500. Kráknskel eða kræling þekkja allir íslend- ingar, sem eiga heima nálægt sjó. Hann er við allar strendur þær er liggja að Norður-Atlantshafi (og hafa þeirra er út frá því liggja) alt frá Miðjarðarhafi til íshafs. Hinar norrænu þjóðirnar kalla hann „bláskel11. Víða hér á landi (einkum á Suður- og Vest- urlandi) svo og í Noregi og Svíþjóð (en ekki í Danmörku) er kræklingur hafður til beitu. Víða er hann og hafður til manneldis, og þykir dágóður matur. í Dannmörku er hann nokkuð étinn, bæðí nýr og súrsaður (Vejle Pælemus- linger). Er sumstaðar í Danmörku rekin einskonar kræklinga-rækt; það eru rekn- ir staurar niður í sjóinn til þess að kræklingur setjist á þá, og þykir það borga sig vel. Eftir fimm ár er kræk- lingurinn hæfilega stór til átu, fást þá 85 vogir af hverjum staur (hve langir staurarnir eru, er ekki getið) ög má reka staurana niður æði þétt (þriggja álna millibil nóg), Það væri okkur ís- lendingum afarmikils virði, ef kæmumst upp á að éta krækllng. Náttúrugripasnfnið er í safnhúsinu við Hverfisgötu (stóra hvíta húsinu á Arnarhvoli). Það er opið á Sunnudögum frá ki. hálf tvö til kl. hálf þrjú. Aðgangur er ókeypis. Fossakanp. Bærinn Stavangur í Noregi hefir keypt fossana í Sire-ánni og ætlar að koma sér þar upp kraftstöð. Á hún fyrst um sinn að vera 7000 hestafla, en þannig að stækka megi hana svo. hún verði 43 þus. hestafla. Tll útsölnmanna. Af 4. til 10. tbl. má gefa 2—3 eint. hverjum þeim, sem líklegur er til þess að gerast kaupandi, 1—3 tbl. eru útsölumenn beðnir að endursenda það af, sem þeir búast ekki við að geta komið út. Dagsbrún fæst í Bókabúðinni, Laugaveg 22. Ritstjórann er fyrst um sinn að hitta í Suðnrgötn 14. Sími 401. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.