Dagsbrún - 23.10.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 23.10.1915, Blaðsíða 2
62 DAGSBRÚN Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu sætsaft. Ýmsir nothæfir húsmunir eru teknir daglega til útsölu á Laugaveg 22 (steinhúsinu). haldið skeljunum saman; en þegar skelj- arnar opnast úthverfir krossfiskurinn maganum og lætur hann siga niður í kræklinginn, sem hann á þennan hátt étur. Þjóðir í ófriðarríkjunum. í engu þeirra búa minna en tvær þjóöir. Á Bretlandseyjum eru nú til dæmis í Wales á aðra milljón manna, sem mæla á Kym- risku (sem er keltneskt mál) og kann ekki ensku. Eins er eitthvað eftir í írlandi af fólki sem ekki kann annað en írsku, og í Skot- landi sem að eins kann Gælisku (Háskotsku) þó flestir írar og Skot- ar séu nú búnir að glata þessum móðurmálum sínum, og taka upp Enskuna, sem nýtt móðurmál. Kymriskan, írskan og Gæliskan ásamt Bretroskunni, sem töluð er í Bretagne í Frakkiandi, er alt og sumt, sem eftir er af hinum mikla keltneska málstofni, sem fyrir lið- ugt tveimur þúsund árum náði yfir mikin hluta Vestur-Evrópu. Keltar voru herskáir, og fóru víða yfir og stofnuðu ríki. — Lengst austur á bóginn komust þeir til Litlu-Asíu; þar stofnuðu þeir ríki, sem lengi var sjálfstætt, en seinna komst undir Rómverja. Þeir.héldu þó tungu sinni um margar aldir. Þeirra er getið í Nýjatestamentinu, (Galatíumenn sem Páll postuli skrif- aði pistilinn til). Auk Bretonskunnar er í Frakk- landi af framandi tungum töluð ítalska í þeim héruðum, sem næst liggja Ítalíu (og ættu þau því að tilheyra henni) og Kataionska í fylkinu Roussilion við landamæri Spánar. (Katalonska er rómönsk tunga og er töluð aðallega í fylkj- unum Katalonia og Valencia á Spáni, og á Balerisku eyjunum). Auk málanna sem nefnd voru, er töluð Provenkalska í öllu Suður- Frakklandi og telja margir mál- fræðingar hana ekki mállýsku (dialekt), heldur sjálfstæða tungu. Skáldið Fr. Mistral, sem hlaut Nobelsverðlaunin fyrir skáldskap hér um árið, ritaði jafnan á Provenkölsku. (Frh.) Ljótur siður. í fyrra kom sú fregn í dönsk- um blöðum, að íslenzk stúlka hefði alið barn á farþegjaskipi, sem var á leið frá íslandi til Danmerkur. Og það fylgdi sög- unni, að barnið væri „föðurlaust", því að stúlkan hefði verið á leið- inni í „fæðingarstofnun" erlendis. Þetta mál vakti dálitla alhygli um stund, af því að þá komst í hámæli að þessar Bkvennasend- ingar" væru töluvert algengar írá íslandi. En ekki iia(a blöðin okkar minst mikið á þetta, og munu liggja til þess eðlilegar orsakir. Blöðin hér á landi eru háð þeim tveim stéttum, sem helst er ástæða til að halda að tíðki þennan íitflutning. Sjálfsagt verður sumum góðum mönnum að spyrja: Hversvegna senda stúlkurnar burtu af landinu? > Einhvern föður munu þó slík börn eiga? Og hvað veldur því að feð- urnir skilja þannig við afkvæmin? Þessu mun vera hægt að svara nokkurnveginn þó í stuttu máli sé. Kvennasendingar þessar eru erlendur siður, sem einstöku valds- og efnamenn hér á landi eru að apa eftir. Sagan er altaf hin sama: Laus- látur „heldri maður" ginnir um- komulitla stúlku, og hún verður þunguð af hans völdum. En hann hefir ekki óskað eftir erflngja. Ef til vill er faðirinn giftur stúlku af háum stigum, og „frúin" má ekki komast að því sem gerst hefir. Eða ef maðurinn er ógiftur, þá ætli hann að giftast vel, fá „heldri manns" dóttir, og heiman- mund. Og þá er betra að hafa ekki umkomulausa stúlku og barn hennar í eftirdragi. Hvort sem er heldur, er faðirinn of fínn, of háttsettur til að geta gengist við barninu sínu. Vegna hans verður að senda móður og barn í fjar- lægð, ef til vill yfir um _landa- merkin, þangað sem enginn snýr aftur. Þetta er nú sá siður sem „heldri menn" Islands, sumir hverir eru að gera hér landlægan. Og þeir gera það með svo mikl- um dugnaði að það vekur sér- staka eftirtekt, jafnvel í útlöndum. Dæmi af þessu tagi virðast vera nokkuð algeng upp á síðkastið, einkum í Reykjavík. Venjulega verður „faðirinn" þess var, á hverju hann á von, áður en kjafta- kindurnar eru komnar á snoðir um barnsvonina. Hann sér að góð ráð eru dýr. Og fremur en að verða höfuðpersóna í opinberu hneikslis- máli kýs hann að bera verulegt fjártjón. Hann blekkir stúlkuna í annað sinn, sýnir henni fram á, að ef almenningur viti, að hún hefir alið barn í lausa leik, þá muni hún ekki giftast, eða bara fá aumingja fyrir mann. Það sé mest í hennar þágu að losna við barnið í kyrþey. Og blessuðum barnaunganum muni sízt verra að vera alið upp suður í .Danmörku heldur en hér út á íslandi. Stúlkan er umkomulaus, oft aðkomin í bæinn og þekkir engan, sem hún þorir að snúa sér til. Og svo finnur hún að vegna fína, kjól- klædda mannsins, sem biður hana svo vel, verður hún að þegja. Hann hefir líka svo oft sagt henni, að hann eJskaði hana; hann bara gæti ekki gifst henni strax. En ef til vill síðar. Hann er þó altaf svo yndislegur, og svo hátt sefctur, og svo fínn. Og svo ætlar hann að fá henni mikla peninga til að sigJa til annara landa. Og hún fer út yflr pollinn. Hún elur barnið. Faðirinn borgar fóstúr þess í einu, fyrirfram. Það er mikil upphæð, en „heiður" heiðursmannsins er dýr. Hann verður ætíð að sitja í fyrirrúmi. Enginn veit hve margar íslenzk- ar stúlkur hafa farið suður yfir pollinnn á kostnað háttsettra vina, en hitt er á almanna vitorði að þær eru margar. Sumum þeirra skolar aftur heim og orðrómurinn um sigJinguna fylgir þeim eins og skuggi. Á þeim lendir öll sorgin og minkunnin. En hitt fer lægra hver valdur er að ógæfunni. Sjálf- sagt er reynt að láta börnunum Jíða vel. En sögur ganga um það að í sumum stórborgum verði þau börn skammlíf í fóstrinu, þar sem goldið hefir verið í einu fyrir alt uppeldið. Og þó barnið deyi slær „föðurhjartað" engu örara. Heiðrinum er eilíflega borgið. Almúgamaöur. Hásetafélag er verið að stofna hér í Rvík. Einn undirbúningsfundur hefir verið haldinn og var þar kosin nefnd til þess að gera uppkast að lögum. Næsti fundur veiður hald- inn Laugardaginn 23. þ. m. kl. 81/* e. h., í Bárubúð. Allir há- setar beðnir mæta. Svohljóðandi bréf hefir ritstjóranum borist: Gróusaga. Herra ritstjóri! í 15. tbl. Dagsbrúnar, 16. okt. er sagt frá því, að sú saga gangi um bæinn, að hjá einhverju „Sláturfélagi“ sé blóðinu helt niður þegar slátrið gangi ekki út. Ef hér er átt við „Sláturfélag Suðurlands" (sem óvíst er) þá hefir við sláturhús þess hér 1 Reykjavík engu Uóði verið helt niður í haust, og þessi Gróusaga blaðsins því tilhæfulaus ósannindi. — Dagsbrún, og sum önnur blöð, hafa einnig mikið gert úr þeirri litlu verðhækkun sem orðið hefir á slátri í haust, og jafnvel gefið í skyn að slátrið gangi ekki út (sbr. siðustu Dagsbr.), því finst mér rétt að geta þess að við sláturhús SJáturfélags Suðurlands hefir verið miklu meiri eftirspurn að slátri, en hægt hefiir verið að sinna, og fellur því um sjálfa sig frásaga blaðsins um „blóðsúthell- ingarnar" og að slátrið gangi ekki út. Betra að vita betur, gamla Gróu-tetur! Rvlk 20. okt. 1916. Ouðm. Þorláksson. Blaðinu þykir vænt um að heyra því lýst yfir, að sagan um „blóðsúthellingarnar* sé ósönn, því líklegast ber að skilja svo orð hr. G. Þ. »engu blóði verið holt niður í haust", að alls engu blóði hafi í þessari sláturtíð verið helt niður hjá Sláturfélaginu. Hr. G. Þ. hefði, í stað þess að vera svona mein-fyndinn í bréfi sínu, heldur átt að lýsa því yfir þar, að það væri ósatt að Sláturfélagið borg- aði kvenfólkinu, sem vinnur hjá því, ekki nema 18 aura um tím- ann. — Dagsbrún býður með óþreyju eftir því að fá annað við- líka fyndið bréf og þetta, frá hr. G. Þ., þar sem svarað sé því er „Spurull" spyr að í 14. tbl., um kaupgjald það er Sláturfélagið borgi verkakonum. Ofan af og undan, úr stríðinu. Fremur varð lítið úr fréttunum, sem komu um daginn, af því að Frakkar og Englendingar hefðu rofið fylkingar Þjóðverja. Þó virð- ist svo sem Bandamenn hafl haft töluverðan framgang á vestri víg- vellinum, þó óvíst sé að það hafi nokkra' hernaðarlega þýðingu. Nánari fréttir eru ókomnar. Af símskeyti, til dagblaða í Rvík, má ráða, að Frakkar hafi haft framgang í Elsass; það hermir s. s. að þeir séu farnir að skjóta á hina víggirtu borg Þjóðverja Metz. Annars virðist svo sem aðal blóðvöllurinn sé að færast austur á bóginn — austur á Balkan. Búlgarar hafa sagt Serbum stríð á hendur, en Rússar, Frakkar og Englendingar hafa sagt sundur friði við Búlgara. Þjóðverjar og Austurríkismenn hafa sent hálfrar milJjónar her móti Serbum, sem nú eiga í vök að verjast. Frakkar og Englendingar hafa sett lið á land í Saloniki, (en þá borg eiga Grikkir) og senda það móti Búlgörum til liðs við Serba. Ekki hefir heyrst neitt um að Grikkir hafi gert neitt til þess að varna Bándamönnum landgöngu í Saloniki, en fréttst hefir, að þeir. neiti Serbum liðsveizlu. Er um kent Konstantin konungi, sem er mágur Þýzkalandskeisara. Rúm- enar sitja og hjá, án þess að hefjast handa. Vegna anna ritstjórans er þetta blað aðeins hálft. ftaupendnr blaösins, sem ekki fá blaðið skilvíslega eru beðnir að láta ritstjórann vita. Ritstjórann er fyrst um sinn að hitta í Snðurgðtn 14. Sími 401. Prentsmíðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.