Dagsbrún - 30.10.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 30.10.1915, Blaðsíða 3
D A'GSBEÚN 65 legur kostnaðarauki á að aftra því að hætt verði að sóa íslenzlai starfsþreki, svo sem gert er. »Dagsbriin« tekur til sinnaráða, Úr því að þingið skellir skoll- eyrunum við því máli, sem lík- legast öllum málum fremur hefði átt að hafa framgang þar, þá þarf annað til bragðs að taka. „Dagsbrún" tekur nú það ráð, að byrta, eftir því sem hægt verður, í hvert sinn þegar togari kemur úr túr, hve lengi skip3- höfnin hafi verið látin vaka. Biður blaðið því hérmeð álla sem eru þessari grein samþykkir, að koma áreidanlegum fregnnm um vökurnar til ritstjórans. Gunnar Gunnarsson rithöfundur. Nýkomin er út á dönsku saga eftir landa vorn Gunnar Gunnars- son er heitir: Livets Strand. 307 bls. í stóru broti; verður hennar bráðum getið nánar hér í blaðinu. Að sögum Gunnars hefir verið gerður sérlega rómur í Danmörku, og þó þykir þeim er þekkja Gunn- ar, liann betri en bækurnar þ. e. þeir eiga von á ennþá betri bók- um frá hans hendi. „Livets Strand" er áttunda bindið, sem kemur út á dönusku eftir Gunnar. Hann er ekki nema 26 ára enn. Minkun annara! (Kenning V. Finsen). í Morgunblaðinu 5. þ. m„ standa þessi dásamlegu ummæli í ritstj.grein. »Það þarf að koma því inn í meðvitund þjóðarinnar, að það sé minkun að því að þiggja fé úr landssjóði, alveg eins og það er') minkun að því að vera á sveit«. Svo mörg eru þau orð. Þessi ummæli getur F. haft árið 1915, hann sem í fyrra (árið 1914) þáði stgrk úr landssjóði til blaðaútgáfu sinnar. Sé mink- un að því, að þiggia fé úr lands- sjóði í ár, þá hlýtur það einnig að hafa verið það í fyrra. Eg bendi á þetta, að eins til að sýna hvað F. á hægt með að víta aðra fyrir það sama, er hann sjálfur hefir áður gerl. Þá kem eg að því, er kom mér til að rita þessar línur, og sem ekki má ómótmælt vera. Það er þessi mikilmenska Morg- unblaðsritstjórans, að ætla að koma því inn í fneðvitund þjóð- arinnar, að það j sé minkun að þiggja af sveit, ’án undantekn- inga, er óþarft Verk, eins og svo margt annað, er hiann hetir þvæl- að út í Mbl. Hér eiga sér stað þær undantekningar, ef það er af óreglu eða l^ti. En að telja það minkun a/f heiðarlegum og ærlegum heimitisföður, sem unn- *) ‘ Lcturbreyíing gerö af mér. ið hefir eftir mætti, en sjúk- dómstilfelli eða barnafjöldi hafa orðið þess valdandi, að hann hefir þurft að leita á náðir sveit- arinnar. Slíkir menn eru verð- ir þess styrks er þeir fá, og þurfa ekki að minka sig, heldur þarf F. að blygðast sín fyrir að hafa móðgað þessa menn með slík- um ummælum. ' Til eru einnig gamalmenni, sem þiggja af sveit og hafa slit- ið út kröftum sínum í annara þarfir, meðan þeir entust, en ekki fengið það kaup, að geta lagt fyrir til elliáranna. Fyrir slikum gamalmennum eigum við að bera virðingu, án tillits til þess, hver framfærir þau, úr því þeir sem efnin hafa, ekki tíma að losa eilthvað af þeim við sveit, þá ættu þeir ekki að kasta að þeim steinum. »Enginn veit sína æfina, fyr en öll er«, segir máltækið. Og þó að F. geti nú talað svona digurt, sökum þess að útlit er fyrir, að ættgöfgi hans og auðlegð geti alið önn fyrir honum og hans, þá væri þetta betur ósagt. En hafi F. kastað þessu fram i hugsunarleysi, sem vart er trúandi um ritstj. (leið- toga), þá gef eg honum tækifæri til að leiðrétta það. Þó þykir mér gamanið grána, ef barn, sern allið er upp á sveit þarf að minka sig fyrir það. Hverjar ástæður sem valda því, að barnið hefir þurft þess með, koma ekki málinu við, því ekki getur barnið að því gert, og víst er það, að margt slíkt uppeldi hefir staðið jafnfætis jafnaldra sínum í öllu, þó hann hafi ver- ið alinn upp í foreldra húsum i alsnægtum og eftirlæti. Eg þekki marga þessa menn og þeirra tilfinningar og einmitt þess vegna víti eg þessa kenn- ingu F\, því mér er það kunn- ugt, að mörg þung spor hafa þeir gengið, til að fá náðarmola úr greipum hinna íhaldssömu fjárhaldsmanna bæjarins, og það er víst, að slík spor gengur eng- inn að gamni sínu. Þess vegna er eltki rétt að minna þessi oln- bogabörn þjóðfélagsins á þeirra kringumstæður, þau finna það fuíl' vel sjálf. Að endingu vil eg minna F. á þessar gullvægu setningar, svo liann geti þar eftir hagað sér: »Hvar sem þú finnur fátækan á förnum vegi gerðu’ honum gott er grættu eigi«. Rvík, 12. sept. 1915. Magnús V. Jóhannesson. Herra ritstjóri »Dagsbrúnar«! Eg bið yður fyrir grein þessá, þó hún sé orðin gömul, en svo stendur á því, að ritstj. »Vísis« lofaði mér að birta hana, en þar hefir hún legið frá 13. f. m. til 22. þ. m., er eg tók hana. Ritstj. »Vísis« tjáðist vera mér hjartanlega sammála, og.er því óskiljanlegt að hann skildi ekki birta greinina, og verð eg að geta þess til, að hann hoppi i traustu samábyrgðarhafti og hafi með þessari aðferð sinni ætlað að stinga greininni undir stól. Eg vona að slík grein eigi greið- an aðgang að blaði yðar, sam- kvæmt stefnu þess. M. V. J. Heysuða, eða suða í hitageymi. Allan þann mat, sem krefur langa suðu, ætti að halda við suðu á í hitageymi, því að það sparar eldivið svo ákaflega mikið. Hvernig getur maturinn hald- ið áfram að sjóða í hitageymi? Það sýnist i fljótu bragði ótrú- legt, að maturinn geti haldið áfram að sjóða í potti, eftir að hann hefir verið tekinn ofan af hlóðunum. Þó er þetta svo, og er auðvelt fyrir sérhvern að sann- færast um þetta, en þetta er bundið vissu skilyrði og það er, að potturinn geti haldið á sér hitanum, og verður því að koma í veg fyrir, að hitinn streymi út í loftið. Þetta er hægur leikur með því að láta sjóðandi pott- inn ofan í hitageymi, undir eins og hann hefir verið tekinn ofan af eldinum. En hitageymirinn er ílát, með þannig löguðum veggjum, að þeir hleypa eigi hita í gegnum sig. Einfaldasti hita- geymir og ódýrasti, er hegkassi, og geta allir með mjög litlum tilkostnaði látið búa sér til þess- konar áhald, eftir þeirri fyrirsögn or hér fylgir: Fáið yður ferstrendan kassa, sem er x/a metir að þvermáli, og hér um bil 8A metra á dýpt. Á kassanum verður að vera lok á hjörum. Nú fær maður sér poka nægilega stóran til þess að venjulegir pottar (sem eru 25—30 sentimetrar að þvermáli), geti hæglega gengið ofan í. Þá sprettir maður upp pokabotnin- um og neglir siðan neðra opið á þessum pokahólk niður í kassa- botninn. Að því búnu er troð- ið heyi í kassann utan við pok- ann og síðan neglir maður rend- urnar á efra pokaopinu alt í kringum kassaopið. í botninn á pokarúminu leggur maður laust hey, sem hægt er að skifta um við og við. Nú er hægt að láta sjóðandi pottinn ofan í poka- rúmið; en nauðsynlegt er, að góður hlemmur sé yfir pottinum. Og ennfrðmur verður að hafa kriuglótta heydýnu, tii að byrgja með opið á pokarúminu og loka síðan kassanum. Ætíð ber að gæta þess, að maturinn bullsjóði um leið og liann er settur ofan í heykass- ann, og það má ekki opna við og við og gœta að, hvort nóg er soðið, því að þá getur potturinn kólnað nóg til þess að hætti að sjóða. Hér skulu nefndar nokkrar mat- artegundir, sem sérstaklcga er hent- ugt að láta sjóða í hitageymi: Kjötsúpa úr stórgripakjöti. Þegar súpan hefir soðið i klukkutima á eldstæði, er fleytt ofan af henni; potturinn síðan látinn í heykassann og hafður þar 4—5 klukkustundir. Séu grjón í súpunni, skal hún sjóða á eldstæði 10—15 mínútur, eftir að hún er tekin úr heykassanum og þarf þá að hræra í. Baiinir eru soðnar á öldungis sama hátt. Kindakjötssúpa með grjónum, er soðin á eldstæði i */a tíma og siðan í heykassanum 2—3 klukkutíma og þegar hún er tekin upp úr honum, er henni brugðið á eldstæði og soð- in aftur 5—10 mínútur. Pá þarf vandlega að gæta þess, að hræra vel i, svo ekki brenni við. Rúllupylsur og hangikjöt er soðið í l/2 tíma á eldstæði og i heykassa 3—4 tíma. Fylt hvitkálshöfuð, */a—8/» klukku- tíma (eftir stærð) og 4—5 klukkutíma í hitageymi. Kartöftur og kálmeli er soðið 10 mínútur á eldstæði og 2—3 klukku- tíma i hitageymi. Súpur og grjónagraular eru soðn- ir fyrst á eldstæði í 10—15 mín. og í heykassa 2—4 tíma, eftir því hvaða grjón er um að ræða. Síðan er soð- ið aftur í 5—10 mín. og er þá ágætt. Súpur og grautar úr þurkuðum ávöxtum eru soðnir í 15—20 mín. á eldstæði; 3—4 klt. i heykassa. Súpur og grautar, sem epli, sveskj- ur og apríkósur eru i, þurfa að sjóð- ast aftur í 5 mínútur. (Eftir matbreiðslubók J. S., er getið er um á öðrum stað hér í biaðinu). Af Akureyri er ritstjóranum skrifað 9 Okt. „Endaskifti hafa orðið hér á árstiðum, nú stöðugir hitar og blíðviðri; fyrir viku kom 19 stiga hiti (í forsælu) og er það mestur hiti hér á þessu ári“. Þjóðir í ófriðarrfkjunum. Frh. ----- Belgíu er tvískift þannig að í syðri helmingnum er töluð Franska en Flæmska í þeim nyrðri. Nú eru báðar þessar tungur sem næst því jafnréttháar í landinu. En svo var ekki áður, og spunn- ust mikil pólitisk mál út af. Þótti Fiæmskan (sem er germönsk tunga) eitt sinn ekki talandi af mentamönnum, þó af Flæmsku bergi væru brotnir. Eimir eun þá eftir af þessu. Þannig er t. d. helsti rithöfundur Belga, M. Mae- terlinck, flæmskur; ritar þó alt á Frönsku. í Þýzkalandi er töluð Pólska í stórum landspildum að austan, Franska að nokkru leyti í Elsass og Lothringen, og Danska í Suður- Jótlandi. Alls eru í dönskumæl- andi héruðum í þýzka ríkinu, um 200 þús. manns, og í þýska hern- um, nú í stríðinu, um 20 þús- undir danskra mannna. Þýzkan er eiginlega tvær tung- ur, Háþýzka og Lágþýzka og er hin síðarnefnda töluð af alþýðu í Norður-Þýzkalandi, en mentafólk um alt Þýzkaland talar og ritar Háþýzku, og þegar talað er um þýzku, þá er altaf átt við Há- þýzku, nema hitt sé tekið fram. Það var Luther, sem, með þvi að suúa Biblíunni á Háþýzku, hóf hana til , vegs og valda. Hefði Luther verið af Norður-Þýzkalandi mundi hann hafa snúið Biblíunni á Lágþýzku, og hún mundi þvi

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.