Dagsbrún - 30.10.1915, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 30.10.1915, Blaðsíða 4
66 DAGSBRÚN Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu seettsaft. hafa orðið mentamálið. — Það var skaði fyrir okkur Islendinga að svo var ekki, því Lágþýzkan er okkur auðveldari en hin. Frh. Hásetafélagið sem getið var um í síðasta blaði, var stofnað á fundinum á Laug- ardaginn var. Eftir lögum félags- ins er samþykt voru á fundinum, er félagið fyrir háseta á hafskip- um þ. e. háseta á togurum, segl- skútum, mótor-skipum og flutn- ingaskipum. í stjórn félagsins eiga að sitja sjö menn, og auk þess fram- kvæmdarstjóri sem gert er ráð fyrir að félagið ráði til sín, er því vex fiskur um hrygg. Inngangseyrir í félagið er 2 kr. en árstillag 4 kr. og á að borgast i tvennu lagi, helmingurinn fyrir 14. Maí og helm. fyrir 1. Okt. Á þessu ári borga meðlimirnir því aðeins tvær kr. Aukalög félagsins eiga að ákveða hvað félagsmenn mega ráða sig fyrir minst á skip. Það er ekki búið að samþykkja aukalögin þeg- ar þetta blað fer í prentun, en búist er við að launakjör þau, er þau tiltaka, verði sem líkast því sem meðalkaup er nú. Hálfyrði um hafnarmálið. Þeim sem hafa veitt því eftir- tekt, hve spök dagblöðin hérna eru, þegar „heldri menn" gera einhverja skömm af sér, verða hissa á þeim mikla dugnaði, sem þau sýna í árásunum á Guð- mund Jakobsson. Hvaðan hafa þau fengið þennan kjark? Því en erfitt að svara. En geta má þess, að þau haldi að umkomulítill alþýðumaður „maður frá hefil- bekknum", sé fremur auðunnin bráð, þegar á móti standa hinir stórauðugu skipstjórar og útgerð- armenn. Um réttlætið þarf nú varla að tala, enda eru færðar sönnur á það áður hér í blað- inu, að bærinn á G. J. stór- mikið að þakka fyrir röggsamlegt eftirlit við hafnargerðina. En í þessum skringilega blindingaleik, sem útlendir og innlendír pen- ingamenn eiga vrð trésmiðinn, er eitt augljóst: Það er kosningaflesk í spilinu. Skipstjórarnir ætla að draga sjómennina með sér, og velta atkvæðum þeirra yfir á hin almáttuga „sérfræðiug", sem altaf dumpar hvernig sem hann gerir sér tæpi tungu við skipstjóra og útgerðamenn. Ef tíl vill lánast þetta. Ef til vill finst togaraháset- um að þeir eigi að láta „20,000" krónu manninn ráða fyrir sér við kjörborðið eins og á þiljum innan um þorskana. Og þá hafa dagblöð- in gert alþýðunni gott verk einu sinni enn. En ef til vill eru líka til þeir há- setar sem skilja hvar hundurinn er grafinn. Þeir finna fyrirlitning- ana á alþýðunni skína út úr hverju orði í hótunarbréfum, og níðgreinum „sérfræðinganna". Þeir sjá að Guðmundur er ofsóttur leynt og ljóst, af því hann er al- þýðumaður. Ef hann hefði verið „sérfræðing- ur„ úr sjómannaskólanum, með nokkura mánaða nám að baki, þá hefði hann verið góður. Um hitt hefði minna verið spurt, hvort mað- urinn væri náttúru greindur, verk- hygginn, reglusamur, trúr við sitt starf o. s. frv. Það gerði ekkert til, bara hann hefði próf að nafn- inu til. Ekki er nú til mikils mælst af blöðum ríku mannanna, úr því þau ætlast til að þetta verði til að skifta alþýðunni og lyíta undir embættismanninn, sem vantar at- kvæði. Þá væru sjómennirnir und- arlegir að hugarfan, ef menn ynnu bezt hylli þeirra með stað- lausum og hóflausum árásum á alþýðuna. Það sést þegar næst verður kosið. Viðar. Þetta og hitt. Um höfuina í New-York fer nær helmíngur (45°/°) af öllum vöruflutningi frá og til Banda- ríkjanna. Ekki hefur heyrst neitt um að forstjóri þeirrar hafnar kynni að stjórna skipi. Ófriðarskattur. Danir hafa lagt 20 hundraðshluta skatt á allar tekjur er stafa af ófriðn- um, og er gert ráð fyrir að rikissjóð- urinn danski muni auðgast um 30 til 40 miljónir króna á honum, á þeim tveim árum sem hann nær yfir. Vorwarts (áfram) heitir helzta dagblað Býzkra jafnað- manna. Síðan stríðið hófst, hefir þýzka stjórnin við og við bannað útkomu þess tíma og tíma. Nýlega var rifstjóri blaðsins handsamaður en bannað var að geta þess í blaðinu. Glæpurinn, sem á hann var borinn, var sá, að hann reyndi að fá þjóðina til þess að heirata, að friður væri saminn. Fyrir sama glæp var tölubl. af enska jafnaðar- manna vikublaðinu Labour Leader gert upptækt. í Vestmanna- eyjum er útsölumaður „Dagsbrúnar" hr. Guðmundur Benediktsson. Blaðið kostar 1 kr. 25 au. frá byrjun (Júlí) til Nýárs, sé það borgað um leið og áskrifandi byrj- ar að fá blaðið. Brúkaðar sögubækur, erlendar og innlendar, keiislufeseliur" fyrir barnaskóla og seðri skóla, og allskonar frsedi- bækur, fást með nidiirsettw verði í I3ól5;at>iiðiiiiii á Laugaveg 22» Silfurhjörðin. (Frh.) ------ Skömmu seinna heyrðist kveða í sleðabjöllum, og Cherry kom þjótandi inn í herbergið, klædd í í loðkápu, hraustleg og rjóð í kinnum af kuldanum. „Hvernig líður þeim mislinga- veika?" spurði Fraser. „Jú, þakk' yður fyrir, honum líður vel" svaraði Cherry og opn- aði hurðina fyrir Chakawana, sem kom og bar stóran böggul við brjóst sér. „Lítið á, ég kom með snáðann með mérl" Sú indíánska bar byrði sína að ofninum og lagði hana þar niður, tók síðan frá það, sem breytt var fyrir andlit barnsins. „Fjandinn sjálfur" sagði Fraser „óg hef aldrei haft mislinga". „Er það Indíána-barn?" spurði Emerson. „Já, hann vera litli bróðir okk- ar" sagði Konstantín, sem kom- inn var inn án þess því hefði verið veitt eftirtekt. 4. k a p i t u 1 i. Seinna um daginn sagði Emer- son við Cherry: „Það er máski töluvert líf og fjör á sumrin hér í Kalvík?„ „Það er það; skipin koma í Maí og laxinn fer að ganga í Júlí. Og eftir að gangan er byrjuð verður mönnum ekki svefnsamt. Laxinn gengur í torfum svo stór- um að mörg þúsund eru í hverri. Fljótið fyllist oft bókstaflega af hinni glampandi skínandi laxa- hjörð — silfurhjörðinni. Og þá hafa þeir, sem vinna í niðursuðu- verksmiðjunum nú ofurlítið að gera!" „Hverskonar fólk vinnur í þess- um verksmiðjum?" „Mest Kínverjar, Japanar og ítalir. Hér verður því eins og út- lent land og ótal tungumál heyrast hér, en af kvenfólki er hér ekkert"* Ný bók. Matreiðslubök eftir Jónínu Sig- nrðard. frá Draflastöðum. Bók þessi virðist í fljótu bragði vera of stór, þar sem hún telur 272 blaðsíður, því bækur sem ætlaðar eru alþýðu mega ekki vera of stórar (og dýr- ar), en þar sem bókin kostar að eins tvær krónur, þá fellur að- flnsla þessi að mestu um sig sjálfa. Steingrímur Matthíasson heflr skrifað heilsufræðislegann inngang að bókinni. Væri sá er þetta ritar landstjórnin, mundi hann fela Steingrími að semja bækling líks og inngangur þessi og láta senda hann ókeypis hverri einustu hús- móðir á landinu, og auk; þess láta það vera fermingarskilyrði að börnin vissu það sem í honum stæði. , Himinn og jörð. Stór dýr. fteyðarfiskarnir eru langir og mjóir, en sléttbakarnir (Grænlandshvalurinn) svo digrir, að 20 me.tra sléttbakur er oins þungur og 30 metra löng steypi- reiður, en það er 150,000 vogír, eða viðllka mikið og 20 filar, 40 fióðhestar,' 200 stórir nautgripir eða 2000 manns (fullorðið fólk). Með öðrum orðum, 20 metra langur sléttbakur, er (að líkind- um) pgngri en allir íbúar Akureyrar, bæði fullorðnir og börn. Hrúðurkarlarnir syngja. Hrúðurkarlarnir er krabbadýr. Um æskudagana synda þeir um í sjónum, og eru þá dálítið svipaðir marfióm, en afar smáir. Þeir setjast þó fljótlega á stein (eða eitthvað annað) og sitja þar alla æfi, i kalkhúsi, er þeir búa til. Ef þú gengur með sjó þar sem hrúður- karlar eru, muntu heyra sifelda suðu, það er „söngur" hrúðurkarlanna, og orsakast af því, að þeir loka húsum sinum. Ef þú kenmr að steini, sem margir hrúðurkarlar sitja á, þá muntu heyra sönginn sem snöggvast (meðan þeir eru að loka húsunum). Ef þú svo setur þig niður, og situr grafkyr um stund, munt þú sjá hvernig hrúður- karlarnir opna á nf hús sín til hálfs (reka upp strýtu). Þegar þú svo hreyfir þig á ný, verða þeir aftur hræddir og draga sig inn í húsin („syngja"). Seinna verður sagt frá hvers maður verður vísari, ef maður tekur krækling (slítur hann frá því sem hann er fastur við) og stein með hrúðurkörlum, og lætur í skál með sjó í. En lesarinnn þarf ekki að bíða eftir þeirri frásögn. Hann getur sjálfur athugað það. Vínsölubann er sagt að eænska stjórnin hafi í hyggju aö skipa um Svíþjóð endilanga. Hóteleigndur og aðrir vínsalar eru að gera samtök til þess að vinna é, móti því að þetta sé gert. Hóta tþeir meðal annars að loka ölliím hótelum og feitingahúsum j ef vínsölubannið verði sett á. , - ' L, llitstjórann (er fyrst um sinn að hitta í Suðurgjötu U. Sími 401. Prentsmiðjam Gutenberg. Matarveralun Lofts & Póturs hefur fenglð Ost og* I9ylsu. *

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.