Dagsbrún - 06.11.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 06.11.1915, Blaðsíða 1
[ FREMJIÐ EKKI RANOINDl DAGSBRÚN BLAD JAFNAÐARMANNA ÞOLIÐ BKKI RANOINDI tk OTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFELOG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 18. tbl. Reykjavik, Laugardaginn 6. Nóvember. 1915. Hásetafélag Reykjavíkur heldur fyrst um sinn fund í Bárubúð hvert sunnudagskvöld kl. 6 (sunnud. 7. þ. m. þó ekki fyr en 6V«)- — Nýir meðlimir teknir inn. — Sömuleiðis geta nýir meðlimir skrifað undir lögin og fengið félagsskírteini hjá ritara félagsins, Ólafi Frið- rikssyni, Suðurgötu 14, hvern virkan dag milli 3 og 5. Á sama stað og tíma geta þeir meðlimir sótt félagsskirteini sín, sem ekki hafa enn fengið þau, sömuleiðis fengið lög félagsins og aukalög, þegar búið er að prenta þau. Formaðurinn býr á Hverfis- götu 58 A. Ymsir nothæfir húsmunir eru teknir daglega til útsölu á Laugaveg 22 (steinhúsinu). Saga jafnaðarmenskunnar. 11. h. Um miðja 19. öld gekk mik- il frelsishreyfing um Norður- álfuna og má þá segja að verka- menn hafl vaknað til meðvit- undar um að þeir eru stétt fyrir sig. Hinn fyrsti eiginlegi verkmannaflokkur var stofnað- ur á Þýzkalandi af vinum og lærisveinum Marx, þeim Bebel og Liebknecht, sem síðan voru foringjar flokksins um mörg ár. Þýzka stjórnin óttaðist mjög þessa hreyfingu og reyndi með grimmum lögum að hindra við- gang jafnaðarmenskunnar. En því meiri ósvífni sem stjórnin ¦sýndi, því meir fjölgaði jafn- aðarmönnum svo að eftir 13 ára vonlausa baráttu (1874— 87) varð stjórnin að hætta þess- um ofsóknum. Um sama leyti my ndaðist j afnaðarm annaflokk- ur í flestum löndum í Evrópu og má segja, að áhrif þeirra fari æ vaxandi, því að undir þunga þessarar voldugu hreyf- ingar verða andstæðingarnir að hefjast handa og koma í fram- kvæmd mörgu af því sem jafn- aðarmenn hafa barist fyrir. ^un ger sagt frá þessu þegar rakin verður saga ýmsra helztu "rautryðjenda stefnunnar. En nú er svo komið að auðvaldið verður að hafa allar klær úti til að geta staðist sóknjafnað- armanna, og mun svo verða einnig hér á landi, þó að eigi sé reitt hátt til höggs enn sem komið er. En dæmi annara þjóða hlýtur að hvetja okkur til framkvæmda í þessu efni, og i því skyni mun Dagsbrún leitast við að segja lesendum sínum sögu jafnaðarmensk- unnar. 200 krónur sendi »Verkamannafélag Akur- eyrar« nýlega »Dagsbrún«, sem hún hérmeð þakkar mjög vel fyrir. Um stefnuskrá jafnaðarmannna. Fátækrahjálp sé hjálp til sjálfhjálpar. Við jafnaðarmenn viljum að hjálp sem þurfamönnum er veitt af hendi hins opinbera, sé þannig fyrir komið, að hún geti orðið þeim, sem þyggur hana veruleg hjálp, þ. e. hjálp til þess, að komast úr fátækt- inni, en ekki, eins og nú er, eingöngu hjálp til þess, að bæta úr sárasta sultinum, sem sverf- ur að þá stundina. Og þess konar varanleg hjálp, eða hjálp til sjálfhjálpar, mun auk þess sem er aðalatriðið, að hún kemur fótum undir þann fá- tæka, verða hreppnum eða bæjarfélaginu ódgrari en hjálp- in, sem nú tíðkast, sem engin hjálp er. Fyrir nokkrum árum var farið að reyna það í einstaka borgum erlendis, að útvega þurfamönnum lóðarskika til garðstæðis, og um leið var þeim hjálpað til þess, að út- vega sér garðverkfæri og útsæði. Unnu svo þurfamennirnir og fjölskylda þeirra að garðrækt- inni í tómstundum sinum. — Þetta hefir þótt gefast ágætlega; hefir það orðið til þess, að þurfamenn þessir hafa þurft minni styrk að fá, en hafa þó haít meira fyrir sig að leggja en áður, og loks er talið, að dvöl konu og barna þurfa- mannsins undir beru lofti (við garðræktina) hafi haft stór- mikil áhrif til hins betra á heilsu þeirra. Þeim, sem þetta ritar er ekki kunnugt um hve mikinn styrk einstakir þurfamenn hafa feng- ið hér í Rvík, en á Akureyri hefir hann frétt, að sumir þurfa- menn þar (fátækir barnamenn) séu búnir að fá samtals fjögur þúsund krónur eða meira úr bæjarsjóði, en séu þó vitanlega jafn-fátækir nú, eins og þeir voru fyrir mörgum árum, þeg- ar þeir byrjuðu, að þiggja af sveit. Skyldi nú nokkur efast um, að betra hefði verið, að verja einhverjum litlum hlula af þessu fé til þess að. koma fótunum undir þurfamanninn, efnalega, í stað þess að vera að smá-reita í hann fé, sem þb er aldrei meir en ver hann sulti. Landsbókasafnið. Herra ritstjóri! Eg hef séð yður nokkrum sinnum á lestrarstofu Lands- bókasafnsins, og dettur því i hug að spyrja yður, hvað yður finnist um það, að það eru hvorki blekþerrar né þerriblöð á stofunni, svo maður verður annaðhvort að hafa með sér þerriblað, til þess að þerra með það, sem maður kann að skrifa þar, eða þá að klessa það sem maður skrifar rétt fyrir lokunartimann, eða taka þriðja kostinn, að láta bóka- vörðinn biða eftir manni, þar til blekið er þurt. Vona að þér látið þetta í blaðið. Virðingarf. Gisli E. H. Mentun. 1. Hana nú! Nú horfir til verri vandræðanna á gamla Islandi. Það er komið upp úr kafinu, að það eru að verða 0/ margir mentamenn á íslandi, með öðrum orðum: íslendingar eru að verða 0/ mentaðir. Mörgum mun vafalaust ganga illa að skilja, hvernig það megi ske, að ein þjóð geti orðið o/ ment- uð, og segja að slíkt sé jafn- ómögulegt og að þjóð geti orðið 0/ hraust (heilsugóð). En svona er það nú samt, þ. e. a. s. svona segja þeir að það sé, þeir góðu menn, sem hamingjusamir í þeirri trú, að þeir hafi vit á því, sem þeir eru að fara með, eru að vand- ræðast í ræðu og riti út af hinni vaxandi stúdentamergð hér á landi. Eru stúdentarnir þá ekki of margir? Jú, vissulega eru þeir það, en mentamennirnir eru það ekki, það er það, sem gerir muninn. En við skulum byrja á byrj- uninni. Aðsóknin að hinum »al- menna mentasköla« (»latínu- skólanum«) hefir aukist svo mikið, að fyrirsjáanlegl er, að ómögulegt er að embætti geti verið til handa öllum þeim sæg, sem þaðan útskrifast (og það þó gert sé ráð fyrir, að margir falli í valinn áður en háskóla- námi er lókið). Nú er gömul hefð á því á íslandi, að svo beri á að líta, að landssjóður sé orðinn svo skuldbundinn þeim mönnum, sem hann hefir í 10—12 ár haldið ókeypis skóla fyrir, að honum beri að sjá þessum mönnum fyrir embætti, sem þeir geti lifað af, er*þeir hafi lokið námi. Það er því skiljan- legt, að mörgum föður gremj- ist þessi mikla aðsókn að »al- menna mentaskólanum«, og það er sömuleiðis ofur skilj- anlegt (þar eð það í einu sem öðru eru »heldri« mennirnir, sem ráða hér á landi) að ráðið, sem mönnum hefir komið til hugar við þessari of miklu að- sókn, sé að bægja frá skólan- um þeim fátækustu, með ýmis- konar ákvæðum, svo sem ald- urstakmarki óg afnámi á styrk. II. Þegar »Háskóli Islands« var settur í haust, hélt þá starf- andi rektor skólans ræðu, og hvatti þá af nemendunum til þess að hætta námi, sem ekki fyndu hjá sér innri hvöt til háskólanáms. Sagði, að ment- un sú, er þeir hefðu fengið í »alm. mentaskólanum« (stú- denta-mentunin) ætti að geta komið alveg eins að gagni, þó ekki væri haldið áfram nám- inu. Það er einmitt það, hún œtti að geta komið að fullu gagni, hvaða starf sem tekið væri fyrir, það er tilgangurinn með henni og auðsjáanlega hefir ræðumaðurinn staðið í þeirri meiningu að hún gerði það. MF*

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.