Dagsbrún - 06.11.1915, Síða 4

Dagsbrún - 06.11.1915, Síða 4
70 DAGSBRÚN Brúkaðar sögubækur, erlendar og innlendar, kenslubækur fyrir barnaskóla og æðri skóla, og allskonar frseöi- bækur, fást með niðursettu verði í Bókabúðiimi á Laugaveg 22. Fataefni, saum og til fata hvergi ódýrara. Blá fataefni nýkomin. — 10—20. kr. sparn- aður á hverjum klæðnaði hjá Guðm. Si^urðssyni, Laugaveg 10. nema með því móti einu, að þair ekki kynni sér hana nóg. Keir Hardie varð þingmaður 1892 og var það jafnan siðan. Fyrir hans daga fyltu þingmenn verkamanna flokk með „frjáls- lynda“ flokknum, sem kallar sig, en Keir stofnaði verkamannaþing- flokkinn enska („Labour Party“). Þingræður Keir Hardie voru ávalt mjög mikilvægar og vöktu ætíð mikla eftirtekt einnig meðal mót- stöðumannanna í enska þingsaln- um. Enginn fékk batra hljóð þar en hann. Ég heyrði hann tvisvar tala til fólksins, hann talaði framúrskar- andi vel, og einkum var eins og maður hlyti að trúa því er hann sagði. Keir Hardie var mikill bindind- isvinur. Ó. Úr eigin herbúðum, Hásetafélag Reykjavíkur hefir nú kosið stjórn. Jón Bach er formaður, auk þess eru í stjórn: Guðleifur Hjör- leifsson, Björn J. Blöndal, Guð- mundur Kristjánsson, Jón Ein- arsson yngri, Jósef Húnfjörð og ólafur Friðriksson. Jón Guðnason sem mest gekst fyrir félagsstofnun þess- ari, var farinn aftur út á salla vatnið áður en stjórn var kos- in; hafði beðist undan kosningu. Miðvikud. 3. þ. m. var á ný haldinn fundur. Voru þá auka- lögin samþykt. Félagið sendir Guðleif Hjörleifsson og Rósin- kranz ívarsson til þess að vera viðstaddir við hásetafélagsstofn- un í Hafnarfirði, og þá Jón Brynjólfsson, .Jósef Húnfjörð og Björn Blöndal til þess að greiða fyrir hásetafélagsskap á Akranesi. Yerkmannasambiiml. Á síðasta fundi í verkata.fél. Dagsbrún voru kosnir tveir menn (Ottó N. borláksson og Ólafur Fi'iðriksson) til þess á- samt tveimur meðlimum, sem væntanlega yrðu kosnir úr hverju af þessum félögum: Prentarafélaginu, Bókbands- íslenzka togarastakka selur JFón Bach, Hverflsgötu 58 A. sveinafélaginu, Verkakvennafé- laginu og Hásetafélaginu að reyna að koma á sambandi og fastri samvinnu milli islenzkra verklýðsfélaga. Hásetafélagið hefir nú kosið Guðleif Hjörleifsson og Jónas frá Hriflu. Skófatnaður. Blaðið „íslendingur11 flytur 8/io þessa smágrein: Hvar lendir, þar sem mörg böm þarf að klæða til fótanna í þessari dýrtíð ? Fátt er skaðlegra fyrir heilsuna en kaldir og blautir fæt- ur, svo hér eru góð ráð dýr. Yæri ekki ráðlegt að fara að dæmi Dana, Færeyinga og fleiri góðra manna og taka upp lágu tréskóna (klossana)? Þeir eru ódýrir, hlýir og sterkir. Þegar börn fara að venjast við að ganga á þeim, fellur þeim það vel. Mikið mætti spara aðra skó með þeim, þó ekki sé hægt að nota þá alla daga. íslenzka skó er ekki ráðlegt að hafa innan í tréskónum, eins og sumir gjöra, það er stirt, og maður verður valtur á fótunum. Skó til að bregða á sig, þegar inn er komið, ætti að vera hægt að búa til á heimilinu kostnaðar- lítið. H. Himinn og jörð. Myrkvar 1916. Á árinu Bem kemur verða tveir tunglmyrkvar, sem sjást hér á landi, og einn sólmyrkvi. Tunglmyrkvarnir eru báðir litlir, þeir eru 20. Janúar og 15. Júli. Sól- myrkvinn er 3. Febr. og hylur meira en helming sólarinnar þegar hann er mestur. Ilimbriminu er með stserstu fuglum hér á landi síðan geirfuglinn leið. Piano. Fiðla, Grammofón, Guiter, Zither, Básúna, Cornet. — Einnig nótur fyrir Píano og Orgel. Til sölu á Laugaveg 22 (steinh.). Himbriminn er hér árið um kring. Hann verpir við flest heiðavötn, sem silungur er í, en sjaldan verpir nema eitt par við hvert vatn. ísland er aðal-varpstaður himbrimans hér i Ev- rópu. Hann verpir tveimur eggjum. Himbriminn syndir og kafar frá- munalega vel. Stóri fuglinn með hvítu bringuna í glugga Thorvaldsens basarsins er him- brimi. Nafnið við fuglinn stendur á ensku, en það eru tvær villur í því, sem væri eins gott að væru leiðréttar. Fuglinn heitir á ensku; Great Northern Diver, en ekki: Gret Nordern Diiver. Þetta og hitt. Úflatningsbann á veiðarfæruni er komið á í Noregi. Eigi er líklegt að það sé sérlega mikilvægt fyrir okk- ur íslendinga. Siglufjörður. Jóhann Einarsson frá Laufási skrifar ritstjóranum um Siglufjörð: — — — Þar er nú líflð margbreytilegt um sumartím- ann meðan sildin er — höfnin full af skipum, stórum og smáum og krökt af fólki á bryggjunum og götunum, sem hangir saman í hnöppum á sunnudagskvöldunum og eru auðþekt útlendingseinkennin. Sumir eru góðglaðir og all- háværir. Á einum stað heldur Herinn samkomu; þar hrúgast fólk að, sumt af einskærri guðhræðslu og aðrir af forvitni til að horfa á andlit þeirra sem viðstaddir eru. Suðureftir öllum vegi, jafnvel lengst inn með firði, eru hópar af fólki á skemtigöngu, það heíir valið sér kvöldkyrðina til þess að kynnast i, og uppi í hlíðarlág- unum er sitjandi og liggjandi fólk í margvíslegum hugleið- ingum. Rökkrið legst hægt og hægt yfir alt og alla og hug- irnir laðast meir og meir sam- an. Alt í einu drynur í síldar- dalli úti á höfninni. Það er kveikt á rafmagnsluktunum niður á bi'yggjunni og skips- skrokkurinn líður upp að bryggjunni hlaðinn silfri til að sjá. Siðan er farið að aka síldinni upp í síldarkassana. Litlu síðar heyrist undirgangur mikill og dynkir, það eru skjaldmeyjar hervæddar gulum olíuklæðum stirndum af glans-* andi síldarhreistri, i klofháum rosabullum. Þær ganga beint að síldarstampahlaðanum, ber- andi á kvið sér, eða dragandi þaðan eins max’ga stampa og orkan leyfir, og reyna að velja sér sem beztan stað við kass- ana. En samlyndið er sjaldan gott og eru þess ekki allfá dæmi að slys hafi hlotist af olnbogaskotum þeirra og rassaköstum. Hvergi er betra neftóbak, en í Litlu búðinni Þingholts- stræti (beint á móti L. G. L.). Silfurhjörðin. (Frh.) ---- „Svona sex vikur". „Geta þessar stóru verksmiðjur borgað sig með því móti?“ „Já, ágætlega, þær gefa oft af sér 100°/o á ári eða jafnvel meira en það. Fyrir tveim árum síðan kom skip hér inn á höfnina hlaðið timbri, vélum, kolum o. fl. og með fjölda af verkamönnum. Þeir bygðu hér verksmiðju og höfðu hana tilbúna þegar „gangan" byrj- aði. Þegar þeir héldu héðan aftur í Ágúst höfðu þeir aflað svo mik- inn lax, að hann var helmingí meira virði en öll útgerðin hafði kostað, verksmiðjan, vélarnar og alt! Og þó hafði útgerð Willis Marsh borgað sig ennþá betur, árið áður, en verðið á laxi var líka sérlega hátt þá. Á næstu vertíð verður sérlega góður afli“. „Því þá það?" „Af því að fjórða hvert ár er laxablaupið sérlega stórt. Það árið sem forsetakosning fer fram í Bandaríkjunum er laxinn stygg- ur og lítið af honum. Og við það hækkar hann í verði. En hvert ár sem nýr forseti tekur við sfjórn í Bandaríkjunum, er ógrynni af laxi“. Boyd hló. „Það er svo að sjá, sem Alaska-laxinn sé meira gef- inn fyrir pólitík en eg er. Skyldi hann vera Republikanari eða Demokrat?“ „Laxinn er rauður, svo eg býst við að þér munduð kalla hann socialista“, sagði Cherry, og hló. Boyd Emerson stóð upp og fór að ganga um gólf. „Og þér haldið að það græðist svona mikið á öllum niðursuðu- verksmiðjunum?“ „Áreiðanlega“. „Eg hefði enga hugmynd um að fiskiveiðar gætu verið svona arðsamar hér í Alaska!“ „Nei, það vita fáir um það nema þeir sem veiðarnar stunda. Kalvíkurfljótið er hin dásamlegaflti laxa-elfur í heimi, því hún hefir aldrei brugðist. Þessvegna reyna niðursuðufélögin að gera ferða- mönnum er hér fara urn ómögu- legt að standa hér við stundinní lengur, og þess vegna var yður úthýst“. „Hvað mundi þurfa stóra upp- hæð, til þess að setja á stofw niðursuðuverksmiðju og reka hana fyrsta árið?“ spurði Boyd. Haupeiidur blaðsins, sem ekki fá blaðið skilvíslega eru beðnú að láta ritstjórann vita. Ritstjórann er fyrst um sini1 að hitta í Suðurgötu 14. Sími 40L Prentsmiðjan Gutenbei'g.

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.