Dagsbrún - 13.11.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 13.11.1915, Blaðsíða 1
HREMJIÐ EKKI RANOINDI ]DAGSBRUN BLAÐ JAFNAÐARMANNA ÖTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 19. tbl. Reykjavík, Laugardaginn 13. Nóvember. 1915. lásetaiag Reykjavíkur heldur fyrst um sinn fund í Bárubúð hvert sunnudagskvöld kl. 6. — Nýir meðlimir teknir inn. — Sömuleiðis geta öýir meðlimir skrifað undir lögin og fengið félagsskírteini hjá ritara félagsins, Ólafl Frið- rikssyni, Suðurgötu 14, hvern virkan dag milli 3 og 5. Á sama stað og tíma geta þeir öieðlimir sótt félagsskírteini sín, sem ekki hafa enn fengið þau, sömuleiðis fengið lög félagsins og aukalög. Formaðurinn býr á Hverfls- götu 58 A. Stutt en laggott. ftuus. I »Vísi« nú í vikunni stöð lesverð grein eftir Björn J. ^öndal (úr stjórn Háseta- félagsins). Var þar sýnt fram á, að útgerðarmenn, sem höfðu fieitt háseta sína til þess að ráða sig upp á það, að þeir SeWu hálfdrættisfisk sinn fyrir 12 aura pundið, hafa haft að ^eðaltali 450 kr. af hverjum háseta, eða af meðal skipshöfn (22 færamönnum) 9900 kr. Út- gerðarmaður, sem á 10 skip "eftr þá af hásetunum á einu fiskiári 99 þús. kr. Á fimm arum (með rentum) meir en hálfa milljón króna, eða nóg til þess að kaupa fyrir þrjá hotnvörpunga og borga þá út 1 hönd, eða til þess að kaupa fyrir skip eins og Goðafoss. ^ulltrúar. Við lifum í landi þar sem aihr menn eru kallaðir jafnir. ^n í raun og veru er þessu ekki svo varið. Við erum mjög ^ÍQfnir. Þannig er t. d. talið sJðlfsagt að fátæklingar í bæjum hafi engin völd um fram að Vera kjósendur. Þeir mega ^ki, eftir venjunni, vera í ?*jarstjórnum eða á þingi. eir mega bara vera kjósend- • og kjósa embættismenn eða Ul- ai,pmenn fyrir fulltrúa. Og a°herrar mega engir vera etaa lögfræðingar, eins og sú . ett hafi bezt vit á hvað þjóð- lnoi er fyrir beztu. Hvað lengi T að þola þetta? Eiga fátækl- "garnir að vera undirlægjur ÍSSara fámennu stétta tu ei" "fðar, og vera það af sjálfs- ^áðum, eins og nú er raun ^Sin á htílst tíl lengi. (3ott dæmi. Einu sinni var í Reykjavik fínn og feitur embættismaður, sem langaði til að verða ráð- herra. Hann þurfti að komast inn í þingið. Þess vegna gekk hann altaf í síðum fötum með gljáskó. Hann gerði sér tæpi- tungu við alþýðuna, útvegaði sér atkvæðasmala, lofaði þeim að koma heim til sin, hélt þeim stundum smáveizlur — fyrir og eflir kosningar. Hann komst fljótlega í bæjarstjórn og var átrúnaðargoð margra alþýðu- manna. Þá var það að verka- menn afréðu að koma upp ráðningarskrifstofu, sem þeir ætluðu að kosta sjálfir að mestu leyti, en báðu um fáein hundr- uð úr bæjarsjóði til fyrirtækis- ins. Þetta mun hafa verið eina fjárveitingin sem eingöngu var alþýðu til gagns. Verkamenn fóru og fundu ráðherraefnið og báðu fylgi hans i þessu máli. Hann lofaði öllu fögru, var undur sætur. Við umræðurnar kom í ljós að jöfn muúdu at- kvæði með og móti þessari fjár- veitingu, ef sá háttsetti yrði ekki með. Og rélt áður en atkvæða- greiðslan fór fram, gekk alþýðu- vinurinn af fundi, og tillagan féll. Þannig sluppu embættis- menn við ráðningarskrifstofuna, og stjórnmálaloddarinn hélt kjörfylgi alþýðunnar. Ekki aðra gnðl! Verkmannafélögin hafa hing- að til verið eins og skuggar, máttlítil og hvikul i ráði, enda hafa þau litlu áorkað enn. Sig- urvon þeirra er undir því kom- in hve fljótt þau hefja alger verkmannastjórnmál og kasta öllum öðrum stjórnmálaafskift- um fyrir borð. Sú regla þarf að myndast, og verða að óskrif- uðum lögum, að maður, sem er í verkmannafélagi, megi ekki vera í öðru stjörnmálafélagi, eða styðja annarlegan flokk. Menn geta látið þetta vera, og gera það vafalaust. Sigur vinna ekki nema þeir, sem eru fastir í skoðun og lifsstefnu. í Dýrtíðinni. Framleiðslunnar drotnar dafna af dýrtiðinni fénu að þeirra véum velta verkamenn, er kaldir svelta. M. G. Þættir úr sögu jafnaðarmanna. i. h. Fyrir hálfri annari öld var ekki til nein jafnaðar- menska, í þeim skilningi, sem nú er lagður í orðið. Þá voru ekki komin fram þau atvik, sem hrundu af stað félagsskap verkamanna. Bágindi voru þá til eins og nú, jafnvel enn verri. En útþrælkaðir aumingjarnir áttu þá oftast ekki annara úr- kosta völ, en að beygja sig fyrir harðstjórninni, meðan þeir ekki þektu hið öfluga vopn nú- tímans: sanwinnuna. Fyrir hálfri annari öld var England mesta iðnaðarland, eins og það ér enn. Þar voru unnin fataefni, bæði úr ull og bómull og flutt út um viða veröld. Ríkir aðalsmenn áttu flestallar jarðir í landinu. Þeim þótti ekki borga sig að leigja jarðirnar, eftir að ull og dúkar hækkuðu í verði. Þeir lögðu jarðirnar i eyði og ráku sveitafólkið burtu til bæjanna, en hleyplu upp Útigangsfé á eyðijörðunum og gekk búféð sjálfala á græn- um valllendishögum árið um í kring. Um þetta leyti voru samgöngur orðnar greiðar við Vestur-Indland og Ameríku, og áttu Englendingar ítök mikil i báðum stöðunum. Fluttist þaðan feikimikil bómull til Englands, og dúkagerðin óx að sama skapi, sem meira barst upp í hendur af óunnu efni. Vefnaður var þá höfuðat- vinnuvegur i Englandi. Vefar- arnir bjuggu í sveitaþorpum, þar sem bygðin var mjög dreifð og dálitill landskiki fylgdi hverju húsi. Vefarinn átti nokkrar skepnur, eftir því, sem landið leyfði, og var bóndi i hjáverk- um sínum. Annars keypti hann mesta ullina, sem hann vann úr, af aðalsmönnunum, með stóru hjarðirnar, og seldi síðan kaupmönnunum dúkana til- búna. Vesalings vefarinn var eins og milli steins og sleggju. Annars vegar varð hann að kaupa ullina rándýra, og hins- vegar að knékrjúpa kaupmann- inum, sem gerði sitt ýtrasta til að lækka verðið á dúkunum. En þrátt fyrir alt voru þó kjör þessara vefara stórum betri heldur en síðar varð, þegar gróðinn varð meiri af ullar- iðnaðinum. Það var nákvæm- lega sama sagan eins og hálfri annari öld seinna, þegar ís- lenzku togararnir fluttu tugi þúsunda í land af auði hafsins, þar sfetn smábátarnir höfðu eigi fært nema nokkur hundruð. Þá versnuðu líka kjör hásetanna að sama skapi sem þeir óku meiru af gulli að dyrum útgerðar- mannanna. Fyrirspurn. í morgun kom Sighvatur lögregluþjónn, einn manna, til mín að innheimta ellistyrktar- sjóðsgjald (sem ég hafði gleymt að greiða) og 50 aura að auki, fyrir ómak sitt(?) Vill Dags- brún gera svo vel og fræða mig og aðra um, hvort lögreglu- þjónn á rétt á þessum 50 aura ómakslaunum, þegar hann kemur einn, sem venjulegur innheimtumaður? — Ýmsir hafa tjáð mér að þeir hafi ekki orðið að gjalda þessa 50 aura undir sömu kringumstæðum. 11. nóv. 1915. Haraldur Jónsson. Bezt ef Sighvatur vildi sjálf- ur svara. Ritstj. Reykjavík. Kol. Ekki hefir heyrst neitt ennþá hvað orðið hefir um fram- kvæmdir i því máli að bærinn keypti kol. Ef framkvæmd á að verða í þvi (sem sjálfsagt er) þyrfti almenningur að fá að vita það sem fyrst. Mjólk. Ekki er enn farið að fréttast neitt um að bæjarstjórnin sé farin að gera nokkuð í mjólkur- málinu, en það er þrent sem þarf að gera. Fyrst: gera gang- skör að því að útvega bænum mjólk (en hana vantar tilfinn- anlega ennþá). Annað: koma föstu skipulagi á eftirlit með mjólk, að hún sé ekki, svo sem oft er nú, seld blönduð vatni, eða á annan hátt fölsuð. Lang heppilegast væri að fela Efna- rannsóknarstofunni það eftirlit. Þriðja: koma á föstu eftirliti með að mjólkin sé heilbrigð, og er þetta atriði ekki þýðingar- minst, þegar þess er gætt, að bæði taugaveikis- og tæringar- gerlar þrifast hvergi betur en í mjólk, sem því oft stórum hefir stutt að útbreiðslu þessara veik- inda. Hér verður aldrei nöga og ódýra mjólk að fá fyr en bær- inn eignast sjálfur kúabú. Þetta er eitt af JJehn'málum, sem þeit

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.