Dagsbrún - 13.11.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 13.11.1915, Blaðsíða 2
72 DAGSBRÚN Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu sætsaft. Árshátíð verkakvennaféL Fyrstu árshátíð sína heldur verkakvennafélagið »Framsókn« Sunnudaginn 14. þ. m. kl. 7 e. m. í Goodtemplarahúsinu. Félags- konur fjölmennið á þessari fyrstu árshátíð ykkar. Einnig geta þær konur, sem enn standa fyrir utan félagið, tekið þátt í hátíða- haldinu ef þær gefa sig fram við einhverja af okkur undirrituðum og vilja gerast meðlimir. — Aðgöngumiða má vitja til okkar, og kosta 50 aura. Jónína Jósefsdóttir, Vilastíg 16. Eynun Helgadóttir, Laugav. 74. Karolína Símsen, Vesturgötu 29. Maria Pétursd., G.-T.-húsinu. Jónína Jónatansdóttir, Þingholtsstræti 15. Nefndin. 15 aurar. Nú fyrst um sinn selur verzl. VON, Laugavegi 55. Steinolíu fyrir 15 aura pr. lítir, ef keyptir eru minst 10 lítrar í senn. Talsimi 353. í Bókabúðmni á Laugaveg" 22, fæst: Leiðarvísir í sjóinensku, Svb. E. á kr. 0,35 (áður kr. 0,60). Gra8afræði, P. Jónsson ....-— 0,40 ( — — 0,60). Bóndinn, A. Hovden.- — 0,75 ( — — 1,50). Ennfremur sögur, erlendar og innlendar, leikrit, ljóðabækur, rímur og ýmsar fræðibækur með 30—60% afslætti. Fataefni, saum og til fata hvergi ódýrara. Blá fataefni nýkomin. — 10—20. kr. sparn- aður á hverjum klæðnaði hjá Gruðm. Sigurðssyni, Laugaveg 10. Á Lækjartorgi. verkamenn, sem við setjum í bæjarstjórn nú i vetur eiga að hrinda af stað. Húsnæði. Það er bæði hlægilegt og grátlegt að hugsa til þess, að þrátt fyrir það þó meiri hlut- inn af íbúum þessarar borgar búi í ónógum og heilsuspillandi þröngum íbúðum, og þó nóg sé til grjótið til þess að byggja úr og nógar lóðir til þess að byggja á, og ótal séu auðu hendurnar, sem fegnar vildu vinna, ef fengju, þá er samt ekkert aðhafst i þessu máli. Bærinn þarf að byggja, og hefði þurft að byrja á því nú þegar. Hér er aftur verkefni fyr- ir alþýðufulltrúana, sem kosnir verða í bæjarstjórn nú í vetur. Kjöt. Á Hvammstanga eru um 1300 tunnur af saltkjöti sem urðu eftir af »Goðafossi« um daginn. Væri ekki ráð að bærinn (ef til vill í félagi við landið, þ. e. velferðarnefndina, eða hvað hún heitir) tryggði sér þetta kjöt, og léti selja það hér í smásölu. Úr eigin herbúðum. Hásetafélað Hafnarfjarðar er nú stofnað. í bráðabyrgð- arstjórn voru kosnir þessir menn: Sveinn Jónsson for- maður, Jón Sveinsson, Guð- mundur Sigurjónsson og Guð- mundur Ólafsson. Þorgrímur Sveinsson kom núna í miðri vikunni í erind- um fyrir félagið til ritstjóra þessa blaðs. Verkamannasambandið. Verkakvennafélagið hefir kos- ið, til þess að vinna að stofnun sambandsins, frú Jónínu Jóna- tansdóttir og frú Karolinu Siemsen. Ritstj. átti tal við formann Prentaraféi. Hallbjörn Hall- dórsson er sagði að Prentara- félagið mundi kjósa tvo menn, eins íljótt og hægt væri að halda fund; en yrði ekki hægt að koma á l'undi íljótlega, mundu skipaðir tveir menn. Skírnlr 4, h. þ. árg. flytur þoasar ritgerðir: Um Hallgrím Pétursson (Finnur Jóns- son). Nytl Landnám (Jón Dúason). Hólamannahögg, kvæði, (Gestur). Hinn síðasti bardagi Gunnlaugs og Hrafns, (Finnur Jónsson). Talað milli hjóna, skáldsaga, (Jónas Jónasson yngri). Hægri og vinstrj, (dr. Guðm. Finn- bogson). Bismark, (Bjarni Jónsson frá Vogi). Ennfremur ritfregnir, og tvær Kvæðaþ^ðingar eftir Huldu. Himinn og jörð. Alftin (Cygnus musiciis) er Danir kalla söngsvan, er hér allan ársins hring, og verpir við heiða'rötn, en varla nema eitt par við hvert vatn, hvað stórt sem það er, því það par sem fyrir er, ræðst strax af mikilli goimd á alla aðkomusvani, og flæmir þá burt. Enski fuglafræðingurinn Slater, sem ferðast hefir hér um land, varð hvergi var við að það verptu meira en eitt par við sama vatnið, nema við Arnar- vatn, þnr verptu tvö pör. Álftin á 3 til 6 egg. Álftirnar halda sig við sjó á vetrum, eins og flestir sundfuglar, sem verpa upp i landi, og ekki eru farfuglar. Þetta og hitt. Heilsuhælið. Samkvæmt tilætlnn þingsins, verður borgun fyrir sjúklinga á Heilsuhælinu hækkuð 15. þ. m. Borgun verður frá þoim degi 2 kr. á dag fyrir dvöl á sam- býlisstofu og 3 kr. á einbýlisstofu. Briinbrjóturinn í Bolnngnrvík skemdist mjög í brimi nú í vikunni. Skaðinn talinn 10 þús. kr. (en það er nú oft logið á skemri leið en norðan frá ísafjarðardjúpi). Hrnfn 8á, er orti verkmannasönginn, og „Dagsbrún“ hefir verið að lýsa eftir, er nú kominn í leitirnar. Hann heim- sótti ritstjórann nú í vikunni. Silf urhj örðin. (Frh.) ----- „Það er álitið að það þurfi til þess 200 þúsund dollara, en eg held ekki að sá sera vildi byrja á þessu fyrirtæki þyrfti að hafa svo mikið fé sjálfur, hann gæti fengið nokkuð af því til láns, upp á væntanlegan afla“* „Ef eg nú vildi setja slíka verk- smiðju á stofn?" „Hafið þér féð?“ „Máske; en hvað þyrfti eg fleira?“ „Þér þuríið lóð“. „Hana ætti að vera hægur vandi að fá“. , Oherry hló. „Ónei, hentuga lóð fyrir niðursuðuverkssniðju er mjög vont að fá, bæði af því að það þarf að vera hægur gangur að fersku vatni, og svo af því niður- suðuverksmiðjurnar hafa lagt hald á allar lóðir, sem hægt er að nota“. „Eg skil“, sagði Emerson og settist mæðulega á stól við eld- stóna, og horfði þungiyndislega inn í eldinn. „Ennþá eina tilraun vildi eg feginn gera", sagði hann lágt við sjálfan sig. „Er hægt að fá fylgdarmann hér um slóðir?" spurði hann, „við verðurn að leggja af stað eftir einn eða tvo daga“. Félagsmaður: »Sæll; ertu kominn í Hásetafélagið?« Hinn: »Nei«. Félagsmaður; »Komdu þá með mér núna i Suðurgötu 14, klukkan er einmitt núna eitt- hvað milli 3 og 5. Því þú gengur líklegast í félagið?« Hinn: »Nei, eg ætla ekki í það. Það eru komnir svo margir í það, að eg hugsa að það séu nógu margir til þess að það fáist gangverð fyrir bálfdrættið, og með það er eg ánægður, svo eg er ekkert að ganga í félagið; eg kaupi mig heldur inn á ein- hverja skemtun, eða fæ mér tóbak fyrir þær tvær krónurnar«. Félagsmaður: »Nú, þú ætlar að láta okkur borga fyrir þig!« Hinp: »Sama er mér hvað þú kallar það; ekki bað eg ykkur um að stofna þetta félag. Viltu i nefið?« Félagsmaður: »Eg hefi verið tóbakslaus í allan morgun; búð- irnar eru lokaðar af þvi það er Sunnudagur, en það segi eg satt, að heldur færi eg gang- andi suður í Hafnarfjörð til þess að fá mér í nefið, heldur en að þiggja tóbak af félags- skít, eins og þér, eða þínum líkum. Nú þykir mér sárt aí eg skuli ekki trúa því að and“ skotinn sé til, því þá skyldi eg á hverjum degi biðja hann heitt og innilega að sækja þig um leið og hann hirðir helvítis 12 aura kúgarana; því þrælar og kúgarar eru eins og tveir spott- ar skornir af sama færisstrengn- um. Haupendur bladsins, sero ekki fá blaðið skilvíslega eru beðni'i að láta ritstjóránn vita. —•* Rit8t.jórann er fyrst um sinfl að hitta i Suðurgötu 14. Sími 40l< --........... ■■ .. • Prcntsniiöjun Gutenbcrg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.