Dagsbrún - 27.11.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 27.11.1915, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 77 Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu sætsaft Vinnuleysinginn. Viðtal við hann og uppástungur hans. Eg átti tal við ungan og hraustan verkamann nýlega, um atvinnuleysið í bænum. Hann var mjög kvíðafullur fyrir vetr- inum og benti um leið á konu sína og börn. — Líttu á mig, taktu eftir höndunum á mér, sýnist þér ekki að eg mundi geta unnið ærlegt handtak? Eg varð að játa, að svo væri. — Hvers vegna fá þessar hendur þá ekki að taka til starfa, þegar eg óska þess eius af heilum hug? Og hvers vegna er því komið þannig fyrir, að eg verð að láta þrótt minn ó- notaðan, en sé knúður til að eta náðarbrauð fátækranefndar- innar og missa borgaraleg rétt- indi mín í ofanálag? Eg bað hann um frest á svar- inu. — Úr því þú vilt ekki svara mér upp á þetta, þá vil eg þó samt spyrja þig að því, hvers vegna fátækrastyrkurinn, eða töluvert mikið af honum, er goldinn fyrir ekki neitt? Væri ekki nær að mér og öðrum væri boðin vinna, sem væri borguð, heldur en að eg gengi svona iðjulaus og eyddi fé bæj- arins, án þess bærinn hafl nokkra tryggingu fyrir að fá það endurgoldið? Eg bað hann um að lofa mér að komast hjá að svara þessu. — Eg slcal nú segja þér nokkuð; eg hefi séð það í út- lendum blöðum, að bæði bæjar- félög og ríkisstjórnir í nágranna- löndunum hafa ákveðið að láta vinna sem mest að ýmsum störfum meðan á styrjöldinni stendur til þess að bæta úr at- vinnuskortinum, og létta þannig undir með elju- og orkumönn- unum. Þannig eru tvær flugur slegnar í einu höggi: bæjar- félagið losnar við mikinn ílokk þurfamanna og fær það verk unnið, sem gefur því arð síðar- meir. Eg sagðist hafa tekið eftir því, að bæjarstjórnin okkar hafi verið að láta vinna ýmislegt, t. d. að grjótmulning o. fl., en hvort það væri, nú, venju frein- ur, væri mér ókunnugt. — Já, eg veit það, að þér er það ókunnugt. Úú ert eins og allur fjölfli íbúa þessa bæjar, sem atvinnu hafa, þú lrugsar ekkert um olckur hina, sem settir eru á »guð og gaddinn«. — Hér er alt í molum. Engin róttæk hugsun, sem liggur til grundvallar. — Og svo er til- litið, sem menn þykjast verða að taka til hins og þessa; vegna þess að þetta sé gert, þá geti hitt ekki orðið framkvæmt. En nú eru, eins og þú veist, óvenjulegir tirnar, þess vegna Aærður líka eitthvað óvenjulegt v að gerasl. Og þetta óvenjulega er það, að minu áliti, að bæjar- stjórnin, fyrst og fremst, og allir góðir borgarar þessa bæjar, finni ráð til þess, að hver vinnu- fær maður i bæjarfélaginu hafi það mikið að starfa, að hann geti séð sér og sínum borgið. Að menn hætti að gefa ávísun á bæjarsjóðinn, en gefi í þess stað ávísun á umsjónarmann verklegra framkvæmda, þeirra sem bæjarfélagið hefir með höndum. Er nokkur slíkur umsjónar- maður til, varð mér að orði. — Nei, auðvitað er hann ekki til; en hann á að verða til. Hann er eitt af því óvenju- lega, sem eg talaði um áðan. Þú veist vel hvernig alt gengur hér. Ef bæjarstjórnin þarf að láta grafa dálítinn skurð, þá er það verk undir eins boðið út; ef bæinn vantar fáeinar stein- steypuhellur, þá er höfð sama aðferð; ef ræsapípur þarf í götuspotta, þá er eins farið að, eða þá keyptar útlendur leir- pípur, og alt er eftir þessu. Til sleypugerðar eru menn látnir sækja sand vestur á Eiðsgranda, hver fyrir sig eftir þörfum. Og eðlilega eru menn dýrir á slík- um akstri svona með höppum og glöppum. En við vinnuleys- ingjarnir og þurfalingarnir gæt- um á vetrum mokað upp fjall- háum haugum af möl og sandi og komið því fyrir á góðum útsölustað í bænum, fyrir skap- legt verð. A þessu mundi bær- inn græða stórfé og bæjarmenn líka, þeir sem þyrftu að nota slíkt. — Já, grjótið, mölin og sandurinn er hin eina vissa gullnáma i þessum bæ. Og eiginlega dálítið merkilegt, að ekki skuli vera búið að gefa burtu einkaréttinn lil að vinna hana, eins og löndin kringunr bæinn. Það var minst á það um daginn við mig að bæjarstjórn- in ætlaði að láta menn fá garð- stæði í Skólavörðuholtinu til ræktunar; hvað segirðu við því? — Við því segi eg ekki annað en það, að fyrst og fremst lízt mér svo á Skólavörðuholtið, að það sé ein samfeld grjóturð og lítt til ræktunar fallið, þar sem enginn er þar jarðvegurinn. í öðru lagi lízt mér illa á slíka garðrækt í stórum stíl vegna áburðarleysis; og þarf ekki annað en liafa lal af þeim mönnum, sem garðrækt stunda í »Aldamótagarðinum«; þeir eru víst búnir að fá dýrkeypta reynzlu á áburðarleysinu og bitvarginum, þ. e. sauðfé bæj- armanna. En úr því þú mintist á Skólavörðuholtið, þá hefi eg altaf gengið að því vísu, að það ætti að byggjast með tímanum. Og væri þá ekki hugsanlegt að farið yrði að gera þar vegi þá, sem um það eru áætlaðar, og taka þar upp grjót og færa það í hlaða, sem til inætti taka eftir þörfum? En hvar á að fá fé til þess að framkvæma þetta? — Líttu á mig og samherja mína, sem erum á leiðinni til fátækranefndarinnar, — við vilj- um heldur vinna, en þurfa- mannafé; lifa verðum við. Og því þá ekki að láta okkur vinna fyrir peningunum, heldur en að láta okkur fá þá fyrir ekki neitt? — Má ekki skifta því fé, sem áætlað er lil þurfamanna, svo að sumt gangi lil þeirra, sem eru óvinnufærir, en sumt sem kaup til þeirra, sem geta unnið? Heldurðu að gjaldend- urnir yrðu ekki ánægðari með slikt fyrirkomulag, en það sem nú er?-------Ég og mínir likar myndum blessa fátæki-astjórn- ina fyrir slíka ráðstöfun, — — Já, fyrirkomulagið er gamalt og ekki gott, og sjálfsagt erfitt að breyta því á skömmum tíma. En ég skal reyna að hugsa um þetta, og svo getum við talað um það seinna. Áður en víð skidum, sagði liann mér frá ýmsu fleiru, sem hann vildi láta gera, og mun ég máske síðar segja frá þvi. Ég rendi augnnum yfir heim- ilið, konuna og börnin, sem alt var þokkalegt og vel útlít- andi ennþá. Og húsfaðirinn stóð nú á miðju gólfi, hár og þrek- inn, aflmikill og ákafur, bugs- andi um komandi tíma. En mér virðist sultur og neyð standa í gættinni — reiðu- búinn til að ganga í bæinn. i. + Nú gera allir það eða jafnvel presturinn bölvar því. Sjónleikur eftir Jón Söng. Gerist fyrir hádegi á prests- heitnili i litilli stórborg. Frúin er i dagstofunni, og er að vatna pelargóniunni. Vængjahurðír inn í skrifstofu prestsins standa opnar; prestur situr við skrif- borð. Frúin: Mér heyrðist þú bölva góði minn! Presturinn (stendur upp og kemur inn i dagstofuna með dagblað í hendinni): Þér heyrð- ist rétt! Eg er farinn að bölva daglega, þegar eg er búinn að lesa þennan hér auglýsinga- snepil, sem kallar sig blað. Kaupmaður (vinur prestsins kemnr inn. Heilsar). Frúin: Hugsið vður, mað- urinn minn er farinn að bölva? Kaupm.: Það er ómögulegt! Prestur: Jú, á hverjum ein- asta morgni, þegar eg er búinn að lesa þetta blað (hrislir blaðið, sem hann enn þá heldur á). Kaupm.: Ha! nú! Eg skal segja yður frú min, að maður er neyddur lil þess að bölva um leið og maður Jeggur frá sér þetta blað, sem presturinn heldur á, ef maður á ekki að tapa virðingunni fyrir sjálfum sér, fyrir að lesa svona blað. Stendur nokkurntima ærleg grein i því? Það lítið af þvi, sem er lesmál, er mest lyga- fregnir um stríðið, stolnar úr dönskum blöðum, sem maður er búinn að lesa! Og frum- sörndu greinarnar eru annað- hvort viðlíka góðar eins og kamarsgreinin fræga, um dag- inn (fyrirgefið frú!) ef þær þá ekki eru viðbjóðslegt smjaður fyrir okkur kaupmönnunum; eða hvað segið þið annars um greinina um útsvörin og út- gerðarmennina, sem blaðið át ofan i sig daginn eftir! Það er annars haft orð á þvi hvað ógeðslegt það sé þegar hundur etur spýju sina. Frúin: Nú eruð þér vist ó- sanngjarn. Kaupm.: Nei, nei, frú mín góð! Langt frá, það er hneyksli og svívirðing í íslenzku þjóð- lífi, að annað eins blað skuli líðast. Prestur: Því berst þú þá ekki á móti því? Kaupm.: Ja, þvi geri eg það ekki; fyrst og fremst af því, að það er það eina blað sem kaupmenn gela áreiðanlega reitt sig á, að sé alt af með þeim, sem hæzt býður, svo eg fengi ílesta kollega mína á móti mér, ef eg færi að ráðast á það. — Og svo vil eg benda yður á eitt; Blaðið skríður fyrir okkur kaupmönnum, líka fyrir mér, og má eg spyrja, hvernig í ó- sköpunum á maður að gela fengið af sér, að geta lamið þann hund, sem flaðrar upp á mann, þó hann hafi til þess unnið? Úr eigin herbúðum. Sjálfboðalið Hásetafélagsins er nú tekið til starfa og nær nýjum meðlimum í félagið. Það hefir aðselur sitt á skrifstofu Dagsbrúnar, sem nú er flutt í Aðalslræti. 25 ára prentaraatmæli hélt Ágúst Jósefsson nú í vikunni, sem leið. Hann er einn af þeim sem sekir eru um stofnun þessa blaðs. « Líftrygging sjóinanna var til umræðu^á síðasta Há- setafélagsfundi. Var Matlhías Ólafsson alþm. gestur félagsins og hélt fyrirlestur um málið. Nokkrar umræður urðu um það.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.