Dagsbrún - 27.11.1915, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 27.11.1915, Blaðsíða 4
78 DAGSBRÚN Rósinkranz Ivarsson, sem mikið starf liggur eftir i Hásetafélaginu, þó ungt sé, fer utan með skipinu »Alfa«, sem selt hefir verið til Noregs. Kaupmaður rekinn. Verkamannafél. »Báran« á Eyrarbakka sýndi af sér þá röggsemi að það rak úr félag- inu kaupmann (Jóh. V. Dani- elsson) sem var í því. Það eiga engir vinnuveitend- ur né kaupmenn né aðrir sem hafa hag af því að kaupið sé lágt, eða búðarvarningur dýr, að vera í verkamannafélögum. Vonandi taka önnur félög það nú eftir þessu félagi að fara að hreinsa til hjá sér. Útbreiðslufnnd ætlar verkamannafél. Dags- brún að halda 12 n. m. »Njörður«. A það skip yar lögskráð Fimtudag síðastl. Gengu tveir Hásetafélagsmenn af skipinu af því þeim var ekki boðið nema 70 kr. Skipstjórinn sá sér ekki annað fært en að spara 2 kr. 50 aura á hvorum fyrir útgerðina (5 kr. á mán- uði í V2 mánuð). Sambandsnefmlin hefir nú haldið 8 fundi og fer nú að styttast verk hennar. Upp á Akranes fóru þeir Jósef Húnfjörð og Jón Brynjólfsson í umboði Hásetaíélags Rvíkur, til þess að tala fyrir félagsskapnum þar. Himinn og jörð. Hreindýrshorn, sem var með 7 tindum og meira en metir á lengd, var Ríkarði Jóns- syni sent austan af landi, ásamt hrúts- hornunum, sem getið var um í síðasta blaði. Hafði horn þetta fundist ein- hvernstaðar uppi í óbygðum. Þegar sá þetta ritar hélt á horninu fanst hon- um óskiijanlegt að svona stórt horn skyldi geta vaxið á hálíu ári, en svona er það nú samt, því hreindýrin fella hornin árlega, og árlega vaxa þau á ný. í fyrra var skotið hreindýr austur á Seyðisfiaði, og hélt sá, sem skaut, að hann hefði drpið björn. Var mikið hlegið að þessu þegar fregnin barst út um land. En þetta var einmitt á þeim tíma sem dýrin oru kollótt, og auk þess var dýrið á sundi þegar maðurinn sá það, og skaut, svo þetta var ekki sú glópska, sem margir héldu. Hrein- dýrin synda ágætlega. Tunglfisknrinn (Orthagoriscus mo!a) er mjög sjald- gæfur hér. Tveir hafa þó rekið síðan um aldamót, og voru þeir hvor um sig yfir cí álnir á lengd. Haustið 1902 náðist tunglfiskur lifandi við Innri- hólm í Hvalfirði, og má sjá útstopp- aðan ham af honum á Náttúrugripa- safninu hér í Rvík (í Safnhúsinu við Hverfisgötu, opið á sunnudögum frá hálf tvö til hálf þrjú; aðgangur ókeypis). 15 aurar. Nú fyrst um sinn selur verzl. VON, Laug’aveg’i 55. Steinolíu fyrir 15 aura pr. lílir, ef keyptir eru minst 10 litrar í senn. Talsími 353. Fataefni, saum og til fata hvergi ódýrara. Blá fataefni nýkomin. — 10—20. kr. sparn- aður á hverjum klæðnaði hjá Gruðm. Sig-urðssyni, Laugaveg 10. Bækur. um jafnaðarstefnuna, sem eru til á bókasafninu á Akureyri: 1. Pabiske Essays om Sooialismen (C: d. 42). 2. G. von Gizycki: Social Ethik (C. c. 56(. 3. P. Linderberg: Frikonkurancen og Socialismon (C. d. 22). 4. G. E. Jensen og Borgbjærg. Socialdemokratiet8 Aarhundrede Kbhvn. 1904. 5. E. Ferri: Socialism och modern ventenskap (á sænBku) (C. d. 45). 6. Gustav Bang: Den socialistiske Frentidsstat Kbhvn. 1905. 7. Gustav Bang: Kapitalismens Genn- embrud Kbhvn. 1902. Bestu bækurnar, sem til eru á nor- rænu máli um jafnaðarstefnuna or: H. G. Wells: Nye Verdener Kria 1913 vet'ð 1 kr. 50 aur. A Bebel: Kvinden ög Socialismen, verð 1 kr. og W. Som- bart: Socialismen, vorð 3 kr. Þær vanta allar á safnið. Þetta og hitt. Akureyri 5. nov. „Tiðin hér er einstök, altaf sumar- veður að kalla, og aldrei snjóað síðan í Júlímánuði Símiun. Af Reyðarfirði skrifar hr. B. R. Stofánsson ritstjóranum meðal annars: „Ég veit okki betur, en það sé venju- legast — til þess ekki að segja algild regla — að 1. fl. stöðvar séu látnar ganga fyrir 3. fl. stöðvum þessa 2 tím- á dag, sem þær hafa aðgang að síman- um. Þetta er ótvírætt yfirgangur þess stærri við þann smærri — ofbeldi gegn lítilmagnanum — 1. fl. stöðvar, sem hafa allan daginn, ættu ekki að kom- ast að þessa 2 tíma, nema með hrað- skeyti sín á milli, nema því að eins; að aðrir þurfi símans ekki með“ Aíli Reykjayíkur-þiskipanna var í ár 500 þús. (mest stór þorskur), í fyrra var hann 294 þús. Aflinn er í ár 36 þús. á hvert skip að meðaltali (í fyrra 21 þús). Má af þessu sjá — ekki sízt. þegar litið er á hið afarháa verð, sem var á fiskinum í sumar — hve risavaxinn hefir verið gróði út- gerðarmanna á þessu ári. Silfurhjörðin. (Frh.) ---- BJá, það getur Konstanlín út- vegað ykkur. Eg býst við að þið forðist að fara Katmai-skarðið?" „Forðist það? Því þá það?“ „Það er mjög hættulegt, og enginn fer það nema í brýnustu nauðsyn. Það er að sönnu styzta leiðin til suðurstrandarinnar, en það hefir ekki minna en þrjátíu mannslíf á samviskunni. Eg vil ráða yður til þess að fara yfir fjallgarðinn austar, þar er mikið lægra og póstskipið kemur við á báðum stöðunum". Hann kinkaði kolli til samþykkis. „Það er gagnlaust að vera að fara sér að voða. Mér liggur ekki svo á“. Morguninn eftir lét Cherry Konstantín spenna hundana fyrir sleðann. „Mig langar til að sýna yður dálítið", sagði hún við Emerson, „viljið þér fá yður ökutúr með mér?“ Emerson játti því, hjálpaði henni upp í sleðann, hlóð skinn- feldinum um hana en settist sjálfur aftan í sleðann, með hundasvipuna. Konstautin leisti forustuhundinn og sleðinn þaut af stað yfir marrandi snjóinn. „Þér virtust í gær hafa hug á niðursuðuverksmiðjum", sagði Cherry. „Já, það hafði eg, alt þar til þér sögðuð mér að það væru ekki fleiri lóðir að fá, sem brúk- legar væru undir verksmiðju-'. „Jú, það er ein fáanleg ennþá. Þegar eg kom hingað fyrir ári síðan, voru nógar lóðir að fá, og þá keypti eg — alveg út í blá- inn — eina lóð, þá beztu sem fáanleg var. Þegar Willis Marsh heyrði það, keypti hann allar þær lóðir, sem óseldar voru. Eiginlega ætlaði eg mér ekkert með lóðina þá, en samt nefi eg ekki látið hana“. „Erum við á leið þangað?" „Já, svo er það. Þér virtust í gær vera ákafur að byrja á ein- hverju nýju, og þessvegna er eg að halda með yður að sýna yður lóðina“. „Já, en eg get ekki keypt hana*. „Það er enginn að biðja yður um það“, sagði hún hlæjandi. „Eg vildi ekki einu sinni selja hana þó þér gætuð keypt hana. En ef þér vilduð reisa á henni niðursuðuverksmiðju, þá vii eg leggja lóðina til sem hlutafélags- hlut“. Emerson hugsaði sig um nokk- ur augnablik. „Eg get hvorki svarað já né nei, við boði yðar. Það er stórt fyrirtæki — tvö hundruð þúsund dollarar — var það ekki það sem þér sögðuð?“ „Jú, en það má búast við mikl- um vinningi. Þér getið grætt 100°/o að einu ári. Haldið þér að þér getið útvegað fé til fyrirtæk- isins?“ „Ef til vill; eg á ríka vini. En viss um það er eg ekki“. „Þér gætuð reynt pað“. Bókband, ódýrt en vandað fæst lijá Guðmundi Höskuldssyni. Frakkastíg 24. í Bókabúðinni á Laugaveg 22 fæst: Þyrnibrauitn kr. 1,75 (áður 2,00) — Reimleikinn á herragarðinum 0,80 (1,00). — Villirósa 0,75 (0,90). — Vetrarbrautin 0,45 (0,50). — Valdi- mar munkur 1,50 (2,00). — Trjóu- mannasaga 0,35 (0,50). — Minningar feðra vorra ib. 5,00 (6,50). — Ríkis- réttindi íslands 1,00 (1,50). — Týndi faðirinn 1,00. — Matth. Joch. 70 ára afmæli 0,50 (1,00). — Bólu Hjálm- ars-saga 1,50. — Mannkynssaga P. Melsted öll kr. 14,00. Bækur afgreiddar út um land gegn fyrirfram borgun. íslenzka togarastakka selur Jón Bach, Hverfisgötu 58 A. „En eg er ókunnugur rekstri slíks fyrirtækis, svo mér mundi varla lánast það“. „Já, eg hefi nú hugsað fyrir því. En getið þér stjórnað fólki?“ „Það held eg; eg hefi gert það fyr“. Hinar breiðu axlir hans lyftust, og hann dró andann þurigt. „En hvernig hefðuð þér hugsað yður---“. H.aupendur bladsius, sem ekki fá blaðið skilvíslega eru beðnir að láta ritstjórann vita. Ritstjórann er fyrst um sinn að hitta í Snðurgötu 14. Prcntsmiðjan Gutenherg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.