Dagsbrún - 04.12.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 04.12.1915, Blaðsíða 2
80 DAGSBRÚN 15 aurar. Nú fyrst um sinn selur verzl. VON, Langaveg'i 55. Steinolíu fyrir 15 aura pr. lítir, ef keyptir eru minst 10 lítrar í senn. Talsími 353. Fataefni, saum og til fata hvergi ódýrara. Blá fataefni nýkomin. — 10—20. kr. sparn- aður á hverjum klæðnaði hjá Gruðm. Sigurðssyni, Laugaveg 10. Trolistjóradýrkun, Tímarnir eru breytilegir, Fyrrum var það, að alþýðan hér á landi kvaddi og heilsaði einokunarkaupmönnum, þess- um annáluðu blóðsugum þjóð- arinnar, með knéfalli, og lengi fram eftir var embættismanna- dýrkun á landi hér svo gegnd- arlaus, að furðu sætír. Nú er þessi tilbeiðsla horfin.*) Mennirnir eru nú einu sinni svo gerðir, að þeir una illa til- breytingarleysinu er til lengdar lætur, þeir skifta því um, en hvernig eru skiftin? Nú dýrkar allur þorri manna trollstjórana og halda víst, að þeir beri heimsmenninguna á herðum sér. Sumt kvenfólkið t. d. fullyrðir, að ekki sé neitt viðlit að giftast neinum mönn- um nema trollstjórum, bæði hafi þeir nóga peninga og séu aldrei heima, og séu að öðru leyti sannkaltaðir persónu- gjörfingar allrar fyrirmensku og höfðingsskapar. Vitanlega halda nú sumar aðrar því fram, að full vel megi við una að eiga útgerðarmenn og troll- ara eigendur, því þeir hafi líka aura ráð, og geti því látið konu líða vel, en þvi skamm- rifi fylgir sá böggullinn, að þeir séu altaf heima, eða að minsta kosti oftar en blessaðir trollstjórarnir, sem komi ekki að heimilinu nema endur og sinnum, rétt til að skila af sér peningunum, og sumir séu jafnvel svo hugulsamir, að koma ekki inn á heimilið heldur senda peningana heim. Þá verður heldur ekki sagt, að sumir karlmennirnir kunni ekki að meta trollstjórana, þeir hafa stundum verið örir á fé við þá, og sérstaklega höfð- ingjana — síður við hásetana — og ekki er það ótítt, að trollstjórarnir hafi sýnt þá risnu af sér að vefja dýrum Ioðkápum um herðar gesta sinna, svona um leið og þeir gengu. Þar sem trollstjórarnir hafa náð svo mikilli hylli landslýðs- ins og þeir margir hvorir skoða sig sem sérstök mikilmenni, þá finst mönnum sem vandi fylgi vegsemd hverri, og það eigi því illa við, að þessi síór- menni sýni hásetunum og al- menningi sig ýmist skjögrandi eða liggjandi af fylliríi þegar í land er komið. Þó tekur út yfir þegar svo mikið heíir kveðið að ölæðisbrjálsemi þess- ara höfðingja, að við hefir legið, að skipunum hafi verið siglt í land, ef undirmennirnir hefðu ekki tekið í stýristaum- ana. Þó mikið kveði að drykkju- skap og annari óreglu sumra trollstjóranna hér í höfuð- staðnum, þá eru það þó smá- munir einir á móti því þegar *) Ekki alveg. Ritalj, komið er til »Litla-Grímsby« þá, og þá fyrst lætur nú þess- um herrum lífið, þá fyrst bregða þeir á leik og þá lyftir kvenfólkið sér á kreik, þá er nú lif í tuskunum, og segi eg kanske frá því seinna. Einn. Frá hásetum. Hásetafélagsmaður sagði ritstjóranum þessa sögu. Úr háseta-fiski, sem verið var að leggja inn hjá útgerðarmanni voru tekin 6 skpd. í nr. 2 fisk; en þegar sami fiskur var aftur met- inn (til útflutnings í pökkum) voru 4 af þessum 6 skpd. metin sem nr. 1 af sama lögboðna matsmann- ínum. Þetta hafði fiskurinn batnað við að komast í eign útgerðar- manns. Lítið dregur vesælan! Hvað veldur ? að í reikningum frá firmanu H. P. Duus sézt ekki neinstaðar skrifað pund, þau vantar. Eigi ég 31 pund af fiski, þá er helminga-skifti 15 og l/a pú., en hjá Duus fæ ég 15. Mig vantar 9 7s pd., 4 x/2 pd. Er þetta rét.t? Er þetta vísvitandi gert af 12 aura útgerðarstjóranum ? Spyr sá sem ekki veit! G. Vitanlega hefir Duus ekkert leyfi til þess að draga sér hálfu pundin. Blaðið hefir átt kost á að bera saman viðskiftareikning hr. Marí- usar Pálssonar af Sea-Gull, og vigtarseðlana úr sumartúrunum (I og II) og dregur verzlunin sér þar alstaðar pundið, þar sem stendur á stöku pundi. Seinna hafa ýinsir aðrir hásetar sýnt blaðinu viðskiftareikninga sína frá Duus- verzlun ásamt vígtarseðlum, og er þar undantekningarlaust slept Ú2 pundi i hvert sinn sem á stöku pundi stendur. Þess skal getið hér að blaðinu hefir verið sýndur reikn- ingur og vigtarseðlar frá P. J. Thorsteinsson og voru hálfu pundin alstaðar þar reiknuð með. Það er skiljanlegt, að Duus- verzlun (úr því henni líðst það) kúgi menn til þess að selja sér fisk fyrir 12 aura þegar hann er í yfir 20 aura prís, því um það munar veizlunina (4—500 kr. á mann), en að hún skuli láta sig muria um það að stela (eða ræna) nokkrum hálfpundum af flski af hverjum háseta, til þess að bæta þeim aurum, sem þau eru virði, við þúshundruð króna ársarð sinn, er með öllu óskiljanlegt. Himinn og jerð. Vogmeri eða vogmœr, er einhver fegursti fisk- ur i sjó, við ísland. Hú.i getur orðið alt að þvi 7 fet á lengd og fet eða h&lft annað á ,;hæð“, en „breiddin11 er ekki nema fáir sentimetrar. Vogmærin er silfurblikandi á litinn og sporður og uggar fagurrauðir cg girgnsœir. Fremur er vogmærin sjaldgæfur fiskur hér, og hefir ekki náðst nema gott og vel ein á ári, síðustu 20 árin (til 1908) eftir því sem B. Sæmundss. segir frá. í velrarkuldunum eiga menn að eta moira af feiti en ella; það er bezta ráðið til þess að verjast þoim og halda hita. Klakaklárinn. Skyldi eg um æfiár öll, í nauðum týndur, þrautalífsins klakaklár kúgaður og píndur. Frónið bráðum blómgast fer bilar þrældóms helsi. Ó! eg vonast eftir þér elskulega frelsi. Jósep S. Húnfjörð. Úr eigin herbúðum. Kosningar. Á síðasta Hásetafélagsfundi var samþykt svohljóðandi til- laga: »Hásetafélagið álítur það heyra undir verksvið sitt, að kjósa alþýðumenn í bæjarstjórn og til þingsetu, en ekki höfð- ingja, svo kallaða, eins og verið hefir«. Jósef Hiinfjörð fór nú í vikunni austur á Eyrarbakka og Stokkseyri, út- sendur af Hásetafélaginu, til þess að greiða fyrir hásetafé- skap þar. Árangnrinn af för þeirra Jósefs Húnfjörðs og Jóns Brynjólfssonar upp ú Akranes, var meðal annars sá, að framkvæmdanefnd var kos- in í málið. Form. hennar er Oddur Sveinsson kennari; nöfn hinna nefndarmanna hefir blaðið ekki frétt. Verkmannasambandið. Hásetafélagið hefir kosið Grím Hákonarson í sambandsnefnd- ina, í stað Guðleifs Hjörleifs- sonar, sem er farinn út á salta valnið. Af ísafirði hafði ritstjóri þessa blaðs tal af Jóni Guðnasyni á Þriðju- dagskvöldið, og sagði hann að ísfirðingar mundu stofna há- setafélag. Af Akureyri fékk rifstjórinn svipaða frétt kvöldið eftir i viðtali við FinU Jónsson, taldi hann víst að stofnað yrði hásetafélag við Eyjafjörð. Lífti'ygging sjómanna verður til umræðu á Háseta- félagsfundi á Sunnudaginn- Framsögumaður er Björn J- Blöndal. Spara skotfærin. Þetta blað er 4. blaðið í þessum árgangi sem er hálft. og er þáð gert til þess að minka kostnaðinn við blaðið. til þess heldur að geta gefið út aukablöð þegar meira ligg' ur á en nú (um kosningai' o. s. írv.). Bættust blaðinU margir kaupendur fljótlega, mundi það altaf geta verið heilt, til dæmis ef annaf hvor maður í HásetafélaginU væri áskrifandi. Væru allif meðlimir Hásetafélagsins og verkam.fél. Dagsbrúnar kaup' endur, gæti blaðið komið út tvisvar i viku, í annað skifti hálft í hitt skifti heilt, eðu komið aðra vikuna heilt, hina með 8 síðum (tvöfalt). Er- lendis er talið sjálfsagt að allii' verkamenn kaupi verkamanna- blaðið. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.