Dagsbrún - 11.12.1915, Page 1

Dagsbrún - 11.12.1915, Page 1
fremjið ekki RANQINDI DAGSl B I R 1 U í N f ÞOLIDBKKI RANQINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA ÖTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 23. tbl. Reykjavík, Laugardaginn 1 1. Desember. 1915. AliílMi og Alliir isa í iag A-li Kosningin i dag. í dag á að kjósa endurskoðunar- fflenn bæjarreikninganna. Sam- bandsnefnd verkalýðsfélaganna hér í Rvík hefir sett upp lista rneð tveimur reikningsfróðum mönnum á, þeim Pétri Lárussyni úr Prent- arafélaginu og Birni J. Blöndal úr Hásetafélaginu. Kosningin fer fram í bæjarþingstofunni (í tugthúsinu) og byrjar kl. 12 á hádegi. Allir sem hafa kosningarrétt til bæjarstjórnar hafa það einnig við þessa kosningu. Haflð konurnar ffleð ykkur þegar þið farið að kjósa, og set.jið x við A-listann. Byrgja brunninn. Það heyrist einstöku sinnum sagt, að það sé ekki neitt auð- vald t.il á íslandi, og þess vegna þurfi hér ekki jafnaðarstefnunnar við. En slíkt skraf er álíka viturt og sagt væri um einhvern brunn, að það þyrfti ekki að byrgja hann af því að ennþá hafi ekkert barn úrukknað í honum. Einmitt af þvi, að íslenzkt auð- vald stendur ennþá á veikum fót- um (fó það hafi magnast geysi- fflikið á þessu ári) ríður mikið á að barátta sé hafin gegn þvi nú þegar. Auðvaldið má aldrei fá að setjast að auðsuppsprettum þessa lands, eins og það situr við og hefir náð tangarhaldi á auðsupp- ^prettum hinna landa Norðurálf- unnar, og víðar. Þó mikill sé nú þegar orðinn munurinn á ríkum °g fátækum á Islandi, þá er bó ekki ennþá staðfest það djúp milli ríkra og fátækra sem er í öðrum fflentalöndum, en engum sem skyn ber á þjóðhagsfræði getur dulist að sama tvískiftingin á lands- íólkinu í fámenna ríkismannastétt °g fjölmennan öreiga almúga, sé ekki nú þegar tekið i taumana. Og það er það, sem við jafnaðar- ^henn viljum að gert sé, og sem aHir góðir drengir íslenzkir, sem ^hálið hugsa, vilja að sé gert. En hver á að gera það; hver á að taka í taumana? Alþýðan, þ. e. bjóðin sjálf á að gera það. En til ^ss að geta það, þarf hún að trúa ^ eigin mátt og megin, en hætta atlri embætt.is- og auðmanna- ^rkun. Sú þjóðtrú þarf að hverfa, þeir menn séu betur færir til tess að ráða í opinberum málum, sem gengið hafa embættisveginn og lært eitthvert hrafl í „gramma- tík, og vitlausan framburð á Qrísku og Latínu"*) eða þeir, sem hafa getað hrúgað undir sig peningum. Skynsemin hefir ekki aðsetur í penipgabuddunni. Alþýðumenn, sem skiija hvað er að gerast í kringum þá, ættu því framvegis eingöngu að greiða alþýðumönnum, sem halda fram alþýðumálstað atkvæði sitt, því það er spor í áttina til þess að byrgja brunninn, enda er auð- og embættisklíkan nógu lengi búin að draga alþýðuna á eyrunum. Ölvesá. Máttur gulls í glærum Btraumum geisar fram í jötunmóði óhindraður takmarks taumum tryllist hátt að bakkaflóði, geymir þrótt til stórra starfa sterka hvöt til landsins þarfa. Metinn ei að maklegleikum máttur gulls á klöpp og sandi ónotaður enn af veikum öreigum í feðralandi, kosta-auðugt hafdjúps hjarta holar strauminn silfurbjarta. Framtíðar i skauti skýru skyldi vaxa dáðrík menning? Náttúrunnar auðlegð djru allir meta þarfa kenning? og máttur gulls frá laudsins lindum ljóma yfir dal og tindum. J. S. Húnfjörð. Alþýðupólitík. Fram undan stafni rofar nú til lands. Sá tími er kominn, að fá- tækir kaupstaðarbúar sjá að þeir hafa elt villuljós í st.jórnmálunum. Nú er komið á 11. ár síðan við fengum innlenda ráðherrastjórn. Þá skiftu nokkrir embættismenn fólkinu í landinu í tvo flokka með fallegum nöfnum. Annar hét Heimastjórnar- en hínn Sjálfstæðis- flokkur. Báðir voru þeir fullir af löngun til að frelsa landið, og öll þessi ár hafa þeir verið að fást við það. Þetta átti að gerast með samningum við Dani. Loksins kom svo langt að farið var að semja, og höfðingjar úr báðum flokkum *) B. Shaw. fóru í þeim erindum til Dan- merkur. En alt lenti í glundroða, og . hringluðu menn mjög milli flokkanna. Síðan reyndi sá flokk- urinn sem kröfuharðari var að semja, en kom engu áleiðis. Svo deildu höfðingjarnir enn um stund, þar til foringjunum þótti meiri gróði að sættast. Þeir rendu niður öllum þeim óbótaskömmum, sem þeir höfðu ausið hver yfir annan, og skriðu saman í Bræðingsflokk- inn. Enn átti að frelsa landið með að semja, en upp úr því hafðist grúturinn. Þá sér einn „hers- höfðinginn" sér leik á borði og gerir uppreist móti herra sínum og eyðilagði þá báða og flokkinn með, en landið var eigi fremur frelsað en áður. Loksins kom fyrirvara-pólitikin. Tveir Sjálfst.- menn hafa orðið ráðherrar, flokk- urinn margklofnað og eyðilagst. Eftir alt þetta strit við að „bjargaH landinu með að semja við Dani, og það hafa báðir flokkarnir reynt, þá situr alt í sama horfinu, og menn eru búnir að fá ’svo mikið ógeð á samDingunum, að sjálfir forsprakkarnir bannsyngja þá, og enginn leggur þeim liðsyrði opin- berlega. í stuttu máli: Embættis- manna-pólitíkin er dauð og hefir drepið báða flokkana og meira eða minna spilt áliti allra þeirra, sem hæst hafa galað í þessum skolla- leik um völdin, þvi að þar eru sigurlaunin. Flokkarnir hafa ráðið til skiftis, og hver komið sínum tryggu fylgismönnum í embætti og vegtyllur. En nú byrjar annar kapítuli í pólitík landsins. Alþýðan vaknar og sér að hún hefir verið leikin grátt. Bændur eru byrjaðir að taka höndum saman og hafa nú mik- inn viðbúnað uridir landkosning- arnar. Má búast við að þeim tak- ist að koma að tveimur til þremur mönnum. Er mælt að embættis- klíkunni í Rvík þyki súrt í broti, því að þeir þóttust vissir um að koma „sínum“ mönnum í öll sex sætin. En ef bændum tekst þetta, þá mun varla líða á löngu áður þeir hrinda af sér „sýslumanna- okinu" í einstökum sveitakjördæm- um. Þá hafa flokkarnir ekki á annað að treysta en sina fáu eðli- legu fylgismenn, kaupmenn, em- bættismenn, og hyski þeirra, og svo fátœklingana í bæjunum, og á þá treysta þeir. Það á að verða þrautavigi þeirra manna, sem í 10 ár hafa hringlað með stjórn landsíns, skrafað margt en engu komið áleiðis í þeim málum, sem þeir þykjast hafa barist fyrir, mannanna sem hafa sigað saman flokkunum, alið á úlfúðinni í land- inu, skammast sjálfir og borið hver á annan æruleysisbrígzl, en þess á milli sleikt sig saman „við kjötkatlana". Á rústum þess- ara hrundu flokka byggja nú al- þýðumenn sina pólitik. Þeir þurfa ekki að leita í mörg ár að við- fangsefnum. Þau eru við hendina. Skattarnir liggja á fátækum bæjar- mönnum, öreiginn ber oft meiri gjöld en stórríkur maður. Þessu þarf að breyta, og verkamenn á þingi munu fljótlega finna, hverir geta borið skatta. Erlingur Frið- jónsson, í bæjarstjórn Akureyrar, hefir a. m. k. fundið, hvernig breyta má álagningu útsvaranna þar í bænum, eius og getið var um í síðasta blaði. Þá virðist ekk- ert til fyrirstöðu að landið tryggi betur rétt alþýðumanna, láti líta eftir að sjómenn séu ekki sendir út í opinn dauðann á grautfúnum manndrápsbollum. Þá er sjómanna- vátryggingin ekki beinlínis sóma- samleg. Ekkjur drukknaðra sjó- manna fá 400 kr. eftir menn sína látna, útborgað á fjórum árum, og er búist við minni kröfum frá þeirra hendi. Bankarnir haga nú lánum sínum þannig, að varla fá aðrir fé að láni, heldur en þeir sem stunda útgerð eða kaupsýslu- brall; er engín von að fátæklingar geti rétt sig við, þar sem lög- gjöfin öll er á móti þeim. Hún er verk raanna, sem hafa látið hags- muni efnuðu stéttanna sitja í fyrir- rúmi, sem von var, þar sem verka- menn hafa alt til þessa látið ginn- a3t af fagurgala þessara manna og látið þá fara með umboð sitt í löggjafarþinginu, þótt ómaklegir væru. Viðar. »Trollstjóradýrkun«. Blaðinu hafa borist nokkur bréf útaf þeirri grein, og hefði yerið réttast að láta „Einn“ svara þeim, en ekki er það hægt, þar eð hann er kominn á flot. Einn bréfskrifarinn segir að greinin ráðist á konur togaraskipstjóranna, en slík er svo mikil fjarstæða, að manni dettur í hug að bréfskrifarinn hafi alls ekki lesið greinina sjálfur, heldur að eins heyrt um hana Hitt er rétt, að það andar kalt til kvenfólksins yfir- leitt, úr greininni hans „Eins“.

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.