Dagsbrún - 11.12.1915, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 11.12.1915, Blaðsíða 4
84 DAGSBRÚN 5 O O Yerzlii Joí Lipeg SS selur nú eins og ávalt áður allar nauðsynjavörur með lægsta verði. Takid eftir! Peir, sem kaupa vörur fyrir minst 1 krónu í senn, fá af öllum vörutegundum, sem verzlunin selur 5°|o afslátt frá venjulegu verði. Þessi kjör standa óbreytt til 1. jan. næstk. Sjáið yðar eigin hag og kaupið til jólanna i Verzluninni „VON“. Talsími 353. Fataefni, saum og til fata hvergi ódýrara. Blá fataefni nýkomin. — 10—20. kr. sparn- aður á hverjum klæðnaði hjá Griiðm. Sigurðssyni, Laugaveg 10. SteinolíaT Þeir sem í haust gátu ekki byrgt sig upp af steinolíu nema um stuttan tíma, geta nú nálægt miðjum Janúar fengið aftur hina ágætu ameríshu steinolíu., sem verður seld mjög ódýrt í stærri stíl hjá ]óh. 0gm. Oððssyni, Laugaieg 63. Himinn og jörð. Stórt úrval af nótum fyrir Píano og Harmonium er nú ti[ sölu hjá P. Sigurðssyni Laugaveg 22. „Morgunblaðið" og sjómaðurinn. Með vanalegri utnmbyggju fyr- ir alþýðunni er »Morgunblað- ið« hnuggið út af því, að nú eigi að spilla atvinnu eins sjó- manns, með því að kjósa hann endurskoðanda bæjarreikning- anna. En það er óþarfi fyrir Morgunblaðið að vera hnuggið. Hingað til hefur nú í mörg ár endurskoðunin verið borg- uð, og mun verða það fram- vegis, ncma nú eigi að gera breytingu á því af því i ráði er að kjósa alþýðumenn, Við skulum sjá til. Duus & Co. Margir hafa efast um að út- reikningur hr. B. J. Blöndal, er birtur var í „Vísi“ um daginn, og getið hefir verið um hér í blaðinu, hafi verið réttur. Þeim hefir þótt með öllu ótrúlegt að það gæti átt sér stað, að hásetarnir hefðu orðið að láta til jafnaðar 4—5 hundruð krónur af sínum liluta hálfdrœtt- Í8Íns í vasa útgerðarmannsins. En svona er það nú samt; útreikn- ingur Blðndals er vafalaust ekki of hár. Er því til sönnunar settur útreikningur sá er hér fer á eítir: Hásetar þeir er nefndir eru voru allir á skipum er átti H. P. Duus, og fengu þeir allir fyrir hálfdrætti sitt frá 4—13 aura fyrir pundið (eftir fiskiteg.), en urðu að borga salt með 1 eyrir fyrir hvert fiskpund, auk þess „sorteringu" og fleira. Mun ekki of hátt reiknað að þeir hefðu getað selt afla sinn þannig, að þeir hefðu fengið að meðaltali 8 aurum meira fyrir pundið, hefði þeim verið frjálst að selja hann. Hálfdrætti Vilhjálms Vigfússonar á „Sigurfara" 9547 pd. á 8 aura, 763 kr. 76 aurar. Hálfdrætti Guðmundar Einarssonar 5355 pd. á 8 aura, 428 kr. 40 aurar. Hálfdrætti Siguiðar Jónssonar, Hverfisgötu 65, 5262 pd. á 8 au., 420 kr. 90 aurar. Hálfdrætti Maríusaf Pálssonar, Bergstaðastr. 8 9112 pd. á 8 aura, 728 kr. 96 au. Hálfdrætti Ingvars Þorsteinssonar, Grett.isgötu 42, að eins úr vortúr og sumartúrum, 5170 pd. á 8 au., 413 kr. 60 aurar, og hálfdrætti Gunnars Friðrikssonar, Grettisg. 11, að eins úr vetrar- og vortúr, 2924 pd. á 8 aura, 233 kr. 92 au. Feitu tölurnar sýna það, sem þessir menn hefðu átt að fá, fram yfir það sem þeir fengu. Þarf framar vitnanna við ? Á skrifstofunni, Sjálfboðaliðinn: Hérna eru lög félagsins, ef þú vilt lesa þau áður en þú skriíar undir þau. Sjómaðurinn: Nei, ég les þau seinna, en skrifa mig strax. Þegar ég heyrði um félagið, sór ég dýran eið, og sagði að sjálfur fjandinn mætti skjóta á mig súrum blóð- mör úr fallbyssum svo lengi hann ætti eld til, ef mitt fyrsta verk í landi, eftir að ég væri búinn að kyssa konuna og krakkana, skyldi ekki verða það að ganga í fólagið. Hvort mér líka lögin eða ekki, er ekki aðalatriðið, heldur hitt að hér er nær hálft þúsund af hásetum búnir að mynda félags- skap til þess að bæta kjör stéttar- innar. Væri ég ekki samvizkulaus hundur ef ég léti stéttarbræður mína berjast fyrir mig, án þess sjálfur að taka þátt í áhættunni og kostnaðinum, en færi að fetta fingur út í einstök atriði, sem ég kynni að hafa viljað hafa öðruvísi ? Hana, komdu með pennann! Bazar. Verkakvennafélagið „Framsókn" ætlar að halda bazar n. k. Fimtud. 16. þ. m,, og á að verja ágóðan- nm til styrktarsjóðs-stofnunar fyrir fólagskonur. Þetta er í fyrsta skifti að verkakonur ætla að mynda slíkan Bazar, og væri því ekki ó- líklegt að það vekti eftirtekt allra góðra manna, til að koma og sjá hvað þær konur hafa að bjóða, og .náttúrlega kaupa líka. Ég býst við að það verði eitthvað þar fyrir karlmennina líka, svo þeim verður óhætt að líta inn í G.-T.-húsið þ. 16. að kvöldi, og vita hvort þar er ekki eitthvað hentugt í jólagjöf handa — nei, nei, ég ætla ekki að segja það. Það verða margar ungar stúlkur sem gefa á þennan fyrirhugaða Bazar, og þær vita hvað við á. — Konur vonast eftir að sjá marga góða vini, menn og konur, þetta kvöld. J. d. Spurning. Herra ritstjóri! Getur þú frætt mig um það, hverjir hafi eftirlit með því, að menn, sem eru formenn á skipum sem eru yfir 12 tonn, hafi full- nægt þeim skilyrðum, sem þeim eru sett til þess að færa slík skip. Og hverjir hafa eftirlit með þeim mönnum sem eru formenn á bát- um frá 12—16 tonn, að þeir hafi fullnægt þeim skilyrðum, sem þeim eru sett til þess að færa slík skip. Og ennfremur hverjir hafi eftirlit með því að mótoristar á skipum hafi þá þekkingu sem þeir eiga að hafa til þess að geta gegnt því starfi. Ég spyr þessa því óg veit að það eru margir, sem ekki hafa uppfylt skilyrðin. B. Býst við það sé lögreglustjór- inn á hverjum stað. Ritstj. Stórir flskar. Stærsta rauðdepla (kolinn), sem fengist hefir hér við land var 85 em. (38 þuml.) löng. Það var nú grallari! Stærstu þorskarnir treir voru 141 cm. annar, en 152 cm. (meir en hálfur annar metir) hinn. Stærsta ýsan var 90 cm. Veiði einhver stærri fiska af þessum tegundum eða jafnstóra bið- ur „Dagsbrún" um að gera sér orð um það, en rétt þarf málið að vera, Lnndinn (Fratercula arctica) verpir stundum í klettaskorum, en oftast þó í grasivöxnum eyjum og hólmum, og grefur hann sér þá göng niður í jörðina, til þess að verpa í. Hann á bara eitt egg, og er það hvít- leitt og dröfnótt. Lundinn lifir mest á ýmiskonar smáfiskum og sækir matinn oft óraveg. Hér við land er bannað að skjóta liann, og að veiða hann í net, en hvortveggja er þó gert. Það er gömul íslenzk þjóðtrú, að lundinn sé á vetrin hjá Tyrjanum, og skemmi akra þeirra svo gífurlega að Tyrkinn haldi stóra þakkarliátíð þegar lundinn fer á vorin, Slater hinn enski, sem skrifað hefir bók um íslenzka fugla, telur lundann ekki farfugl, en það telur islenzk al- þýða hann. Nú væri gaman, ef menn vildu veita lundanum eftirtekt í vetur (einkum ef sjómenn vildu gera það) og láta „Dagsbrún11 vita um árangurinn. ÍOO kr. Verkamfól. Dagsbrún veitti á fundi 9. þ. m. þessu blaði 100 kr. og þakkar blaðið mjög vel fyrir. Þetta eru þriðju hundruð- krónurnar, sem það veitir því. Kaupið íslenzka togarastakka hjá Jóni Bach. Hverfisgötu 58 A. Ritstjórann er fyrst um sinn að hitta í Suðurgötu 14. Prentsmiöjan Gutcnberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.