Dagsbrún - 15.12.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 15.12.1915, Blaðsíða 1
DAGSBRUN BLAÐ JAFNAÐARMANNA ÞOLIÐ BKKI RANQINDI ÚTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 24. tbl. Reykjavík, MiðvJkudaginn 15. Desember. 1915. Sólin, jólin og okur auðvaldsins, Margir landar, sem sá, er þetta skrifar hetír átt tal við, heflr þótt ótrúlegt að auðvaldið erlendis okraði á sól-<kininu, en svona er Hð nú samt. í stórhýsum með smá-ibúðum (einskonar Bjarna- borgir ; í stórum stíl) eru þær í- búðirnar sem snúa móti sól, seldar 10—20% dýrari en hinar, sem s"úa undan sól. Með öðrum orðum, teir fátæku verða að kaupa sól- skinið, sem skín inn um gluggann hjá þeim. Þetta var nú erlendis, en ekki er það betra hér hjá okkur, því kér notar auðvaldið sjálf jólin til °kurs og kúgunar. Margir hásetar, Sem 12 aura útgerðin hefir, með Því arj binda þá með löglegum samningi, getað haft 3 — 7 hundruð krónur aí (af þeirra parti hálf- ^fsettisins) eru um þessar mundir farnir að verða peningalitlir, og verða fyrir jólin orðnir peninga- ^Usir. Pet.ta veit útgerðarmaður- inn, 0g líka það, að hásetinn þarf a* fá peninga til láns fyrir jólin, 11 u eins og í fyrra, og hugsar því gott til glóðarinnar að nota jólin ^ þess að kúga með þeim há- Setann til þess að skrifa undir ráoningarsamning svo óhagstæð- atlö, að hásetinn verður að gjalda S0—ioo kr. lán með mörg ^undruð króhum. En slíkt okur" má [ekki líðast ^ngur. Þú háseti, sem átt konu °6 börn, og ert peningalaus orð- lnn fyrir jólin, það er hart að hafa 6kkert til þess að gefa þeim á ^atiðinni nema daglegt brauð og ^olakaffi, en einmitt konunnar og barnanna vegna máttu ekki ráða P'g upp á sömu ókjörin og i fyrra. ^eflrðu reiknað út hve mikið me'ia þú hefðir fengið, ef þú hefðir att hálfdrætti þitt frjálst, og ekki Verið neyddur til þess að'selja ^a° útgerðarmanninum ? Ef þú 6rt óvanur útreikningi, þá komdu 0100 viðskiftareikning þinn til rit- tjóra þessa blaðs, og hann reiknar Pá snöggvast fyrir þig (auðvitað ?keypis) hvað mikið þú hefðir haft naeira upp úr krafsinu, hefð- lr°u fengið gangverð fyrir hálf- Qrættið þitt. Et Þú kemst ekki af án þess fá lán, og getur hvergi fengið Pa° nema hjá útgerðarmanninum, Þa taktu það samt ekki hjá hon- Ur«. Farðu heldur til borgarstjóra °8 fáðu hjá bænum 50 eða 100 kr. ra°abyrgðalán, sem þú svo borgar aftur í vor. f>ú missir engin rétt- 1£u3i> þó þú takir slikt lán, og hitt er tífalt meiri skömm fyrir þig sem frjálsborinn íslending, að láta kúga þig til þess að gera þannig lagaðan samning við útgerðar- mann, að þú verðir að borga 4—500 kr. eða kanske meira fyrir 100 krónu lán. Það verður nóg atvinna, þó þú ráðir þig ekki í-trax; flýttu þór bara að ganga í Hásetafélagið, svo þú verðir ekki álitinn félagsskítur, og láttu ekki auðvaldið komast upp með það, að nota sjálf jólin sem vopn á þig, til þess að geta okrað á þér, og seldu þig ekki fjandanum og útgerðarmanninum i ár eins og í fyrra; þú varst neyddur til þess þá, en nú, úr því Hasetafélagið er stofnað og oiðið svona öflugt, þarft þú ekki að gera það. Frá hásetum. Einn skipstjóri sagði að það hefðu verið „menn sem ekki hefðu dugað á trollurum" sem hefðu samið aukalög (=kaup- taxta) Hásetafélagsins. Sjálfsagt ber að skilja orð skipstjórans þannig, að honum finnist kaup- taxtinn svo lágur, að honum þyki það sem Hasetaf. fer fram á ekki sæmileg borgun fyrir aðia en liðléttinga. 6 skpd. sem urðn 2 skpd. Þorsteinn Guðmundsson yfir- fiskimatsmaður biður þess getið, að það sé honum algerlega óvið- komandi hvað undiifiskimatsmenn gera þegar þeir eru í vinnu hjá útgeiðarmönnum, eða öðrum og að þetta mál því sé honum al- gerlega óviðkomandi. Er þetta sett hér eingöngu eftir ósk hans, en mun algerlega óþarfi, því eftir því sem „Dagsbrún" hefir frétt um hann, hefir víst engum dottið í hug að hann væri við annað eins mál og þetta riðinn. Endurskoðendakosningin fór þannig að A-listinn fékk 91 atkvæði og B-listinn 104 atkvæði. Kom því sinn listinn hvorum manninum að. Kosnir voru því Pétur Lárusson prentari og Þor- steinn Þorsteinsson hagstofustjóri. Heflr þessi kosning sýnt að al- þýðan getur komið að mönnum ef hún vill, og mun kosning þessi verða til þess að ýta stórum undir þátttöku alþýðunnar við bæjarstjórnarkosningarnar sem verða í Janúarmánuði. Úr eigin herbúðum. Atkvæðagreiðsla í Hásetafélag- inu. Á fundi félagsins 12. þ. mán. var samþykt svohljóðandi tiilaga: Enginn félagt>maður má sigla út til sjós á togara, (gerðum út héðan) ef utanfélagsháseti er á sJcipinii. Þar eð þetta er viðbætir við aukalög félagsins þarf að fara fram um hana skrifleg atkvæða- greiðsla, þar ekki voru nógu margir félagsmenn á fundi. At- kvæðagreiðslan fer fram hja Sjálf- boðaliðinu á skrifstofu „Dagsbrún- at" í Gamla Bio. Eru fólagsmenn beðnir að fjölmenna á skiifstof- una næstu daga og greiða atkvæði, já eða nei, með eða mót tillög- unni. Ennfremur eru menn beðnir að svara spurningunum: Hvenær ertu fæddur? Ertu giftur? Er konan þín fertug í byrjun Ágúst- n<án. næstkomandi? Þessum spurningum eru menn beðnir að svara til þess að félagið geti gengið eftir því að allir meðlimir þess, og konur þeirra, sem hafa kosningarrótt, verði tilfærðir á kjörskrá. ilmenni verkamannafundurinn sem auglýstur var í síðasta blaði, var haldinn eins og til stóð á Sunnudaginn var, í Bárubúð. Fundur þessi fór mjög vel fram, og var áhugi fundarmanna sýni- legur á því, að fundarmenn — sem munu hafa verið yfir fimm hundruð — sátu kyrrir allan fundartímann út. Útdráttur úr fundargerð, verður ef til vill byrt síðar. Það þarf fleiri svona fundi! Ölvesá. Prentvilla varð í kvæði Hún- fjörðs í síðasta blaði, í"2. v. stóð holar í stað heillar. 2. v. átti því að vera svona: Metinn ei að maklegleikum máttur gulls á klöpp og sandi ónotaður enn af veikum öreigum í feðralandi, kosta-auðugt hafdjúps hjarta heillar strauminn silfurbjarta. Bókband, óttýrt en vandað fæst hjá Guðmundi Höskuldssyni. Frakkastíg 24. Pidia, guitar, gramófón, gramófónsplötur, horn, úrval af nótum fyrir Piano og Harmoníum, alt sönglagaverk Jónasar Helga- sonar og fl. til sölu á Laugaveg 22 (steinh.). Á sama stað fæst Piano til leigu nú strax. Bifreiðarnar. Hvað veldur að bifreiðarstjórar hér í bæ ekki mynda félagsskap til þess að bæta kjör sín eins og aðrir verkamenn? Bifreiðarstjóri. Himinn og jörð. Seint á ferð eru sandlóurnar í ár. Þær eru van- ar að fara í Septemþer, en nú undan- farna daga (í miðjum Désember) er krökt af þeim meðfram allri strand- lengjunni meðfram höfninni hér í Rvík. Auðsjáanlega er mest af þessum fugl- um (og kannske alt) ungar. Sandlóan verpir einkum með sjó fram, en þó nokkuð uppi á heiðum við vötn og tjarnir. Sjálfsagt hefir sandlóan verpt tvisvar á þesau góða ári, eins og marg- ir aðrir fuglar, og munu þetta vera seinni börnin hennar. I sandlóuhópnum sem eru hérna núna, er töluverður slæðingur af sendlingum, sem halda algerlega hóp með lóunum. Sendling- arnir eru alt árið hér við land; á vetr- in við sjó, en á sumrin við vðtn uppi á há-heiðum Hvað skyldi verða um þessa sendl- inga, sem fyr voru nefndir, þegar ló- urnar fara? Líklegast skilja þeir ekki við þær, en lenda með þeim á eitt- hvert flakk suður í lönd. Treir skipstjórar! 1 og 1 eru 2. Jú, það voru ekki nema tveir! valinkunnir(H) skipstjórar, sem töluðu á móti hinum sanngjörnu og sjálfsögðu launakröfum Hásetafélagsins á fundi í „Öldunni" nýskeð. Allir hásetar vita hverjir það eru, en má ég spyrja, fá þessir — ja, bíddu við, hvað voru þeir margir, skulum sjá; 1 og 1 eru-2. Ja, það er rótt þeir voru — tveir — fá pessir skipstjórar nokkurn mann um borð í sin skip? Ekki skil ég það. Heyrt heíi ég að meðlimir Hásetafélags- ins hafi allir rétt upp hendina þegar þeir voru spurðir að hvort þeir væru ekki með því, að ráðast ekki hjá þessum tveimur valin- kunnu(H) skipstjórum, sízt hjá þeim brosleita — 1 og 1 eru 2, og ekki voru þeir nema tveir. Jónas tvísöngur. Vilhjálmur Vigfússon biður þess get- ið að hann sé ekki höf. greinarinnar um togaraskipstjórana, þó honum finu- ist hún að ýmsu leiti góð.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.