Dagsbrún - 18.12.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 18.12.1915, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 89 Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu Hæteaít. Hafið jiér athugað að þegar áður auglýstur 5°/o afsláttur er dreginn frá, kostar: 71,26 aura pr. */2 kg 104,60 — — — — siglingaftæði, það er enginn hörg- ull á þeim. Og þetta lagaákvæði Samábyrgð- arinnar hefir enga þýðingu ef ekki á að framfylgja því. Oft og ein- att eru unglingspiltar með þessi skip, sem enga þekkingu á sjó- mensku hafa, og því fer nú oft sem fer. Eg skal nú til dæmis nefna tvö eða þrjú skip. sem eru yfir 12 tonn og hafa verið færð af þeim mönnum, sem ekki hafa fullnægt þeim skilyiðum er sett eru í áðurnefndum lögum. Skip þess eru m.s. „Vita“, m.s. „Frain", m s. „Knör“ 0. fl. mætti nefna, en eg álít þess ekki þörf. Það er ekki ómögulegt að ein- mitt nú í vetur verði menn með öll þessi skip er ekki hafa rétt til þess, ef ekki verðnr haft eftir- lit með því. Að mínu áliti er bezt að útstryka, Öll slík lög úr því að þeim er ekki fylgt að öllu leyti. Eg hef heyrt að nú um nýjár kæmi lagasyrpa, sem ákvæði hvaða þekkingu þeir menn ættu að hafa, sem færðu báta fra 12 tonnum og niður að 6 tonnurn, og einnig hvaða þekkingu mótor- istar ættu að h ifa til þess að geta tekið að sér vélgæslu á slík- um skipum. En hvern fjandann vilja menn með öll þessi lög og lagahólka, þegar ekkert eftirlit er haft með því hvort þeim er fylgt eða ekki. Athugull. Leiðrétting. Misskilningur er það hjá „Frétt- um‘‘ (15. Des.) að það hafi veiið ungfrú Egebjerg, sem lék „Höddu Þöddu“ í samnefndu leikriti Kambans, á kgl. leikhúsinu í Khöfn í fyrra. Það var ungfrú Ella Ungermann — vafalaust bezta danska leikkonan meðal yngri kynslóðarinnar — sem lék hana. A. F. Hafðu þaðl í hér um bi) hverju númeri af blað(r)inu, sem „blaðamamaðurinn11 er við, eru menn beðnir um að lesa það. Auðsjáanlega — og ekki að ástæðu- lausu — hafa aðstendendur þess ein- hverja ótjósa hugmynd um að Reyk- vikingar kaupi það að eins af vana °g hafi það svo fyrir ljósgulan pappír, t'l þess þó að hafa einhver not af þvi. E. í bæjarstjórn á Akureyri a að kjósa 4 menn eftir nýárið. Verkamannaflokkurinn þar, er farinn búa sig undir kosningarnar. Bréf frá stúlku. Herra ritstjóri! Eg má til með að skrifa yður fáar línur í t.ilefni af greininni „Trollstjóradýrkun", sem nú í tvær vikur er búin að vera um- talsefni bæjarins, og biðja yður birta þær í yðar heiðraða blaði. En af því ég er óvön að skrifa blaðagreinar bið eg yður um að lagfæra þessar línur áður en þær fara á prent. í greininni um troll- stjórana stendur að sumar stúlk- urnar vilji eiga þá, meðal annars af því, að þeir séu svo sjaldan heima. Þetta er alveg satt, og ég segi fyrir mig, að eg vildi langhelst af öllu eiga sjómann, af því þeir eru ekki altaf heima. Eg er bú- in að marg sjá það, að líf flestra þeirra kvenna, sem giftar eiu mönnum, sem eru altaf heima, er að mestu ein samfeld þrældómi- keðja, altaf þarf að vera að „stoppa" og bæta á þá, áltaf þarf að vera að elda graut og annan mat ofan í þá, og altaf þarf eitt- hvað að vera að „uppvarta" þá. Öðru máli er að gegna með þær konur, sem eru giftar sjómönn- um, og þess vegna er eðlilegt að við kvenfólkið viijum þá helst, og þá ekki siður tiollstjóra en hina, því heyrt hefi eg sagt að þeir græddu frá 10—20 sinnum meira hver, en hver háseti. (Auðvitað viljum við ekki eiga þá nema rð þeir séu svoleiðis, að við getum orðið ástfangnar af þeim, og fylli- svin viljum við ekki). Eg verð því að segja, sem mitt álit, að þær eða þeir, sem segja að þessi umræddu orð úr grein- inni um trollstjórana séu svívirð- ing fvrir kvenþjóðina, séu annað- hvort eða bæði heimsk og illgjörn, en þó fyrst og fremst með skít- ugan hugsunarhátt. Stúlka, (ennþá ólofuð.) Lífið um borð í „Kútter. Fáum mun það vel kunnugt, nema þeim sem reyna, hvemu æfi sjómannsins í raun og veru er yfirleitt. Það vita margir, að þeir hafa oft vota og kalda hönd og mikið erfiði, og þeir sjá líka oftar en margur hyggur, tvísýni á lífi sínu. En þetta eru menn ekki svo mikið að fást um. Það sem verst er af öllu, er óþrifar legur og illa útbúinn verustaður háseta undir þiljum (loftleysi, lítil birta og lítið pláss). Einna mest- um óþrifnaði veldur það, að menn verða að hafa öll sín sjóföt (hlífar- föt) í þessari einu herbergis- „kitru" sem nefndur er „lúkar" Kaffi, ágætt, óbrent ....... — — brent ........... Exporlkaffi, kannan ........ Strausykur................. Púðursykur ... ......... Hveiti, prima ............. Súkkulaði Consum, Sirius ... — Blok — ... Kakao ágætt — e?5a hásetapláss, og blessaðir skoðunarmennirnír álíta nógu rúmgott og í alla staði ágætt, ef þeir sjá nógu mörg „Koju“-göt fyrir hina ákveðuu tölu háseta. Svo þegar bætist nú við það sem eg hefi þegar talið, leki — eg á auðvitað við dekkleka — þá geta ailir, dálítið skynberandi menn, séð að þetta er alls ekki gott, og væri stórþörf á ef hver góður skipstjóri vildi hlutast til um að lnga þetta, að minsta kosti að einhverju leyti; til dæmis með að hafa alstaðar (í hásetarúminu) nógu bjart, og ennfremur góðar lofttúður. Og síðast en ekki síst að ráða ekki aðra matsveina en hreinláta og í alla staði samvisku- sama menri, sem gætu gert hí- býli háseta eins vistleg og kostur er á. Þar sem þetta getur að iniklu leyti átt þátt í heilsufari og vellíðan allra sem stunda at- vinnu á þilskipum (skútum), þá væri gott, tf skipstjórar vildu gera sem í þeirra valdi steridur að færa þetta á betri veg. Það er margt fleira, sem mætti segja, t. d. um kostinn, en eg eftirlæt það öðruot, sem eru mér færari, en vanþörf væri ekki á því að minst væri á hann, það þyrfti ekki að auka skipseiganda útgjöld, og það vil eg síst af öllu, heldur Iáta „karlana" hafa það óbreytt áfram. Svo mörg eru þessi orð. Njáll. 47,60 27.65 25.66 16,75 123,60 114 171 Þjóðir í ófriðarríkjunum. Frli. ----- Að sunnan og suðvestan*) búa Króatar, í Króatíu, Bosníu, Herze- góvínu og Dalmatíu. Króatar og Serbar eru nákvæmlega sama þjóðin, og tala sömu tunguna; skilur þá ekkert nema landamærin og trúarbi ögðin ; Serbar í Serbíu eru giísk-kaþólskir, hinir rómversk- kaþólskir. Hefir verið mikill áhugi Serba að sameinast ullir í eitt ríki, og var sá áhugi bein orsök til þess að Austurríki sagði Serbíu stríð á hendur, og kveikti með þvi það heimsbál, er nú logar. Að suðvestan búa Slovenar, í Kiain og þar vestur og suður af, ítalir og Ladinarar. Slovenskan, Serbiskan og Búlgarskan eru vana- lega talin undir eitt, sem suður- slavnesku málin. Ladinarnir og ítalirnir búa aðallega i þeim hér- uðum er liggja að landamærum Ítalíu, og eru þeir samtals fram undir 1 milljón. Vafalaust er það til þess að ná þessum héruðum að ítalir hafa lagt í ófriðinn. Ladinskan (Rethö-Rómanskan) heyrir, ásamt ítölskunni, Frönsk- unni og fleiri tungum, til róm- önsku málanna. Hún er töluð í þeim hluta af Svisslandi, sem landafræðin okkar segir að sé töluð ítalska í. í Serbíu búa, auk Serbana, slæðingur af Tyrkjum, Grikkjum, Búlgurum og Albönum. Monte- *) Hér verið að tala um Austurríki og Ungverjaland. og þannig mætti lengi telja, en þetta er nóg til þess að rnenn geti séð, uð mi sem áður eru v örur ódýrastar í ífifsl. VON j imm ®mH Kaupið syltntaa og1 sarimnr í matarverzlun Lofts & Póturs.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.