Dagsbrún - 22.12.1915, Qupperneq 1

Dagsbrún - 22.12.1915, Qupperneq 1
 FREMJIÐ EKKI RANQINDI DAGSl B I R 1 U ] N [ ÞOLIÐ BKKI RANQINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÓT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 26. tbl. ‘T—"11 " """ " heldur fyrst um sinn fund í Bárubúð hvert sunnudagskvöld kl. 6. — Nýir meðlimir teknir inn. — Sömuleiðis geta nýir meðlimir skrifað undir lögin og fengið félagsskírteini hjá Sjálfboðaliðinu, sem lieldur til allan daginn á skrifstofu Dagsbrúnar í Aðalstr. (Gamla Bio). Formaðurinn, Jón Bach, býr á Hverfisgötu 58 A. Skattar. Þegar vörutollslögin voru leidd í gildi, var þingmönnum það ijóst, að þau voru óréttlát. Þess vegna samþyktu þeir þau að eins sem bráðabirgðalög. Samt hefir síðan hvert þingið fram af öðru fram- lengt þessi lög, og seinast í sumar framlengdi . þingið þau — bara fyrir þetta þingtímabil — var þeim sagt, sem því vildu trúa. Hvernig stendur nú á því að þing eftir þing hefir framlengt þessi, gagnvart alþýðunni, afar- óréttlátu vörutollslög? Ja — or- sökin1 er hin sama og sú, er veld- ur því, að megnið af þeim skött- um, sem landssjóður fær tekjur sínar af, eru 'obeinir skattar, þ. e. skattar, sem öfugt við það sem vera skyldi, hvíla á alþýðunni. Hver er þá orsökin? Auðvitað er hún sú, að aVþýðan á sér enga fulltrúa á þingi, held- ur eiga efnaðri stéttirnar öll (eða nær öll) þingsætin. En afleiðingin af því er sú, að þegar þingið hefir skattabaggann til meðferðar, þá veltir hver stétt, sem þar á full- trúa, bagganum frá sér, og afleið- ingin verður þá auðvitað að lok- um sú, að bagginn lendir á þá stéttina, sem enga menn hefir á þingi. Þess vegna þarf alþýðu- flokkurinn (jafnaðarflokkurinn öðru nafni) að kjósa sína eigin menn á þing, rnenn, sem hugsa ein- göngu um hag alþýðu, og halda fast fram jafnaðarstefnunni, án tillits^ til hvað embættis- og auð- valdið „þenkjar eða ályktar*. Nógu lengi eru „heldri" menn- hnir búnir að ráða hér á landi, °g hver er árangurinn? Sá, að þó ;Úþýðan sé að sligast undir skatta- Vrgðinni, þá vantar fé i Landssjóð Reykjavik, Miðvikudaginn 22. Desember. 1915.« til nauðsynlegustu útgjalda, og þar með er höfðmgjaftohhurinn (sem er sami flokkurinn, hvoit sem hann grímuklæðir sig undir nafninu „Heimastjórnarfl.“, „Sjálf- stæðisfl.", „Þversum", „Langsum“ eða öðrum fallegum nöfnum) bú- inn að sanna að hann er ófær og óhœfur til þess að ráða í land- inu. Mannslíf töpuð? Á Laugardagsmorgun var fór vélbátur Guðm. í Gerðum í róður frá Sandgerði. Aðalvélamaður báts- ins var veikur, og fór því ekki í róðurinn, og var, að sögn, annar maður, sem lítt þekti til véla, látinn taka starf vélarmanns. Bátur þessi var ekki kominn til lands á Sunnudag, og þá símað til björgunarskipsins „Geir“, og það skip fengið til þess að leita hans. „Geir“ fór, og kom aftur á Mánudagskvöld, án þess að hafa fundið bátinn, og er báturinn ó- fundinn ennþá þegar þetta er skrifað. Öll líkindi eru til þess að hér séu töpuð 4 til 5 mannslíf, eingöngu fyrir skeytingaleysi og eftirlitsleysi, og er það þung ábyrgð, sem hérmeð fellur á þá sem eftirlit hefðu átt að hafa, t. d. Samábyrgðina. Eftir að þetta er ritað, sem hér stendur að framan, kemur fregn um að báturinn sé kominn að landi, og verða allir fegnir þeirri frétt, en ekki er ábyrgðin, sem hvílir á þeim sem eiga að hafa eftirlitið, minni fyrir það þó svona vel færi. Verkkaupendur, sem ekki halda samninga. Það ber við að verkkaupendur gera samninga við verkafólk sitt, en halda þá svo ekki. Þannig hefir blaðinu verið sagt frá einum bókbandsmeistara, sem ekki hefir haldið þá samninga, sem hann hefir gert við Bókbandssveinafé- lagið. — Hér er eitt af mörgu, sem verkafélagasambandið, sem verið er að stofna, mun taka í sínar hendur að fá leiðrétt. Hefði sambandið verið fullstofnað nú, mundi Bókbandssveinafélagið hafa kært mál sitt fyrir því. Hefði þessi meistari svo ekki látið af óréttinum, mundi sambandið hafa lagt á hann viðskiftabann, hefði fyrst sá árangur orðið af því, að enginn maður úr félagi, sem i sambandinu var, hefði látið inn binda bækur hjá þessum bókbind- arameistara (til hægðarauka skul- um við kalla hann A. B.). Sam- bandið mundi ennfremur fá vitn- eskju um þær bækur, sem festar væru inn hjá A. B. og leggja viðskiftabann á hverja þá bók, sem unnið væri að hjá honum, eftir að honum væri sagt stríð á hendur. Og bannið mundi eins lagt á, þó ekki væri það nema eitt einasta hundrað af bókinni, sem unnið væri að hjá A. B. Á hverjum fundi sem haldinn væri í félagi, sem til heyrði sam- bandinu (ekki að eins í Rvik, heldur út um alt land) yrðu lesin upp nöfn þeirra bóka, sem bannið væri á; sömuleiðis mundu nöfn þeirra standa í hverju blaði af Dagsbrún, þar ti) A. B. yrði að láta undan. Og langt yrði þess ekki að bíða; því enginn bókaút- gefandi mundi þora að láta vinna að bók hjá A. B., af ótta fyrir að viðskiftabann yrði lagt á hana, um lengri eða skemri tíma. Það mundi því hver hagsýnn bók- bandsmeistari sjá sér hag í því að halda frið við verkamanna- sambandið. Alþýðuforingjar. Eitthvert algengasta vopnið, sem mótstöðumenn jafnaðarmanna, víðsvegar um heim, vega með, er það, að sverta alþýðuforingjana. Þar sem verkamannahreyfingin (og jafnaðarstefnan) er ung í land- inu, er viðkvæðið vanalega hjá mótstöðumönnunum, um alþýðu- foringjana, að þeir séu heimskir eða þá að þeir séu ómefttaðir. Þegar enginn trúir þessu lengur, er sagt að þeir séu brjálaðir, og þegar enginn trúir því lengur, þá eru borin á þá fjársvik, eða sagt að þeir séu bara að þessu til þess að græða á því peninga. (Því miður hafa fæstir, sem að jafn- aðarstefnunni hafa unnið, haft annað fyrir það en meðvitundina um vel unnið starf.) Má í þessu sambandi nefna óhróður um þann af dönsku jafnaðarmannaforingj- unum, er mest kveður að, Borg- bjærg, ritstjóra „Social-Demokra- ten“, er barst til eyrna þess er þetta ritar. Hafði sá er sagan var komin frá hvorki heyrt né séð Borgbjærg, og þekti hann ekki annað en hvað hann hafði lesið skammir um hann í dönsku hægrimannablaði. En verra en þetta var þó það, að einhver asni dyrfðist að bera út þá lygasögu um Jaures, franska jafnaðarforingjann, sem myrtur var af því hann var ákafur friðarvinur, að komist hefðu upp fjársvik um hann, að honum dauðum. Það er með ásettu ráði að sögumaður er kallaður asni, því væri hann það ekki, hlyti hann að sjá að þessi saga er lýgi, þó ekki væri á öðru en því að menn bæði innan jafnaðarflokksins og utan, (af utanflokksmönnum, m. a. enskir ráðherrar, t. d. Loyd George) væru ekki stöðugt, og það fram á þennan dag, að lofa Jaures í ræðu og riti, ef vafl léki á því að hann hefði verið heiðar- legur maður. Ofan á skaðann bætist skömmin. Ef þú ræður þig, þú háseti, sem ennþá ert ekki genginn í í það félag sem þú átt að vera í; ef þú ræður þig upp á sömu ókjörin og í fyrra, þá hefir þú ekki einungis af því mörg hundr- uð króna skaða, heldur skömm ofan á skaðann, sem þú bíður. Því það er skömm fyrir þig að iáta hafa af þér, því þú heflr nóg með peninga að gera þó þú fáir að eiga alt hálfdrætti þitt, og það er margföld skömm fyrir þig að vinna á móti þínum eigin stétta- bræðrum með því að gangast ekki undir sömu lög og þeir. Þess vegna: Komdu í fólagið. Gott ráð. Maður nokkur, sem þykist hafa reynsluna fyrir sér, segir svo frá, að það sé bœði há- og grábölvað að verða fyrir hryggbroti, sé maður ekki undir það búinn. Hann segir að það sé ágætt að hafa með sér (þegar maður bregðnr sér i bónorðsför) blað, sem standi ein fimm stúlkunöfn á, eða svo. Nafn þeirrar útvöldu hefir maður svo hið þriðja eða fjórða i röðinni, og setur stóran blýantskross við þau nöfn, sem á undan þvi standa. Segi stúlkan nei tflikáljs- j'laata- og Kiníakjöt jaest i ðag og á morgun. €innig Vinarpylsa, jtietisterpylsa, Ijakkað kjötjars hjá Lofti & Pétri.

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.