Dagsbrún - 22.12.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 22.12.1915, Blaðsíða 2
9 2 DAGSBRÚN við bónorðinu, tekur maður upp hjá sér blaðíð með nöfnunum, og biýant, og segir við stúlkuna: „Jæja, þá er bezt að setja kross við þetta nafnið lika“. Síðan strykar maður vandlega við nafnið, og heldur leiðar sinnar. Úr eigin herbúðum. Ennpfélag verkamanna Afenr- eyrar, sem stofnað var í haust er nú búið að fá á annað hundr- að meðlimi. Framkvæmdarstjóri þess er Erlingur Friðjónsson, og í stjórn þess Jón Bergsveinsson, Jón Kristjánsson, Halldór Friðjónsson Gísli R. Magnússon. Til vara Finnur Jónsson og Hallgrímur Jónsson. Tveir menn af Sauðárkrók, þeir Pétur Hannesson og Eggei t Kristjánsson, mættu á stofnfundi „Kaupfélags verkamanna Akur- eyrar". Höfðu þeir meðferðis er- indi frá verkamannafélaginu á Sauðárkrók um samband milli verkamannafélaganna, einkum um vörukaup og var því tekið vel. Töldu þessir bræður okkar af Sauðárkróki víst að fólág þeirra yrði í verkamannasambandi ís- lands, þegar það verður stofnað. Eina bifreið af ræðuskörungum sendir Hásetafólag Rvíkur á útbreiðslufund, sem Hásetafélag Hafnarfjarðar heldur Þriðjudags- kvöld í þessari viku. Um það leyti þetta verður prentað, verða þeir líklegast komnir heim afLur (karlarnir), en fréttir af íerðalang- inum verða að bíða næsta blaðs. Sláturhús mikið lét Kaupfélag Eyflrðinga byggja í Höfðahverfi í sumar. Það er úr steini, 50 al. langt og 12 al. breitt, bygt og úr garði gert að öllu, eftir nýjustu tízku, að því er sláturhús snertir. Aðdáun!! Ó! sá mikli auðnudagur verður aldrei metinn að verðleikum, þeg- ar heimspekingurinn „Elendinus" mikli var borinn í okkar „veröld" (barmafulla af spillingu og heimsku); móðir vor allra, „nátt- •kran*, laut þá höfði og vottaði þeim helga degi sína hátiðlegustu og þýðingarmestu lotningu í til- efni af því að „Elendinus" mikli var þá fæddur — endurlausnari vanþekkingarinnar. Nú er vísinda- sól hans í hádegisstað, það sýna hin guðmóðugu rit hans í Morgun- blaðinu. En ritin h'ans skilur ekki alþýðan; nokkur orð skilja hinir vitkeyptu, en fullan helming af ritum sínum skilur hann sjálfur, hinn mikli andlegi Napoleon!! 1 Ef iimir hins sannkristilega skírða Elendinusar skyldu nokkurntíma rotna og leysast sundur, þá gleðji veraldarbörnin sig við „gulllíkn- eskiðstandandi á „Heklutindi“, Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu sætsaft. Gamlar og- nýjar sög’u- og- fræðibækur, innlendar og erlendar, fást með ÍO°/o—75°/» afslætti í Jókabúíinni á faugaveg 22. Þeir sem þurfa að spara vegna dýrtíðarinnar, græða á því að verzla við Bókabúðina. Fataefni, saum og til fata hvergi ódýrara. Blá fataefni nýkomin. — 10—20. kr. sparn- aður á hverjum klæðnaði hjá Guðin. Sigurðssyni, Laugaveg 10. gert eftir hans hág'ófugu líkams- mynd. En eg vona og óska að hann, Elendinus, deyji aldreil Því hann er islenzkri menning mikið meira virði en „Húna- fjörður11 með öllum sínum „vog- meyjum“ og mikla gullgildi, og mikilmenska hans verður aldrei vegin eða prísuð eftir verðleikum. Eg bið að heilsa hinum mikla menningar-postula, vonandi það að hann haldi áfram að senda alþýðunni hin óviðjafnanlegu töfra- rit sín framvegis. Já, alþýðan er blind ef hún ekki lyftir slíkum manni upp í alþingisbekkina eða stjórnarráðið eða ráðlierra-sætið áður langt um líður. Þaðan gæti alþýðan notið hans miklu mann- kosta og væri það ómetanlegt gagn fyrir íslenzka menning á komandi tímum. í þvi trausti að þetta rætist skrifa eg mitt skírn- arnafn undir óhrœddur. Jösep S. Húnfjörð. Himinn og jörð. Þess vnr getið í blaði nokkru hér í P.vík, að Þjóð- verjar hefðu nú á valdi sínu Bialovic- skóginn í Litbauen, og var þess getið um leið, að skógur þessi væri hinn eini í heimi, er geymdi hinn næstum alútdauða Evrópu-visund. En þetta er ekki rétt, þó sjálfsagt sé rétt hermt eftir útlenda blaðinu, sem það er haft eftir, þvi villinauta tegund þessi er einnig til í nokkrum háfjallaskógum í Kákasus. Vísundur þessi er nokkuð líkur amer- iska visundinum, en ekki eins mikill um herðarnar, eins og hann. Af amer- iska vísundinum, sem áður fór í flokk- um, er í voru tugir þúsunda, um grassléttur Norður-Ameriku, eru nú ekki eftir nema fáar smáhjarðir sem haldnar eru innan girðingar. Þetta og hitt. Sannleikurinn nm Steingrím Matthiasson læknir á Aknreyri, er sá að hann fór til Þýzkalands til þess að sjá særða menn, og skoða þá í krók og kring, frá læknisfræðislegu sjónar- miði. Er þetta sett hér af því dagblöð- in hafa vsrið að rífast um til hvers Steingrimur hafi farið; eitt þeirra sagði að hann færi til þess að gerast iæknir hjá Þjóðverjum, en annað grunaði að hann mundi hlyntari Bandamönnum. „DagBbrún“ hefir hann grunaðan um að vi^a binda um sár manna, hverrar þjóðar svo sem þeir tilheyrðu. Heimssýningar. Aðsóknin að heimssýningunni í San Francico, var fyrstu sex mánuðma 10,813,153, þetta er meira, en öll að- sóknin var að fyrsta stóru amerísku sýningunni, í Fíladelfiu 1876. Á heims- sýninguna í Cicago 1893, komu 27,539,- 041 á sex mánnðum, en á heimssýning- una í París árið 1900 60,000,000 á sjö mánuðum, og á sýninguna í st. Louis 1904 18.741,073 frá 30 Apríl til 30 November F. Söngvar þeir, er sungnir eru nú í ár af millj- ónum manna, oru ekki eftir nein stór- skáld, heldur alþýðumenn. „Die Wact am Rhein“ (þýzkur þjóðsöngur) er eftir apotekaraskrifara Max Schneckenbur- ger að nafni „La Maiseillaise“, franski söngurinn frægi, er eftir óbreyttann hermann, sem Róbert Lísle hét, og „Tipperary" var afkvæmi smáleikrita- höfundar, F. Bókband, ódýpt en vandað fæst hjá Guðmundi Höskuldssyni. Frakkastíg 24. 96,000 pnnd af smjöri voru til á Hólum þegar Jón Arason féll frá. Líklega hefir eitthvað af því verið farið að súrna. F. Rnssneska ríkið hefir vaxið frá því árið 1500 um 65 fermílur enskar á dag, eða um 20,000 ferm. á ári þ. e. eins og s/s hlutar ís- lands árlega. Af Húsavfk skrifar Ásgeir Eggertsson, blaðinu: „Áfli mjög rýr i veiðistöðinni í sumar. Vertið byrjaði ekki fyr en eftir miðjan Júlí (hamlaði hafís), og var á enda að mestu í iok Sept.mán. Afli frá 40—50 skippund til jafnaðar á vélbáta (miðað við þurran saltfisk). Dálítið veiddist á árabáta á grunnmmiðum í Október og fyrstu daga Nóvember. Slátrað var í haustkauptíð fleiru sauðfé en vanalega, og hefir það staf- að af þvi, að grasspretta var með lé- legasta móti, og verð sláturfjárafurða afarhátt. — Kaup verkamanna var í haustkauptíð kr. 0,40 á sláturhúsum, en í hlaupavinnu við skip o. fl. kr. 0,50 um klukkust. að degi til, og fór upp í kr. 0,75 að næturlagi. — Tíðin er einmuna góð í ait haust, og fram um síðastliðin mánaðamót, og ge.tur ekki talist annað en góð síðan, þó óstilt hafi verið og umhleypingasöm. Frá hásetum. Skemtisainkomu ætla Hásetafélagsmenn að halda milli jóla og nýárs. Verður þar margskonar mannfögnuður, og dans á eftir. 10 kr. Þessir menn hafa borgað tíu krónur hver, sem fyrirframborgun fyrir næstu 4 árganga blaðsins: Gunnar Gunnarsson rith. Khöfn. Árni Guðmundsson Stöðvarfirði. Islenzkt og útlent skyr. Eftir Gísla Guðmundsson gerlafræðing. Tekið með leyfi höf. úr Búnaðarritinu. Frh.--------- Loks vii eg minnast lítið eitt nánar á hinn algenga gróður í íslensku skyri. Auk súrgerla eru í þvi 3 tegundir af gersveppum. Ein þeirra telst til hinna ófull- komnu gersveppa (TorulaJ, önnur til Mycoderma-kynsins og sú þriðja til algengra sykursveppa. Ennfremur eru ætíð í skyrinu 2 tegundir myglusveppa, er nefnast Oidium lactis og Monilia Candida. Oidium lactis, mjólkurmyglusvepp- urinn, hefir töluverð áhrif á hald- gæði skyrsins, þar eð hann meltir ostefnið að nokkru leyti og eyðir mjólkursýrunni, en það leiðir til þess, að rotnunargerlarnir komast fremur að skyrinu. Þessir myglu- sveppir vaxa mest á yfirborði, en stöku sinnum gengur þó mjólkurmyglusveppurinn eins og flækja í gegnum skyrið, einkum ef gellir er í því; síður er hætta á þessu í sjálfgerðu skyri. Vísindamaðurinn V. Storck, sem rannsakaði Bergþórshvols- skyrið, fann í skyrleifunum brún- ar, liðaðar lengjur, sem hann telur vera eftirstöðvar af myglusveppi. Mér þykir líklegt að þetta hafi verið leyfar mjólkurmyglusvepps- ins, einkum sökum þess, að eg hefi meðal annars fundið þann svepp í skyrleifum, er fundust djúpt í jörð síðastliðið sumar að Alviðru við Sogið. Hinar algengustu sóttkveikjur þrífast ekki i súru skyri; eftir fjögra sólarhringa vist í því virð- ast sóttkveikjurnar nær dauða en lífi. Að minsta kosti hefir mér ekki tekist að rækta þær á eftir í næringarsamsteypu, sem þeim er hagfeld. Ritstjórann er fyrst um sinn að hitta í Suðurgötu 14. Prcnlsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.