Dagsbrún - 31.12.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 31.12.1915, Blaðsíða 1
tEMJID BKKi*1 A T T ÍVI rÞOLIO >Kt J U Jr\ U O D n U 1N L ^01™ BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYHK NOKKDRRA IÐNAB/VI!- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐAHMAOUR: ÓLAF'CR FRIÐRIKSSON 27. tbl. Reykjavík, Föstudaginn 31. Desember. 1915. Þetta tölublað er siðasta tbl. þessa árgangs. Kaupendur blaðsins eru vin- samlegast beðnir hafa það hugfast að »Dagsbrún« er seld svo ódýrt að blaðið gæti ekki á nokkurn hátt staðist, ef það væri ekki borguð fyrir fram. Menn verða því að taka því með góðu, að þeir verða nú í byrjun Jan. krafðir um 1 kr. 25 aur., borgun fyrir næsta hálfa árganginn. Bæjarstjórnarkosningin. Eftir mánaðartíma eða svo eiga að fara fram bæjarstjórn- arkosningar hér í Reykjavík. Alþýðufélögin ern búin að koma sér saman um að hafa samtök sin á milli um þátttöku i þessari kosningu, og í kosn- ingum vfirleitt framvegis, því ætlun alþýðuflokksins er að ná meirihluta í bæjarstjórninni áður, en mörg ár eru liðin. Kosningarrétt til bæjarstjórn- ar hafa undantekningarlaust allir karlmenn og alt kvenfólk, sem er fullra 25 ára að aldri og sem ekki hefir þegið af sveit, eða með glæp glatað mannorði sínu, og verið til heimilis hér í Ilvík minst eitt ár undanfarið. Giftar konur hafa atkvæðisrétt þó þær séu ekki 25 ára gamlar. Kosningin fer fram leynilega, og það er kosið um lista. Eftir lögunum má með tölustöfum færa til nöfn mannanna, sem eru á listanum, og eins strika út nöfn, en *ið þetta tapast atkvœði jrá listanum. Enginn alþýðnflokksmaðnr niá því, málefnisins vegna, flytja til nofnin á þeim lista, sem alþýðnflokknrinn býðnr fram, þó hann kynni fyrir sitt leyti, að hafa víljað að röðin væri öðruvisi, en hún er á listanum. Verkamenn á Akureyri mynduðu við kosningarnir í fyrravetur gott fordæmi, því þar féllu atkvæði þau, er list- »nn fékk, næstum undantekn- ingarlaust á listann í heild sinni, en kjósendur kaupmannalist- úns höfðu hringlað svo á hon- (með því að setja töluna 1 við neðri manninn, og 2 við Þann efri), að það vantaði ekki úema 20 tíl 30 atkvæði til þess verkamenn hefðu komið báðum sinum mönnum en höfðingjarnir hvorugum þeirra er þeir buðu. Einkunnarorðið erþví: Ekk- ert hringl með nöfnin á list- anum. Við skulum sýna flokks- bræðrum okkar á Akureyri, að við kunnum að fylgja, með fylktu liði, þvi merki, er við höfum sjálfir reist, og að við kunnum að að kjósa eins og þeir. Alþýðumeirihluti í bæjarstjórn. þeir segja suinir höfðingj- arnir: Hvað ætla alþýðumenn með það að koma sinum mönn- um að í bæjarstjórn? Þvi er auðsvarað: Við ætlum að koma þar að svo mörgum mönnum, að við getum farið að ráða bænum, ráða þvi hvernig Reykjavíkarbœ er stjórnað; skilj- ið þið það? Hefði verið kominn alþýðu- meirihluti í bæjarstjórnina nú, hefðu áhugamál alþýðunnar ekki verið látin sofa þar þeim væra svefni, sem þau gera nú. Togari fyrir Rvíkurba;. Einkennilegt er það, að þó svo virðist, sem allir bæjarbúar séu svo gersamlega sammála um að bærinn eignist sjálfur togara, áð likindi eru til þess, að sýna mætti þann mann fyrir ærna peninga, sem játaði flónsku sina eða skammsýni, með því að segja að hann væri á móti þessum togarakaupum, þá gerir hin núverandi bæjarstjórn ekk- ert til þess að hrinda þessu afar þarfa máli áleiðis. Hvernig skyldi nú standa á þessu? Ætli að aðalorsökin sé ekki sú, að flestir þeirra, sem í bæjarstjórninni eru, finna ekki til þess, þó ekki sé hægt að fá fisk, af þvi þeir háfa nóg efni til þess að kaupa sér niðursoðið fiskmeti, frosnar rjúpur og kjöt (hvernig kjöt er á bragðið fara þeir fátækustu hér i Rvík nú bráðum að gleyma). Að bærinn keypti togara er sæi bæjarbúum fyrir nægum fiski til matar fyrir sanngjarnt verð, mundi verða eitt af þeira fyrstu málum er alþýðumeiri- hluti kæmi i framkvæmd. Byggíngar. Annað mál, er alþýðuflo^kur- inn mundi hrind'a í framkvæmd er að láta bæinn fara að byggja. Hibýlaskorturinn er orðinn al- veg afskaplegur hér í Rvík, og eiga menn þó ekki góðu að venjast. Mörg hundruð fjöl- skyldur búa i svo lökum húsa- kynnum, að það er með öllu óveijandi; eða skyldi nokkur álita það sæmilegt, að láta börn — komandi kynslóðina islenzku — alast upp í húsakynnum, sem ekki þætti hæfur bústaður fyrir svín annarsstaðar — vegna kulda og raka. Það er til reglu- gerð um það hvernig híbýli megi vera lökust hér í Rvík, en það væri alveg eins gott að sú reglugerð væri ekki til, úr því ekkert er eftir^enni farið, enda er bezta ráðið til að út- vega bæjarbúum hæfar og ódýr- ar ibúðir, ekki að setja reglu- gerðir, heldur að byggja. Og það er engu siður skylda bæjarins að sjá borgurunum fyrir hoilum og ódýrum ibúð- um, heldur en að sjá þeim fyrir vatni eða gasi, því eigi eru þær siður nauðsynlegar. Rærinn á nógar lóðir til þess að byggja á, og nóg er grjótið til, til þess að byggja úr, og nógar, því miður nógar, yðju- lausar hendurnar, sem fegnar vildu vinna, ef vinnu væri ^ð fá. Hvernig stendur nú á því að bæjarstjórnin skuli ekki gera neitt i þessu þarfa máli? Ja, svarið verður líkt og í togara- málinu, þeir góðu menn, sem eru í bæjarstjórn, eru ekki í vandræðum með húsnæði sjálfir, og sumir þeirra eru stórhúseig- endur sjálfir, svo það er í þeirra hag að húsaleigan haldist sem allra hæðst, en vitanlega mundi það þegar hafa þau áhrif að húsaleigan lækkaði, ef bærinn færi að byggja að nokkru ráði. Stutt en laggott. Kaupmenn og embættismenn. »Dagsbrún« berst af öllu afli móti kaupmanna og embættis- mannavaldinu, en menn mega ekki álíta það skoðun blaðsins, að allir káupmenn séu þjófar eða allir embætjismenn ræn- ingjar. í þessum tveimur stétt- um eru auðvitað upp og niður góðir og vondir menn, eins og í öðrum stéttum, og rangt er það sem einn kaupmaður sagði við ritstjórann, að »Dagsbrún« hafi sagt urn kaupmenn, að þeir væru óheiðarlegir. Þvert á móti er vafalaust meirihluti þeirra mjög heiðarlegur, því enn sem komið er, er það ekki talið óheiðarlegt að selja búðarvöru dýrara verkafólki i kaupstöðum og fátæku sveita- fólki, heldur en embættis- mönnum, stórbændum og öðr- um efnamönnum. Islenzkt og útlent skyr. Eftir Gisla Guðmandsson gorlafræðing. Tekið moð leyfi höf. úr Búnaðarritinu. Frh.--------- VIII. Hvenær er skyr heilnæmastf Á hverju stigi skyr er heil- næmast til neyzlu er erfitt að scgja, vegna þess að ekki er fullkunnugt, hvort það eru af- urðir mjólkursúrgerlanna eða þeir sjálfir, sem hafa bætandi áhrif á meltinguna. Úr viku til hálfsmánaðar gömlu skyri er auðvelt að rækta mjólkursúr- gerla, en sé skyrið hálfs árs eða þar yfir er mjög erfitt að ná þeim úr þvi, enda úrkynjast mjólkursúrgerlarnir jafnan við langa geymslu í mjög súrri næringarsamsteypu. Líklegast þykir að mjólkursúrgerlarnir sjálfir hefji baráttu í þörraun- um gegn hinum skaðlegu ristil- gerlum, og fyrir því þurfi að komast sem mest af mjólkur- súrgerlum i þarmana, til þess að meltingin sé í lagi. Eftir þessu að dæma ætti nýlegt skyr að vera hollara en gamalt skyr, og er það í fullu samræmi við matarhæfi Búlgara; þeir búa til skyr daglega og neyta þess jafnótt allan ársins hring. IX. Heilnæmi íslenzkra mjólknr- súrgerla. Hvað viðvikur heilnœmi hinna íslenzku mjólkursúrgerla hygg eg þeir sé að minsta kosti jafngildir hinum búlgþrsku, Fyrst og fremst virðast íslenzku gerlarnir ná- skyldir hinum búlgörsku, og svo eru allar tíkur til að islenzku mjólkursúrgerlarnir þróist ekki síður i þörmunum, þvi að eg hefi margreynt að þeir þróast bezt við 3í—37° C., en búigörsku gerlarnir nokkuð fyrir ofan 37° C. Metschnikoff telur hina mjóu, striklöguðu súrgerla í búlgörsku skyri ha(a meát bæt- andi áhrif á meltinguna, en nú vill svo vel til, að i istenzku skyri cru einmitt þesskonar gerl- ar, og bera þeir meira að segja perlubandssúrgerlana ofurliði, þegar skyrið tekur að súrna. Að skýr- eða súrmjólkur- neyzla hafi yfirleitt góð áhrif á meltinguna, á þvi leikur enginn efi. Súrmjólkin hefir einkum bætandi áhrif á meltinguna, álíta menn; veit eg líka mörg dæmi þess, að illkynjað garnakvef hefir læknast með góðu skyri; vil eg geta þess, að nokkrir menn I hafa fengið hjá mér bœði búlg- ’ arska og islenzka súrmjólk lil

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.