Dagsbrún - 31.12.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 31.12.1915, Blaðsíða 2
94 DAGSBRÚN Verkamenn! EMjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu weet^nft. reynslu við magalasleika; hefir þeim flestum batnað að múti, og engu siður af þeirri mjólk, sem sýrð er með íslenzkum súrgerlum. Lík áhrif hefir mjólkursúr á sfcepnur. Það er t. d. gamalt íslenzkt ráð, að gefa kúm sýru við innantökum, og þá einkum tlóaða; þetta gefst oftast vel. Yfir höfuð að tala virðast mjólkursúrgerlarnir nauðsyn- legir fyrir meltinguna. — Stein- grímur Mattíasson, læknir á Akureyri, hefir skýrt mér frá, að hann hafi þegar fengið nokkra reynzlu fyrir heilnæmi íslenzka skyrsins. Segir það meðal annars bæta ristlabólgu. X. Skyr yerzlunarvai-a. Það er sízt að vita, nema skyr geti orðið verzlunarvara. Bændur ættu að reyna að flytja það í kaupstaði til sölu og vita hvernig tekst. Skyrið mætti flytja í líkum umbúðum og smjör, t. d. þjappa því niður i kvartil og hafa smjörpappír utan með. Bezt er þá að gera skyrið úr soðinni undanrennn eða sauðamjólk og láta það standa ósiað minst 3 sólar- hringa. Vitanlega getur þetta ekki lánast nema skyrið sé vel síað og mjög vandað. En mér væri ljúft að láta af hendi kyn- góða gerla í skyi^íétta handa þeim, er kynnu að vilja riða á vaðið. Gott skyr mundi eflaust vera mjög útgengileg vara hér i Reykjavík og öðrum kaupstöð- um, og þótt það seldist tregt í byrjun, mundi það eflaust smám saman ryðja sér til rúms. Mönnum mundi skiljast, fyr eða síðar, hve viðsjárvert er að leggja niður þá arfgengu venju vorra hraustu forfeðra, að neyta skyrs og súrmjólkur i rikum raæli. Niðurlag. Að lokum ber að geta þess, að efnafræðingur landsins, Ás- geir Torfason, hefir mælt vín- anda og önnur efni i skyrinu og sýrunni. Að framan hefi eg aðeins sagt frá skyrgerð eins og hún alment á sér stað, og hvað viðvikur þéttanum, get eg eingöngu um þær aðferðir, sem samkvæmt þéttagerðartilraunum minum reyndust beztar. Annars er mér kunnugt um, að gamlar skyrgerðarkonur kunna ýms ráð til að koma sér upp þétta. Sumar endurnýja sama þéttann æfilangt, og meira að segja taka börn þeirra og barnabörn þétta- kynið í arf. Þetta er gott, en meira er þó um vert, að ís- lenzkar konur kunna að gera þétta að nýju, ef sá arfgengi liður undir lok, og i þvi taka þær frændkonum sinum i Nor- egi fram, að því er frekast verð- ur séð af fyrirlestri hins norska gerlafræðings, er eg hefi vitnað til að framan. í Júní 1913. Gisli Guðmandsson. A t h s. Eg gleymdi að geta þess, að til forna munu sumar skyr- gerðarkonur hafa notað lyfjagrös við þéttagerð í staðinn fyrir kálfs- lyf. Að visu raá gera einskonar hleypi af lyfjagrösum, en kyngóðir súrgerlar hafa ekki fundist i þeim. G. G. Jólagjöf. Á siðasta fundi Hásetafélags- ins var borin fram tillaga um að gefa blaðinu »Dagsbrún« 100 kr. í jólagjóf og að styrkja það með 25 kr. á mánuði næsta ár. Ritstj. »Dagsbrúnar« sem er ritari Hásetafélagsins, var á fundinum, og bað um að fram færi leynileg atkvæða- greiðsla um tillöguna. Voru fyrir þvi þær ástæður, sem hásetar vita, og einstaka utan- félagsmann kann að ráma í (t. d. skipstjóra, sem styrkti landssimann með því að eyða fé sínu í símskeyti, er sent var frá Flateyri). Atkvæðagreiðslan fór þannig, að ekki var greitt eitt einasta nei-atkvæði, heldur tóm já. Ritstjóri þessa blaðs mun geta sagt án þess að Ijúga hrósi um sjálfan sig, að enginn mótstöðumaður hafi getað gert hann orölausan, en hér gerðu samherjar hans hann það, með þessari algerlega einróma at- kvæðagreiðsiu, svo hann gat rétt aðeins sagt að hann ætlaði að þakka fyrir seinna. Og það veri þá gert með þessum lin- um! Fundnr þessi var fjölmennari en hinir tveir — þrir þar næst á undan. Kolin. 1 haust var auglýst eftir til- boðum í kolafarm, sem í veðri var látið vaka, að bærinn mundi kaupa. Siðan hefir ekkert frétst um þessi kolakaup, og er lík- legt að sambland af kaup- mannaótta og kaupmannadálæti hjá þeim sem fyrir bænum ráða, hafi vaidið því að ekkert hefir orðið úr þessari fyrirætlun — hafi hún þá nokkurntima verið annað en fyrirsláttur, til þess að friða bæjarbúa með i haust, þegar þeir alment voru farnir að heimta það, að bærinn gengist fyrir þvi að menn gætu fengið ódýr kol. Nú hefði þó ekki veitt af þvi að bærinn keypti kol, þar sem algerð ein- okun er nú að komast á, á bolum, hér i Rvik. Kolin, sem Verkamannafélag Akureyrar pantaði í haust, voru seld á 6 kr. 40 aur. skpd. á bryggju. Kaupfélög Yerkamanna. Eitt hið fyrsta og þarfasta verk hins væntaulega sambands Verka- mannafélaga íslands verður, að koma á fót kaupfélagsskap meðal verkamanna. Öflugur kaupfélags- skapur á að að vera önnur lyfti- stönngin undir endurreisn og efl- ingu verkalýðsstéttarinnar hjá oss. Síðasta ár hefir leitt það vel í ljós, hve heilladrjúkt það er, að vera algerlega upp á náðir kaup- mannast^ttarinnar komnir með lífsnauðsynjar sínar, Engum heil- sygnum manni ætti að dyljast það lengur, að þaðan er engrar sanngirni að vænta, og sá er bezt kominn, sem ekki þarf neitt til þeirra að sækja. Dagsbrún ætti að taka þetta mál til rækilegrar atbugunar og ræða það frá ðllum hliðura. Menn mega ekki láta það á sig fá, þó sum af þeim kaupfélögum, sem hafa verið stofnuð hér á landi, hafi orðið skammlíf. Ýmsar orsakir liggja til þess, sem auð- velt er að synda fyrir, þegar reynzlan hefir kent oss og gjört hyggna, Bezt að fara hægt af stað, var- ast skuldaverzlun og gera ekki alt of háar kröfur. Öllum verður að vera, það Ijóst, að verzlun, sem verkamannafélögin ráða sjálf yfir, er þeim hollari í alla staði, jafn- vel þó menn yrðu að kaupa vörur af henni sama verði og hjá kaup- mönnum, sem alls ekki þarf að gera ráð fyrir. Það, að geta bjarg- að sér sjálfur á öllum sviðum, er markið' sem vér erum að keppa að. Kaupfélagsskapurinn á að slíta sterkasta, og um leið óeðlilegasta bandið, sem hingað til hefir bund- ið verkamanninn við kaupmann- inn. Lánsverzlunin illræmda á að hverfa úr sögunni. „Sameinaðir stöndum vér. Sundraðir föllum yér“ á við þetta mál, eins og önnur fleiri. Sam- hugur og fólagslyndi eru íyrstu lífsskilyrðití, hyggni og varasemi önnur, og þolinmæði og einbeittur áhugi þau þriðju. Sé þetta alt til staðar, þarf fjármagnið ekki að vera með í byrjuninni. Það kemur von bráðar. Óskandi að einhverjír leggi þessu máli liðsyrði í Dagsbrún. 16 Deset&ber 1916. HaMdór Friðjónsson frá Sandi. Látnir á þessu hausti. Pétur Sœmnndsson, frv. vertlunar- itjórí ft Blöndós. Geo. Schrader, ríkur amerikumaður, som dv&lið hefir hér ft landi í nokkur ftr, og lfttið ýmislegt gott af eér leiða. Porsteinn Skaptason ritatý. ^Austr*1*. Gleðilegt! í jólablaði cins dagbiaðsins óskar Duusverzlun viðskiftavin- um sinum gleðilegra jóla. Væri það ekki vel við eigandi að hún óskaði lika gleðilegs nýárs? Dagsbrún stingur upp á því að Duus setji svohljóðandi auglýsingu í eitthvert dagblaðið: Innilega gleðilegt nýtt ár, óska eg öilum viðskiftamönnum — lika hásetuntím, þó eg búist ekki við á komandi ári að ná í 4 til 7 hundruð krónur af hálfdrætti hvers þeirra. - Kærar þakkir fyrir gamla árið — og hálfpundin. „Hœfir menn“. Þegar alþýðan byrjar að rakna úr rotinu og kjósa sína menn til allra trúnaðarstarfa kveður altaf við í sama tón hjá oddborgurun- um, andBtæðingum okkar. Þeir segja að trúnaðarmenn alþýðunn- ar séu óhæfir menn. Þeir séu ekki mentaðir, ekki skólagengnir, ekki vaxnir öðrum störfum en þeim sem likamsorku þarf til en ekki vit. Þeir segja að af veldi okkar og viðgangi muni leiða hnignun í landinu. Hinir vitru og lærðu verði ofurliði bornir. Skríllinn (það er nú þeirra nafn um alþýðuna þegar ekki er verið að tala við „háttvirta kjósendur") muni ráða og öll menning fara í hundana. Og það versta er að margir aí okkar eigin stétt trúa þessari fá- ránlegu vitleysu. Svar okkar við þossari ákæru er ofur einfalt. Víð neitum að láta nokkuð annað en reynsluna skera úr. Fyrst þegar það verður sýnt og sannað með samanburðl að stjórn alþýðumanna hafi reynst verri en stjórn höfdingjanna, kemur til okkar kasta að játast undir kenningu oddborgara. En nú vill svo vel til að við getum dálítið gert okkur i hugar- lund hver verða muni dómur reynslunnar. Við þekkjum hvernig kaupmenn og embættismenn hafa farið með Reykjavíkurbæ. Þeir hafa geflð og selt fyrir hunds- bætur nær því alla lóð undir bænum, og þannig spilað úr vasa almennings mörgum hundruðum þúsunda. Þetta fé hefir lent í vasa „heldri manna" bæjarins og nokk- ura gróðabrallsmanna. Þeir bafa verið ósparir á að láta kaupmenn og útgerðarmenn (feður borgar- innar!) hafa lóðir og landspildur utanbæjar, sumpart undir fiskreiti eða tún, en með alt of lágu verðL Þeir hafa komið því lagi á að leggja bæjargjöldin aðallega á sem persónulegan skatt, þar sem hver einasti fátæklingur verður að borga talsverða upphæð, jafnvel þótt hann geti varla dregið Uarn liflð og fætt sig og sína, en stórkaup- maðurinn og útgerðarmaðurinn sleppa með skatt sem þeir vita varla af. I stuttu máli: 8Höfð-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.