Dagsbrún - 31.12.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 31.12.1915, Blaðsíða 3
D A’G SBRÚN 95 ingjarnir" hafa heilmikla þekkingu, en yfirleitt nota þeir hana á skað- legan hátt, nefnilega til að skara eld að köku efnamannanna, sem eru þeirra félagar og fylgifiskar, en leggja aftur byrðina á smæl- ingjana, sem enga eiga fulltrúa við vðldin, og ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Síðan við skildum þetta, að „heldri menn- imir" nota ekki vitið og þekking- una nema helst til að bjarga sér sjálfum, þá fórum við að hika að kjósa þá. Okkur datt í hug að alóskólagengnir menn kynnu að geta gert meira en að jafnast á við þá, af því þeir geta lagt sig alla fram. Þessvegna er bezt fyrir „heldri mennina" að fara varlega í sakirnar. Við erum farin að þekkja þá. Það voru ekki alþýðu- menn endurskoðendumir í bæn- um, þar sem 900 kr. villa var óleiðrétt í reikningunum. Alþýðumaður. Jólavisur! Signi „jólin" sífelt ný, svoldarbrautir háar, signi „Jóla-helgin“ hlý, hörpustrengi sálar. Signi „Jól“ um bygð og ból. bræðradreirann rauða signi „Jóla“ söngva Ijóð, sigur lifs og — dauða Signi „Jólin" veikt og valt, vart er áröxt gefur. Signi „Jólaengill* alt, anddardrátt, sem hefur. Signi „Jólin" þá er þjáat þungt við reynslustandið. signi „Jóla“ eilif ást, elskað föðurlandið. Paðir sólar kærleikskær! hvels — und bjartri — línu, fríðhelg „Jólin“ fær oss nær, föðurhjarta þínu. Jósep S. Húnfiörð, Athugasemd. Á almenna verkamannafundin- um, sem haldinn var um daginn, fór einn ræðumaður mjög hörð- um orðum um þá sem stæðu utan við félagsskapinn. Eg fyrir mitt leyti álít rangt að hrúka svo stór orð, og ímynda tnér að þessir menn sem við er átt fáist ekkert frekar inn í fé- fagssapinn þó þeir heyri klúryrði °g stóryrði í sinn garð, heldur ðýst ég við að það komi, þvert 4 móti, kergja í þá við 'það, og b>ð menn því eigi brúka slík orð f annað sinn. S. O. Áthngasemd rið »Athngaaemd«. Það má vel vera að stór orð 8éu til lítils, en ritstj. þessa blaðs biður hr. S. G. og aðra góða tuenn að muna það, sem hann ^^Sðí á fundinum að þeir verka- tuenn eða verkakonur sem halda áfram að standa utan við verka- lýðsfélagsskapinn eftir að búið er að skýra hann, fyrir honum eða henni, er ekki eins góður drengur eins og sá eða sú, sem gengur í félagsskapinn, og tekur þar með því þátt í þeirri ábyrgð og þeim kostnaði, sem fylgir því að bind- ast, 8amtökum. Jafnaðarstefnu rlkið. Þýtt úr dönsku af F. J. Akureyri. (Niðurl.) ---- Það, sem rann í sjóð inkaans, var ekki eyðslufé handa honum, heldur ríkissjóðurinn. Úr honum átti að borga opinberar byggingar, kostnað við vatnsleiðslur, laun embættismanna og yfir höfuð alt sem til almennra hóilla horfði, svo fjórði hluti hefir naumast verið of mikið. Á vorum tíma mundi þessi hluti hafa veitt okkur járnbrautir, sporvagna, bókasöfn almenna samkomustaði, leikhús o. s. frv. — Það var félagssjöð- urinn. Aftur á rnóti var þvi, er gekk til kirkju og klerka, ekki eins vel varið. Það fæddi og klæddi þá, sem ekki unnu. Pó verður að geta þess að áður fyrri höfðu prestarnir alt andlega lífið á fóðr- um. Prestarnir voru einnig lærðir menn, rithöfundar, vísindamenn og skáld, söguritarar og ritstjórar. Hofin voru meðfram háskólar. Trú og vísindi voru eitt. Þannig var sálar-hlutanum varið til alls andlega-lífsins. Nú á dögum myndi það hafa runnið til skól- anna, bókmenta, blaða, stjörnu- rannsókna (Hofin voru þá stjörnu- turnar), efnarannsókna o. s. frv. Þó þjóðin lifði aðallega á land- búnaði var það þó ekki eina at- vinnan. Yið Jiðfum áður getið um að námuvinna var allmikil. Allur hreinn ágóði ágóðí af henni rann í ríkissjóð eða til inkaans, og lýsir það glöggt mentunarstig þjóðarinnar, að verkamennirnir þar voru ekki þrælkaðir, heldur var farið betur með þá, en verka- menn nú í „kristnu" löndunum. Einnig voru ofin klæði úr ull al tömdum og viltum sauðfjárteg- undum, sem voru veiddar á viss- um tímum af öllu fólkinu, og var ullinni skift niður á heimilin til vinnu. Fötunum var skift eins og jarðframleiðslunni fyrst var unnið fyrir „sólina" andlegalífið, þá vesælingana, síðan fjölskylduna, og síðast kom ríkið eða konung- urinn, ef nokkur afgangur var, annars fékk hann ekkert. Vinnunni var auðvitað lítið „skift". Aliir unnu alt, og kon- umar hjálpuðu til alls, þó var „kvenfrelsið” komið vel á veg þar. Þeir, sem hneigðir voru til raálm- smíða, eða annars, voru einkum notaðír til þess, er þeir höfðu hæfileika til. Jörðin var ræktuð svo visindalega, sem hægt var á þeim tima. Þar, sem nú em eyði- merkur, vpru þá aldingarðar. Hver jarðarskiki var notaður. Stórar vatnsleiðslur gjörðu eyðimörkina frjósama. Nú á timum skoðum við þetta ekki fyrirmyndar þjóðfélag. Það var fullkomið einveldi, en þó „föð- urlegt“, líklega það eina, er sögur fara af. Grundvallarregla þess var: Alt fyrir þjóðina; en alt að ofan. Það vöntuðu mikilvæg mentunar- tæki, svo sem skrift og járnverk- íæri. En því dásamlegra er það; og það hlýtur að mæla með fyrir- komulaginu að svo góður árangur fékkst, þrátt fyrir svo léleg tæki. Það hafði að minsta kosti tekist að koma algerlega í veg fyrir að nokkur hluti þjóðfélagsins sykki í örbyrgð og niðurlæg- ingu. Fátækt þekkist þar ekki, og er það meira, en hægt er að segja um vorra tíma menningarlönd. Yið hljótum að viðurkeuna að þeirra menning var mildari og i rauninni „kristilegri", en okkar, pó ekki væru þeir, eins langt komnir í eðlisfræði og vélfræði. Ekki loku skotið fyrir að sagna- ritarar seini tíma, segi að íbúarnir í Perú hafi sumstaðar í stjórn- fræði verið lengra á leið komnir, en við. Hvernig sem á það er litið dugar ekki lengur að slá þvi fram að jafnaðarstefnan sé óframkvæm- anleg eða lýsa henni, sem draum- um fábjána og varmenna, sem ekki verði komið á, nema méð alt öðruvísi dygðum og gáfum en við höfum nú. Að segja þetta oítar virðist hlægilegt og kemur í bága við þá staðreynd að jaínað- arstefnan hefir ráðið lögum og lofum hjá stórri þjóð með verri menningartækjum en vér höfum nú. Það eina, sem hægt er að segja nú er að jafnaðarstefnan sé ekki framkvæmanleg nema með einveldisstjórn, ekki með lýðstjórn. Með öðrum orðum að hægt sé að koma jafnaðarstefnunni á í Rússlandi, og bannfæra þannig fátækt og örbyrgð, en ekki á Frakklandi, Bretlandi eða í Banda- rikjunum. Og væri það sannað myndi renna upp sá dagur, að allir verkamenn heimsins segðu: „Gefið okkur einveldið og takið frá okkur neyð og fátækt. Við viljum heldur einveldi inkanna og vinnuna breytta í gleði, en lýð- stjórn með Whitechapel') og vinnu- leysi, sem stjórnin getur ekkert ráð fundið gegn“. En menn ættu að minnast þess að sú var tíðin að sagt var að lýðveldi væri ómögulegt nema með þræla haldi. Frelsi einstak- lingsins yrði að byggjast á þrælk- un. Og ekki er langt síðan að því var haldið fram að lýðveldi gæti eigi staðið saman út á við, eða háð stóran ófrið. Sú heimska var hrakin þegar Bandaríki Norður- Ameríku háðu eitt það stærsta stríð er sögur fara af, með svo miklum krafti að íá einveldi, hefðu gert betur, og báru fullan sigur úr býtum. Ef til vill verður það lika einhverntíma viðurkent að lýðstjórn getur þegar hún vill háð sigursælt stríð við neyð og *) Wbitechapel hluti af Lundúnum. Svartur blottur á „siðmenningu“ nú- túnana. Þar er fátæktin neyðin og sóðaskapurinn og hungrið, glæpir og I siðleysi á hæðsta stígi Pýð. fátækt og komið svo ár sinni fyr- ir borð, að eins verði i Englandi og var í Perú, að sá, sem getur unnið fái vinnu og lífs viðurværi, og sá sem ekki getur unnið líði ekki neyð. Vissulega væri það smán, að verða að viðurkenna, að það, sem Perúbúar gátu gert með svo fáum og óbrotnum tækjum, geti hinar kristnu þjóðir nútímans með öll- um sinum uppfyndingum, öllum náttúru öflunum í þjónustu sinni til að fæða og klæða þjóðina, ekki komið í framkvæmd. Að mentuðu þjóðirnar geti ekki gert það sama og Perúbúar út- rýmt fátæktinni. En mentuðu þjóðirnar nota ekki einu sinni einfaldasta ráðið við þjóðarbölinu örbyrgðinni, því í hverju einasta iðnaðárlandi og i nærri öllum löndum eru feiki landflæmi sem gætu fætt milljónir manna órækt- uð — en fólkið sveltur í bæjun- um. Jóla-konsert Eggerts og Pórarins Guðmundssona. Konsert héldu þeir bræðurnir Þórarinn og Eggert Guðmunds- synir í dómkirkjunni um kvöld- ið, annan dag jóla. Konsert þessi var mjög vel sóttur (8 til 900 manns) og skemtu menn sér vel. Lögin voru smekklega valin og ágætlega spiluð, og hljómuðu vel í kirkjunni, bæði orgel-solospilið og samspilið; af því fymefnda einna bezt lögin tvö eftir Bach, sem hljómuðu sérlega hátiðlega. í Romance Johans Svendsens í G-dur og Tráumerei Schumanns heyrðist sérlega vel hve miklum og fögr- um hljóm Þórarinn nær úr fiðlunni. A. F. Sex skippundin. Eftír beiðni þessara fiskimats- manna, sem hér eru nefndir: Jón Magnússon, Árni Jónsson, Ól- afur Jónsson, Guðm. Gissursson, Jón Þórðarson, Jón Ólafsson, skal þeBS getið, að það er ekki átt við þá, i smágrgrein um flskimat, er stendur í 22. tbl, þessa blaðs. 10 kr. Borgað íyrstu fjóra árganga blaðsins íyrirfram með 10 kr.: Filipus Vigfússon, Blöndós, Síra Gisli Kjaxtansson, SandfeUi. Gunnar Gunnarsson. Nýjarjfútgáfur eru komnar á dönsku af sögu Borgarættarinn- ar og£af »Livets Strand«.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.