Dagsbrún


Dagsbrún - 08.01.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 08.01.1916, Blaðsíða 1
EKKI FRBMJIÐ RANQINDI DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN UT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFELAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 1. tbl. JZZL - "ZJ Reykjavík, Laugardaginn 8. Janúar. 1916. Ijásetafélag Rvíkur. Fund er ekki hægt að halda fyr en Miðvikudaginn 12. Jan. (verður þá haldinn í Bárubúð kl. 7 síðd.). Meðlimir félagsins eru beðnir um að ráða sig ekki á þiiskip fyrir þennan fund. Bach. Ranglátir tollar. Kaffi og sykurtollnrinn. Vegir eru lagðir, brýr eru bygðar fyrir landssjóðsfé. Sam- göngur með ströndum fram eru styrktar af almannafé. Skól- um landsins er haldið uppi af því opinbera, og mikið af því fé, sem til þess gengnr, er tek- ið með óbeinum sköttum úr vasa þeirra manna, sem eng- an möguleika hafa til þess að nota þessí menningartæki. All- ur fjöldi landsmanna verður sökum fátæktar að fara á mis við þá þekkingu, sem æðri skólar landsins hafa að bjóða, og samgöngutækjanna njófca þeir frekast, sem efni hafa á að ferðast á sjó og landi, og þó geldur fátæklinguriun jafn- háa fúlgu í landssjóðinn, eins og sá ríki i óbeinum sköttum. Blásnauður þurrabúðarmaður leggur vegina og byggir brýrn- ar handa þeim sem reiðhest- ana eiga; hann geldur styrkinn til skipaferðanna kringum land- ið til þess að kaupmenn og embættismenn geti létt sér upp i sumarfriinu. Já, þurrabúð- urinn, sem vakir nótt og dag við fisk- og síldarveiði, hann gerir þetta um leið og hann drekkur kaffið sitt eða teið. Enginn tollur er jafn ósann- gjarn og kaffi- og sykurtollur- inn. Hann er ósanngjarn fyrir þá sök, að mikill hluti lands- manna getur auðveldlega losn- að að miklu leyti við aðgjalda hann; sveitafólki, sem hefir næga mjólk og smjör er innan handarað losnaviðkaffidrykkju, en þurrabúðarfólk getur ekki án þess verið að nota mikið kaffi, sykur, te eða kakó, en á öllu þessu hvílir þungur tollur og hefir verir hækkaður fyrir nokkrum árum. Árið sem sim- »nn var lagður ef eg man rétt. Já, eg gleymdi símanum áðan, þið þurrabúðarmenn hafið lagt ykkar skerf til þess að sími yrði lagður til landsins og um Jandið, en hvers hafið þið not- *ð i staðinn. Hver stórlyga- sagan elti aðra eftir simanum i fyrstu inn til kaupmannanna og út frá kaupmönnunum til ykkar og allar hnigu þær að sama ósi, allar til þess að gera ástandið ísk}rggilegra og til þess að hækka verð á nauðsynja- vöru. Þetta hafið þið grætt á símanum, en fésýslumenn og kaupmenn hafa grætt þetta ár svo tugum og hundruðum þús- unda skiftir á því að síminn riefir flutt þeim tíðindi um hækkandi verð á fiski og síld. Hér skal að eins nefnt eitt dæmi af mörgum: Kaupmað- ur Norðanlands frétti í gegn- um simann, að sild væri að stíga í verði á útlendum mark- aði; hann bregður skjótt við og kaupið 5—6 þúsund tunnur síldar af útgerðarmanni, sem ekki hafði verið eins fljótur að ná í fréttina um hækkandi síld- arverð. Nokkrum dögum seinna seldi kaupmaðurinn þessa sömu síld 50—60 þúsund krónum dýrari, en hann keypti hana. Þessar 50—60 þúsund krónur græddi kaupmaðurinn á~einu símskeyti, en hvað hefir þessi kaupmaður lagt mikið til sím- ans í öndverðu þegar hann var lagður? sjálfsagt ekki eyri meira en þú fátæki þurrabúðarmað- ur, sem ástæðurnar hafa neytt til að kaupa svo mikið af toll- skyldri vöru: kaffi, sykri, kakaó og tei, ef til vill leggur hann minna til menningarþarfa, hann á tvær kýr, svo hann getur drukkið mjólk í staðinn fyrir kaffi, hann kaupir smjör úr sveitinni svo ekki þarf hann að drekka kaffi með þurru brauði eins og sjómaður í hákarlaleg- um, eða fátæk síldarsöltunar- kona. En hver er leiðin út úr þessu ósanngjarna tollmáli. Uudunfarin þing hafa eitt eftir annað fjallað um tollmál- in og aldrei fundið rétta leið, af þeirri einíöldu ástæðu, að rétta leiðin í tollmálunum verð- ur aldrei fundin með óbeinum tollum á nauðsynjavöru. Með- an munaðarvaran ein, svo sem vín, tóbak og fl., gat borið toll- ana í landssjóðinn voru óbeinir tollar nauðsynlegir og réttlátir og eru það enn, það sem til munaðarvörunnar nær, en úr þvi að henni sleppir eiga tekj- ur landssjóðsins að vera fólgn- ar í beinum sköttum, svo sem eignaskatti, tekjuskatti og verð- hækkunarskatti. Nú sem stendur er ekki goldinn tekjuskattur af beinum útgerðar- og landbúnaðargróða, tekjuskattinn gjalda því aðal- lega kaupmenn, iðnarmenn og embættismenn, en allur sá stór- gróði sem fallið hefir í skaut útgerðarmanna og bænda þessi tvö síðastliðin ár, hefir verið laus við tekjuskatt. Þessi af- skaplega meinloka í skattalög- gjöfinni, stafar óefað frá ofríki útgerðarmanna og bænda á sið- ustu þingum, hver ýtir þar byrðinni af sér yfir á þann máttarminni. Síðasta þing er beztur spegill þeirrar myndar, eins og það breytti i dýrtiðar- málinu, talaði í tvo mánuði um stríðsskatt á land- og sjáv- arafurðir, — sem hækkað hafði i verði vegna striðsins — en gerði ekkert annað en mála- myndarkák, sem betra hefði verið ógert, en svo auðvirðilega gert. Þeir skattar sem eg hefi bent á hér að framan sem framtíð- ar tekjustofna tyrir landssjóð- inn, verða þá þessir: Verð- hækkunarskattur og tekjuskatt- ur af eign og atvinnu. Um verðhækkunarskatt er að likindum ekki að ræða í nán- ustu framtið, sem stóra tekju- lynd fyrir landssjóðinn, en sjálf- sagt er að hafa hann til þegar á þarf að halda, og með sér- stöku fyrirkomulagi gæti hann komið til framkvæma þegar i stað. Tekjuskattur af eign og at- vinnu er aftur á móti mjög líklegur til þess að verða lands- sjóðnum drjúg féþúfa, ef hann væri hækkaður sæmilega, og lagður á gróða af sjávarútvegi og landbúnaði, eins og eðlilega á að vera; slíkt nær engri átt að draga undan vissar tekju- greinar. Bóndi og útgerðar- maður er jafn skyldugur til þess að greiða skatt til þess opinbera eins og iðnaðar- og embættismaður og kaupmaður og skatturinn á að hækka að minsta kosti upp í 10 kr. af 100 krónum i hreinum árs- gróða. Tekjuskattur af atvinnu eins og hann er nú lagður á, er ekkert annað en málamynd- ar kák, 1 kr. til 4 kr. af hundr- aði, og aldrei hærri en 4 kr. þó gróðinn sé tugir og hundr- uð þúsunda eins og hann er hjá sumum útgerðarmönnun- um þetta ár. Já, meira að segja útgerðarmennirnir með tugi og hundrnð þúsunda í hreinum ársgróða, eru lausir við þennan lága tekjuskatt. Siðasta þing mundi eftir að framlengja vörutollslögunum, en það gleymdi, náttúrlega af vissum ástæðum, að skattskylda útgerðarmennina. Þingið, sem ekki hafði ráð á því að veita nokkur þúsund krónur til kvennaskóla á Norðurlandi. í framtíðinni býst eg við og vona, að það verði stefna verka- manna og jafnaðarmanna, að koma skattamálum landsins í betra horf en nú er, og fyrsta atriðið á þeirri stefnuskrá verði: Afnám kaffi- og sykurtolls. Hærri tekjuskattur. Verðhækkunarskattur. Erlingur Friðjónsson. Úr eigin herbúðum. Hásetafélag Hafnarfjarðar. Meðlimir þess eru nú orðn- ir yfir 70. Hasetafélag Rvíkur. í lögum félagsins er gert ráð fyrir því að félagið hafi fastan starfsmann. Kom til umræðu á síðasta fundi, hvort eigi væri ráð nú að fara að framkvæma þennan hluta laganna. Var kosin 3ja manna nefnd til þess að athuga málið. Þessir voru kosnir. Guðm. Kristjánsson, Ingvar Einarsson, Jósef Húnfjörð. Bréf. p. t. Leith 15. Des. 1915. Kæri ÓIi! Pö eg skrifi mig í Leith þá er það í rauninni ekki alveg rétt, því þangað má enginn koma. Það er eins og Englendingar séu að tapa vitinu, og hér er alt orðið stíangara en í Rússlandi. Eg er á leið til Hafnar á e.s. Island og við liggjum í Leith- Docks, megandi ekki stíga fæti á land. Alstaðar hermenn á verði með steyttar byssur. Um daginn lá við að þeir dræpu einn ástkæran landa okkar, sem var ekki nógu fljótur að segja til sín í myrkrinu. Byssusting- urinn var á leiðinni inn um naflann á honum, þegar hann gat stunið því upp hver hann væri og hvert hann færi. Allir landar, sem hér eiga heima, verða að hafa skirnarseðilinn í vasanum (en bóluattestið er ekki heimtað), og þeir eru undir ströngu eftirliti hvar sem þeir fara. Læt eg nú þetta vera, en »eg sló þá á mitt lær«, þegar eg heyrði, að við mættum engin ensk blöð fá um borð. Það er

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.