Dagsbrún


Dagsbrún - 08.01.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 08.01.1916, Blaðsíða 2
DAGSBRÚN Vegna anna í prentsmiðjunni getur blaðið ekki kom- ið út nema hálft. Dagsbrún kemur út tvisvar í næstu viku, Miðvikudag og Laugardag. nú orðin forboðin vara, að sögn vegna þess, að uppvíst liefir orðið að Þjóðverjar hafa notað ensk blöð til að flytja ýmsar þarfar upplýsingar um hernaðarráðstafanir. Það upp- lýstist, að einn iandi okkar hafði framið þann glæp að færa okk- ur »Scotchman« (þetta guð- hrædda valinkunna sæmdar- blað) — hann tekinn — ekki skotinn þó — en sektaður — við vitum ekki hvað hátt. (Eg frétti þó rétt núna að ekki yrði úr sektinni, L. s. d.) En við erum nú búnir að dúsa 6 daga og 6 nætur í »dokkinni« svo við erum farnir að venjast vist- inni, sbr. vísuna hans Cowers: »Það er orðið »home sweet home«, hjá henni Möngu »Car’ið«; og sennilega megum við enn bíða í 2 daga. Fyrst fór sólarhringur í að komast gegnum allar vífllengjur — toll- þjóna og stöðvamenn — inn í hafnarkvína, svo var nú Laug- ardagur, þá fæst enginn brezkur verkamaður til að vinna eftir kl. 1. Svo kom Sunnudagurinn og hann var eins og þú veist; þá má ekkert gera nema fara í kirkju; þó sagði mér kunnugur að hægt væri að ná sér í viský á vissum stað, ef maður kæmi þar með pípuhatt og sálmabók undir hendinni og það var satt. Þar sátu margir alvörugefnir Skotar allir með pípuhatt og sálmabók á borðinu hjá sér og líka viský — one big — hver þeirra, en það er stærra staupið, sem þeir kalla svo. — Nú héld- um við að á Mánudaginn stæði mikið til og þá yrði unnið af krafti dag og nótt, en það var öðru nær. Einhver verk- stjóri tók uppskipunina upp á »akkorð« — en ekki að tala um að vinna á nóttunni og ekkert loforð um hvenær verk- inu skyldi lokið, svo þeir geta teygt okkur á eyrunum eins og asna. Og hvílíkir verkamenn! Það er úrkast og afgangur af fólkinu, því allir góðir menn og hlutgengir eru farnir í stríð- ið. Það eru örvasa gamalmenni, úttaugaðir af vinnu og viský. í gær hættu þeir vinnunni um miðjan dag og komu svo aftur kendir um eftirmiðdaginn og svo lagðist einn út af á þilfar- inu, blindfullur, og lá þar það sem eftir var vinnutímans. Og í dag hafa þeir tvíhlaðið — ekki þó skipið, heldur sjálfa sig — síðan hættu þeir kl. 6 og sögðust ekki geta unnið meira, og var víst alveg satt. En þetta verðum við að líða þeim, því annars fáum við enga vinnumenn, enda mörg skip í »dokkinni«, sem þarf að ferma og aíferma. Vinur minn í landi, yfirlæknir við Royal Infirmary ætlaði að hjálpa mér til að fá leyíi tii að koma í land til þess að sjá særða menn (til þess fór eg utan með meðmælum og styrk frá stjórn- arráðinu). Við skrifuðum til danska generalkonsúlsins, en hann fór í herstjórnina í Edin- borg. Hann fekk leyfið — eg himinlifandi glaður — en svo þegar til kom þorði herstjórnin hér við höfnina ekki að leyfa það nema líka kæmi leyfi frá »Home office« í London en það kemur víst ekki, og þar við situr. Eg verð því að snúa baki að Englendingunum og fara til Pjóðverja, hvað eg lika ætlaði. Og eg næ ekki upp í nefið á mér af ergelsi út af smásálarskap Breta, svo mér liggur við að kyrja yfir þeim að skilnaði flimkvæði það sem Ágúst Strindberg orti til Eng- lands og Jón Ólafsson hefir þýtt. En eg segi líka eins og Strindberg að endingu: »eg fyrirgef þér England, þínar Afrikusyndir, þín Indlandsbrot o. s. frv. — eg fyrirgef þér England, ekki fyrir sjálfs þíns sök, heldur fyrir þína: Dickens, Darwin, Spencer og Mill«. Vertu svo margblessaður Öli. Þú mátt nota ef þú vilt þetta bréf í blaðið þitt. þinn einlægur Steingr. Matthiasson. Kvöldskemtun Hásetafélagsins. Hún var 30. Des. og fór mjög vel fram. Næst þegar við höldum skemtun vil ég að engum ut- anfélagskarlmanni sé hleypt inn, ekki fyrir það, að ég álíti okkur hásetana eiginlega neitt betri, en verkamenn eða iðn- aðarmenn, eða jafnvel latínu- drengi af háskólanum, heldur blátt áfram af því að við er- um svo fjölmennir í félaginu, að »Báran« langt frá þvi tæki okkur alla, ásamt konum og kærustum og það þó hún væri helmingi slœrri, en hún er nú. Enginn vafi er á þvi, að menn skemtu sér ágætlega þetta kvöld, þó gerði það of- urlítið skarð í gleðina fyrir þeim, sem dönsuðu að gólfið var oft hálf-fult af andskotans mentaskril og tilheyrandi blind- fullum »dömum«, sem smygl- að hafði verið inn af utanfé- lagsmönnum, eftir að ballið var byrjað. Má merkilegt heita, að fólk þetta, sem sækir hvert ball, sem haldið er hér í Vík — af sama kappi, og hræfugl- ar sækja í hvern skrokk af drekktum köttum, sem i land rekur — skuli Vera svo ger- sneytt sómatilfinningu, að það skuli ekki skammast sín að svíkja sig inn á samkomur þeim óviðkomandi félaga. /. (logaraliáseti). Stökur. (Kveðnar á kvöldskemtun Hásetafélagsins 30. Desember 1915.) Þennan tjáum fagnaösfund fjarri torgum kifsins, gleöjumst pá á góöri stund gteymum sorgum lífsins. Lyftum hreinni hugarborg höldum léttu geöi, kvcðum burtu sára sorg sigrum þraut með glcði. Unaös-ljúft hjá lindunum látum andann dreyma, mótgangs-skuggamyndunum meðan skulum gleyma. Mýkjum haröan hug og þrótt hreims — þá — listin gjallar, yfir stryka skulum skjótt skéðar þrautir allar. Lyftum sönnum sigurfald sviftum okurs-dróma; saman tvinnum vilja’ og vald, verum oss til sóma. Víða er í »veröld« reymt vofur mörgum kunnar, höfum því i huga geymt hlutverk »alþýðunnar«. Félagsheild og »hamingjan« hygg eg lýðnum bjargi; ann ei lengur »alþýðan« ólaganna fargi. Fátt er enn að fullu bætt llest vill réttu hamla mun því verða minnisstætt mörgum árið gamla. Víkingslið þá lagði’ í haf leystust strengja böndin, góðan afla ýmsum gaf örlát Drottins höndin. Það á aldrci alda hrós — enginn mögla þorði — rándýrsklær þá komu í ljós kúgarans frá borði. Náðar myglu molum hjá minkar fjárhagsstoðin. Það vill reynast raun að sjá rétt sinn fótum troðinn. Slíkan æfum sóma sið sviftum okurs-böndum, traustir bræður til þess við tókum saman höndum. Fagrar vonir falli’ í skaut Fróns — við — Norðurpólinn yfir ljósa lukkubraut ljómi frelsis-sólin. Saman leggjum arm í arm oss svo betur líki. Júnisól, með blóm viö barm, bliki’ í andans riki. Hlotnist stundir hagnaðar hverfi lundin meina, hér sé fundur fagnaðar fyrir sprund og sveina. Mentaþjóða semjum sið svinnann bjóðum arminn, hryndum móði megnum við mjúkan fljóða-barminn. Engum vansa aukist grið almúgans i náðum. Styrkjast sansar stiltan við stiginn dansinn bráðum. Sóma þjónura siðum öll sökkvi tjónið vandans, hrynji tóna fossa föll fyrir sjónum andans. Þegar hallar »óttu« á »árdags« gjalla kvaðir, eftir snjalla skemtiskrá skilji allir glaðir. Fremda klárir félagsmenn — fjörugt hlakkar lyndi — gamla árið — endað senn — ykkur þakka’ í skyndi. Fyrir hlýjan félagsvott frelsis — kjmduin — glæður, árið nýja gleðji gott göfuglynda bræður. Jósep Sv. Húnfi'örð. Koncert. Þeir bræðurnir Guðmundssjmir héldu konsert aftur í dómkirkjunni um kvöldið 2. Jan., og höfðu að nokkru leyti breytt til um viðfangs- efni. Fór konsert þessi mjög vel fram, sem hin fyrri, og var vel sótt. Þetta og hitt. Viunr blaðsins Gísli Magnússon skósm. í Borgar- nesi skrifar: »Mér hefir láðst að geta, eða yður glej’mst, úr bréfi mínu, að kaupgjald við að slátra var óvenju hátt hér í haust, frá 3,70 og þar yfir«. Veitt eftirtekt. Það er nýtt aö sjá lesverða grein i dagblöðunum svokölluðu. Ein slík grein stóð í »Fréttum« 5. þ. m. og hét »Konur«. Rafsegnl kom mönnum til hugar að nota til pess að ná járnflisutn (sprengi- kúlna) úr særðum mönnum. Aðferð þessi hefir þó að mestu reynst ónýt, og aðeins brúkleg þegar göngin, sem flísin hefir gert inn íTioldið, liggja þráðbeint á milli flísarinnar og sársins á hörundinu. Rússar ætla nú, þrátt fyrir ófriðinn að fara að tvöfalda járnbrautina austur að Kyrrahafi. Svo sem kunnugt er, var upprunalega ætlast til þess, að það væru tvennir teinar á braut- inni, svo lestir, sín úr hverri ált, gætu alslaðar á henni brunaö fram- hjá hvor annari, en embættismenn ríkisins stálu svo miklu af fénu, sem til þess var ætlað, að það þótti gott að brautin skyldi komast á með einum teinum. Vonandi að betur takist nú! Himinn og jörð. Norðnrljóslu. Þau eru ekki mest við norð- ur pólinn, svo sem margir halda, heldur á tiltölulega mjóu belti sem liggur í hring um norður- segulskautið, og liggur belti þetta um tsland, eða rétt fyrir sunnan það. Við Noreg liggur það að nyrðsta og vestasta hluta landsins (mörgum breiddarstigum norðar en hér við land) en hvergi annarsstaðar liggur það nærri löndum, er mentaþjóðrr byggja. ísland liggur því sérlega vel við, sem norðurljósarannsóknarstöð. Kaupendur blaðsins, sem ekki fá blaðið skilvíslega eru beðnir að láta ritstjórann vita. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.