Dagsbrún


Dagsbrún - 15.01.1916, Page 1

Dagsbrún - 15.01.1916, Page 1
iEMJIÐ EKKlH W" 1T Y^k Y rÞOLIÐ EKKI^ RANOINDI J 1 J \J( Q |3 y 1\ L RAWQIND1 ^ BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 3. tbl. Reykjavík, Laugardaginn 1 5. Janúar. 1916. J afnaðarmannasöngur. Hugsjónir nýjar hjá fólkinu fæðast frelsis og jafnaðarstefnan er það. Smásatnan dygðirnar göfugar glæðast gallarnir hverfa er komast þær að. Trauðlega fórnfúsir mannvinir mæðast þó mótspyrnu reyni af afturhalds sjót, einræðið nafnkunna heldur ei hræðast hjálpsamir smælingjum ofríki mót. Leiðtogi kúgaðra Ijúft er að vera ef leyst getur venjunnar harðsnúin bönd, því sælastir verða, þeir góðverkið gera þó gjaldið sé lítið, sem fá þeir í hönd, þvi minningin þess verður myntinni fegri ef mönnunum ryðurðu greiðari braut og eftirá hvíldin ánægjulegri þá unninn er sigur og buguð er þraut. Allir með göfugum hugsunarhætti hljóta að játa að stefnan er rétt, þeir hinir sömu munu’ eftir mætti meta að verðleikum kúgaða stétt. En fyrir sannleikann þrjóturinn þrætti og þóttist af hagnaði unnum með prett, fátækann verkalýð viljandi grætti með vaxandi græðgi, sem enginn fær mett. Það mun komast sú breyting á bráðum — bæði sýnist hún réttmæt og þörf — að ekki verði þeir einir í ráðum eins og fyrri, sem kaupa vor störf. Því kjörin, stundum, sem fengust hjá fjáðum fátækum reyndust þau ónóg og hörð, og því er ei fráleitt að fela, það báðum að fjalla um verðlag þá kaup eru gjörð. Þér sem að unnuð á annara sveita og enn viljið framvegis halda þvi á, fátæka verkamenn rýja og reyta og ráða yfir arðinum sem að þeir fá, og viljið þó dýrðlegir heiðursmenn heita höfðingjar sjálfvaldir fólkinu hjá. Stefnunni yður mun betra að breyta í bróðerni réttlátuin samningum ná. Þvi grunnurinn bæði’ er með göllum og fúinn und gæfunnar höllum á þessari stund, og heldur mun hverfandi höfðingjatrúin því hennar er minning sem blæðandi und, hún er svo máttvana lifsþreytt og lúin og langar að taka sér dálítinn blund og stéttanna’ á milli nú biluð er brúin og bíður, uns höldum í einingu fund. Hrafn. Hásetafélag Rvikur. Á 14. fundi félagsins, er hald- inn vár í Bárubúð 12. jan. 1916, voru gerðar svohljóðandi sam- þyktir, er gilda fyrir félagsmenn: 1. Fiskur af þilskipum, sem seldur er upp úr salti, skal allur vera óragaður. Komist ekki samkomulag við útgerðar- mann í þá átt, skulu hásetar, eða fulltrúar þeirra, hafa heim- ild til að taka sjálfir, það sem kynni að verða metið nr. 2, af þeirra hlut, og hagnýta eftir eigin vild. 2. Fiskinn skal vigta úr hverj- um túr svo fljótt sem fulltrúar háseta hafa ástæður til. 3. Félagsmeðlimum sé heim- ilt að ráða sig upp á að borga ákveðið verð á salti í fiskpundið, þó ekki meira en 3 aura af hverju fiskpundi, sem í þeirra hlut kemur. Saltverðið. fyrir hvert fiskpund, þ. e. 5 kr. fyrir skippund af fiski. Nú fer í hvert skpd. af fiski 300 til 330 pd. af salti, en til þess að hafa það ekki of lágt, skulum um við segja 350 pd. Fyrir þessi 350 pd. fékk útg. 5 kr. eða með öðrum orðum 28 kr. 85 aura fyrir smálestina, það er 8 til 10 kr. meira en saltið kostaði hér i Rvík í fyrra. Alþýðulistinn. Við bæjai’stjórnarkosningarn- ar hér i Rvik, er fara fram 31. þ. m. munu þessir menn verða í kjöri af hendi alþýðunnar (og í þessari röð á listanum): Jón Bach, sjómaður, for- maður Hásetafélagsins. Jórundur Brynjólfsson, kenn- ari, form. verkam.fél. »Dags- brún». Ágúst Jósefsson, prentari, vara-form. verkam.fél. »Dags- brún». Framleiðslutækin þjóðareign. Eitt af aðalatriðunum í bar- áttu okkar jafnaðarmanna er að gera framleidslutækin að þjóöareign, að minsta kosti þau af þeim, sem mikilvægust eru. Við viljum t. d. láta sveita- og bæjarfélög, og landssjóð, eiga togarana og þilskipin, og ekki verður bent á nokkurn skap- aðan hlut, er mæli með rök- um með því, að það sé betra að togararnir og þilskipin, er ganga héðan úr Rvik, væru eign bæjarins eða landssjóðs. Þvert á móti mælir alt með því, að skip þessi væru opinber eign, fyrst og fremst það, að ef svo væri, rynni allur ágóðinn af þeim til þjóðarinnar i stað þess að hann nú lendir í höndum einstakra manna, og yrði þá nóg fé í opinberum fjárhirzlum — nóg til þess að gera með vegi, brúa með allar beljandi ár landsins á stuttum tíma, bæta með lendingar, svo við þurfum ekki að sjá hraust bein íslenzk fara að óþörfu í sjóinn o. s. frv. Vel er vert að athuga, að rekstur útvegsins héðan úr Rvík yrði ódýrari ef það væri opinber eign, heldur en nú, því ekki þyrfti nema 1 framkvæmd- arstjóra þar setn nú eru 10. Frá eldri tímum hafa sumir ótrú á opinberum fyrirtækjum, og er ein af orsökunum til þess sú, að gangi opinbert fyrirtæki illa, þá vekur það svo marg- sinnis meiri eftirtekt en þó ein- staks manns (eða félags) fyrir- tæki misheppnist. Hér á landi er t. d. gert mikið veður úr því hvað mikið hafi hrunið af kaupfélögum, og þó mun sann- leikurinn vera sá, að 50 kaup- menn og hlutafélög hafa farið kollhnýs fyrir hvert kaupfélag, er lent hefir þá leiðina. Mótstöðumenn okkar inunu segja að það sé ekki hægt að láta landssjóð eiga togara, alveg eins og eitt sinn var sagt, að það væri ekki hægt að láta járnbrautir, vatnsveitur, gas- stöðvar, rafaflsstöðvar o. s. frv., vera eign bæjanna, sem notuðu þær, og ‘oft hefir það komið fyrir í Englandi, þegar flokks- bræður okkar þar hafa verið að koma á opinberum fram- farafyrirtækjum, að höfðingj- arnir hafa borið það fram, að ómögulegt væri að láta fyrirtæki eins og það, sem þá var verið að ræða um, vera opinbera eign — það væri blátt áfram ekki hægt — og hafa hinir ensku flokksbræður vorir þá oft getað sýnt fram á, að nákvæm- lega samskonar fyrirtæki, rekið af opinberu fé, var komið á í öðrum borgum. Bráðlega munu fara að birt- ast hér í blaðinu kaflar um ýms framleiðslu- og verzlunar- fyrirtæki, sem rekin eru fyrir almannafé, í erlendum borgum og hreppum. Ekki má ljúka svo þessari grein, að ekki sé minst á það, hve blátt áfram hlægilegt það er, að láta einstaka menn eiga mikilsverð frgmleiðslutæki, þeg- ar litið er á, að þeir fá þar með vald yfir velferð fjölda manna. Setjum t. d., að eigandi Duus- verzlunar fengi þá skrúfu, að selja Færeyingum öll skipin sín, eða blátt áfram, að hann nenti ekki að vera að því að láta ráða menn á þau, eða fyndist það alt í einu synd að drepa þorsk og ýsu, löngu og keilu (slíkt og þvílíkt hefir heyrst fyr), og vildi því hvorki selja né gera þau út. Hvað væri þá hægt að gera? Ekkert, því það væri hvorki hægt að skylda hann til þess að gera.skipin út, né láta þau af hendi, og sýnir þetta dæmi vel, hversu ófært það er að láta mikilsvarðandi framleiðslutæki vera í höndun- um og algerlega á valdi ein- stakra manna. Eitt af því sem aldrei hefir verið athugað, eða gert að um- ræðuefni opinberlega, er verð það sem Duus lét háseta sína borga fyrir saltið í fyrra, og var verðið þó í fylsta samræmi við fiskverðið, og alt annað. Háset- arnir borguðu fyrir salt 1 eyrir 500. Tala meðlima Hástafélags Rvíkur fór nú i vikunni yfir fimm hundruð. Félagsmaður nr. 500 er Kristján Ólafsson frá Mýrarhúsum Akranesi.

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.