Dagsbrún


Dagsbrún - 15.01.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 15.01.1916, Blaðsíða 2
6 DAGSBRÚN Burt með höfðingjana, alþýðumenn í þeirra stað. Oft heyrist það að alþýðan eða verkamenn og konur sé lítils virði í augum hinna miklu manna, sem kallast ým- ist embættis- heldri- eða menta- menn, og telja sig leiðtoga þjóðarinnar! En þó er það stundum að þessir pólitísku herrar verða, eða réttara sagt hafa orðið að virða verkamenn og konur svo mikils að bjóða þeim til fundar við sig. En hvaða fundir voru nú þetta? Það voru svokallaðir kjósenda- fundir. Það var ekki sparað af þessum herrum, að skjalla þenna sauðsvarta almúga (svo nefndi einn alþýðuflokkinn, en það var þá nýbúið að kjósa!) til að gefa þeim atkvæði sitt. »Eins og þið vitið hefi ég borið hag alþýðunnar fyrir bijósti og mun gera það enn«, sagði einn, og hann gerði það líka, því á því þingi var kaffi og syk- urlollurinn hækkaður, og þessi alþýðuvinur barðist með hnú- um og hnefum til að fá þessa tolla hækkaða! En það má virða honum það til vorkunar að hann draklc ekki kaffi og át lítið sykur. Við skulum nú ekki kjósa svona náunga oftar hvorki í bæjarstjórn, né á þing, heldur bara blátt áfram al þýðumenn, verkamenn, sjó- menn; ekkert annað. Við erum nógu lengi búnir að láta þessa pólitisku herra teyma okkur á eyrunum eins og »asna«. Nú eins og oftar eigum við að standa saman og kjósu þá al- þýðumenn sem í kjöri verða. Við skulum sjá hvað verka- menn og konur geta, þegar allir leggjast á eilt. Bara þetta: Allir eitt. Njáll. Vísindamaðurinn Og gróðinn á togurunum. Einn íslenzkur vísindamað- ur var að lesa í blaðí um þann feikna gróða er togara- útgerðin ber úr bítum um þessar mundir, stundum kann- ske 35 þús. kr. í hreinan arð á þriggja vikna tíma (sbr. Lögrétta), spurði: »Hvað fá nú hásetarnir af þessum mikla gróða?« Ja — hvað fá þeir, þeir fá ekki einn eyrir fyrir það, þó gróðinn af út- gerðinni sé svona mikill í haust þegar togaraútgerð- armennirnir voru búnir að átta sig á því hve feikilega þeir höfðu grætt á útgerðinni, var fyrsta hugsun sumra þeirra að taka lifrina af hásetum — en sú fyrirætlun varð nú að engu, af því Hásetafélagið var stofnað. Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu sætsaít. mm SteinolíaT mm Þeir sem í haust gátu ekki byrgt sig upp af steinolíu nema um stuttan tíma, geta nú nálægt miðjum Janúar fengið aftur hina ágætu amerísku steinolín, sem verður seld mjög ódýrt í stærri stil hjá Jóh. 0gm. Oððssyni, Lau^aveg 63. Gamlar og nýjar sögai- og fræðibækur, innlendar og erlendar, fást með lO0/°—75°/o afslætti í jjékalmðinni á faugaveg 22. Þeir sem þurfa að spara vegna dýrtíðarinnar, græða á þvi að verzla við Bókabúðina. Fataefni, saum og til fata hvergi ódýrara. Blá fataefni nýkomin. — 10—20. kr. sparn- aður á hverjum klæðnaði hjá Gfuðm. Sig-urðssyni, Laugaveg 10. Úr eigin herbúðum. Stjórn vnrkam.f. »l)agsbrún« skipa nú: Formaður: Jörundur Brynjólfsson. Bitari: Helgi Björnsson. Fjármálaritari: Jón Jónsson. Gjaldkeri: Kristján Guðmundsson. Aðstoðarmenn: Jón Jónsson og Kjartan Ólafsson. Varastjórn: Vara-formaður: Ágúst Jósefsson. Vara-ritari: Jens Jónsson. Vara-gjaldkeri: Guðm. Guðm. Brekkustíg 1. Vara-fájrmálaritari: Guðjón Jónsson Brærðra- borgarstíg 1. Vara-aðstoðarmenn: Ármann Jóhannesson og Jón Rafnsson. Næringargildi matvæla í hlutfalli við verð. Eg er »Dagsbrún« þakklátur fyrir lofsamleg ummæli um formála þann er eg ritaði framan við matreiðslubók Jónínu Sigurðardóttur. En eg vil geta þess að taflan, er á að sýna næringargildi matvæla eftir verði, er ekki i fullu sam- ræmi við verð það, sem ann- ars er miðað við í bókinni, og kom það til af því, að taflan var samin á undan bókinni og þá farið eftir öðru verðlagi og öðru hitagildi. Þetta er leið- rétt í annari útgáfu bókarinnar, sem farið er að prenta, og lítur þá taflan þannig út: Fyrir 1 eyri má kaupa: Síld er gefur 200 hitaein. Mais - — 125 — Hafragrjón - — 119 — Baunir - — 110 — Sagó - — 100 — Rúgbrauð - — 91 — Sykur - — 80 — Kartöflur - — 75 — Hveitibrauð - — 60 — Blóðrnör - — 60 — Smjör - — 54 — Þorsk - — 50 — Mjólk - — 36 — Ost - — 30 — Nautakjöt - — 20 — Hrossakjöt - — 20 — Egg - — 20 — Steingr. Matthlasson. Hafnfirðingar eru ljótu mennirnir. Það var auglýst með stórum stöfum í »Morgunblaðið« kosningardag- inn, að þeir, sem vildu fram- farir í Hafnarfirði, ættu að kjósa B-listan. En Hafnfirðing- ar vilja vist ekki framfarirnar — að minsta kosti vildu þeir ekki mennina, sem stóðu á B-listanum, og það þó heljar- stór auglýsing kosningardaginn fræddi þá á þvi, að þeir, sem vildu fá atorkumenn með viti í bæjarstjórn, ættu að kjósa B. — En nei pa! Þeir Hafnflrð- ingar vildu ekki atorkumenn með viti — ekki við það kom- andi, þessvegna komst Ólafur V. Davíðsson (sem var ofar á atorkumanna-listanum) ekki i bæjarstjórn í Hafnarfirði, þó hann sé fallegasti maðurinn á landinu. Negus Menelik Irv. undirbolli i kolakjallaranum hjá E. í’., nii Rvíkingtir. Himinn og jörð. Stjörnnrnnr. Horfðu eitthvert kvöldið upp á heiðan himininn, og athugaðu stjörnufjöldann, sem lýsir á móti þér. Flestar af þessum stjörnum eru sólir í fjarlægum kerfum, og við köilum þær faslastjörnur af því að þær breyta ekki afstöðu innbyrðis að því er okkur sýnist. En nokkrar af stjörnunum köllum við reiki- stjörnur eða plánetur, þær snúast í kringum sömu sólina og hnöttur- inn sem við eigum heima á, og eru tiltölulega nærri okkur. Pær breyta stöðugt afstöðu gagnvart hinum stjörnunum, og má stundum dag- lega sjá að þær hafi flutst til á himninum. Um þessar mundir sjást þrjár reikistjörnur á himninum. Júpiter, sem sjá má lágt í suðri framan af kvöldinu; hanh skín Almennur verklýðsfundur verður á morgun k 1.4í Bárubúð. Hásetafélagið. mjög skært og mun vera fyrsta stjarnan sem verður sýnileg á himninum um þessar mundir. Mars, hann ketnur um þessar mundir ekki upp fyr en líður á kvöldið. Það er mjög auðvelt að finna hann fyrir þann sem þekkir Iiarlsvagn- inn, því hann er þessa dagana Hér um bil beint niður undan öftustu stjörnum Karlsvagnsins, og viðlíka langt fyrir neðan þær, og Polstjarn- an er fyrir ofan þær. Mars er'mjög rauðleitur á litinn, og adðþektur á því. Salúrn er þriðja reikistjarnan sem sést um þessar mundir í Toi- buramerki, og því auðþektur fyrir þá sem þekkja það stjörnumerki, en það eru nú iíklegast fæstir af þeim sem þetta lesa. Tvíburarnir eru tvær stjörnur er snúa inn- byrðis eins og öftustu stjörnur Karlsvagnsins, og eru hálfa aðra Karlsvagns-lengd aftur og niður af þeim. Saturn er lítið eitt neðar á himninum en Tvíburarnir, og til hægri við þá. Þetta og hitt. Tryggvi Konráðsson í Bragholti skrifar ritstjóranum: »Haldi blað- ið áfram eins og það heíir byrjað, hefir það einnig erindi til okkar sveitamanna«. »Suðurland«. Porfinnur Kristjánsson hefir leigt prentsmiðjuna á Eyrarbakka og blaðið »Suðurland« næsta ár. Verð- ur liann sjálfur ritstjóri þess. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.