Dagsbrún


Dagsbrún - 22.01.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 22.01.1916, Blaðsíða 1
151=3 DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÓT SlEÐ STYRK NOKKURUA IÐN'AÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGBARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 4. tbl. Reykjavik, Laugardaginn 22. Janúar. 1916. Hásetaíélag ReykjaYíkur heldur fyrst um sinn fund í Bárubúð hvert sunnudagskvöld klukkan 6. — Nýir meðlimir teknir inn. — Sömuleiðis geta nýir meðlimir skrifað undir lögin og fengið félagsskírteini hjá Sjálfboðaliðinu, sem heldur til allan daginn á skrifstofu Dagsbrúnar í Aðalstr. (Gamla Bio). Formaðurinn, Jón Bach, býr á Hverfisgötu 58 A. Aðferðin. í síðasta blaði var talað um hve nauðsynlegt væri að þau af framleiðslutækjunum sem mikil- vægust eru væru opinber eign — eign sjálfrar þjóðarinnar, en ekki eins og nú, einstakra fárra manna. En hvernig á nú að fara að því að gera framleiðslutækin að þjóðareign? Þeir fyrstu jafnaðarmenn vildu láta taka þau af þeim ríku, um- svifalaust og endurgjaldslaust, «n nútíma jafnaðarmenn álíta eigi aðeins réttlátara, heldur einnig hentugra að borga fullu verði þau framleiðslutæki, sem ríkið, sýslurnar, bæjarfélögin eða hrepparnir leggja hald á, enda er það ætlun okkar jafnaðar- tnanna að berjast aðeins með löglegum vopnum, en samkvæmt stjórnarskránni má ekki taka neina eign af neinum, nema fult verð komi fyrir. Jafnaðarstefnan er ekki verk neins eins manns, heldur er hún árangurinn af viðleitni fjölda góðra manna í ýmsum löndum, við að íinna það fyrirkomulag á þjóðfélaginu, að hægt sé að láta auðæfín skiftast þannig milli einstaklingahna að allir hafi nóg, engin fátækt sé til, en hver og einn sé svo efnum bú- inn að hann geti veitt börnum sínum alla þá mentun sem bezt á við hvert, svo hvert manns- barn, sem fæðist, geti fengið tækifæri til þess að þroska og fullkomna alla góða og fagra meðfædda hæfileika sína. Pað var þjóðverjinn Karl Marx (hann var Gyðingur að ætt), sem , fyrstur kom föstu skipulagi á kenningar jafnaðarmanna. Marx sýndi fram á hvernig það, að framleiðslutækin eru eign ein- stakra manna, er orsök þess að fáir menn græða offjár, en fjöld- »öh lifir í fátækt. Hann sýndi «innig fram á, að aðeins með því að framleiðslutækin (eða þau af þeim sem mestu varða) séu obenber eign, er hægt að útrýma fátæktinni. En Marx fór fljótt yfir sögu, með það hvernig ætti að fara að því að koma á jafn- aðarstefnunni. Hann hélt að hún niundi koma að nokkru leyti af sjálfu sér, vezlunar og fram- leiðslu-fyrirtækin mundu renna saman, og verða stærri og stærri, þangað til ekki yrði hjá því kom- ist, að ríkið tæki þau að sér. Á dögum Marx henti margt á að svona mundi fara, en seinni tímar hafa sýnt, að framþróun- in fer ekki í þá átt sem Marx bjóst við, enda mundi Marx, með hinni miklu skapskygni sinni hafa orðið fyrstur manna til þess að sjá það, hefði hann lifað leng- ur, (hann dó 1883, fæddur 1818). Það eru jafnaðarstefnurithöf- undar síðasta mannsaldursins, sem sýnt hafa fram á hvernig koma eigi á jafnaðarstefnunni, og eru til um þetta margar ágæt- ar bækur, sem okkur vantar enn- þá meinlega á íslenzku. Vopnin sem jafnaðarmenn nota i baráttu sinni eru þrjú, (og hef- ur þeirra margoft áður verið get- ið) eru verkalýðsfélög, samvinnu- félagsskapur og notkun atkvœðis- réttarins. Frh. Alþýðulistinn. Listinn sem sambandsnefnd verkalýðsfélaganna bjó út er nú kominn til borgarstjóra. Nöfnin á honum eru þau er hér segir, og í þessari röð: Jörundur Brynjólfsson kenn- ari. Ágúst Jósefsson prentari. Kristján V. Guðmundsson verkstjóri. Verkfall í Hafnarfirði. Svo sem getið var um í blað- inu, settu verkamenn og verka- konur í Hafnarfirði upp kaupið frá 15. þ. m. að telja, og hefir víst sjaldan verið farið fram á kauphækkun, sem jafn augljóst var að var sanngjörn, því hver lifandi maður sér, að það kaup- gjald, sem atvinnurekendur í Rvík standa sig við að gjalda, það standa atvinnurekendur í Hafnarfirði sig einnig við að gjalda. Þar eð allir atvinnurekendur hafa eigi ennþá gengið að kaup- hækkuninni, stendur um þessar mundir yfir verkfall í Hafnar- firði. Meðlimir verklýðsfélaganna hér i Rvik eru því varaðir við því að ráða sig í daglauna- vinnu í Hafnarfirði fyrst um sinn, til þess að eiga það ekki á hættu að vega aftan að stétt- arbræðrunum þar. Hjalti alþýðuvinur. Flestir kannast við »Hjalta« sem skrifar í Vísi, manninn sem á að verða neðstur á þeim list- anum, sem áreiðanlega fær fæst atkvæði þ. 31. þ. m. Þessvegna er móður í karli! Hann viður- kennir réttilega að sjálfstæði og heimastjórn séu algerlega óvið- komandi bæjarstjórninni, og að það sé heimskulegt að láta kosninguna nú snúast um skuggann af gamla rifrildinu. Hann viðurkennir ennfremur að það sé von að verkamenn vilji hafa fulltrúa, menn sem finna hvar skórinn kreppir að. En svo fer að skorta skilninginn, og Hjalti byrjar að aka í hring. Hann ámælir Dagsbrún fyrir að vekja stéttahatur. En hversvegna hata broddborgararnir okkur nú? Af því að útlit er fyrir að við viljum ekki kjósa þá lengur í allar vegtyllur? Áttu þeir okk- ur þá, fyrst að það er höfuð- synd að stétt okkar heldur saman? Eða finst honum, ef hann athugar sín eigin orð, von til að við séum hrifnir af skoð- un hans á alþýðunni. Hann tal- ar um að hægra sé að tala á verkamannafundum »en að njóta sin með litla mentun og fátækt heimili innan um hina bæjar- fulltrúana«. Einmitt það! Við eigum að kjósa ríka menn, út- vegsmenn, ráðherrabörn og ráð- herraefni? Er ekki svo Hjalti sæll? En • minn kæri Hjalti, við hefðum ef til vill trúað yður, ef við hefðum ekki verið búnir að fá reynslu fyrir því, hvernig þessir ríku og »mentuðu« menn hafa stjórnað bænum undan- farna áratugi. Þér segið að við séum fátœkir og mentunarlitlir, en þó hafa stéttarbræður yðar sjálfsagt reynt að bæta úr því eftir megni, eða er ekki svo? Onei, við þekkjum ykkur, við vitum að þið hafið ekkert gert fyrir alþýðuna. Einn af foringjum j'kkar sagði á fundi í haust, að það væri nóg, ef almúginn kynni að lesa og skrifa. Og annnar af ykkar lærðu mönnum, sem nú vill vitlaus inn í bæjarstjórn- ina, þingið og upp í ráðherra- sætið, ráðlagði bæjarstjórninni nýlega að rifa niður leikvöll fátækra barna í Rvík. Hann var of dýr fgrir bœinn! Svona er nú umhyggjan ykkar fyrir uppeldi og mentun alþýðunnar hér í bænum. Og svo þegar við vilj- um hafa einhverja hönd í bagga með hvernig farið er með bæj- armál, þá brigslið þið okkur um fátækt og vitleysu — þér sem hafið lært og eigið góða daga af þvi við og aðrir fátœkl- ingar höfum stritað fgrir yður. Væri nú ekki réttara að bíða ögn lengur með getsakir til væntanlegra alþýðufulltrúa, get- sakir um að þeir muni þiggja bitlinga (kannast höfðingjarnir við bragðið að þeim?) og fylgja öðrum í blindni? Og eruð þér, Hjalti höfðingjavinur, alveg viss um að bænum hafi verið agæt- lega stjórnað hingað til? Við skulum athuga það svolitið. Það gæti skeð að þið yrðuð þó ekki alveg eins reiðibráðir um brigsl á hendur þeim, sem við kunnum að senda í bæjarstjórn. Sjálfsagt kannist þér við gas- stöðina og gasið. Það lögðu mentuðu og riku bæjarfulltrú- arnir. Þeir gátu valið um gas og rafmagn, gas framleitt með aðfluttum kolum, og rafmagn framleitt með afli Elliðaánna. Þeir kusu það sem verra var i bráð og lengd. Þeir gengu framhjá hinu innlenda afli, sem ekki mundi hafa gert sig kost- bærara í dýrtíðinni, og tóku kolin. Nú fá hinir fátœku og ómentuðu í Reykjavík mánaðar- lega sönnun í gasreikningunum fyrir þvi, hvað vinir Hjalta eru framúrskarandi íramsýnir og djúpvitrir menn! Eða mætti minnast á mjólkur- söluna ykkar? Haldið þið að til sé hreinni og fitumeiri mjólk, heldur en sú, sem seld er hér í Reykjavík. Og haldið þið að nokkurstaðar i heiminum sé eins nákvæmt eftirlit með mjólk eins og hér? Sjálfsagt ekki. Rikir og lærðir menn, sem hingað til hafa stjórnað bæn- um hljóta að hafa neytt yfir- burða sinna i þessu eins og öðru. Skeð getur líka að Hjalti hafi heyrt nefnda fisksöluna i 'bæn- um undir stjórn hinna djúp- vitru stéttarbræðra hans. Áreið- anlega hefir mikið verið gert til að hafa nægan og góðan fisk á boðstólum. Þá eru fiskpallarnir ágætir og létt fyrir skjótri af- greiðslu. Það er nærri því eins gott eins og bryggjurnar, sem verið er að gera handa útgerð-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.