Dagsbrún


Dagsbrún - 22.01.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 22.01.1916, Blaðsíða 2
DAGSBRÚN Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu «ætwaít. armönnum og kaupmönnum bæjarins. Þá kannast vinur Hjalti ef til vill við lóðirnar sem bærinn gaf hér á árunum. Það voru ekki fátækir verkamenn sem það gérðu, heldur embættis- menn og kaupmenn. Það var ekkert smáræði sem þeir gáfu þá. Til dæmis mundu lóðirnar undan Hotel Reykjavík og hús- um Miljónafélagsins hafa verið jafngildi eins tógara nú. Hvað segir Hjalti um þetta? Heldur hann ekki að verkamenn megi gera fáeinar vitleysur í stjórn bæjarmála áður en þeir verða jafn dýrir bœnum éins og hinir miklu vitmenn og ríkismenn, sein heldri mennirnir hafa lagt fram í hæjarstjórnina hingað til ? Böðvar. Hásetafélögin. Ráðningar á þilskip hafa verið á dagskrá nú undanfarið bæði hér og í Hafnarfirði. Tveir útgerðarmenn hér í Rvík höfðu látið prenta vistráða- samninga, en hvorutveggja samningarnir voru feldir á Hásetafélagsfundi. Hásetafélag Rvíkur hefir nú látið prenta samninga, og eru þeir þannig að hver úrgerðarmaður sem er dálítið »smart«, og festir sig ekki við smámunina geng- ur strax að þeim, enda hafa nokkrir nú þegar gert það (Th. Thorsteinsson o. fl.). í Hafnarfirði hafa allir út- gerðarmennirnir komið sér saman við félagið þar um skútu-kjörin. Jón Bach. Á lista verklýðsfélaganna, sem getið er um á öðrum stað hér í blaðinu standa þrjú nöfn, en ekkert þeirra er nafn það er stendur yfir þessum linum. í síðasta blaði var þó gert ráð fyrir þvi að formaður Hásetafél. Rvíkur, Jón Bach, yrði efstur á listanum. Orsökin til þess að hann stendur ekki á listanum er sú er hér segir: Þegar farið var að gá að, þá stóð nafn Bachs ekki á hinni nýju kjör- skrá*), kærði hann fyrir borgar- stjóra, sem tafarlaust rannsakaði málið. Sagði borgarstjóri að or- sökin til þess að Bach stæði ekki á kjörskrá, væri sú, að nafn hans hefði gleymst þegar samin var spjaldskrá sú er notuð var þegar útsvörunum var jafnað niður. Lofaði borg- *) Bach notaði kosningarrétt sinn siðast við endurskoðendakosning- arnar í haust. arstjóri að kalla saman kjör- stjórn, og þótti líklegt að hún mundi leiðrétta þetta, þannig að lagt yrði sama útsvarið á Bach nú, og hann hafði siðast (25 kr.), og yrði svo nafn hans sett á kjörskrá nú þegar. Hafði borgarstjóri haft orð á því að það væri hart fyrir mann sem búinn væri að borga til bæjar- félagsins í níu ár, að vera svift- ur kosningarréttinum einmitt þegar hann þyrfli á honum að halda. Kjörstjórnin hélt nú fund með sér, og skrifaði Jóni Bach siðan bréf. Hefir sá er þetta ritar átt kost á að sjá bréfið. Það er feykilega stórt og fallegt, og fult af lagatilvitnunum; með því að neyta nokkuð vits- muna sinna má fá þá meiningu út úr því, að kjörstjórnin þorir ekki að setja Jón Bach á kjör- skrána, nema Stjórnarráðið leyfði. Þegar Bach fékk þetta bréf fór hann í Stjórnarráðið, og ráðherra gaf úrskurð — um að þetta heyrði ekki undir Stjórnarráðið! Hefódes — Pílatus! í kjörstjórn eru auk borgar- arstjóra Sighvatur jústisráð og Sveinn Björnsson alþm. Nú veit lesarinn hvers vegna nafn Jóns Bachs ekki er á li'st- ahum. Srnávegis eftir Viðar. Ðágott dæmi af hugsunarhætti broddborg- ara er frásögn Vísis um verk- fallið í Hafnarfiröi. Fyrst segir hann hvað kaupið var og hvers nú er krafist en bætir svo við: í sambandi við þetta má geta þess að 5 af vinnuveitendum Hafnarfjarðar hafa greitt verka- fólki síðan í miðjum október í haust til þessa dags kr. 25,000«. Menn skilja hvað átt er við. Vinnuveitendur hafa ausið út peningum í alþýðuna, og fá svona þakklæti í staðinn. Blað- inu láðist að geta þess að broddborgurum og frúm.þeirra mundi þykja kalt við fiskþvott- inn á vetrardag, og líklega ekki talið 18 au. of mikla borgun um klukkutímann, núna í dýr- tiðinni. Eða nær dýrtíðin ekki nema til »heldra fólksins«? Hoersvegna? Ja, hversvegna hafa feður Hafnarfjarðar borgað út 25 þús. kr. í vinnulaun ^íðan i haust? Hafa þeir gert þetta af með- aumkvun með fátækum verka- mönnum? Er kaupið gjöf til þeirra, til að firra þá hungrtf Svo munu blaðsneplar brodd- borgara segja. En trúir nokkur annari eins vitleysu? Varla. Allir menn með óbrjálaðri skyn- semi vita að vinnukaupendur veita atvinnu til að græða á því, til að láta verkamennina skapa meira verðmæti heldur en kaup- inu nemur. Er þá frammistaða þeirra þakklætis verð? Vist ekki, því að sá greiði, sem menn gera eingöngu af eigingjörnum hvöt- um á ekkert lof skilið, þótt hann verði einhverjum öðrum að liði af því að svo stendur á að »velgerðarmaðurinn« getur ekki við því spornað. Um leið og spara má vinnu með ein- hverri vél, þá gera vinnukaup- endur það, og fækka um leið fólkinu. Ef þeir gætu komist af með verkvélar cinar saman þá mundu þeir gera það. Þeir sem skilja þetta munu ekki finna til mikillar þakklátssemi gagnvart þeim sem verða að kaupa vinnu- afl fátæklingannna — til að geta rakað saman sem mestum auði sjálfir. Gjafir. í Rómaborg forðum höfðu aðalsmennirnir sölsað undir sig næstum allar jarðir í landinu og létu þræla vinna á þeim. Bændurnir drógust til borganna og urðu þar að allslausum ör- eigalýð. En þeir höfðu atkvæðis- rétt. Þessvegna héldu höfðingj- arnir lífi í þeim með korngjöf- um, og létu, fyrir kosningar, gleðja þá með ýmsum hætti. En gjafirnar áttu þeir að borga raeð atkvæði sinu á kjördegi, kjósa þá sem voru orsök í eymd þeirra. Nýtt blað. Nýtt vikublað er byrjað að koma út hér í Rvík og heitir það »Landið«. Ritstjóri er Jakob J. Smári, afgreiðslum. Loftur Gunnarsson, aðalútgefandi Björn Kristjánsson bankastjóri. í fyrsta blaðinu er grein um stefnu blaðsins, og er þar eftir- tektarverðast að blaðið ætlar að berjast fyrir því að tollarnir haldist að mestu óbreyttir. Fiskitorg á Akureyri. Eitt af því sem vantar óþægi- lega á Akureyri er fiskitorg og þó öllu heldur tvö, eða fisk- sölustaði, vegna þess hve bær- inn er stór ummáls. Heppilegt mundi að hafa annan á Torfu- nefsbryggjunni, en hinn á bryggj- unni innfrá. Útbúnaður mætti vera tiltölulega ódýr. Það sem aðaliega þyrfti væru Iangir ílatir kassar og merkjastöng. Ætti hún að vera með þverrá, og þannig útbúin, að draga mætti upp á henni ýms merki, er táknuðu ýmsar íiskitegundir, svo borg- arar bæjarins gætu séð á stöng- inni hvort fiskur væri fáanlegur, og þá hvaða fiskur, og því ekki þyrftu að gera scr óþarfa ómak. Kosturinn við að hafa einn eða tvo svona útbúna flsksölu- staði, er augljós, bæði fyrir kaupanda og seljanda. Nú þurfa þeir sem veiða sild upp um is- inn á vetrin oft að ganga um hálfa Akureyrar-borg, til þess að koma út afla sinum, og koma honum ef til vill ekki út. En sá er þetta ritar, komst að því í fyrravetur, að sama daginn sem hann ekki gat fengið keypta síld, höfðu veiðimenn sild, sem » þeir ekki gátu selt, og kemur slíkt auðvitað eingöngu af því að ekki er ákveðinn staður, þar sem kaupandi og seljandi geta hittst. Ekki þyrfti neina fasta menn við þessa sölustaði, heldur gæfu veiðimenn sjálfir merki þegar þeir kæmu með afla sinn. Nú koma t. d. menn með sild, og draga þeir þá upp það merki sem táknar sild (sem mætti vera kúla). Þegar síldin væri útseld þá væri kúlan tekin nið- ur o. s. frv. Líklegast væri nóg að hafa ein 4 merki, t. d. kúlu, sivalning, tening og keilu, og ætti hvert þeirra að hafa sinn streng i blökk á ránni. Þó merk- in (og blokkirnar) væru ekki nema 4, mætti samt hæglega tákna með þeim fleiri en fjórar fiskitegundir. Sild, upsi og hrognkelsi mundu t. d. tæplega á boðstólum þarna að sumrinu^ svo ef kúla, sívalningur og ten- ingur táknuðu þessar tegundir, undir, þá mætti láta tvær kúlur,. tvo sívalninga og tvo teninga tákna t. d. silung, kola og heilag- fiski o. s. frv. og mætti auðveld- lega búa merkin út þannig að tengja mætti þau neðan í þau, sem föst væru við strenginn i blökkinni. • s Hvað gera menn erlendis? Jón Bach formaður Háseta- félags Reykjavíkur komst svo að orði í ræðu um ástand höfuðborgarinnar, að hún væri eins og verkamaður, sívinn- andi fyrir aðra, gerði aðra rika, en ætti aldrei neitt sjálf. Þetta hafa menn fundið við- ar en hér. Og það hefir orðið til þess, að menn hafa farið að leggja stund á að láta bæj- arfélögin og rikin verða fram- leiðendur. Hér á landi klingir æ við í þeim tón, að slíkt sé ómögu- legt. Allar opinberar fram- kvæmdir af því tægi fari á höf- uðið. Þesar mótbárur eru að sumu leyti frá mönnum, sem sjálfir vilja íramleiða og verða 'rikir á þvi. En að meira leiti mun þó mótstaðan koma af þekkingarleysi i þessum efnum og eru engir þar undanteknir, hvorki bæjarstjórnir, þingið eða landsstjórnin. Þeim aðilum mun að mestu ókunnugt um þær geisi miklu framkvæmdir, sem nú liggja eítir erlend bæjarfélög og ríki einmitt í því að taka að sér framleiðsju. Skal nú vikið að þessu nokkuð.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.