Dagsbrún


Dagsbrún - 22.01.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 22.01.1916, Blaðsíða 3
D A'G S B R Ú N Landeignir. í flestum þeim löndum þar sem landnám er enn að gerast, er mjög mikið af landi ennþá eign rikisins. Yiða er þó fleygt i burtu gá- lauslega eins og lóðunum í ís- lenzku kaupstöðunum, en í seinni tið er þetta nokkuð að breytast. 1909 lýsti ráðaneytið í New South Wales þvi yfir að framvegis yrði alt gert til að gera ábúð (með erfðafestu) d þjóðjörðunum fýsilegri' en sjálfseign, og 5 árum síðar gaf ráðaneitið opinbera skýrslu um að meira væri sótt eftir erfða- festulandi heldur en landi til kaups. Munurinn var svo mikill að í einu héraði höfðu 890 menn sótt um erfðafestu- lönd til stjórnarinnar, en eigi nema 60 um jarðir lil sjálfs- eigner. í Bandarikjunum er hér um bil 3/3 af öllu landinu ríkis eign og engar likur til að það breytist til muna, rikjunum i óhag. Á Prússlandi kaupir sfjórnin árlega mikið land einkum skóglendi. Og hvervetna í Pýzkalandi hafa bæjarfélögin sérstaka sjóði til landkaupa. Grípa þá bæjarfélögin hvert heppilegt tækifæri til að stækka landeign sína, bæði innan bæj- ar og utan. I næstu grein verður nánar sagt frá land- kaupum og landnotkun þýzkra bæjarfélaga. Frúði. Úr eigin herbúðum. 'Almcnni verkalýðsfundnrinn sem Hásetaf. Rvíkur hélt á Sunnudaginn i Bárubúð fór ágætlega fram; húsið troðfult. Kvöldskemtnn Hásetaf. Hafnarfjarðar, sem haldin var i Biöhúsinu í Hafn- arfirði á Laugardagskvöldið, tókst sérlega vel. Meðlimir i því félagi eru nú orðnir nær 100. Verkakvennafél. »Framsókn« ætlar bráðlega að efla til almenns verklýðsfundar. Skemtun ætlar verkamannaf. »Dags- brún« að halda bráðlega, fyrir í'élaga sina. 520 meðlimir eru nú í Hásetafél. Rvikur. Mjólkurhámarkið er nú afnumið. Dagsbrún sagði um daginn að þá fyrst yrði nóg og ódýr Qijólk i bænum þegar bærinn sJálfur sæi fyrir mjólk, en hélt að eitthvert gagn kynni þó verða að þessu hámarki, því engum datt þá í hug að þessi ráðstöf- ^ö væri, svo sem nú hefir sýnt s'g tómt húmbúk, því fcf það var ástæða til þess að setja há- marks-mjólkurverð um daginn, þá er það eins nú. Það má því ekki búast við því að verðlags- nefndih (eða hvað hún nú heit- ir) setji hámarksverð á kolin. í verðlagsnefndinni eru: Eggert Briem, dómstjóri, form. Páll Stefánsson, umboðssali, Knud Zimsen, borgarstjóri, Björn Sigurðsson, bankastj. og Ásgeir Sjgurðsson, konsúll. Kaflí úr ræðu er Sig. Sigurðsson skólastjóri héit á bændanámsskeiði á Hólum. Á landnámsöld var landið skógi klœlt á milli fjalls og fjöru — að miklu leyti. En hvernig er það nú? Skógarnir eru horfnir. Hvað veldur því? Þvi valda nátturuöflin, svo sem eldgos og harðindi, að nokkru leyti, en þó mest óskynsamleg meðferð á skógunum. Þeir hafa eigi verið höggnir á rétt- an hátt, of mikið beittir o. fl. — Eyðileggingin er sorgleg. í staðinn fyrir skógi klæddar hliðar, hæðir og hálsa blasa nú við manni auðnir: gróður- lítið svæði eða melar. Það, sem var prýði landsins, skjól og skjöldur annars gróðurs, er nú horfið. — Það þarf að klæða landið aftur. Þá verður það byggilegra, fegurra og veðráttufarið betra. — Þetta kostar starf margra kynslóða. En hvað voru engjarnar? Likar því sem þær eru nú. Árnar flæddu yfir þær i vatna- vöxtum á nokkrum stöðum. Þeir blettir sýndu viðast hvar, að þar óx þroskameiri jurta- gróður en annarstaðar. Þessa bendingu náttúrunnar hafa menn horft á i þúsund ár. En hve mikið er nú gert að þvi að leiða vatnið yfir engjarnar, láta það frjóvga þær og vökva? Nokkuð er gert til þess, eink- um á siðustu áratugum; en það er hverfandi lítið í sam- anburði við það, sem mætti gera. Er það annars eigi athuga- vert, að jöklar þeir, er liggja á hálendinu, hafa frá ómuna- tíð mulið sundur bergtegund- irnar og árnar ílutt ógrynni jurtnærandi efna til sjávar? Aðeins örlítill hluti þeirra efna befir orðið engjunum að not- um. Meginhluti engjanna er sleginn, heyið flutt burtu og eigi einu sinni öskunni dreift aftur yfir engjarnar. Á þennan hátt tæmist jarðvegurinn smátt og smátt að næringarforða. Þá eru túnin. Þau vora engin fyrir 1000 árum. Nú má ælla, að þau séu nær því 4 fermílur að stærð. Hvernig hafa þau verið ræktuð? Víðast hvar með því að dreifa áburði yfir óbrotið land. En nú er búið að slétta af þeim nálægt 1250 dagsláttur, eða tæpa 400 hektara. Magnús Ketilsson sýslumað- ur mun fyrstur hafa sléttað tún hér á landi, svo að nokkru munaði. Það var i Búðardal vestra. Þar hafa verið sléttaðar í túni um 10—12 dagsláttur a síðari hluta 18. aldar. (Magnús var fæddur 1732 og dó 1803.) Stjórnin gaf út lagaboð (1776) um skyldusléttur á hverju býli. — En bæði það dæmi Magn- úsar o. fl. hafði lítil áhrif. Með framkvæmdum Torfa í ólafsdal fer þúfnasléttum fyrst að verða stórstigari. Hann byrjaði skólann 1880. Þaðan hafa komið margir nýtir starfs- menn, Og Torfi fær mönnum i hendur ný og betri verkfæri. Hann smiðar undirristuspaða svo hundruðum skiftir, 115 plóga, 93 herfi, 77 kerrur og 280 aktygi. Þá lét hann og fyrstur smíða hina skozku ljai. — Það mun líka óhætt að segja, að enginn einn mað- ur hafi stutt eins mikið að framförum jarðyrkjunnar og Torfi. Framfarirnar í túnræktinni eru nú að verða almennar. Heyaflinn hefir líka aukist að miklum mun. Um 1880 var hann 380.000 hestar á ári, en nú er hann árlega nær 700.000 hestar. Þá er garðyrkjan. Hana hafa fornmenn stundað mjög lítið. Gisli Magnússon (f. 1621, d. 16%) sýndi með tilraunum norðan lands og sunnan, að ýmsar garðjurtir gátu þrifist hér til mikils hagnaðar fyrir land og lýð. Þessu var þvi nær enginn gaumur gefinn. — Svo kom Björn prófastur Hall- dórsson (f. 1724, d. 1794). Hann starfaði í sömu átt, gerði víð- tækari tilraunir og gaf út ágaít garðyrkjurit. Af þessu varð lit- ill almennur árangur. Menn daufheyrðust enn i heila öld. Þá kemur Schierbecklandlækn- ir (1882). — Tilrauastöðin í Reykjavik byrjar starf sitt 1899 og tilraunastöð Rækturarfélags- ins 1903. Þessir nefndu ein- stöku menn og félög vinna i sömu átt. Og hvar er svo ár- angurinn af tveggja alda starfi? Vér ræktum sem svarar 3 skeppum af jarðeplum og 2 sk. af rófum á mann. Norð- menn 2,4 tnr. og Þjóðverjar 7 tnr. af jarðeplum á mann °g ógrynni öll af rófum og öðrum garðjurtum, — Vér ræktum nær eingöngu rófur og jarðepli. Það er óreiknanlegt, hve mikið væri hægt að spara kornkaup hér á landi, ef vér hefðum manndáð til að rækta svo mikið af garðávöxtum, sem hægt væri að nota í landinu. Það var nefnt áður, að skóg- arnir væru horfnir. Jón Þor- láksson í Skriðu sýndi (um 1800), hvernig mætti rækta þa aftur, Hann sáði til trjánna. Trén í Skriðu og víðar sanna gildi starfsaðferðar hans. En þau urðu að standa og vaxa i nær heila öld, áður en nokkuð var aðgert í sömu átt. Með tilraunum Ræktunarfélagsins er fvrst unnið á sama grund- velli. Pá eru húsakynnin. Hafa þau batnað? Torfbæjum er að fækka. Hús úr timbri og steini eru að koma í staðinn, og heil þorp og bæir byggjast á þann hátt. — En svo þurfa kolin að fylgja með. Menning- in er eigi nógu mikil til þess að breyta vatnsaflinu í raf- magn, í ljós og hita. Nú ligg- ur nærri að menn krókni, ef kol vanta. Sú umkvörtun heyrðist eigi í gömlu torfbæjun- um. Á landnámstíð ráku lands- menn sjálfir verzlunina. Þeir fluttu vörur frá landi og að. Eimskipafélagið er nú að byrja með sín skip. að eins að þar sé eigi of vel séð fyrjr þæg- indum farþega og Iestarrúmið rýrt með þvi um of. Fiskiveiðar voru áður stund- aðar á opnum bátum. Útveg- urinn var þá óviss. Seinna koma seglskipin, vélabátarnir og gufuskipin með botnvörp- urnar. Aflinn vex þá líka að miklum mun. Útfluttar sjávar- afurðir hafa aukist mjög mikið. En þrátt fyrir þennan mikla afla er þó vart hægt að fá harðan fisk. Biskuparnir á 18. öld íluttu árlega 250 vættir af harðfiski heim að Hólum. Nú má það gott heita, ef næst í 1—2 vættir af hertum steinbit af Vestfjörðum. Vinnuvísindi. Mikið hefir verið skrafað um styrkinn sem Alþingi veitti Dr. Guðmundi Finnbogasyni til vinuvisindalegra rannsókna, og mikið hefir á vantað að menn skyldu hvað hér væri um að ræða. Margir hafa haldið að hér væri verið að tala um eins- konar verklega kenslu sem Dr. Guðm. Finnbogason ætti að hafa á hendi, t. d. kenna kaupakon- um að berja á og raka, sjó- mönnunum að róa og skera beitu, en bændum að moka skít Og bora göt á flór. En það er nú ekki þetta, sem Alþingi fól hr. G. F., heldur alt annað. Það er frá Ameríku að vinnu- vísindin eru komin, og er það maður er Taylor hét, sem er upphafsmaður þeirra. Vinnuvisindin eru vísindaleg aðferð til þess að finna þau tök, sem bezt eru við hvert verk, og eru þau fundin með því að bera saman starf og afrek fleiri eða færri verkamanna um lengri tíma. Skal þetta skýrt með dæmi sem tekið er eftir bæklingi hr. G. F. »Vit og strit«, sem kom út í vor. Dæmið er þetta: »Engum mun hafa hugkværast að nein vísindi þyrftu við mokst- ur, fyr en Taylor. Og þó mundi

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.