Dagsbrún


Dagsbrún - 22.01.1916, Qupperneq 4

Dagsbrún - 22.01.1916, Qupperneq 4
10 DAGSBRÚN enginn geta sagt fyrirfram, hve mörg kílógrömm góður mokari ætti að taka á rekuna í bvert sinn, til þess að afkasta sem mestu, hvort þau ættu að vera 5, 10, 15, 20 eða hvað. Slíku verður ekki svarað nema með til- raunum. Taylor hagaði þeim svo: Hann valdi eina tvo beztu mok- arana úr, og borgaði þeim há laun til að leggja sig vel fram víð tilraunirnar. Voru þeir nú látnir moka, þunganum á rek- unni smámsaman breytt, og allar aðstæður við starfið athugaðar nákvæmlega af vönum mönnum vikurn saman. Varð sú reyndin á, að góður mokari afkastaði mestu dagsverki með því að hafa 9,5 kg. á rekunni. Voru því hafðar 10 tegundir af rekum til skifta, eftir því hvaða efni var mokað, svo að þunginn yrði æ hinn sami. Þá voru og gerðar tilraunir um það, hve lengi mok- arinn væri að fylla hverja rek- una, eftir því hvort hann stakk henni inn í haug eða mokaði af sléttu, eftir því hvernig undir henni var o. s. frv. Þá var at- hugað hve lengi væri verið að kasta af rekunni i tiltekna fjar- lægð og hæð. Þegar öllum þess- um ránnsóknum var lokið og búið að ákveða hvíldina eftir vinnuþolinu, voru mokararnir látnir fylgja settum reglum, og niðurstaðan varð þessi eftir þrjú ár (við Betlehem stálverksmiðj- una, þar sem tilraunirnar voru gerðar): Það sem 500 menn að meðal- tali, mokuðu með garnla laginu mokuðu 140 með því nvja. Áður mokaði hver maður að meðal- tali 16 smálestir á dag, nú 59. Meðal-dagkaup manns var áður 1.15 doll., nú 1.88. Moksturs- kostnaður við hverja smálest var áður 0.072 doll., nú 0.033, og í þessum lága kostnaði við mokst- urinn á hverri smálest var þó falínn allur aukakostnaður við verkfæri, umsjón, tilraunir o. s. frv., sem þetta nýja fyrirkomu- lag hafði í för með sér. Og um leið blómgaðist hagur verka- mannanna í öllum efnum, langt fram yfir það sem áður var«. Himinn og jörð. Frjósamar ær. Mjög er algengt að ær séu tví- lembdar hér á landi, einkum við sjó, en sjaldan er það, að þær eiga fleiri lömb í einu en tvö. í Kína er sauðfjártegund sem nefnd er Ongti- sauðféð, og er þáð mjög frjósamt. Ongti-ærnar eiga lömb tvisvar á ári, og 3 til 5 í hvert skifti. Þorsknrinn fæst svo sem kunnugt er kring um alt tsland, en eigi brygnir hann nema við suður og vestur landið, og altaf á minna en 70 faðma dýpi. Við Faxaflóa og við Vestmanneyjar hefst hrj'gningartími hans í miðjum Marz, og varir nálega tvo mánuði. Nyrst hrygnir þorskurinn hér við ísafjarðardjúp, en þar byrjar hrygn- ingartíminn ekki fyr en í miðjum Apríl. Þorskurinn hrygnir i fyrsta sinn þegar hann er 4 til 5 ára gam- all, og urn það bil alin á lengd. Nýja tímaritið Réttur faest í Bókabúöinni Laugaveg 22. Til formann3 verkakvennafelagsins Framsókn. Við hefðjum allar höfuð vor, sem hæðst að marki settu og viljum feta farsæl spor með fótataki léttu. Og þú sem gengur undan oss með öra lund og djarfa við teljum þig í hópnum hnoss til heilla, liðs og þarfa. Þú veist að þörfin einmitt er vorn eigin hlut að rétta, já, hjattans mál er þetta þér og það er markið setta er konur loksins frelsið fá skal frelsi í öllum greinum með fullan rétt þeim ríkja hjá en reyrt ei böndum neinum. Og frægð er oss að íylgja þér nú fast við hlið, og standa við sérhvert verk sem arðsamt er oss unnið hér til handa. Við fmnum að þú fullvel sér hvað færsælt reynast megi og sér það ljós sem byrtu ber af betri og fegri degi. Og heill sé þeim sem hafa dáð að hefja sigurmérki, og heill sé þeim sem hafa ráð °g hýggni í orði og verki. Og heill sé þér sem hrós það átt og hiklaust fram vilt ganga, til vegs þig drottinn hefji hátt og heilla, æfi langa. Jóhanna Bjarnadóttir. Meðlimir í verkamannafélögum 1912. í Englandi 3,813,973 - Frakklandi 1,012,938 - Belgiu 231,805 - Danmörku 139,012 - Sviþjóð 121,866 - Noregi 60,975 - Finnlandi 23,839 - Þýzkalandi 3,317,271 - Austurríki 534,811 - Ungverjaland 111,966 - Serbíu 5,000 - Rúmeníu 9,708 - Sviss 86,313 - Ítalíu 860,502 - Bandarikjunum 2,496,000 Árið 1911 voru 8,337 í fé- lögunum í Serbíu, en árið eft- ir ekki nema 5 þús. Olli því Balkanstríðið. Kveðjur. H. Erkes Köln. Ritstjórinn þakkar kveðjurnar og blöðin. Þau tbl. sem yður vantar skulu verða send. Gamlar og nýjar sögn- óg fræðibækur, innlendar og erlendar, fást með 10°/o—75°/o afslættí í jjikabúðinni á íangaveg 22. Þeir sem þurfa að spara vegna dýrtíðarinnar, græða á því að verzla við Bókabúðina. Stelnolíal Þeir sem í haust gátu ekki byrgt sig upp af steinolíu nema um stuttan tima, geta nú nálægt miðjum Janúar fengið aftur hina ágætu amerísku steinolíu, sem verður seld mjög ódýrt i stærri stil bjá ]ih. 0gm. Oððssyni, Langaveg 63. Fataefni, saum og til fata hvergi ódýrara. Blá fataefni nýkomin. — 10—20. kr. sparn- aður á hverjum klæðnaði hjá Gruðm. Sigurðssyni, Laugaveg 10. Bækur um jafnaðarstefnuna. Mjög tilfinnanlegt er hve bækur um jafnaðarstefnuna vanta hér á landi, eigi einung- is bækur á íslenzku, sem enn- þá vanta alveg, heldur einnig bækur á erlendum málum, sem bæði vanta á söfnin og í bókaverzlanirnar. Eftir beiðni jafnaðarmanna hefir nú ein bókaverzlun hér í bænum (Sigf, Eym.) pantað nokkrar bækur um jafnaðarst., og verða þær komnar til verzlunarinn- ar í byrjun næsta mánaðar. Bækurnar eru þessar: W. Sombart: Socialismen. H. G. Wells: Nye Verdener. A. Bebel: Ivvinden og Social- ismen. J. London: Afgrundens Folk. Nokkrar uppfundingar. Kompásinn (Gioja) 1302 Prentlistin (Gutenberg) 1440 Vasaúrið (Hele) 1500 Kíkirinn (Galilei) 1609 Hitamælirinn (Drebbel) 1638 Loftvogin (Torticelli) 1643 Rafmagnsvélin (Guericke) 1650 Pianóið (Christofoli) 1711 Þrumuleiðarinn (Franklín) 1753 Gufuvélin (Watt) 1768 Spunavélin (Arkwright) 1769 Saumavélin (Ilowe og Hender- . son) 1804 Gufuskipið (Fulton) 1807 Hrað-prentvéliu (König) 1810 Eimreiðin (Stephenson) 1812 Skrúfuskipið (Ressel) 1829 Eldspíturnar (Kammerer) 1833 Ritsiminn (Morse) 1837 Rafljós notuð á götum i París 1841 Rafgeimirinn (Armstrong) 1843 Talsiminn (Bell) 1860 Fónograíinn (Edison) 1883 Röntgentsgeisla (Röntgen) 1896 i Þráðlaus firðritun (Marconi) 1897 Radínm (Curie og kona hans) 1898 Zeppelínloftfarið (Zeppelin) 1907 Flugvélin (Wright) 1907 Þetta og hitt. Lifancli inyndir. Landbúnaðarráöaneytið í Banda- ríkjunum rekur verksmiðju sem búnar eru til í lifandi myndir. Eru' það alt myndir, sem eiga að kenna þeim, sem á horfa, rétta hirðingu á skepnum, nýjar og arðsamar ræktunaraðferðir, rétta meðhöndl- un á afurðunum o. s. frv. Þessar myndir hafa svo fyrirlesarar með sér á ferðalögum, sem stjórnin sendir þá á um þvert og endilangt landið, og þykir ágætur áraugur af myndasýningum þessum. t Brnni, afar mikill, varð í Bergen 16. þ. m. Skaðinn er áætlaður 100 millj. kr., og þetta talinn mesti bruni er orðið hafi á Norðurlöndum. Herskyldn er nú búið að lögleiða á Bret- landi. Giftir mcnn eru þó eigi her- skyldir. í lausasölu í Rvík er »Dagsbrún seld á 5 og 3 aura, eftir þvi hvort bláðið er heilt eða hálft. Fyrir að selja 5 aura blöðin er borgaður V-jt eyrir fyrir hvert blað, og 2 au. af hverju blaði fá þeir, sem selja 25 blöð. Fyrir 3ja aura blöðin er drengjum borgað 1 eyrir, en U/2 eyrir af hverju blaði, ef þeir selja 25 blöð. Blöðum sem ekki ganga út, má skila aftur. Þeir sem vilja selja blaðið komi í Bókabúð- ina á I.augaveg 22 eða á afgr. blaðsins i Gamla Bio. Prentsraiöjan Gutenberg. / /

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.