Dagsbrún


Dagsbrún - 29.01.1916, Síða 1

Dagsbrún - 29.01.1916, Síða 1
FREMJIÐ EKKI fl f M ' fl J U A u O D J R 1 U 1 N [ ^ r i ÞOLIDEKKl RANGINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURUA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 5. tbl. Reykjavik, Laugardaginn 29. Janúar. 1916. Athuga vel. Bæjarstjórnarkosningin fer fram í Barnaskólahúsinu og byrjar kl. 10 f. h. Samkvæmt lögunum er kjörstjórnin skyldug til þess að halda opnu í þrjá tíma, en þegar þeir eru liðnir hefir hún leyfi til þess að láta hœtta að kjósa cf stanz verður á kosningunum, þó margir kjós- endur séu á leiðinni til kosn- inganna. Við endurskoðendakosning- una i haust komu margir af kjósendum alþýðuflokksins o seint. Slíkt má ekki eiga sér stað nú, ef við eigum að vinna þann sigur sem við eigum að vinna, og getum unnið. Listi alþýðunnar við þessar kosningar er C-listinn. Þeir sem ætla sér að fylgja alþýðuflokknum, setji X við C-ið, en ekki við nöfn inann- anna, því þá er atkvæðið ónýtl. Ekki iná heldur setja nein merki né útstrykanir við hina listana, því það ónýtir atkvæðis- seðilinn. Setji einhver í ógáti vitlaust merki á kjörseðilinn, á hann að fara fram aftur til kjör- stjórnarinnar, og biðja um nýj- an kjörseðil. Enginn hefir svo mikið að gera, að hann megi ekki vera að þvi að stgðja að sigri alþgðunnar, með þvi að greiða atkvœði. Sá alþgðumaður, eða alþgðukona, sem situr heima og notar ekki atkvœgisrétt sinn, soíkur sina stétt, sjálfan sig, og framtíð barna sinna. Húsabyggingamálið Og bæiarstiórnarkosningarnar. Erlendis eru hollar íbúðir taldar mikilsvægasta alriðið í orustunni við næma sjúkdóma — einkum þó berklana — þ. e- mikilvægasta atriðið til þess að halda við heilsu manna, og lengja lífið. En ef hollar íbúðir eru svona mikilvægar erlendis, þar sem veðráttan er mikið t'hðari en hér, hversu mikil- 'segt er þá ekki íbúðainálið hér a íslandi, þar sem veðráttan neyðir menn til þess að halda sig innan veggja lengri eða skernri tíma ársins. Hér í Iteykjavík hefir húsnæðisleysið * mörg ár verið bagalegl, þó aidrei hafi það fyr keyrt eins úr hófi og nú. En þegar rætt er, eða ritað um það, þá er vanalega talað um hve erfitt sé yfirleitt fyrir þá, sem efnaminni eru, að útvega sér þak yfir höf- uðið, og hve húsaleigan sé af- skaplega dýr. En á hitt er sjaldan minst, hvilíkt niðurdrep það er fyrir þjóðina, að þurfa að búa á óhollum bústöðum, hvað margir það eru af þeim, sem nú eru á Vifilstöðum, og tæringin er að draga líf og þrótt úr, sem geta kent lífsböl sitt ó- holluin híbýlum. Og eigi er heldur minst á það hve mörg af þeim börnum, sem grát- andi mæður hafa fylgt til grafar, hafa látið lífið af því þau bjuggu í óhollum bústöðum, og gátu þvi ekki staðið á móti veikindunum, sem þau annars mundu hafa sigrað. Eitt af því sem alþýðuflokk- urinn fer fram á, er það, að bærinn fari að byggja. Því geri bærinn það, mun það hafa þau áhrif, að húsaleigan lækkar, en af því mun aftur leiða, að verk- lýður þessa bæjar þarf ekki að þrengja sér saman í sináum og ónógum ibúðum, svo sem á sér stað nú. Fyrir nokkrum árum bar hr. Pétur G. Guðmundsson, sem þá var í bæjarstjórn Reykjavíkur, fram lillögu um það að bærinn tæki 10,000 kr. lán til þess að byrja að byggja fyrir verk- mannabústaði, og þegar tekið er tillit til þess hvað gasstöðin kostar bæinn, og til þess, að bærinn er að byggja höfn sem kostar um 1750 þús. kr., þá virð- ist 10 þús. kr. til verkmannabú- staða ekki mikið fé. En hvernig fór það mál! Aðeins tveir bæj- arfulltrúar töluðu á móti því, en við atkvæðagreiðsluna voru allir bæjarfulltrúarnir á móti því nema flutningsmaður. Alþýðumenn hér í Reykjavík vita því að það er aðeins með því móti að kjósa sína eigin flokksmenn, að hægt verður að koma fram liúsbyggingamálinu og öðrum áhugamálum alþýð- unnar hér í Reykjavíkurbæ. Verklýðsfélögin hafa komið sér saman um að fylgjast að við bæjarstjórnarkosningar nií og framvegis. Á lista þeirra við bæjarstjórnarkosningarnar á Mánudaginn (sem er C-listinn) standa þessi nöfn: Jörundur Brynjólfsson. Ágúst Jósefsson. Kristján V. Guðmundsson. Þetta eru alt menn sem óhætt er að treysta til þess að halda fram eindregið málum alþýð- unnar, og við þurfum að koma þeim að öllum þremur. En það getum við þvi aðeins, að engin maður né kona liggi á liði sinu. Við bæjarstjórnarkosning- arnar uin daginn á Akureyri vantaði verklýðslistann eitt ein- asta atkvœði til þess að geta komið að 3 mönnum af 4, sem átti að kjósa. Hefði bara ein af þeim konum komið og kosið, sem hugsuðu sem svo, að það væru uógu irargir samt, sem kysu, þó hún sæti heima, eða að það munaði ekki um hana, og þessvegna gat ekki slitið sig frá plöggunum sem hún var að þvo, eða matnum sem hún var að elda, þá hefðu verkamenn á Akureyri komið að þrem mönn- um í stað þeirra tveggja, sem þeir komu að. Pessvegna er áríðandi að enginn maður né kona sitji heima, né láti smá- muni hindra sig frá því að nota atkvæðisréttinn. Og það er vert að athuga, að hver og einn hefir rétt til þess að ganga úr vinn- unni sem hann er í, til þess að kjósa, og að koma má þeim vinnuveitanda eða verkstjóra í bölvun sem á nokkurn hátt reynir að aftra kjósendum frá því að nota atkvæðisrélt sinn. hlskipaútvegur Færeyinga. Pilskipaútvegur Færeyinga stendur nú með sem mestum blóma. Færeyingar voru svo hyggnir að auka þilskipaflota sinn, þegar útgerðarmenn hér, af tómri skammsýni, seldu alt hvað þeir gátu af skipum sín- um. Sá hængur er við þilskipaút- gerð Færeyinga, að þá vantar bagalega menn á skip sin; hafa þeir vanalega ekki nema 10— 12 menn á hverju skipi, og nokkur skip hafa orðið að standa uppi vegna fólksleysis. Færeyingar hafa viljað fá ís- lendinga á skip sín, en ekki óliklegt, ef útgerðarmenn hér í Reykjavík ganga ekki að hinum sanngjörnu kröfum Hásetafje- lagsins, að einir tvö hunduð hásetar, eða svo, ráði sig á fær- eyisk skip. Væri það bagi mik- ill fyrir landið, ef íslenzk skip þyrftu að standa uppi, vegna ómettandi græðgi útgerðar- manna, enda er liklegt að stjórnarvöldin reyndu að semja milli útgerðarmanna og háseta, áður en útgerðarmenn eyðilegðij sjálfa sig þannig. Hvað okkar fulltrúar ætla að berjast fyrir. Sambandsnefnd verklýðsfélag- anna, og fulltrúaefni okkar við bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram eiga að fara, hafa samið uppkast að stefnuskrá fyrir al- þýðuflokkinn hér í bæ. Aðal- atriðin eru þetta: Bærinn hættir að selja nokk- urt land eða nokkra lóð, sem hanp á nú eða kann að eignast síðar, en leigir land til rækt- unar, lóðir undir hús og roann- virki, sem reist verða á landi hans. Afgjaldið ákveðið með mati til 10 ára í senn. Flokkur- inn stendur fast á móti því að einstakir menn eða stórgróða- félög fái langvarandi afnotarétt að dýrmætu bæjarlandi t. d. við höfnina. Verðhækkunarskattur sé lagð- ur á lóðirnur kringum höfnina, svo að sú verðhækkun, sem þar á sér stað, vegna aðgerða hins opinbera, lendi í bæjar- sjóð. en ekki i vasa einstakra manna. Bærinn lætur byggja hentug og ódýr hús á lóð sinni, og leigir þau sanngjörnu verði, svo húsnæðiseklan minki, og húsa- leiga lækki þar sem hún er óhæfilega há. Bærinn kaupir (eða leigir í fyrstu) togara, og gerir út fyrir eigin reikning, og gerir bærinn ennfremur sitt ýtrasta til þess að koma fisksölunni í viðunan- legt horf. Bærinn stefnir að því að koma upp kúabúi, svo fljótt sem kostur er á, til að geta sem mest byrgt bæjarbúa með mjólk. Ef einokun verður á koluin í bænum, skal bærinn panta kol sjálfur og selja við sannvirði. Bærinn tekur að sér alla injólkur-sölu í bænum að því leyti sem hægt er, og lætur hafa nákvæmt eftirlit með því að mjólkin sé úr heilbrigðum kúm, hrein og ósvikin í alla staði. Heilbrigðisfulltrúi bæarins sé engum öðrum störfum bundinn, svo að hann geti geíið sig óskiftan við þeim eftirlitsstörf- um sem honum eru falin. Bærinn lætur vinna þau verk er hann hefir með höndum á þeim tíma þegar atvinna er minst annarstaðar, að svo miklu leyti sem unt er án tjóns fyrir bæjarfélagið.

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.