Dagsbrún


Dagsbrún - 29.01.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 29.01.1916, Blaðsíða 2
12 DAGSBRÚN <&iano & ÆCarmonium frá frægustu verksmíðjum, sérlega vel vönduð og hljómfögur, útvega eg. Borgunarskilmálar helzt »kontant«. Sýnishorn verður hægt að sjá innan skamms. JSofíur éxuðmunósson, Aðalstræti 6 & Bókhlöðustig 10. Sniðugur bæjargjaldkeri. Bæjargjaldkerinn okkar, hr. Borgþór Jósetsson blæðir mjög i augum, sem von er, hve slæ- lega menn borga gjöldin tii bæjarins. Honum kom þvi það snjallræði í hug, að láta i veðri vaka, að þeir, sem ekki hefðu borgað bæjargjöld sín mundu verða strykaðir út af kjörskrá, og ekki fá að kjósa við kosningarnar núna þann 31. þ. m. Mun þetta hafa orð- ið til þess að margir hafa borgað gjöld sin til bæjarins, og er það vel farið, En það er ekki hægt að taka kosningarréttinn af mönn- nm, þó þeir eigi ólokin bæjar- gjold. Allir þið, sem ekki haf- ið getað borgað gjöld ykkar, gangið því óhræddir til kosn- inganna. Fulltrúar Fram-manna. Eftir því sem Lögréttn segist frá leggja Fram-menn mesta áherslu á að koma Jóni Þor- lákssyni og Thor Jensen inn í bæjarstjórnina þ. 31. þ. m. Og þó að annar þeirra drægi sig ef til vill í hlé, af persónulegum ástæðum, þá er útnefning þeirra töluvert lærdómsrík. Það sem allir finna með réttu að bæjarstjórninni, er að hún hafi verið hirðulítil um að bæjarfélagið gætti hagsmuna fá- tækari stéttanna í bænum. Og með réttu hefir verið bent á, að meðan efnaðir menn, eða dilkar þeirra, ráða öllu um bæjarmál, þá muni þetta ekki breytast. Þeir finna ekki neyðina. Menn sem sjálfir eiga tún og kýr vita lítið um þó að við hinir fáum vatnsblandaða mjólk í búðun- um. Útgerðarmenn þjást ekki af fiskleysi á sama hátt og kona fátæka daglaunamannsins, sem stendur þrjá tíma við fiskpall- inn og fær ekki neitt, af því að »það þarf að afgreiða stærri pantanir«, og hún verður að snauta heim allslaus innan um sleðana sem aka fiskinum heim til efnaða fólksins. Þá mun hús- eigandi, sem býr í 100,000 kr. húsi og á það, varla finna eins sárt til húsnæðiseklunnar eins og smælingjarnir, sem hrekjast úr einu Ieiguhúsinu í annað og altaf er færð upp leigan svo að ekkert hóf er á. Þá er víst ekki von að lóðareigendur, sem fyr hafa gert »góð kaup« við bæ- inn, séu beinlínis nákvæmir i því efni að halda í lóðir t. d. við stórgróðafélögin sem eru að leggja undir sig alt umhveríi bæjarins. Vonandi skilja höfðingjarnir hversvegna við viljum alls ekki þessa menn, ef til vill síður en nokkra aðra menn, sem völ er á. Það er af því við vitum að þeir skilja ekki okkar þarfir, og að þeir mundu halda stjórn bæjarins i sama horfi og hún er nú. En við ætlum að breyta því horfi, láta bæjarfélagið vera öllum til góða en ekki sumum, eins og nú er. l-}-5. Óskemtilegur grunur. í smágrein i siðasta blaði Dbr. um Hjalta »allravin<x var giskað á, að þessi mqrkispersóna mundi vera neðsti maður á þeim lista, sem fæst fengi atkvæðin á Mánu- daginn kemur. Grein hans bar nefnilega vott um hugarfar sam- boðið manni, sem settur er »neð- an við allar vonir« til að full- nægja hégómagirnd sinni. Nú eru listarnir fjórir, og því um fjóra sem gætu tekið að sér þann heiður að hafa fyrir munn Hjalta brígslað alþýðumönnum hér í bænum um fátækt og mentun- arleysi, og gefið í skyn að vœnt- anlegir fulltrúar, kosnir úr þeirra stétt, mundu misnota stöðu sína til að auðgast af bitlingum. Rit- stjóri Visis tók þetla til sín, að því er virtist, af því að talað var í sambandi við þetta uin lilið kförfylgi. Pað mun leggjast i Möller að »Iangsum<i-fleytan sigti með lik i lestinni og sé ó- sigri vigð. Ef til vill er lika í fleytunni eitthvað af lélegu méli frá í vor, að viðbættum endur- skoðendabitlingnum. GrobbiMöl- lers um aískifti sín af togara- málum, munu kjósendur svara að maklegleikum á kjördegi. Hjalti sjálfur heíir mýkst dálítið við það að honum var sýnd í spegli mynd af ráðsmensku broddborgara á undanförnum árum. í fimtudagsskriíi sínu, sem er alt einn sætur grautur embættismönnum til dýrðar, varast Hjalti að endurtaka brígsl- yrði og mútuaðdróttanir sínar í garð alþýðumanna. Líklega hefir hann haldið að yfirmönnum sín- um væri betra að tala um það i heimahúsum, heldur en að sletta því framan í háttvirta kjósend- ur rétt fyrir kjördag. Böðvar. Spurningar. 1. Hversvegna settu Amer- íku-íslendingar sig algerlega á móti þvi, að Jón Þorláksson og Thor Jensen væru kosnir i stjórn Eimskipafélagsins? 2. Hvað mundi Bíldfell hafa gert, ef áðurnefndir menn hefðu samt sem áður verið kosnir í stjórn félagsins? S v a r: Ritstjóra blaðsins skortir kunnugleika til þess að geta svarað þessum spurningum, þar eð þeir atburðir, sem spurt er um, gerðust áður en hann kom til bæjarins. Ef til vill ætlar félagið »Fram« og kaupmannafélagið, að koma þessum mönnum inn í bæjar- stjórn nú, til þess að bæta þeim upp það mótlæti, sem andúð Vestur-lslendinga kann að hafa bakað þeim fyrir nokkrum árum. Ritstj. Herra ritstjóril Sem meðlimur alþýðuflokks- ins skora eg á yður að birta spurningu þá er hér fer á eftir, í »Dagsbrún« og svar við henni: Hvaða menn voru i stjórn milljónafélagsins, og hvert varð banamein þess? Þ. Mér er ekki nákvæmlega kunnugt um alla þá er voru í stjórn Milljónafjelagsins, og því síður um hvert var banamein þess; yður er bezt að beina spurningu yðar til hr. Jóns Þorlákssonar, eða hr. Thor Jen- sen, sem báðir voru í stjórn fé- Iagsins eítir því, er eg veit bezt. Iiitsjóri »Dagsbrúnar«. Gjafir og sjálfstæði. Út af smágrein í Dagsbrún síðustu um korngjafir auð- manna í Rómaborg forðum, hefir orðið dálítið utntal meðal manna í Reykjavík, og enda blaðagreinar. Einhver af hinum stórgjöfulu öðlingum í bænum, einkanlega þeim sem líka blanda sér í kosningar og leita eftir kjör- fylgi alþýðunnar, virðast hafa tekið þetta sem sneið til sin, og. hlýtur það að vera góðri sam- visku að kenna, því að ekki var um þá talað í Dagsbrún. En sem sagt. Menn hafa deilt um það hvort betra væri, að hér væru fáeinir menn ríkir, og hinir allir fátækir, eða að jöfn- uður væri á, engir fátækir og engir óþarflega rikir. Þeir sem mæla með veldi ríkra manna vilja að fáeinir menn eigi allan bæinn, lóðirnar, húsin, verzlanirnar, togarana og túnin kring um bæinn. Þeir eiga að sitja i bæjarstjórn og á þingi mótstöðulaust. Blöðin eiga að vera þeirra eign, og syngja þeim lof. Alþýðan á að vera undirgefið verkfæri í þeirra höndum og þakka þeim fyrir »að veita vinnua, og þegar ekk- ert er að bita og brenna, þá fá þeir ríku þá ánægju að kasta molum af borðum út um glugg- ann, og njóta þess að heyra hungruðu munnana »kvaka þakkaryrði«. Fyrir augum jafnaðarmanna er gagnólík mynd. Þeir sjá fyrir sér bæ, þar sem bærinn á lönd, hús, togara, tún og ótal fleiri hluti, þar sem allir sem vilja vinna geta fengið vinnu og sann- gjarnt kaup, þar sem enginn er 'soitinn, kaldur, húslaus eða óvirtur sökum fátæktar. Þar þarf enginn að líða fyrir það að einstakir menn svæli undir sig það sem ætli að vera ölluro til hagsmuna. Þessar tvær skoðanir munu berjast um völdin hér í bæn- um á komandi timum. Önnur býður gjafir og náðarbrauð, hio efnalegt og andlegt sjálfstæði. Atkvæði okkar á Mánudaginu sýna hver er stefna alþýðunnar. Kjósandi. Er Jón Þorláksson engill? Það er ekki til þess að svara spurningu þeirri er stendur yfir þessnm línum, að grein- arkorn þetta er orðið til, því sá sem skrifar það getur ekki svarað spurningunni. Liklegast mundi hr. Jón Þorláksson, el hann á annað borð virtJ spurninguna svars, svara að hann væri enginn engill, held- ur menskur maður eins og vi* hinir.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.