Dagsbrún


Dagsbrún - 29.01.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 29.01.1916, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 13 Nu erum við komnir að efDÍnu. Jón Þorláksson hefir i sumar látið byggja sér hús, sem er svo stórt, að það er ekki til sá Reykvíkingur, sem ekki veit hvar það er (og er siður en svo að þetta sé sagt hr. J. Þ. til lasts; betur að bygð hefðu verið tíu slík hús i sumar). En athugum nú: fari bærinn að byggja, þá verður afleiðingin su, að husa- leigan lækkar, og hr. Jón Þorl. fær fyrir bragðið mikið minni ágóða af stórhýsi sinu. Það er þvi eðlilegtað hr. J. Þorl. sé á móti því að bærinn byggi — þvi geri hann það, þá er það sama sem margar, margar þusundir króna úr vasa herra Jóns. En hvar finst sá maður að hann meti almenningsheill svo mikils að hann fyrir það vilji missa þúsundir króna úr eigin vasa? Slíkt þekkist ekki; þó þess séu dæmi, að einstaka rikir menn sletti úr hendi sér einum þrem fjórum þúsundum (svo sem eitt prósent af árs- arðinum) nokkrum vikum áð- ur en á að fara að kjósa, til þess að afla sér kjörfylgis. En svoviðsnúum okkur nú aftur að efninu, þá skulum við staðfesta með sjálfum okk- ur, að herra Jón mun berjast á móti því að bærinn fari að byggja, nema hann sé engill, og að svo komnu er engin á- stæða til þess að gruna hann um það. Við, sem viljum að bærinn fari að byggja, kjósum þvi þá menn, sem við vitum að eru eindregið málinu fylgjandi, en það eru mennirnir, sem standa á alþýðulistanum; list- anum sem samband verka- lýðsfélaganna ber fram, og sem ber nafnið C-listinn. Listi sjálfstæðismanna. Verra kjaftshögg hefir enginn íengíð, en það sem sjálfstæðis- menn nú gefa sjáltum sér með því að setja mann efstan á lísta sinn, sem hálft árið er úti á sjó; einmitt þeir sömu menn, sem gerðu mestan há- vaðann yfir þvi að verkamenn höfðu sjómann á lista sínum við endurskoðenda kosning- arnar. Gildir annað um verka- mannalista, en aðra lista, eða hvernig hugsa sjálfstæðismenn sér að hr. Geir Sigurðsson vinni fyrir bæjarfélagið þegar hann er út á sjó? Bæjarstjórn Akureyrar kaupir kol. Frétt er blaðinu barst sím- leiðis, segir að bæjarstjórn Ak- ureyrar kaupi nú kol handa bænum. Strax kominn árangur af þvi þar nyrðra, að verkamenn eru búnir að koma þrem af sinuin mönnum í bæjarstjórn (einum í fyrra, og tveim um daginn). Ðfugmæli „Lögréttu". ískyggileg virðist pólitísku flokksblöðunum hreyfing sú, er hrundið hefir verið af stað nú upp á síðkastið af verk- mannafélögunum — og það svona rétt fyrir væntanlegar kosningar á þessu ári. Og er þetta mjög svo skiljanlegt, þvi vel getur svo farið, að erfiðara reynist nú en fyr meir að smala »hjörðinni« við kosn- ingaborðið undir merki póli- tísku flokkanna og láta hana lyfta »valdagírugum litilmenn- um« upp í þingmanns-sessinn, þar sem blasa við »öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð« — þar sem »spekúlantarnir« þrifast bezt. Auðvitað er því hampað óspart, að ekki sé neitt vit, að kjósa annað en verk- fræðinga og stórkaupmenn — aðrir viti ekkert og geti ekkert — eins og t. d. »Lögrétta« gerir í gær út af bæjarstjórnarkosn- ingunum, er í hönd fara. Höfn- in er i voða, ef verkfræðingur- inn verður ekki kosinn; en það gleymist að geta þess, að hefði verkfræðingur þessi mátt ráða, þá væri ekki byrjað á höfn- inni enn þá, og hvað segir það? Hvorki meira né minna en að hafnargerðin hefði dregist í 20 —25 ár, éf tækifærið hefði ekki verið notað þegar það gafst. Og eins og hafnargerðinni nú er komið, þá er ekki hægt að sjá, að hans þurfi svo sérstak- lega við — ekki sízt þar sem tveir verkfræðingar eru ráðnir nú af hendi bæjarstjórnar til að hafa umsjón með verkinu. Þá er talið að hans þurfi svo sérstaklega við til að leiða raf- magnsmálið farsællega í höfn. En eg held að næg rök séu fyrir þvi, að þetta er allsendis öfugt. Hann er verkfræðingur — þó ekki rafmagnsfræðingur —- og hann er þannig settur, að það gæti verið mikill per- sónulegur hagnaður fyrir hann, að rafmagnsstöð kæmist hér á fót. Og því er ekki hægt að neita, að eigin hagsmunir hafa vilt mörgum manni sýn í opin- berum málum, og gæti því þetta mál komið honum i mik- inn vanda — að minsta kosti mætti núa honum því um nasir og þess háttar er óþægilegt fyrir alla — ekki sizt menn i opin- berum trúnaðarstöðum. — Þá er stórkaupmaðurinn. Enginn neitar því, að maðurinn er framúrskarandi fyrir sjálfan sig og prúðmenni hið mesta í allri framgöngu. En hitt er öreynt, hvernig honum tekst að að- greina sinn eiginn hag frá hags- munum bæjarfélagsins, ef hann Ak verkamannafundur verður haldinn í Bárubúð — salnum niðri — Sunnudaginn 30. Jan. þ. á. kl. 4 síðdefis. Bæjarstjórnarkosníngin rædd. Allir verkamenn, konur og karlar, eru velkomnir á fundinn. Verkamannafélagið „Dagsbrún". lendir í bæjarstjórninni, sem honum kvað lika vera þvert um geð — að minsta kosti nú fyrst um sinn. Það á ekki að kjósa þá menn í bæjarstjórnina, sem vitanlegt er um fyrirfram, að þeirra eigin hagsmunir geta iðulega rekist á hagsmuni bæjarfélagins. Nóg er samt athugavert! Einn af »hjörðinni«. Hvers er þágan? Andstæðingar alþýðulistans eru nú farnir að leysa vig- hunda sína og biða reiðubúnir til að sleppa þeim lausum á fulltrúaefni vor. Þeir virðast halda, að það séu Jörundur, Ágúst og Kristján, sem séu eit- ur og eldur í bænum. Það er eins og þeir séu að trana sér fram og hossa sér á herðum alþýðunnar til valda og fjár. Ekkert gæti verið fjarstæðara. Allir þessir menn eru mjög störfum bundnir, og engum þeirra hefir dottið i hug að trana sér fram. En þeir hafa látið undan nauðsyn stefnunn- ar og leyft að setja nöfn þeirra á alþýðulistann. Þeir hafa fund- ið, að hin nýja alþýðupólitik var aðalatriðið, en ekki per- sónulegur hagur þeirra eða stundarþægindi. Bæjarfélagið var i hættu statt. Bærinn hafði gefið burtu landeignir sínar eins og vitlaus maður. Fátækl- ingarnir kúra í kjöllurum og loftsmugum eftirlitslítið, en eng- um datt í hug að byggja; pen- ingarnir þurftu í bryggjur handa kaupmönnum. Mjólkin, sem til bæjarins kom, var ill og litil, og framleiðendum gefinn laus taumur. Efnamennirnir tala um fiskiveiðar fyrir bæinn og bærilegan sölustað, en lengra kemst það ekki. Alþýðumenn þekkja nú orðið þessi mein og mörg önnur, sem allir vita að gera má við. Hingað til hafa þeir falið embættismönnum og kpupmönnum aðfarameðþetta vald, en árangurslaust, alt hefir setið í gamla horíinu, og það virðist fengin reynsla fyrir því, að svona mundi það fara alla þa stund, sem þessir menn færu með óskoruð völdin. — Þess vegna er það í þágu okkar allra, sem liðum fyrir ranga stjórnarstefnu núverandi vald- hafa, að alþýðumenn taka að sér, í fyrsta sinn i sögu bæjar- ins, að verja hagsmuni alþýð- unnar. Við vonum, að ekki verði mjög langt þangað til að þeir fá þann mannafla, sem þarf til að breyta stefnunni, bæjarfélaginu til hagsmuna. A mánudaginn kemurverður ekki barist um menn við kosn- ingarnar, heldur málefni. »Bær- inn á að verða framleiðandi sjálfur og gera með þvi bæjar- búa efnaðri«, segjum við al- þýðumenn. »Bærinn á að vera undirlægja einstakra efna- manna«, segja þeir, sem halda fram gamla sleifarlaginu. Þórgeir. Hvað vilja þeir? Langsum vill koma Geir inn til þess að svo liti út sem það hafi hér enn pólitiskt fylgi. Heimastjórnarmenn þurfa að líta eftir að gamla lagið breyt- ist ekki i stjórn bæjarmála, og að halda saman hjörð Jóns Þorlákssonar. Heldri konurnar vilja ekkert nema að þreyta Samúel gamla. Alþgðumenn vilja sigra til þess að í'á hús yfir þá hús- viltu, og mat handa þeim fá- tæku, án þess að láta þá fara á sveitina. Verkamaður. Hvað gera menn erlendis? ii. Eins og kunnugt er, eru jafn- aðarmennafarfjölmenniríÞýzka- landi, en stjórnarlögin hindra þá frá að hafa áhrif á vígbúnað og utanríkismál sem skyldi, því að keisarinn ræður einn um, að heita má, hverir eru ráðgjafar hans. En þrátt fyrir þetta hafa þýzkir jafnaðarmenn komið á fjölmörg- um nýtum framkvæmdum og endurbótum. Ýms þýzk bæjar- félög eiga miklar landeignir. Þannig átti t. d. borgin Freiburg (85,000 íbúar) við lok ársins 1912 77,4%> af öllu því landi, sem borgin stendur á. Hohlens, Augs- burg og Stettin áttu þá helming þess lands er þær stóðu á. Og aðrar stórborgir, svo sem Köln (500,000 ibúar), Darmstadt (87 þús.), Breslau (512,000), Wies- baden (109,000), Strassburg (180 þús.) eiga hver um sig frá 30— 50°/o af öllu því landi, sem þær eru bygðar á. Þá er Frankfurt am Main stórauðug að löndum. Árið 1899 byrjaði bæjarstjórnin að kaupa lönd, og var við árs- lok 1912 búin að eignast jarð-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.