Dagsbrún


Dagsbrún - 29.01.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 29.01.1916, Blaðsíða 4
14 DAGSBRÚN eignir fyrir 300 miljónir kr. Var þar fyrst að telja einn fimta hluta allra lóða í borginni og þar að auki mörg þúsund ekrur af skóglendi og akurlöndum. Það sama ár hafði borgin leigt út 5360 býli utanbæjar, 2400 stór- hýsi fyrir íbúðir og búðir, og 430 vöruhús. Borgin lætur stunda vínyrkju á landi sínu og fram- leiðir árlega um 16,000 litra af dýru vini. Mjög mikið af þvi er selt í gildaskála, sem bærinn á sjálfur og lætur starfrækja fyrir eigiu reikning. Þá lætur bærinn höggva allmikið af skógi í bæjarlandinu og hafði árið 1912 15,000 kr. í hreinan ágóða af þeim atvinnurekstri einum sam- an. Borgin Ulm í Wúrtemberg á 75°/o af bæjarlóðinni og hefir grætt svo mikið á því, að bæj- arfélagið hefir þrefaldað jarðeign sína á átta árum, og þó grætt þar að auki rúmar 700,000 kr. í reiðupeningum á jarðakaup- unum. Menn geta ímyndað sér hve stórfengleg eru landkaup sumra þ5Tzkra borga, að Stettin (ibúar 236,000) keypti fyrir fá- um árum 2200 ekrur af landi fyrir 7 miljónir króna. Þó mun Reykvíkingum, sem gefa bæjar- löndin svo fúslega, þykja kyn- legt, að til eru allmörg þýzk bæjartélög, þar sem afgjaldið af landeign bæjanna er nóg í öll bæjargjöld, og meira en það. í bænum Klingenberg fær hver borgari 300 kr. árlega í tekjur ár bæjarsjóði, og í Freudenstadt í Wúrtemberg er um 20,000 kr. skift árlega milli 1450 borgara í bænum. Þaðjlerjifgangur af fasteignatekjum.^þegar hann hefir greitt öll nauðsynleg útgjöld, án þess að hafa annan gjaldstofn en landeign sína. Eftir þessu að dæma hefir íslenzki alþýðu- flokkurinn eigi óglæsilegt for- dæmi, þegar til hans kasta kem- ur að breyta landgjafapólitik undanfarinna ára. Fróði. I Úr eigin herbúðum. Endurskoðendur í verkamf. Dagsbrún voru kosnir á aðalfundi: Ottó N. Þorláksson og Jón Þórðarson. Álmennan útbreiðslufund hélt verkakvenfélaðið Fram- sókn nú i vikunni í G. T. húsinu. Fundurinn snérist mest um bæjarkosningarnar og var mjög fjörugur eins og alm. fundirnir, sem verkamf. Dagsbrún, og H. R., héldu um daginn. Á eftir almennafund- inum hélt »Framsókn« fund, og gengu þá 26 — tuttugu og sex — hvorki fleiri né færri, í félagíð. Það var fallegur hópur! Verkamannafél. á Seiðisfirði. í því eru nú 120 meðlimir, og er það ekki lítið, miðað við ibúatölu kaupstaðarins. Félagið ætti því að fara að láta til sín taka t. d. koma á peningaborgun fyrir vinnu, og láta ekki brjóta lög á sér lengur. Almennan verkalýðsfund heldur verkamfél. Dagsbrún á morgun Sunnudag kl. 4 e. h. í Bárubúð. Ritstjóri þesa blaðs vill fá fréttir um verkalýðsfélög út um land, hverjir séu í stjórn þeirra, hvað meðlimir hafi verið margir á nýári, og hvert sé lágmark félaganna á kaup- gjaldi, og hvort kaupgjaldið sé borgað í peningum. Sömu- leiðis biður hann um að sér sé skrifað um öll áhugamál félaganna. Hásetafélag Keykjavíkur. Svohljóðandi tillaga var sam- þykt á siðusta fundi félagsins: »Frá 1. Marz þ. á. má eng- inn háseti, sem er meðlimur Hásetafélags Reykjavikur fara út með togara, nema hann sé skrásettur samkv. lögum fé- lagsins. Terkamannafélag Akureyrar. kaus á Sunnudaginn var 5 manna nefnd til þess að und- irbúa alþingiskosningar á Ak- ureyri. Verkfallið heldur áfram i Hafnarfirði. Reykvikingar eru alvarlega á- mintir um að gera skyldu sína gagnvart Hafnfirðingum og vinna enga daglaunavinnu þar; það eru nógar hendur í Hafnarfirði. ""' Fnndur í hásetafél. Rvíkur á morgun kl. 7 e. h. í ,Báru- búð. Himinn og jörð. Uvad eru dj'rin lengi að vaxa? Það er mjög misjafnt, og eigi vita mcnn þad nákvæmlega um allar dýrategundir þær, er hér eru taldar: Fílar 20—24 ár. Mann-apar 8—12 — Aðrir apar 3— 6 — Ljón og tígrisdýr 3~ 5 — Leópardar og gaupur 1*/»—- 3 — Birnir 5— 6 — Hvítabirnir 6— 7 — Selir 4 —? Otrar, hreysikettir (her- melín) og merðir 10 mán. Gíraftar 6—7 ár. Nashyrningar 7—8 — Flóðhestar 5—6 — Tapírar 1—2 — Hérar 15 mán. Roltur 6 — Broddgeltir 1'/»—2 ár. Hundar 1—2 — Bréf frá borgarstjóra sem ritstj. var búinn að lofa að kæmi i þessu blaði ef hægt væri, er ómögulegt að láta koma nú, — kemur i næsta blaði. Efni þess er það, að kjörstjórnin (borgarstj., Sig- hvatur bankasfj., og Sv. Bj. alþm.) eigi enga sök á því að SteinolíaT Þeir sem í haust gátu ekki byrgt sig upp af steinolíu nema um stuttan tíma, geta nú nálægt miðjum Janúar fengið aftur hina ágætu jnici<ít*Í!-!liii steinolíu, sem verður seld mjög ódýrt í stærri stil hjá ]6h. 0gm. Oðössynl, Lau^aveg' 63. G-amlar og- nýjar sögn- og fræðibækur, innlendar og erlendar, fást með 100/o—76°/o afslættl í Sékabúðinni á íaugaveg 22. Þeir sem þurfa að spara vegna dýrtíðarinnar, græða á þvi að verzla við Bókabúðina. Fataefni, saum og til fata hvergi ódýrara. Blá fataefni nýkomin. — 10—20. kr. sparn- aður á hverjum klæðnaði hjá Cariiðm. SigriirÖssyiii, Laugaveg 10. Jlokkrir sjémenn geta fengið góða atvinnu á mótorbátum við Skjálfandáflóa frá 1. Júní til 1. Október þ. á. Allar upplýsingar gefur undir- ritaður. Jósop S. Húnfjðrð. Laugaveg 121. Jóní Bach hafi ekki verið kom- ið á kjörskrá, hún hafi viljað gera sitt til þess að hann gæti notið kosningaréttarins. Jafnaðarstefnu-molar. Við jafnaðarmenn viljum koma skipulagi á framleiðsluna, í stað þess skipulagsleysis sem nú er. Fyr á tímum voru vegirnir víðasthvar í álfunni, einstakra manna eign, og tóku eigend- urnir gjald af vegfarendum fyrir notkun þeirra. Og þó voru veg- irnir svo að segja ófærir, hjá því sem þeir urðu seinna, þegar þeir voru orðnir opinber eign, og umferð um þá ókeypis. Líkt var um myntsláttuna. Meðan einstakir menn (smáhöfðingjar, veraldlegir og andlegir) höfðu rétt til þess að slá mynt, varð almenningur að viðhafa hina mestu varúð, af því fjöldi var gefinn út af ónýtum peningum. Nú er myntsláttan opinbert fyrirtæki, þess vegna tökum við móti peningum án þess að at- huga hvern þeirra sérstaklega. Nú kemur þeim sem þetta ritar til hugar járnbrautirnar í Danmörku. Flestar járnbrautir þar í landi eru ríkiseign, en þó eru undantekningar. En engum sem um Danmörku hefir ferðast, og þá þurft að fara einhvern spotta með járnbraut, sem var eign einstaks manns eða félags, hefir dulist hve mikið var verra að ferðast á þeim, en hinum er voru opinber eign. Enda er slíkt skiljanlegt; markmið ríkis- brautanna er að bæta úr sam- gönguþörfinni, hinna að græða fé til handa eigendunum. Lifandi myndir. M a 11 h i a s Ó1 a f s s'o n al- þingism. erindreki Fiskifélags íslands, hittist á skrifstofu fé- lagsins í Lækjargötu alla virka daga kl. 12—2 e. hád. þegar hann er ekki á ferðalagi. Jón Jónsson beykir, Laugavegi 1 kaupir steinolíu- tunnur hæðsta verði. Á L i n d a r g ö t u 14 er saltþorskur og steinbítur til sölu. G u 11 h r i n g u r fanst um daginn. Réttur eigandi vitji hans á Laugaveg 51 niðri. "Hvít hæna með svörtu bandi á öðrum fætí, fór um daginn út að spáséra og kom ekki beim aftur. Mæti einhver henni, er hann beðin að fylgja henni heim til sín, í hænsna- hú,sið við hús no. 55 á Laug- arvegi. Kaupendur blaösins, sem ekki fá blaðið skilvíslega eru beÖDÍr að láta ritstiórann vita. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.