Dagsbrún


Dagsbrún - 05.02.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 05.02.1916, Blaðsíða 1
PREMJIÐ EKKI RANGINDI ] DAGSBRÚN d Ð BKKI RANQINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN DT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFELAGA RITSTJÓRI OG ÁRYRGÐARMABUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 6. tbl. Reykjavík, Laugardaginn 5. Febrúar. 1916. 6Ieyfflií ekki að gú að hvort þið eruð á alþingiskjorskránum! Verkfalliö í Hafnarfirði. Svo sem getið hefir verið um hér í blaðinu, setti verkmanna- íélagið »Hlíf« í Hafnarfirði upp kaupið í byrjun Janúar, frá miðjum mánuðinum að telja. í félaginu »Hlíf« eru bæði karl- ar og konur; karlmannskaupið var hækkað úr 30 upp í 40 aura og kvenfólks kaup upp í 25 aura. Stærsti atvinnurekand- inn í Hafnaríirði er Bretinn Mr. Bookles sem nú dvelur í Skotlandi. Honum var sent sím- skeyti um að verkamenn sæu sig neydda til þess að setja upp kaupið. Barst verkm.fél. frá honum símskeyti og bréf, og ^ru þýðingar af þeim birtar neðar í grein þessari. Oðrum atvinnurekendum í Hafnarfirði var sendur hinn nýji kauptaxti félagsins, og svöruðu þeir með bréfi því er einnig er prentað hér., Símskeyti frá Bookles. Verkmannafél. »Hlíf« Hafnarfirði. Eg get eigi viðurkent verk- ^annafélög, þau valda öllum 'öndum tortímingu og leiða ^erkalýðinn afvega; samt á að horga verkamönnum okkar n*gilega og vel, svo framar- *ega sem þeir eru eigi í félaginu.. Bookles. Bréf frá Bookles. Verkmannafél. »Hlíf« Hafnarfiröi. Heiðruðu herrar! Hérmeð staðfeslum við áður ^end símskeyti. Okkur þykir leitt að við get- Utn ekki viðurkent nein verk- ^annafélög og getum þessvegna ekki tekið til greina uppástung- llr ykkar fyrir málamiðlun sliks félags. En þrátt fyrir það, eius og stendur í simskeyti frá °kkur, þá er enginn efi á því a^ við munum taka til alvar- ,egrar ihugunar kauphækkun Q^nda okkar verkafólki, þó með Pví skilyrði að það sé ekki ?*eðlimir í yerkmannafélaginu. að er okkar ósk og tilætlun a* Hafnfirðingum sé fyllilega §°ldið fyrir þeirra verk eftir Verðleikum, og við teljum lík- e§1 að það sé vel kunnugt i Hafnarfirði að við höfum ekki agt i vana 0kkar að skrúfa ^iður verkalaunin, og alt það Verkafólk sem hefir óskað að fá kauphækkun hefir ávalt fengið hana hjá okkur. Að svo stöddu höfum við símað til umboðsmanns okkar hr. O. V. Davíðssonar og til- kynt honum fyrirætlanir vorar. Við vildum vekja máls á, að í staðinn fyrir að stofna verk- mannafélag í slíku bygðarlagi sem Hafnarfjörður er, væri verkafólkinu meira til góðs að ef félag væri stofnað í þeim til- gangi að kenna því að vinna verk sín svo, að þau jafngiltu kaupinu. Ef slíkt kæmi til og verkafólkið tæki bótum, mundi það að mun réttlæta hækkun vinnulaunanna og rrundum við verða hinir fyrstu til að viður- kenna það, með því að hækka kaupið. Við erum alls ekki mótfallnir því að gjalda þeim gott kaup sem vinna verk sín með trúmensku, en við erum því stranglega mótfallnir að hækka kaup þeirra, sem ætlast til að þeim sé goldið fyrir að gera ekki neitt. Venjulega höf- um við mjög lítið að setja út á vinnu kvenfólksins í Hafnar- firði, en hvað viðvíkur vinnu karlmannanna, þá hefir hún verið alt annað en viðunandi eftir okkar reynzlu. Við álítum að hér sé töluvert ábótavant í þessu efni. Að endingu viljum við minn- ast þess að verkmannafélög, að okkar áliti, valda falli flestra þjóða. Á yfirstandandi tima höfum við reynzlu fyrir því í okkar landi. Þau eyðileggja ekki aðeins iðnaðarframleiðslu nauðsynlega viðvíkjandi stríð- inu, heldur gera þau alt sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra verkafólkið frá að gera það sem það á að gera og við álítum að því fyr, sem öll verkmannafélög séu lögð niður á íslandi, því betur sé farið fyrir landið. Ef verkafólk okkar er ekki ánægt með að fela þetta efni algerlega í okkar hendur, án þess að fara í verkmannafélög, þá verðum við neyddir til að fá fólk frá öðrum stöðum. Við álítum að minsta kosti okkar verkafólk upp úr því vaxið að fara að ráðum slíks félags, eftir þær viðgjörðir sem það hefir fengið hjá okkur á umliðnum tíma. a komandi tíma munum við ekki hafa samhygð með með- limum verkmannafélaga. VirÖingarfylst. Bookles Bros. Bréf frá atv.rek. i Hafrtarfirði. Til verkamannafélagsins »Hlíf« í Hafnarfirði. í tilefni af aukalögum þeim er þér hafið sent oss undirskrif- uðum viðvíkjandi kauphækkun karla og kvenna hér i bæ, vild- um vér hér með tjá yður að oss finst ekki ástæða til þess tiltækis og sjáum ekki betur, en að af því leiði — ef þess- um kaupgjaldstaxta yrði fram- fylgt — stór hnekkir i öllum framförum hér í bæ og atvinnu- leysi fyrir verkafólk. Vér höfum athugað . þetta mál vandlega og fullyrðum að afleiðingar af þessari verkkauphækkun mundu verða til stórrar óhamingju fyrir þennan bæ. Álítum vér því skyldu vora að leiða athygli yðar að þessu málefni í von um að þér takið það til nýrrar yfirvegunar, um leið og vér vilj- um hér með tilkynna yður að vér munum halda sama verk- kaupi eftirleðis sem hingað til, nfl. fyrir timabilið sem eftir er til 1. Marz, 25 til 30 aura karlmönnum, en eftir þann tíma 35 til 40 aura eftir manngildi, en kvenfólkskaup viljum vér gjalda 18 til 20 aura bæði í vetur og sumar komandi, alt fyrir klukkutíma, þó skulu ung- lingar ekki teljast þar með upp að 16 ára aldurs. Auk þess viljum vér ekki greiða neina eftirvinnu við fiskþurkun úti og að því er snertir fiskvask höld- um vér sama taxta sem verið hefir, nfl. 50 aura fyrir Þorsk og Löngu en 40 aura á smá- fisk ísu og Upsa, fyrir hver 100 stykki. Hvað viðvíkur því er tekið er fram í aukalögum þessum, hvernig tilfæra beri vinnu í bókum vorum, þá tökum vér því hér með fram að við get- um ekki leyft neinum óviðkom- andi að ráða bókfærslu vorri hvorki í þessu né öðru, og munum hér eftir eins og hing- að til, tilfæra vinnu eins og okkur þykir hægast og bezt við eiga. Yfir höfuð að tala sjáum vér oss alls ékki fært að hækka neinskonar vinnulaun við fisk- verkun mundu minka að mikl- um mun og jafnvel orðið til þess að hún smám saman legð- ist niður, en það teljum vér stóran hnekki fyrir alt þjóðfé- lagið ef þessi atvinna á líka að flytjast út fyrir pollinn. Að lokum skulum vér taka það fram, að sá hvimleiði ó- siður sem átt hefir sér stað að . verkafólk hefir hlaupið frá vinnu til kaffidrykkju hvenær sem því hefir sýnst allan daginn, þennan ósið teljum vér óþolandi og ósæmilegan, og munum vér því hér eftir alls eigi leyfa slíka kaffidrykkju milli máltíða. Yfirvinnu og helgidagavinnu göngum vér útfrá að borga hina sömu og verið hefir. Hingað til höfum vér ekki haft neinn félagsskap um það að ákveða verkkaup. Verkkaup- ið hefir því verið eðlilegt, en ekki þvingað með lögum frá hálfu annnars málsaðilans; það teljum vér heimsku, og með því stigið fyrsta sporið til ósam- lyndis og úlfúðar milli verka- fólksins og vinnuveitenda. Hafnarfirði 19. Jan. 1916. pr. pr. Bookles Bros. Ó. V. Davíðsson. pr. W. S. Hadden. Magnús, Jóhannesson. pr. fiskiveiðahlutafélagið »Viðir«. Þór. Böðvarsson. Verzlun Böðvarssona & Co. Ólafur Böðvarsson. pr. fiskiveiðahlutafélagið Ymir. Aug. Flygenring. pr. verzlunin Edinborg. Aug. Flygenring. Einar Þorgilsson. Aths. Mér hafa eigi verið send aukalög félagsins, en þar sem verk- mannafélagið »Hlíf« hefir lalið mig í flokki vinnuveitcnda, og eigi vilj- að þola mig í sínum félagsskap, vil eg gjarna undirskrifa petta skjal. Sigurgeir Gíslason. Bréf þessi eru mjög eftirtekta- verð að mörgu leyti, og sýna einkar vel hinn góðgjarna hugs- unarhátt atvinnurekenda í garð verkamanna, eins og þar sem .þeir hóta að bartna verkafólki að drekka kaffi. Óskiljanlegt er með öllu að nokkur skuli láta sér detta hug að segja að verkamanna- félög séu skaðleg, og einkenni- legt er að sú rödd skuli koma frá Bretlandi, þvi hvergi er nyt- semi þeirra alment viðurkendari en þar, og er auðséð hvaða hugmyndir Mr. Bookles (sem hefir dvalið hér á landi) gerir sér um vitsmuni og þekkingu íslendinga. Hr. Aug. Flygenring, sem skrifar tvisvar undir sama bréfið, sem sagt er í að atvinnurek- endur sjái sér alls ekki fært að hækka vinnulaunin, sagði á sið-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.