Dagsbrún


Dagsbrún - 05.02.1916, Side 2

Dagsbrún - 05.02.1916, Side 2
16 DAGSBRÓN Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu sætsaít. asta bæjarstjórnaríundi i Hafnar- firði, að kröfur verkamanna vceru sanngjarnar, og að það væri eingöngu af því að atvinnurek- endur vildu ekki þola það, að verkamannafélagið réði kaupinu, að þeir ekki gengju að kröfum verkamanna. Hvernig getur nú mönnum eins og hinum fyrv. þingmanni dottið i hug að segja eitt í dag og annað á morgun. Hr. Flygenring hefði vissulega átt að skrifa þrisvar undir bréflð til verkamannafélagsins. Atvinnurekendunum þykir auð- sjáanlega engin skömm að því að bera fram hverja fjarstæðuna á eftir annari, og skulu hér nefndar nokkrar þeirra: 1. Að kauphœkkunin verði til stórrar óhamingju fgrir Hafnar- fjörð. Hvernig getur það orðið til óhamingju fyrir bæinn, að verka- fólk fái hærra kaup? Þvi mun enginn geta svarað, enda er ber- sýnilegt að það er stórt happ fyrir bæjarfélagið að kaupið hækki, og getur orðið til þess að forða fjölda manna frá því að falla bænum til byrðar. 2. Að þeir sjái sér alis eigi fœrt að hœkka neinskonar vinnulaun við fiskverkun. Hverjum lífandi»,manni dettur i hug að atvinnurekendur í Hafnarfirði, standi sig ekki við að borga sama kaup og atvinnu- rekendur hér í Reykjavík. 3. Að kauphœkkunin mundi verða til þess að þskvinnan mundi flgtjast út gflr pollinn. Auðsjáanlega látast bréfskrif- endurnir ekki vita, að kaup- gjaldið er alstaðar erlendis, í þeim löndum, sem hér getur verið um að ræða, mikið hœrra en hér á landi. Margt er fleira í bréfinu sem vert er að athuga, og mun það gert rækilegar i næsta blaði. En ekki er rétt að Ijúka þessari grein án þess að getið s6 sérstaklega um þá herra, Magnús Jóhannes- son og Sigurgeir Gislason. Báðir þessir menn hafa um fleiri ára tima verið meðlimir verkmanna- félagsins; hr. M. Jóhannesson var í fyrra varaform. félagsins, og árið þar áður var hann formaður. • Eitthvert versta eitur í öllum félagsskap, eru þeir menn, sem undir fölsku yfirskyni svikja sig inn í góðan félagsskap og láta persónulega hagsmuni ráða gerð- um sínum, og geta félögin ekki nógsamlega hrósað happi þegar þau losna við slika menn. Verkfallið heldur enn áfram, en atvinnurekendur hafa þó neyðst til þess að borga með 40 aurum þá vinnu, sem þeir hafa þurft að láta vinna, og er óhugsandi annað en verkamenn í Hafnarfirði með þrautsegju sinni, komi fram hinum afar- sanngjörnu kröfum sinam. Meira um verkfallið í næsta blaði. Bæjarstjdrnarkosningin. Aldrei hefir vist neitt fylgt betur áætlun en þessi kosning. Verklýðsflokkurinn vissi að hann hafði bolmagn til þess að koma að þrem mönnum, ef allir gerðu skyldu sína. Þess vegna voru sett þrjú nöfn á listann, og allir meðlimirverklýðsfélagannagerðu skyldu sína, þess vegna fór eins vel og fór. Við næstu bæjar- stjórnarkosningar (1918) höfum við fjóra á lista, og komum þeim öllum að. Atkvæðin féllu þannig við kosninguna: A-listi 634 atkv. (Fram-félagið). B-listi 163 — (f Sjálfst.flokk.). C-listi 911 — (Verklýðsfélögin). D-listi 204 — (Thorv.bazaro.fi. góðgerðafélög). E-listi 80 — (Eyjólfsson, Leví & Co.) Alls voru greidd 2028 atkv., og er það meira en nokkurntíma áður við kosningar hér. Að eins 36 atkvæði voru ónýt. Kosningu hlutu því allir okkar menn, og tveir efstu mennirnir af Fram-listanum (lista Heimastj.- manna). Kosnir voru því: Jörundur Brynjólfsson, Ágúst Jósefsson, Kristján V. Guðmundsson, Jón Þorláksson og Thor Jensen. Eftirtektarvert er það, að neðsti maðurinn á lista verkalýðsins (Kr. V. G.) hafði að eins 38 atkv. færra en efsti maðurinn á Fram- listanum. Þeir sem fóru úr bæjarstjórn nú, voru þau Geir Sigurðsson, frú Katrín Magnússon, Arinbjörn Sveinbjarnarson, Tryggvi Gunn- arsson og Jón Þorláksson, sem var endurkosinn. Hr, Thor Jensen. Blöðum höfðingjanna kemur saman um það, að það sé sví- virðilegt að verkalýðurinn skuli ekki vera stór-þakklátur og auð- mjúkur herra Thor Jensen fyrir 3—4 þúsund króna gjöfina, sem hann gaf í haust á brúðkaups- degi sona sinna. En verkalýður- inn lítur nú öðrum augum á þetta — eða sá hluti hans sem er í félögunum, og þvi veit hvað hann vill — hann vill fá rétt- lœti, en ekki ölmusu, biður ekki um að fá náðargjafir af borðum drottnanna, og sérstaklega skoð- ast þær gjafir andstyggilegar, sem koma frá sömu mönnunum sem eru að reyna að halda í kaupið við verkalýðinn. Tveim dögum, eða svo, áður en hr. Thor Jensen gaf þessa gjöf sina, regndi hann að hafa af hásetunum á skipi sinu »Skallagrimi« 10 kr. af hverri lifrartunnu. Hann vildi neyða þá til þess að ganga að þvi að selja sér lifrina á 25 kr. tunnuna, þó hún væri minst 35 kr. virði; og enginn efast um að honum hefði tekist það, hefði Hásetafélagið ekki verið stofnað. En einmitt þess vegna, og vegna drengilegrar samheldni skips- hafnarinnar á »Skallagrími« varð hr. Thor Jensen að láta undan, og nauðugur viljugur að ganga að því að borga lifrina með 35 kr. tunnuna. Nú má gera ráð fyrir því að meðal lifrarafli á togara sé 400 tunnur, og þar eð hr. Thor Jensen ætlaði sér að græða 10 kr. á hverri tunnu á kostnað háseta, þá er það með öðrum orðum að hann œtlaði að taka þarna þœr 4000 kr. af hásetunum, sem hann gaf fátæk- lingum i Regkjavík, eftir því sem hallelúja- og Iof-sé-dýrð-höfð- ingjanna-blöðin sögðu, í tilefni af brúðkaupi sona sinna, þ. e. til þess að gylla með þá viðhöfn (öðruvísi verða þessi blöð ekki skilin). Nú virðist heilbrigð skyn- semi segja, að það sé litið góð- verk að gefa með vinstri hend- inni, það sem tekið er með þeirri hægri, eða að ætla sér að taka af hásetum (mönnunum sem eru að þræla inn peningunum handa hr. Thor Jensen) til þess að gefa það öðrum. Og bætir það ekkert úr skák, þó það sé gefið mönn- um, sem ver eru staddir en há- setar. Hr. Thor Jensen á þrjá togara, og hefði hann komið vilja sín- um fram með lifrina á einum þeirra, þá hefði hann komið honum fram á þeim öllum. Með öðrum orðum, hann hefði tekið minst 12 þúsund krónur af há- setum, en geflð fátœkum i Regkja- vik 3—4 þúsund krónur. Það er ekki að furða þó blöð höíðingjanna séu reið I Litli sonur stóra pabba. Hr. Ólafur Björnsson, sem erfði »ísafold« eftir föður sinn, Björn Jónsson, reynir í síðasta blaði »ísafoldar« að breiða yfir hinn afarmikla ósigur Sjálfst.- manna með því að ráðast með skömmum að »Dagsbrún«, og ber henni á brýn »fruntalegt ofstæki og staðlausar aðdróttanir í góðra manna garð«, og þar fram eftir götunnm. Greinin ber það með sér, að litli sonur reynir að stæla rithátt stóra pabba, en tekst það ekki betur en asnan- um, sem fór í ljónshúðina forðum: eyrun stóðu uppúr, og öskrið var asnabaul eu ekki Ijónsöskur. Það gamla er gleymt! Allmargir heimastjórnarmenn hafa gengið grenjandi um bæ- inn með látlausum rógi um al- þýðuflokkinn og hina nvkosnu fulltrúa hans. Þykir þeim það of svæsin kosningabrella að heimfæra orð heilagrar ritn- ingar um gjafir upp á vissa dýrlinga höfðingjanna. En muna þeir góðu herrar eftir því hvern- ig framkoma þeirra var gagn- vart okkur sjálfstæðismönnum. þegar Blöndahl bauð sig fram í síðara skittið. Hann var þá um haustið um tíma erlendis. Þá lugu heimastjórnarmenn því upp, að jafnskjótt og Blöndahl kæmi í land yrði hann hand- tekinn og farið með hann upp i tugthús, og þeir nefndu sví- virðilegan glæp sem hann átti að hafa framið. Þessa sögu breiddu þeir út sem mest og báru heim til konu hans og barna. Hve mikið var á þessu að byggja kom síðar fraro- Þegar kosningin var um garð gengin var lýgi þeirra sjálfdauð, og blaðið, sem eitt af þjóð- skáldunum kallar »portkonun» miklu«, hefir gleymt þessuro löðrung og flaðrar nú upp uro sinn gamla böðul. Vilja nú ekki þessir góðu heimastj.menn, sein gera gullkorn ritningarinnar að ósannindum, þegar broddurino snýr móti þeim, horfa til baka á fornan kosningadrengskap sinn? Gamall sjálfstœðismaður. Bréf frá borgarstjóra. Herra ritstjóri! í 4. tbl. »Dagsbrúnar« 22. jan. þ. á. stendur grein með yfirskriftinni »Jón Bach« og er þar skýrt frá því að Jóo Bach standi ekki á kjörskrá til bæjarstjórnarkosninga * þessum mánuði og jafnfrafflt getið í skyn, að kjörstjórnio eigi sök á því, svo og að hún hefði getað tekið kæru hans til greina, og bætt honum á skrápa. Frásögnin er ekki allskostaf nákvæm og bið ég yður því» herra ritstjóri, að leiðrétta hana 1 næsta blaði »Dags- brúnar«. Niðurjöfnunarnefndin lagð* ekkert útsvar á Jón Bach fyrif árið 1915, en hann kærði það ekki, og geldur því ekki útsvar til bæjarins, og þessvegna get' ur hann ekki átt kosningarrétt. I samtali við Jón Bach sagð* eg honum, að orsökin til þes$ að niðurjöfnunarnefndin hefð| ekki lagt á hann útsvar v#rJ sennilega sú, að nafn haús fanst ekki á spjaldskrá þeirrJ» er niðurjöfnunarnefndin W semja yfir gjaldendur bæjariú® í janúarmánuði 1915 og lagð* til grundvallar við niðurjöfú' unina í febrúarmánuði. Kjöf'

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.