Dagsbrún


Dagsbrún - 05.02.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 05.02.1916, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 17 stjórnin við bæjarstjórnarkosn- ingarnar 31. f. m. var ekkert við þetta riðin að neinu leyti og þvi rangt að gefa það í skyn, að hún eigi sök á þvi, að Jón Bach hafi ekki kosn- ingarrétt. Kjörstjórnin vildi gjöra sitt til, að Jón Bach gæti notið kosningarréttar með því að taka hann á kjörskrá, ef hann greiddi útsvar fyrir árið 1915 þrátt tyrir það að ekki var á hann lagt, en af því að ekki var ráð fyrir slíku gert í lög- um nm kosningar gat kjör- stjórnin ekki gert það nema Jón Bach gæti fengið yfirlýs- ingu stjórnarráðsins um, að það gæti ekki haft þau áhrif, að kosningin yrði ónýtt, ef til stjórnarráðsins kasta kæmi að urskurða kæmi þar að lútandi. Stjórnarráðið vildi ekki gefa slíka yfirlýsingu og þar við stendur. Hin rétta ástæða fyrir þvi, að Jón Bach er ekki á kjör- skrá, er sú, að hann hefir ekki gætt þess, að kvarta i tíma yfir því, að niðurjöfnunar- nefndin lagði ekki á hann út- svar í Febrúar 1915, en eng- inn getur átt kosningarrétt til bæjarstjórnar nema hann greiði útsvar. K. Zimsen. Með vanalegu skilningsléysi er »Morgunblaðinu« ómögulegt að skilja að hægt sé að gefa fleiri þúsund krónur án þess að hljóðbært verði hver gefand- inn sé. Allir aðrir sjá að það væri hægðarleikur að senda síra Bjarna eða síra Jóhanni 3—4 þús. kr. og biðja þá að láta kaupa fyrir það nauðsynjavöru, og útbýta henni ineðal fátækra. Satt að segja hefir »Dagsbrún« aldrei grunað ritstjórn »Mbl.« uro sérlegar gáfur, en hinsvegar mátti búast við því að »Morg- unblaðið« mundi skilja það sem allir aðrir skilja. „Franr-höfðingjar. í Miðvikudagsblaði Morgun- blaðsins er »Yfirlýsing« frá kosninganefnd »Fram«-féIagsins, en framan og aftan við hana eru skammir af andagift »þessa Finsens«. Yfirlýsingin*) er um það að hr. Thor Jensen hafi verið það mjög mikið á móti skapi að hann var settur á lista til bæjarstjórnakosninga o. s. frv. Er óskiljanlegt að nokkrum skuli detta í hug að koma með yfirlýsingar, sem þeir hljóta að vita fyrirfram, að enginn trúir. Sú eina ytirlýsing í þessu máli, *) Það stcndur nú reyndar yftr- Úsing, og má skilja þá prentvillu sem bendingu frá forsjóninni um að yfirlýsingin sé hálfgert ysubein. sem menn hefðu fest trúnað á, hefði verið gfirlgsing frá hr. Thor Jensen sjálfam áöui* en kosið var, um að hann bœðist undan kosningu. En sú yfir- lýsing kom ekki, af skiljanleg- um ástæðum, því það er skilj- anlegt að herra Thor Jensen hafi feginn, með þvi að láta kjósa sig í opinbera stöðu, viljað reyna að þvo af sér blett þann er Vestur-íslendingar settu á hann með því að mótmæla því að hann yrði i stjórn Eim- skipafélagsins. Um leið og »Dagsbrún« lýsir því yfir sem sinni skoðun, að Vestur-íslend- ingar hafi farið rétt að ráði sínu hvað stjórnendur Milljónafélags- ins viðvíkur, er rétt að geta þess að þeir gerðu rangt í því að láta ekki hið sama ná til þeirra er riðnir höfðu verið við húmbúgsfélögin British North- Western Sgndicate og Port Reykjavik. * Áður en þessari grein er lokið, er vert að geta nafna þeirra Fram-höfðingja er höfðu skrif- að undir yfirlýsinguna. Þau voru þessi: Pétur Zóphóníasson. Felix Guðmundsson. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Eggert Claessen. Sig. Halldórsson. Svo sem sjá má vanta hér nöfn tveggja mikilsmetna Fram- höfðingja, þeirra Kjartans Kon- ráðssonar og Jóns Þorlákssonar. Hvernig stendur á því að þessi nöfn vanta? t Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík. Mánudaginn 31. Jan. þ. á. andaðist Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík blítt og rólega. Hann hafði þjáðst í nærri því ár af ólæknandi »þversumveiki«, og því verið mjög lasburða, enda var mjög af honum dregið þegar hann andaðist — hafði ekki nema 163 atkvæði af lið- lega 2000, sem greidd voru. Hafði aðstandendum hans lengi verið Ijóst að hann gæti aldrei náð fullri heilsu aftur, en höfðu hinsvegar góðar vonir um að honum gæti batnað um tíma, ef hægt væri að koma af stað stór-pólitiskum æsingum, eða ef að það tækist að æsa alþýðu- stéttirnar hverja upp á móti annari, t. d. verkamenn upp á móti alþýðunni i sveitunum. Þessi ráð voru reynd, en ár- angurslaust. Enginn átti þó von á láti flokksins nú, því dagana fyrir andlátið var hann vel málhress, þó hann væri rojög máttlaus. Ekki vita menn með vissu hvað varð banameinið, en haldið er að það hafi — þó sorglegt sé frá að segja — verið of heitur brunabótabakstur sem lagður hafði verið við höfuð flokksins, til þess að linna með sársauka, er stafaði frá brostn- um ráðherra-vonum í sumar, sem leið, þegar Heimastjórnar- flokkurinn vildi ekki vera í samráðum um að stofna nýtt ráðherraembætti fyr en hann gæti komið sínum eigin manni í það. Ekki hefir heyrst um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið eftir sig neina erfðaskrá, og er því talið liklegt að hálfbróðir hans, Heimastjórnarflokkurinn, erfi reiturnar, — þar á meðal eitt þingmannsefni til næstu kosninga. Dagbók. 30. Jan. Ritstj »Visis« færir sann- anir fyrir því aö hann sé ekki læs (nánar i næsta blaði). 31. — Bæjarstjórnarkosning. Pessi Finsen birtir vand- aða ritgerð um »Dags- brúnw og ritstj. hennar. f Sjálfstæðisflokkurinn. 1. Febr. Hr. Ólafur Björnsson skrif- ar grein til birtingar í ísa- fold næsta dag, að hinn látni Sjálfstæðisftokkur muni hafa mikið fylgi hér i bæ (163 atkv., þar af 90 skipstjóraatkv. greidd af persónulegu fylgi við hr. Geir Sigurðsson). 2. — Birtist yfirlýsing frá Fram- félaginu í nMorgunblað- inu« og »Visi« sem hr. Jón Þorláksson og hr. Kjartan Konráðsson hafa ekki skrifað undir. Sama dag kom út dag- blnðið »Fréttir«. 3. — Engin lýgi i »Morgunblað- inu«. 4. — »Landið«, 4. tbl., ketnur út. Útgefandi sagður hinn sami og að 3. tbl. (Félag í Reykjavík). Gullíð í fjóshaugunum. Nýlega er komin út bók um búnaðarmál Bandarikjanna, og um það hvað gert er þar í landi til þess að efla landbún- aðinn*), og væri margt af því sem þar stendur þess vert að þvi væri vel gaumur gefinn hér á íslandi. í bók þessari er eins árs framleiðsla af mykju í Banda- rikjunum, talin tveggja billjóna dollara virði, en það er meira en öll hveiti eða kornuppskeran þar í landi. Höf. gerir þó ráð fyrir þvi að helmingurinn af verðmæti áburðarins spillist fyrir illa meðferð. Hvað skyldi það nú vera mikill hluti af áburðinum, sem spillist hér hjá okkur; hvað mikið sem gufar út í veður og vind, eða rennur niður hlað- *) Bókin heitir: The Essentials of Agriculture og er eftir H. J. Waters. Útgefandinn Ginn & Co. Boston. Verðið er VI* dall. Er þetta sett hér ef einhvern skyldi langa til þess að gefa bókina Landsbóka- safninu (t. d. einhvern vesturíslenzk- an föðurlandsvin). brekkuna og skolast burt með bæjarlæknum? Sá er þetta ritar, sá í fyrra í þeirri grösugustu íslenzku sveit sem hann hefir farið um, marga tilgróna fjós- hauga. Er furða þó mörgum finnist ólifandi í sveit á íslandi, þegar ofan á þekkingarleysið á búskap, hjá fjölda þeirra, sem við hann fást, bætist svo okurverzl- un sú, sem margar sveitir eiga við að búa? Við þurfum að gera okkur Ijóst, að þó landbúnaður hafi verið aðalatvinnuvegur okk- ar í þúsund ár, þá kunnum við ekki ennþá að búa. Við förum með gullið í fjóshaugunum »eins og það væri skitur«, og sömu mennirnir, sem mundu gera leit að einsegringi ef þeir mistu hann niður i moðbing, láta krónurnar renna dag og nótt úr fjóshaugnum. Til þess að kenna þeim að búa, sém búnað stunda, þarf að útbreiða búnaðarþekkingu, þ. e. nýjar aðferðir, sem búið er að sannreyna að eru góðar. Búnaðarritið er að mörgu leiti gott, en það nægir á engan hátt til þess að útbreiða þá búnað- arþekkingu, sem útbreiðast á með ritum. í fyrsta lagi er það of dýrt, þó það sé ódýrt miðað við alment tímaritaverð, og í öðru lagi er fjöldi af ritgerðum þess ekki við alþýðuhæfi — ritgerðir þar sem lesarinn að meira eða minna leyti á sjálfur að draga áliktanir — og er þetta ekki sagt til þess að lasta ritið, enda er sjálfsagt að ein- hversstaðar þurfa slikar rit- gerðir að birtast (ritgerðir, sem meir eru ætlaðar búfræðingum og öðrum sérlega búfróðum mönnum, en almennum bú- andlýð). Til þess að útbreiða búnaðar- þekkingu (auk þeirrar er frá skólunum kemur) er bezta ráðið að gefa út, vel og skil- merkilega ritaða bæklinga, er sendir vœru ókegpis hverjum einasta búandmanni á landina. Það eru nu nokkur ár siðan ritstjóri þessa blaðs stakk fyrst upp á því að viðhafa þessa að- ferð, og sýndi þá jafnframt fram á hvaðan taka ætti fé til þess að framkvæma þetta með, þ, e. nota til þess það fé, sem nú er varið til jarðabótaverð- launa (og Ræktunarsjóðsverð- launa) og sem kemnr búnaðar- framförunum hér í landi að engu haldi, því enginn gerir búbæturnar til þess að fá verð- launin, »heldur af miklu heil- brigðari hvötum«, enda borgaði það sig þaðan af ver fyrir þjóð- félagið, að gjalda mönnum verð- launin, ef jarðabæturnar væru svo óarðsamar að þær borguðu sig ekki nema skildingur kæmi úr Landssjóði í ofanálag! Skal í annari grein nánar bent á hvernig bæklingum þeim ætti að vera fyrirkomið, er getið er um hér að framan, hvað þeir mundu kosta o. s. frv.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.