Dagsbrún


Dagsbrún - 12.02.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 12.02.1916, Blaðsíða 1
M FREMJIÐ EKKI RANOINDI DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÖUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 7. tbl. Reykjavík, Laugardaginn 12. Febrúar. 1916. Bæjarpólitík. Með sigri alþýðunnar við kosningarnar 31. Jan. síðastl. byrjar nýtt tímabil í stjórnmál- um þessa bæjar. Nú eru að myndast tveir öflugir og and- stæðir flokkar, sem hvor um sig heíir ákveðna stefnu að berjast fyrir. Stefna alþýðu- flokksins er skýrt tekin fram í Dagsbrún rétt fyrir kosning- arnar. Ef sú stefna sigrar verður bærinn með tímanum mikill landeigandi, sem á fjölda af tóðum, sem altaf vaxa í verði eftir því sem bærinn stækkar; ennfremur mikil tán og mat- jurtagarða. Þannig framleiðir bærinn handa sér mjólk og garðmeti og þarf ekki lengur að beygja sig fyrir y>mjólkur- hringa bænda í og kringum höf- uðstaðinn. Ennfremur á bœrinn þá mörg hús og hefir með þvi íétt af hinu voðalega húsnæðis- böli, sem nú þjakar svo mjög að efnaminni mönnum bæjar- ins, og lækkað húsaleiguna, sem nú er víða óhæfilega há. Þá eignast bærinn með tímanum kvikmgndahúsin og lyfjabúðina, sem eru mikil gróðafyrirtæki og mundu gefa bænum drjúgar tekjur. Jafnhliða þessu tæki bærinn að reka togaraútgerð, sem væntanlega mundi reynast bæði gróðavegur óbeint og beint, eins ogfyrir þau félögeinstakra manna, sem nú ausa upp offjár með botnvörpuveiðum, og þar að auki gera ódýrara að lifa í bænum, vegna þess að nýr fisk- ur yrði jafnaðarlega til sölu við sæmilegu verði. Allar þessar framkvæmdir miða að þvi tvennu: 1. Að veita bænum miklar tekjur. 2. Að gera ódýr- ara að lifa í bænum heldur en nú er. í stuttu máli: Bœjarpóli- tík alþgðunnar hefir í einu fgrir augum heill einstaklinganna og bœjarfélagsins. Úr hinum herbúðunum blasir við gerólík framsýn. Hvorugt brot sjálfstæðisflokksins hefir reynt að marka línu í bæjar- málum, enda eru þau að leysast npp í sín náttúrlegu frumefni. Sumir hverfa til heimastjórnar- manna en aðrir í alþýðuflokk- inn. Þessvegna er ekki fyrir alþýðuna að tala um aðra and- stæðinga (hér í bæ) en heima- stjórnarmenn. Þeir hafa við kosningarnar og í" »Lögréttu« tekið eitt bœjarmál upp á dag- skrá, sem einkennir stefnu þeirra. Það er rafmagnsstöð fyrir bæinn. Sennilega munu alþýðumenn einhverntíma hlynna að því máli, en tæplega getur það talist tímabært. Bærir hefir, ekki síst fyrir fortölur Jóns Þorlákssonar, látið reisa hér gasstöð, sem nú er i þann veg- inn að bera sig. En ef bærinn setur upp aðra aflstöð, þá verður hann að kaupa gasstöðína. Þess- ar tvær stöðvar mundu að öll- um líkindum kosta fram undir eina milljón króna, sem bærinn þyrfti þá að taka að láni. Sú lántaka mundi reynast allerfið, en verra er þó hitt, að hvorug stöðin mundi bera sig, allra síst gasstöðin. Rafmagnsstöðin ein mundi hafa verið nægileg, og að öllum líkindum gróðafyrir- tæki. Pólitík helstu andstæðing- anna er þá sú, að láta bæinn reka tvær aflstöðvar, með stór- miklum tekjuhalla. Ólíklegt er að alþýðan hér hallist á þeirra sveif. Pórgautur. Mjólkurokur? Mjólkurframleiðendur hér í grendinni hafa nú stofnað með sér félagsskap. Aðalmarkmið fé- lagsins mun felast í 3. atriði 2. gr. laganna, sem hljóðar þannig: »Að útsöluverð á mjólk sé jafnhátt hjá öllum félagsmönn- um, og ákveður félagið verðið«. r 1 1 heldur áfram, eins og við er að búasl, þar eð ekki má vænta að atvinnurekendur játi ósigur sinn fyr en í siðustu lög. Við alla þá vinnu, sem unnin er, borga þeir þó það kaup, sem verkamenn heimta, s. s. 40 aura um timann. Eitt blað hér í Rvík (»Morg- unblaðið«) flutti um daginn þá fregn að þeir herrar Ól. Dav. og Ól. Böðvarsson hefðu farið vestur á firði, og þar ráðið 40—50 verkakonur til Hafnar- fjarðar. En þó sögnin væri sönn (og það gæti hún verið, þó hún sé i blaði, sem óneitan- lega kveinkar sér við að segja sannleikann) þá eru 40—50 verkakonur af Vestfjörðum ekki nóg til þess að halda niður kaupinu, enda sagt að kvenfólk úr Hafnarfirði sé farið að ráða sig burt úr firðinum, og það fyrir hátt kaup. * * Sú saga hefir gengið hér i Rvik, að bæjarfógetinn í Hafn- arfirði, hetði átt að segja við menn, sem komu til hans, og báðu um sveitarslyrk, að þeir fengju ekkert, því þeir sem ekki vildu vinna, ættu ekki að fá mat, og var þessi saga sögð ritstjóra þessa blaðs. verka- mönnum til lasts. Sjálfsagt er saga þessi ósönn, því óskiljanlegt er að bæjar- fógetinn í Hafnarfirði geti sagt þá fjarstæðu, að þeir eigi ekki að fá mat, sem ekki vilja vinna fgrir ósœmilega tágu kaupi. * * Grein eftir hr. Ketil Greipsson kom of seint til þess að kom- ast í blaðið. Verið hægir! í blöðum ójafnaðarmanna hefir nú um tíma bæði fyrir og eftir bæjarstjórnarkosninguna kveðið við sónninn um að verka- lýðsfulltrúarnir mundu ekkert vita og ekkert geta í bæjar- stjórn, og kemur greinilega fram í þessu fyrirlitningin fyrir alþýðunni. En veri þeir rólegir blessaðir höfðingjarnir, fulltrúar vorir munu fljótt sýna sig. Einar. Hr. G(ísli) Sv(einsson). í Laugardagsblaði »ísafoldar« skrifar hr. G(ísli) Sv(einsson) langa grein, sem hann kallar stutta hugleiðingu um bæjar- stjórnarkosningarnar, og andar þar kalt til jafnaðarstefnunnar. Eins og við var að búast hefir G. Sv. litla hugmynd um hvað jafnaðarstefnan er, enda ber greinin þess mörg merki, er síðar mun að vikið. Ekki má þó skilja þessi orð þannig, að verið sé að bregða hr. G. Sv. um almenna fáfræði, það er síður en svo, en ef hr. G. Sv. þekti jafnaðarstefnuna mundi hann vera jafnaðarmaður, það er að segja, sé hann eins góður drengur, eins og sá, sem þetta ritar (eftir þó nokkurra ára viðkynningu) álítur hann vera, þvi að vita hvað jafnaðar- stefnan er, er oftast sama sem að vera jafnaðarmaður. Hér eru prentaðar nokkrar firrur úr grein hr. G. Sv., og svar við þeim. 1. firra. Hr. G. Sv. segir að nú eigi að fara að efna til verk- lýðsbaráttu. Þetta er mesta firra, því verkamannafélög hafa starfað nú í heilan áratug hér á landi að því að bæta kjör verkalýðs- ins, og i bæjarstjórnum Akur- eyrar, Hafnarfjarðar og Reykja- víkur, sitja fulltrúar kosnir af verkamönnum til þess að halda þar fram málstað verkamanna og alþýðunnar yfirleitt. Verklýðsbaráttan er því ekki að byrja núna. en hitt má vel vera, að stórpólitískir lands- málaskúmar, sem þegar á Al- þing var komið, ekki hafa munað eftir alþýðunni, nema til þess að hlaða á hana tollum og sköttum, hafi ekki veitt verkamannahreyfingunni eftir- tekt fyr en nú, er þeir hafa séð að alþýða manna lætur hið innantóma kjaftæði þeirra um »frelsið«, eins og vind um eyr- un þjóta, svo þeir nú eru í vandræðum með upp á hverju þeir nú eiga að finna, til þess að afla sér kjörfylgis. 2., 3. og 4. firra. Hr. G. Sv. segir að jafnað- arstefnan miði eiginlega eingöngu að því að hnekkja auðvaldi einstakra manna (2. firra) og svifta þeim með tímanum, eignarétti til allra framleiðslutækja (3. firra) sem eigi að leggjast í hendur ríkisins (4. firra). Jafnaðarstefnan miðar að því að koma því skipulagi á þjóð- félagið, að útrýtna megi fátækt- inni, svo hver og einn geti haft tækifæri til þess að þroska alla góða og fagra meðfædda hæfi- leika sína. Þetta er kjarni jafn- aðarstefnunnar, en ekki það, að hnekkja auðvaldinu. Hitt er annað mál, að hvorki jafnaðar- menn né aðrir, álita, að jafn- aðarstefnunni verði komið á, nema auðvaldinu sé »hnekt«. En þaðv er ekki aðalatriðið fyrir mann, sem ætlar að setjast að í Vestmannaeyjum, að hann nái í skip, sem þangað fer, heldur hitt, að komast til eyj- anna, þó vöntun á skipi sé erfiðleiki er vinna þarf bug á. 3. firran er að jafnaðarmenn vilji svifta einstaklingana eignar- réttinum til allra framleiðslu- tækja. Það eru aðeins þau fram- leiðslutæki, sem mikilvœgust eru, sem við viljum að verði opin- ber eign, t. d. þilskip og togarar. Þar með er ekki sagt að við viljum banna það að einstakir menn eigi skip, heldur að það sé að minsta kosti svo mikill hluti af þeim sem séu opinber eign, að alþýðan geti algerlega ráðið kjörum þeirra manna er á þeim vinna, mönnunum í hag. 4. firran er það, að segja að

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.