Dagsbrún


Dagsbrún - 12.02.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 12.02.1916, Blaðsíða 2
20 DAGSBRUN jafnaðarmenn ætlist til þess að rikið eigi framleiðslutækin. Við ætlumst ekki til þess, heldur til þess að þau mikilvægustu af þeim séu opinber eign, en svo nefnum við, auk ríkiseignar (landssjóðseignar) eignir sýslu- hrepps- og bæjarfélaga, og aak þess eignir samvinnufélaga. Þetta er mjög skilmerkilega tekið fram í stefnuskrá »Jafnaðarmanna- félags Akureyrar«, sem hefir verið prentuð hér í blaðinu, og sem er það sem íslenzkir jafn- aðarmenn halda sér við, þar til verklýðsfélagasambandið hefir samið stefnuskrá*). 5. firra. Hr. G. Sv. segir að hinn fræðilegi »socialismus« þ. e. hin eiginlega jafnaðar- stefna, eigi ekkert erindi hingað til lands, að svo stöddu. Framar í grein þessari er sagt frá því hvað jafnaðarstefnan er, þ. e. aðferð til þess að koma á þeirri þjóðfélagsskipun, að eng- inn þurfi af efnaskorti að fara á mis við það að þroska það bezta sem í honum býr. En eftir orðum hr. G. Sv. álítur hann auðsjáanlega að slíkt eigi ekki við hér á landi! Það á þá líklegast einnig bettír við, t. d. hér í Rvík, að alt haldist eins og það er, að mörg börn séu svöng, og köld af of fáum klæð- um, eða jafnvel svo klæðlítii að þau geti ekki farið út nema þegar gott er veður (sbr. Morg- unblaðið 30/i 1916). 6. firran. Hr. G. Sv. segir að »fátækt sé hér ekkert svipuð því, sem á sér stað í öðrum löndum«. Það er vel Jrúlegt að hr. G. Sv. sé ekki kunnugt um þá fá- tækt, sem á sér stað bæði á Akureyri, en þó sérstaklega hér í Reykjavík, en ekki breytir það neitt sannleikanum, hvort hr. G. Sv. er honum kunnur, eða eigi. En sannleikurinn er sá, að þó að hér á landi sé ekki ennþá staðfest það djúp sem er erlendis milli ríkra og fátækra, þó er þó til hér fátækt (og er altaf að fara í vöxt) sem jafnast fyllilega við mesta fá- tæktina í stórborg eins og Khöfn (sem er 17. stærsta borg í heimi). Sem dæmi upp á hvernig fátæktin er hér í Rvík, skal hér tilfærður kafli úr grein sem var nefnd »Samverjinn« og stóð í »Morgunblaðinu« 30/i þ. á. Nú er vitanlega sjaldnast á því að byggja, sem »Mgbl.« segir, en þessi grein er nokkuð sérstaks eðlis, því hún ber með sér, að hún er skrifuð upp eftir orðum einhvers þess góða manns, er fyrir Samverjanum stendur, svo þessi Finsen hefir tæplega getað komið að neinum ósann- indum í henni. *) í stefnuskrá danskra jafnaðar- manna stendur: »Produktionsmid- lernes Overgang til Samfundsejen- domc. Hér er tilfært eftir »Mgbl.«: »En það var annað, sem for- stöðumennirnir voru áhyggju- fyllri yfir. Þeir sögðu oss, að þótt aðsóknin væri mikil, þegar gott væri veður, og færð, þá væri þó ástandið svo aumt á mörgum heimilum, að börnin hefðu ekki skó á fæturna — og tæplega föt heldur — og kæm- ust því ekki út þegar kalt er eða blautt. Þessir aumingjar ganga á beru blóðinu og í gairðslitnum, þunnum og rifn- um klæðum, og er það svo hörmuleg sjón, að maður má ekki óklökkvandi á það minnast. Nú er það því innileg áskor- un vor, og allra þeirra, sem unna Samverjanum vel, og kenna í brjósti um öreigalýð þessa bæj- ar, að þeir menn eða þær kon- ur, sem kynnu að hafa föt eða skófatnað aflögu, létu það ganga til Samverjans, þ^r sem hver smágjöf verður þakksamlega þegin. Ekkert er svo litilfjörlegt að það geti ekki komið að gagni. Mæður! eigið þið ekki skó, sokka eða föt, sem börnin ykkar eru hætt að ganga í, eða vaxin upp úr? Vér erum vissir um það að svo er. Dragið þá þelta fram úr skúmaskotunum og færið það Samverjanum. Það kostar ykkur ekki mikið, en gæti glatt margan fátæklinginn og sparað heilsu margra barna, sem nú er hætta búin vegna fátæktar. Hugsið til barnanna ykkar og ímvndið ykkur að þau ættu við sömu kjör að búa og þessir veslingar gráir í gegn af matarskorti, hríðskjálf- andi af kulda, og komast ekki einu sinni út fyrir hússins dyr til þess að njóta matgjafa Sam- verjans, vegna þess að þeir hafa ekkert á fæturna og engin föt til að fara í! Ef þið haldið að vér förum hér með ýkjur og gerum meira úr bágindum fá- tæklinganna en vert er, þá skul- uð þið fara einhvern daginn heim til Samverjans og líta yfir hópinn sem þar er«. Er hr. G. Sv., eftir að hafa lesið þetla, ennþá á því að fá- tæktin sé hér á landi ekkert »svipuð« því sem hún er er- lendis? 7. og 8. firra. Hr. G. Sv. segir að hér á landi, sé ekkert auðvald er hætta stafi af (7. f.), og að hér á landi séu flestir »jafnaðarmenn« (8. f.). Hvað kallar hr. G. Sv. það, að H. P. Duus (og fleiri út- gerðarm.) hafa komist upp með það, að borga hásetunum á skipum sinum eina 12 aura fyrir fiskpundið þó það hafi verið yfir 20 aura virði, og svo bætt því ofan á (eins og Duus) að stela öllum hálfu pundunum af flestum hásetunum! Ef aðfarir Duus bera ekki með sér öll éinkenni auðvalds og auðvalds- kúgunar, hvað er það þá? Líklegast álítur hr. G. Sv. þó ekki breytni H. P. Duus vera samkv. jafnaðarstefnunni, eða stjórnendur þessar nú víðfrægu verzlunar vera jafnaðarmenn? Hér hafa þá verið taldar upp nokkrar af firrum hr. G. Sv. í nefndri grein. En ýmislegt er fleira í henni, sem er athuga- vert, og þá sérstaklega það, að hr. G. Sv., auðvitað algerlega að ástæðulausu, svivirðir hina nýkosnu fulljsrúa verkamanna í bæjarstjórn, svo sem lesa má um á öðrum stað hér í blaðinu. Að lokum vill »Dagsbrún« leggja spurningar þær er hér fara á eftir, fyrir hr. G. Sv., og stinga upp á því að hann svari þeim í »ísafold«. Mun ísafoldar- ritstjórinn feginn, að að einhver skrifi í blaðið, og þá munu lesendur þess blaðs eigi síður fegnir öllu því er gerir blaðið minna »Ego«-istiskt. 1. spurning. Hvers vegna er það »furðu- legt atriðk að ritstjóri þessa blaðs skuli álíta að jafnaðar- stefnan eigi við í sveitunum, eins og í kaupstöðunum? (Sjá svarið við 5. firru hr. G. Sv.). 2. spurning. Hvað góðar hugmyndir hafa erlendis, af jafnaðarmönnum, verið dregnar niður í sorpið? 3. spurning. í hvaða löndum (og þá hvaða menn) hefir það verið, að jafn- aðarmenn hafa kosið i opinber- ar stöður »gersamlega ómögu- lega og óhæfa menn (er ekki höfðu getað haft ofan af fyrir sér með ærlegri vinnu), og orðið sjálfum sér til skammar og verkalýðnum til hiðurdreps? Var það prentvilla? Guðfræðingurinn .Hjalti' sem auðgaði almenning með anda- gift sinni í dagblaðinu »Visir« nú fyrir kosningarnar, talaði i einni af greinum sinum um »allar siðaðar stéttir«, en ekki voru verkamenn taldir með þar. Daginn eftir kom leiðrétt- ing á þessu í »Visir«, og stóð þar, að það hefði átt að standa »allar aðrar stéttir«. Var þetta prentvilla (svona ótrúleg) eða kom þarna óvart fram fyrir- litning guðfræðingsins á al- þýðunni, sem hann, eða vinir hans, álitu nauðsynlegt á eftir, að breiða yfir? Vinsamlegast! í opinberum skýrslum stend- ur, að hér á landi sé hver maður læs, nema hálfvitar (idiótar). í »Vísir« þ. 30 f. m. er smágrein eílir rítstjórann, sem heitir »Englar i bæjar- stjórn« og hljóðar hún þannig: »Af ummælum Dagsbrúnar virðist mega ráða það, að á C-listanum sé að minsta kosti einn engill. Allir þeir, sem eru á þeim lista, eru sagðir þvi fylgjandi, að bærinn láti byggja íbúðarhús, en fullyrt, að eng- inn húseigandi fylgi því máli, nema engill sé. — En efsti mað- urinn á C-listanum er húseig- andi og ætti því að vera engill — þó hann segi sjálfur frá«. Með greinarstúf þessum fær- ir ritstjóri »Visis« fullar sann- anir fyrir því, að hann sé ekki læs, því það hefir aldrei stað- ið hér í blaðinu, að húseig- endur, sem væru því fylgjandi að bærinn bygði íhúðarhús, hlytu að vera englar; en hitt stóð þar, svo sem allir læsir menn vita, að þeir menn hlytu að vera englar, sem gætu greitt atkvæði því, sem hefði í för með sér, að margar þúsundir króna rynna úr þeirra vasa. Það ma læra margt á opin- berum skýrslum! Hér um daginn var sagt frá. því hér í blaðinu, að fariðværi að gefa út nýít blað hér í Rvík, er nefndist »Landið«, og var sagt, að aðalútgefandi þess væri hr. B. Kr. bankastjóri. Þetta tekur »Landið« mjög illa upp„ en ber þó hvorki til baka að hr. B. Kr. eigi í blaðinu, né að hann leggi þvi fé. Að visu segir blaðið: »Sannleikurinn er sá, að bankastjórinn á ekki einn eyrir í blaðinu«. En það má skilja orð þessi á tvo vegu: að hr. B. Kr. eigi ekkert i blaðinu, eða að hann eigi ekki í því 1 eyri, heldur -t. d. 5- þús. kr. Að það eru fleiri en »Dagsbrún«, sem hafa haldið„ að hr. B. Kr. væri útgefandi, má sjá á 3. tbl. »íslendings«. Að andi hr. B. Kr. — »and- inn«, sem bankastjórinn sagði i þingræðu í sumar að ráðherra gæti ekki skaðað — svifi yfir blaðinu, virðist mörgum, en auðvitað er það engin sönnun fyrir því, að hr. B. Kr. eigi í því, eða leggi því fé, en virðist þó benda í þá átt. Annars virðist felast einhver — »óttalegur leyndardómur« í þvi, hver útgefandi sé blaðs- ins, því auðsjáanlega veit blað- ið sjálft ekki, hver er útgef- andi þess. í fyrsta tölubl. þess- stóð, að það væri »Hlutafélagið Reykjavik«, í öðru tbl. að það væri »Félag í Reykjavík«, en ekki hefir »Dgsbr.« athugað, hvort blaðið hefur oftar skift um útgefanda. Félögin eru fimm sem fylgdust að við kosningu verklýðslistans um daginn, s. s. Prentarafélagið, Rókbandssveina- félagið, Hásetafélagið, verka- "kv.fél. »Framsókn« og verkam.- fél. »Dagsbrún«. Er þetta sett hér af því félögin voru ekki talin nema þrjú, f einhverju af blöðum ójafnaðarmanna.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.