Dagsbrún


Dagsbrún - 12.02.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 12.02.1916, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 21 fPfr* 6leytni9 ekki að gá að hvort þið eruð á alþmgiskjSrskránum! Hvað gera menn erlendis? m. í Zúrich í Svisslandi hetir nú rnn nokkur ár verið starfað mjög að því að byggja hus fgrir bœjarins jé, svo að bærinn á nú hér um bil einn fjórða hluta allra húsa i borginni, með tilheyrandi lóðum. Bærinn byrj- aði að byggja ytir sína eigin verkamenn, menn sem unnu við gas, vatnsleiðslu, og sam- göngufæri bæjarins. Áður en byrjað var að byggja var húsa- leigan stöðugt að hækka, og húsaskortur var mikill í borg- inni. Árið 1907 veitti bæjar- stjórnin, svo að segja einróma, 1,800,000 kr. til að byggja 225 hús. Málinu var skotið til borg- arbúa, og voru 18,000 atkvæði með, en 7,500 á móti. Hús bæjarins eru að ýmsu leyti betri en hús þau sem einstakir menn byggja og leigja, einkum af því að snyrtilegir garðar og leikvellir handa börnum fylgja þeim. Tölur þær sem hér fara á eftif sýna muninn á ársleigu fyrir ibúðir sem bærinn leigði, og ibúðir í einstakra manna eign: Bærinn. Einst.m. 2 herb. og eldhús 280 kr. 310 kr. 3 — — — 360 — 430 — 4 — — — 430 — 570 — Þá er ennfremur sá munur á, að þó* að jöfn sé herbergja- talan þá eru ibúðir bæjarins betur bygðar og rúmmeiri, heldur en i leiguhúsum einstakra manna. Milli 1902 og 1909 liefir húsaleiga i Zurich hækkuð um 29°/o hjá einstökum mönnum, en síðan bærinn fór að eiga hús hefir hann ekki hækkað lejguna, enda miðað hana upp- runalega við sannvirði bygging- anna og sæmilegt gjald fyrir fyrningu. Fróði. Nýju bæjarfulltrúarnir svívirtir. Á öðrum stað hér i blaðinu eru hinar mörgu firrur hr. G. Sv. i 9. tbl. »ísafoldar« hver af annari brotnar á bak aftur. í sömu grein er klausa sú er hér l'er á eftir: »Af þessu er það nú ljóst, að það er hin mesta fávizka, ef nokkrir menn hér ætla að gera tilraun til þess að »slá sér upp« hjá almúganum — verkalýðn- um — á því að gaspra um »jafnaðarstefnu«, er nauðsyn- leg sé hér til þess að reisa rönd við kúgun r>hölðingjanna °g stóreignamannanna«(I) — en svo eru allir aðrir titlaðir en verkalýðurinn og í munni »foringjanna« á það að þýða sama sem hinir örgustu þrjót- nr og bófar! Telja þeir fólk- inu trú um, að alt ilt stafi frá þessum mönnum, þeir séu böðl- ar og blóðsugur, sem lifi á al- menningnum, er þeir hneppi í eymd og volæði og þar ætli þeir sér að halda honum. Þess vegna sé nú áriðandi að rísa upp og — kjósa þá, »foringj- ana«, í stöður þjóðfélagsins. Þá geri þeir landið að ódáins- akri og útrými öllum »höfð- ingjum og stóreignamönnum«!!« Það er með öllu óskiljanlegt hvers vegna lir. G. Sv. með þessu reynir að svívirða þá Jörund, Ágúst og Kristján. Með- limir verklýðsfélaganna vita allir, að enginn þessara manna sóttist eftir því, að vera settur á lista, heldur þvert á móti færðust undan því, enda átti enginn þeirra sæti í Verklýðs- sambandsnefndinni, er í'éði list- anum. En spurningin er: Hvers vegna eru þessir menn svívirt- ir fyrir þá sök eina, að almenn- ingur sýnir þeim traust? Ávarp I til verkakvennafél. »Framsókn« í Rvik. Kveðið 30. ian. 1916. Htustið nú á, fögur fljóð! Freyjusöngva kæra. Ástavorsins vögguljóð vil eg ykkur færa. Heillagyðjur móðurmálsj minninganna btómi! Sálargöfug fljóðin frjáls, Fósturjarðar sómi! Dýpsta alheims auðnulind ykkar dygðin merka! Ódauðleikans mótuð mynd móðurástin sterka! Eigið þið i ykkar sjóð öflug böndin trygða, móðurástar glæsta glóð, gultið allra dygða. Og á leiðum lífstíðar lærdóm fagran kennið; móður ást og ættjarðar ef pið saman brennið. Framsókn ykkar efli ráð undir kærleiksmerki! Sýnt þið hafið hyggni, dáð, hug og dug i verki. Styrkir viljans viðnám bezt víðsýnið frá tindum. Ykkar frjálsa fylking berst fyrir mannréttindum. Kosninga við flokkaflug frelsi ykkar metið! Sýnið fylgi, sýnið dug, sýnið hvað þið getið. Pað mun reynast rökföst trú, — rétt á skilning haldið —: Yflrvöldin eru hjú; alþýðan er valdið. Lyftum engum andans dverg upp til valda-deilda! Standi traust sem stuðlaberg stofnar verklýðs-heilda! Sælt er stríð, nær sigrast þraut; svo er von á friði. Fegrist ykkar frelsisbraut framtíðar á sviði! Saman tengjum fagurt flest! Framsókn má ei dylja. Treystum félags-böndin bezt bræðra’ og systra vilja. Reynum öll um fold og fjörð fagrar dygðir styðja. Elskum forna fósturjörð, frjálsa’ og hrausta niðja! Ólán hendir hikandi heims i véum flóknum. Vopnum björtum, blikandi beitum djarft í sóknum. Yflrvegum vel í ró vandamálin granna! — Sýnum enga árás þó æðri stéttum manna! Rofni vonsku vélatjald! veitist óskin þessi. Heiiladís og heilagt vald hugtök ykkar blessi! Alþýðan með einum róm ykkur syngi prísinn! Færi ykkur broshýr blóm blessuð gæfudísin! Jósep S. Húnfjörð. Styrknum til skálda og listamanna fyrir árið 1916, hefir verið skift þannig: Ásgrímur Jónsson málari 500 kr. Brynjóffur Pórðarson málari 400 — Einar Hjörleifsson skáld 1200 — Einar Jónsson myndhöggv. 1500 — Guðm. Friðjónsson skáld 600 — Guðm. Guðmundsson skáld 1000 — Guðm. Magnússon skáld 1200 — Hannes S. Blöndal skáld 400 .— Jóhannes Kjarval málari 500 — Jóhann Sigurjónsson skáld 600 — Kristin Jónsdóttir málari 500 — Ríkarður Jónsson skáld 1500 — (1000 til Rómferðar). Torfhildur Hólm skáldkona 300 — Valdimar Briem 800 — Sviðingar. Feír nægtir eiga gulls i gjöld; graflr til handa lýðnum búa, hylma þær yflr, blómum brúa, fela þar undir voðans völd; kveijandi’ um tíma’ og æfi alla aumingja’, er tældír í þær falla. Kveikt sé eg Mammon mikið bál mannfórnun að hvar rikir vinna, heyrandi kvein er særa sál — svstranna pindu og bræðra minna. M. G. Spurning. Hr. ritstjóri Dagsbrúnar viljið þér skýra fyrir mér eftirfarandi linur. Af hverju segja ýmsir »heldri menn« nú, að alþýðan sé vit- laus, en meðan hún hnýtti sér aftan í þá, að hún væri skyn- söm? Verkamaður. Ritstjórinn hyggur að þeir muni segja innbyrðis nú, a.ð alþýðan sé skynsöm, þó þeir segi upphátt að hún sé vitlaus, en að þeir hafi áður sagt sín á milli að hún væri heimsk, þegar þeir sögðu upphátt við »heiðr- aða kjósendur« að alþýðan væri skynsöm. „Aftur-höfðingjar. Leikrit eftir Jón Söng. Gerist i Thors-havn í Febr. 1916. Persónur: Kláus ríld' lögmaður. Konráð ráðagóði, bæjarstjórnarkosn- ingarfulltrúalistaframboðsmeð- mælandi og undirforingi í »fram- fara«-flokknum »Aftur«. Konráð: Eg skal gefa gott ráð — Kláus (sem er að skrifa skjal): Komdu með það! Konráð: Það er að við hættum við að taka Svein- björnsson að okkur, en höfum nafnana í boði, og svo vil eg ráða til----- Kláus: Nei tak — eg kæri mig ekki um íleiri ráð, og eg vil ráða þér til að viðhafa ekki svona orð aftur, svo neinn »Aftur«-maður heyri, því það segi eg þér, að eg og allir mín- ir skildingar skulu styðja Svein- björnsson! Og fyrir mér má Þorlákur helgi gera hvað hann vill í sinu háa húsi — sínum háa himni á eg við. (Skrifar nafn sitt undir skjalið). Konráð: Hitt ráðið er, að þið birtið ekki þessa yfirlýs- ingu, því liann skopast bara að henni, enda sér hver mað- ur með viti, að hún sannar ekkert. Kláus: Ha! ha! ha! Nei, veistu nú hvað, minn ráða- góði Konráð, nú fer eg að halda, að þú hafir ekki mikið vit á pólitík. Skilurðu ekki, að yfirlýsingin er eingöngu gerð fyrir okkar menn meðal almennings, þ. e. fyrir þá heimsku og fáfróðu, sem trúa á okkur, heldri mennina, þvt þeir skynsömu og upplýstu verkamenn kjósa eingöngu með sinuin flokk. En sem betur fer, eigum við okkur öflugt vígi í fáfræði almenn- ings! (tekur skjalið og fær Kon- ráði það). Sjáðu nú um, að hin 4 skrifi uníir, en mitt nafn má hvorki vera efst, né neðst, né i miðið, þvi eg vil ekki að hann viti, að það er eg, sem hef búið út yfirlýs- inguna. Konráð (tekur við skjalinu): »Eg skil, þig langar ekki til þess að verða skotspónn fyrir háð hans og glens, þú ert með öðrum orðum hræddur við hann. En hér sé eg nú orð, sem hann strax sér á, að þú hefur skrifað skjalið. — Hér stendur »nefnds«, slík orð við- hafa ekki nema málafærslu- menn. Á eg að skrifa undir líka? Kláus: Nei, blessaður! Konráð: Því ekki? Eg sé nú ekki, að Pétur sé svo mik- ið meiri maður en eg! Kláus: Ekki það? En það

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.