Dagsbrún


Dagsbrún - 26.02.1916, Side 2

Dagsbrún - 26.02.1916, Side 2
28 DAGSBRÚN sumra hvorra, að taka lifrinu af hásetunum, og hefði vafalaust verið gert, ef Hásetafélagið hefði ekki verið stofnað. Samt reyndi einn útgerðarmaður, sá djarfasti af þeim — eða, það má líka segja sá ósvífnasti — að taka milli l/3 °g */4 af lifrarhlut hásetanna með því að reyna að fella lifrina úr 35 kr. niður í 25 kr., en sú til- raun mistókst með öllu, svo sem kunnugt er. Líklegt er að mörg af minni útgerðarfélögunum verði treg til að ganga í félagsskap þennan. Það hafa og stofnendur félags- ins búist við, og þessvegna sett i lögin ákvæði um það, að verði verkfall á einu skipi, sem í fé- laginu er, þá eigi hin öll að borga þátt í skaðanum, er þetta skip verður fyrir. Sýnilega er ákvæði þetta sett í lögin til þess að reyna að ná minni útg.fél. inn í fé- lagið, því það' er lítt hugsandi að hásetar fari fram á hærra kaup á einu skipi, en öllum hinum. Verði verkfall, verður það því á öllum skipunum í einu, það er að segja þeim, sem ekki ganga að kjörunum sem fram á yrði farið. 5 ára drengur ráðstafar eignum sinum. í November i haust andað- ist 5 ára gamall, á Bíldudal, sveinninn Guðbjartur Jónsson (bróðursonur Björns J. Blön- dal, G. Kamban, og þeirra bræðra). Áður en hann dó, lét hann kalla til sín leikbróðir sinn, kvaddi hann, og gaf hon- um Eimskipafélags hlutabréf, er hann átti. Ennfremur bað hann um að hafa kistuna hvíta sem hann yrði lagður í. Það mun vera einsdæmi að ekki eldra barn ráðstafar eign- um sínum. Kvittun. Hr. ritstjóri »Dagsbrúnar«, Ólafur Friðriksson! Til þess að kvitta fyrir mót- töku ummæla blaðs þíns (síð- astl. Laugardag) um mig og hugleiðing mína í ísaf. út af bæjarstjórnarkosningunum, skal eg láta mér nægja að senda eftirfarandi línur: \ 1. Eins og þér mun kunnugt, skoða eg það endaleysu hjá þér, að það að »vita hvað jafnaðar- stefnan er« sé »satna sem að vera jafnaðarmaður«, eða með öðrum orðum, að engir nema »jafnaðarmenn« viti, hvað jafn- aðarstefnan (o: hinn fræðilegi socialismus) sé. Ummæli mín um, að hverju þessi stefna eiginlega miði — eins og hún er sett fram erlendis, og þaðan er hún runnin —, eru alveg hárrétt, enda getur þú ekki neitað því (þótt þú færir orð mín nokkuð úr skorðum, eins og þú gerir í blaðinu). Hitt kemur hér ekki til mála, þótt þið þykist eitthvað vera að »lappa upp á« þessa stefnu, með breytingum, sem þið haldið að hér geti gengið; jafnaðar- stefna, ella verðið þið þá að kalla glckar stefnu öðru nafni. 2. Eg býst við, að þú farir nærri um, að grein þín muni ekki raska sérlega miklu af því, sem eg hefl sagt. Stuðning þann, sem þú þykist sækja til »Sam- verjans«, læt eg liggja milli hluta. En á því er eg hissa, að þú skulir spyrja um, hvers vegna mér þyki það »furðalegt atriði«, að þið álítið, að framleiðendur í sveitunum (bændur) eigi sam- leið (sameiginlega hagsmuni) með verkalýð kaupstaðanna. Ástæðurnar að því greindi eg í hugleiðing minni og þarf þar engu við að bæta. — Að þú vitir, eins og eg, að draga má »góðar hugmyndir«, sem ein- hver flokkur vill bera fram (t. d. einhver mál) niður i sorpið með »æsingum og saurblaða- rógi«, efa ég ekki. Hitt þykir mér og líklegt, að þú viljir ekki neita því, að jafnaðarmenn hafi einhverjar »góðar hugmyndir« að flytja, sem hægt sé að fara illa með. Einnig ætti þér ekki að vera ókunnugt með öllu, að hvarvetna um lönd hafa komist í stöður — fyrir atfylgji jafn- aðarmanna, er þeir voru á gelgjuskeiðinu — ýmsir »óhæfir og ómögulegir« menn, en við slíku ber að vara verkalýðinn hér í tírna. Þetta er ekki neitt dularfult, svo að þú ættir ekki að þurfa að vera að þreyta þig á að spyrja! 3. Um »svívirðinguna«, sem blað þitt kveður hina nýju bæj- arfulltrúa verða fyrir, skal eg aðeins segja þetta: Þegar »foringjarnir« æsa lýð- inn, og telja alla óalandi og óferjandi nema hann og hans menn, er hann eigi nú að fela að fara með trúnaðarstörf þjóð- arinnar (sem hinir hafi vanrækt á hinn ósvífnasta hátt), hverja ætlast þeir svo til, »foringjarnir«, að verkalýðurinn kjósi? Ekki einhverja úr sínum hópi, eða hvað? Og máske umfram alt forgönguniennina?! Eða er það »svívirðing«? Nei, Ólafur, við erum þó ekki fæddir í gær. Hvað hinir nýkjörnu bæjarfulltrúar ykkar kunna að hafa sagt sérstaklega um »lyst« sina, á fundum ykk- ar, skiftir mig engu. Annars ber ykkur, úr því út í þetta er komið, að vera ekki um of hörundsárir, — og með ósk um, að ykkur lærist jafnaðar- geðið, sendi eg þér kveðju mína. G. Sv. Svarið verður sökum rúm- leysis að bíða næsta blaðs. Ritstj. Kláus og Konráð. Kláus ríki: Mér finst það nógu gott, að við skyldum geta drifið saman yfir 40 menn á aðalfund i »Aftur«. Annars ætlaði ég að segja------ Konráð ráðgóði: Við skulum ekki spjalla saman fyr en í næsta blaði — þú sérð að hér er jú ekkert pláss fyrir honum Gísla og þessum bannviri. Kláus: Jæja þá. Allir jafnir fyrir lögunum. Það er gullvæg regla, sem allir kannast við í orði kveðnu, en æði oft verður misbrestur á í framkvæmdinni. Þekking og auður finna ráð ög vegi til að fara i kringum sum lagafyrir- mæli, og gömul er hún samlík- ingin af lögunum og kongulóar- vefnum; flugurnar festast í vefn- um, en stærri dýr sneyða hjá honum eða rjúfa hann sér að skaðlausu. Allur »socialismus« á meðal annars að stuðla að þvi að gera þessa samlíkingu óþarfa og úr- elta, en sjálfsagt verður það ekki fyrirhafnarlaust á voru landi fremur en annarsstaðar. Vildi eg leyfa mér með línum þessum að benda á eitt atriði í þessu sambandi þar sem ekki veitir af að verkamannasain- tökin stuðli að jafnrétti gagnvart landslögum, sem sé gagnvart hinum svonefndu bannlögum. í>að er kunnugra en frá þurfi að segja að það var aðallega alþýða þessa lands, bæði í sveitum og kauptúnum, sem varð þess valdandi að bind- indis- og bannlagahreyfingin varð svo ötlug að meiri hluti alþingismanna sá sér ekki ann- að fært, vegna kjósendanna, en samþykja aðflutningsbann á á- fengi. Satt var það að vísu, að hún naut þar forgöngu ekki allfárra annara manna; en þó fór það svo að mikill þorri is- lenskra embættismanna — aðrir en prestarnir — gerðust þegar í stað opinberir og harðsnúnir mótstöðumenn laganna, og fóru sumir þeirra ekki leynt með þá skoðun sína að sjálfsagt væri að brjóta lögin eftir fremsta megni. Allur þorri prestanna er þó alveg þar undanskilinn; þeir báru flestir gæfu til að styðja bindindis- og bannlagamálið eins og fleiri velferðarmál, fyr og betur en hinir embætlis- mennirnir, sem þjóðin hossar þó með tvöfalt og þrefalt hærri launum. Bannvinum þótti það ískyggi- legt, sern vonlegt var, er það kom í ljós, að æðimargir lækn- ar með áfengi í tyfjabúðum sínum, sýslumenn, lagaverð- irnir sjáltir og ýmsir kennarar þess skólans, sem minsta kosti til skamms tíma hefir verið eft- irlætisskóli þjóðarinnar, — lat- inuskólann okkar gamla — gerðust einbfittir andstæðingar þessara laga. — Enda hefir reynslan sýnt að þaðan er þeim hættan búin fremur en frá á- fengisvinum meðal alþýðu. Reynslan er að vísu ekki löng, en ýmislegt má þó þegar sjá af áhrifum laganna. Út um sveitir þessa lands er öll áfengisnautn sama sem horfin nema lítilsháttar í ná- grenni sumra kaupstaða. Það er einróma vitnisburður allra sannsögulla sveitamanna. —- Áfengisknæpurnar ólöglegu t. d., sem voru nærrri því á öðrum hvorum greiðasölustað meðfraro þjóðveginum úr Reykjavik aust- ur í sýslur, eru nú allar úr sög- unni fyrir ári síðan, nema ein — í Baldurshaga. Og jafnvel húsráðandinn þar, Nielsen sá, sem oftar en einu sinni hefir verið sektaður fyrir ólöglega áfengissölu, sagði ekki til neins áfengis um síðustu áramót, svo að ætla má að jafnvel hann sé nú hættur lika. Og það gleðilegasta við þessa breytingu er það, að öllum ber saman um að sveitamenn sén nú þegar alveg hæltir að sakna áfengisins og telji það mikinn gróða sveitunum hvað lítið sé orðið um það. Sumir kaupstaðir og sjávar- þorp, einkum þar sem lítið er um skipagöngur, eru svipuð sveitunum í þessum efnum — áfengið er þar sama sem horfið, öllum að saknaðarlausu. En hinir eru þó því miður ekki allfáir kaupstaðirnir þar sem svo mikið ber á áfengis- nautn, að sómi þjáðarinnar og heill fjölmargra einstaklinga er í hættu, ef slíku fer fram til lengdar. Því verður ekki mót- mælt með rökum, enda þótt hilt sé satt jafnframt að and- banningar Ijúga upp fjölmörg' um lagabrotssögum og ýkja þ®r sönnu til þess að koma óorði á og vantrausti til bannlaganna. Eg býst við að flestir lesend- ur þessa blaðs séu eins og eg, kunnugastir ástandinu hérna í Reykjavík í þessum efnum, og ætla eg því að snú máli minU mestmegnis að því. Er oss ekki öllum kunnug* um hvaða menn það eru, sem einkum brjóta bannlögin í þess- um bæ? Eru það ekki ýmsir óhlut' vandir úllendingar á millilanda' skipunum, og fáeinir drykkfeldif togaraskipstjórar, sem gera sér það að léþúfu að flytja áfengi^ hingað frá útlöndum, þvert ofap í landslög, og selja vínhneigð' um Reykvíkingum það með okurverði (6—15 kr. flöskuna)? — Var það í rauninni allglög* sýnishorn og jafnframt blóðu^ skömm þegar Englendingar vo að íinna ólöglegar áfengisbirgð>f í millilandaskipum vorum, inö' an um póstinn eða jafnvel x

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.