Dagsbrún


Dagsbrún - 26.02.1916, Page 3

Dagsbrún - 26.02.1916, Page 3
DAGSBRÚN 29 náðhúsi hásetanna? Skyldi þeim ekki hafa fundist það skræl- ingjabragur allgreinilegur, að geyma t. d. brennivínskvartil við hlið hinnar kollunnar þar, og ætla að selja úr því íslenzk- um »heldri mönnum« fyrir ærna peninga? »Heldri mönnum«, sagði eg, því að það vita allir að fátækir verkamenn eru ekki svo settir í þessari dýrtíð, að þeir geti keypt sér brennivínsforða á t. d. 10 kr. flöskuna. Og þeir vilja svö sem láta telja sig með heldri mönnum náungarnir, sem fara á »túr« i hvert sinn þegar áfengisfleyta er nýkomin frá útlöndum, enda þótt bæjarfélagið hafi lítinn sóma af þeim. t*eir hirða úr kollum hásetanna erlendu vesl- ingarnir, þótt dýrara sé en venjulegur áburður, og setja ekki fyrir sig þótt námsstyrkur- inn eða mánaðarkaupið fari fljótlega út úr landinu. Auk þess eru það fleiri »heldri menn« og varfærnari um of- nautn alla, sem bjálpa til að tæma kollur en fylla pyngjur ágjarnra smyglara. Því að naum- ast mun sá orðrómur gripinn úr lausu lofti, að ýmsir »hált settir« Reykvikingar og útlend- ingar hér búsettir, fái við og við vænar »forsyningar« bjá smygiunum. Það eru þeir sem þykjast of stórir til að hlýða þessum »alþýðulögum« eða »skrælingjalögum«, sem þeir svo nefna, með hæfilegri(?) virðingu fyrir alþjóðaratkvæði. (Niðurl.) Bannvínur. Fyrirspurn. í siðasta tbl. Dagsbrúnar er greinkorn effir einhvern Þórð Magnússon, sem nefnist: »Gjaf- ir og fátækt«. í þessari grein er, að minsta kosti ein setning, sem nauðsynlega þarf útskýr- ingar við, frá hálfu höfundar- ins, því eins og henni er fyrir- komið i nefndri grein, eiga víst flestir óhægt með að skilja hvað bak við hana liggur hjá höf. Þessi setning er svo hljóð- andi: y>Haldið bara áfram að rila um »Samverja« o. s. frv.« Ég vona að greinarhöf. láti menn vita hvað hann meinar með þessum orðum og einnig vona ég að Dagsbrún flytji bæði fyrirspurn þessa og vænt- anlega útskýringu frá Þórði. Guðgeir. Mér finst þessi ummæli Ijós, og að þau verði ekki skilin á annan veg en þann, að því meira sem »Mgbl.« riti um »Samverjann« því augljósara verði, hve fátæktin er orðin mikil hér í Rvík. Annars væri ekki á móti því að hr. Þ. M. segði hvort hann átti ekki við þetta. Ritsijórinn. Fyrir og eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Félagið »Fram« sendi út prentað skjal fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar, er bar fyrir- sögnina »Ávarp til Kjósenda Rey kj a vikur bæj ar«. í »ávarpi« þessu stendur meðal annars um kaup á botnvörpuskipi fyrir bæinn: »Um þýðingu þess hefir mikið verið talað í sumum blöðum bæjarins, og allir þeir sem með því eru, geta verið fullvissir um það, að þeir geta ekki á nokkurn hátt greitt bet- ur fyrir því máli, en með því, að kjósa Thor Jensen, því hann er verulega kunnugur, og hefir þekkingu á slikum málum, og allra manna best fallinn til að hrinda því áfram«. Þetta var nú sagt fyrir kosn- ingarnar. En viti menn! Þegar málið kemur fyrir bæjarstjórn, þá er hr. Thor Jensen heldur á móti því, að bærinn kaupi togara. »Fréttir« 20/2 segja svo frá orð- um hr. T. J. Thor Jensen taldi mikla ann- marka á skipakaupum nú. Tvö ár mundi taka aö fá smíðað botn- vörpuskip og pað yrði 40~80°/o dýr- ara nú en áður. Réttara mundi aö leita fyrir sér um hagkvæm fiski- kanp handa bæjarmönnum.— Sjaldan mun það vera að kosningabrellur komast svo fljótt upp eins og hér hefir orðið, og verður grein þessi yonandi til þess að hr. Thor Jensen dregur ekki meira úr togarakaupunum en orðið er. Þess skal getið, að þetta fyr- nefnda skrumskjal, sem nefndi sig »ávarp til kjósenda« var undirskrifað: Stjórn félagsins Fram og kosninganefnd fé- lagsins Fram. ---il • lii --- Landsmálapistlar eftir Borgfirðskan bóndakarl. III. Heyrt hefi eg það á sumum, að þeír halda að járnbrautar- málið muni skifta mönnum í flokka áður langt liður, og kann vel að vera að svo verði. En ekki fer það mál langt nema snerta skattana og toll- ana. Hætt er við að tekjur landsjóðs þurfi að aukast all verulega, ef landið á að kosta járnbrautarlagningu austur, og hvernig á að auka þær? Er þar nokkur önnur leið, en fasteignar og tekjuskattur? En svo er eitt við járnbrautarlagn- inguna, sem ekki hefir verið athugað sem skyldi, og það er verðhækkun jarðanna á því svæði, sem hún liggur yfir. Sú verðhækkun gæti á næstu 50 árum eftir að járnbrautin væri lögð, hæglega numið 100°/o. Og hver ætti hana? Eftir nú- gildandi lögum ættu þeir hana, sem ættu landið. En er nokk- uð réttlæti í því? Það fæ eg ekki séð. Og þess vegna þarf lög, sem leggi 4*/o skatt á alla verðhœkkun mannvirkjalausra jarða. Áður en slík lög koma verða allir að standa sem einn maður móti járnbrautinni. Áð- ur en slik lög eru komin, er varla hægt að ræða um að leggja járnbraut, nema þá með það fyrir augum að gefa ein- staklingnum fé úr vasa heild- arinnur. En það vilja vist fáir. Listasafnið. Ákvörðun hefir nú verið tek- in um að láta húsið, sem reisa á yfir listaverk Einars Jóns- sonar, standa á Skólavörðu- holtinu. Verður það suður af Skólavörðunni, og hefir bæjar- stjórnin, sem hefir gefið land undir húsið, ákvarðað að það sé ekki nær Skólavörðunni en 80 stikur (hvers vegna?) »ísafold«, blaðið sem hr. Ól- afur Björnsson erfði eftir föð- ur sinn, Björn heitin Jónsson, segir að safnið eigi að standa 80 ferstikur suður af Skóla- vörðunni. Má búast við að »ísaf.« mæli í næsta blaði ástina,i fermílum, guðsorðið í pundatali og vitið eftir máltunnum — sitt eigið vit ætti hún þó að mæla i fingurbjörgum, til þess að þurfa ekki að nota óvenjulega smáar brotatölur. Nýtt jafnaðarstefnu-blað? Ein af af aðalkröfum okkar jafnaðarmanna, er það, að þau af framleiðslutækjunum, sem mikilvægust eru, séu opinber eign, enda virðist ekkert vera auðsæara, en að réttara sé að láta bióín, apótekið, togarana o, s. frv. vera eign bæjarins, og láta bæinn græða á þessum fyrirtækjum, lieldur en að láta þau raka saman fé til þess að fylla með vasa einstakra manna. Nú er búið að ræða það mikið um kaup á togara, fyrir bæjarins fé, að jafnvel blað þessa Finsens (Morgunblaðið) er með því að bærinn eignist togara, og það ekki til þess að útvega mönnum ódýrari fisk, heldur til þess að láta bœinn græða á því. Með öðrum orð- um: Morgunblaðið er farið að predika jafnaðarstefnu, og til þess að taka af öll tvímæli um það, að þetta sé rétt með farið, skal hér prentaður kafli úr ritstjórnargrein, sem kom í Morgunbl. þ. 21. þ. m. og hét »Útgerð bæjarins« (leturbreyt- ing gerð af Dbr:) »En hvenær bærinn ræðst i þetta fyrirtæki, þá verður það gert — eða á að rainsta kosti að vera gert — í þeim eina tilgangi, að afla bænum tekna. Botnvörpungaúlgerð er arð- samur atvinnuvegur, og bœrinn œtti að gela grætt á honum, eigi síður en aðrir, ef hann fer skynsamlega að ráði sínu«. En það er ekki einungis aó Morgunblaðið vilji láta bæinn eignast togara, heldur vill það líka láta hann eignast vélbáta, svo sem sjá má á kafla þeim er hér fer á eftir (teknum úr fyrnefndri grein:) »Ef bærinn ætti nðkkra vélbáta, þá mundu bæjarbúar daglega geta fengið nýjan fisk með skaplegu verði og bæjarsjóður samt haft hag af út- gerðinni. En ef hann eignastbotn- vörpung, þá verður hann að bugsa eingöngu um það, að bæjarsjóður græði á honum. Og það er auðvit- að óbeinn gróði fyrir alla bæjar- menn. En best væri það, ef bærinn gæti eignast bæði botnvörpunga og vélbáta, og svo mun fara þótt síðar verði. Lesarinn er beðinn að taka eftir síðustu setningunni »og svo mun fara þótt síðar verði«. Með henni slær þessi Finsen í borðið og segir: einn, tveir, þrír, »vér« viljum láta bæinn eignast bæði botnvörpunga og vélbáta — og þar með er það mál útrætt. Því miður er hætt við að »Morgunblaðið« verði ekki fast á rásinni hvað jafnaðarstefn- unni viðvíkur, Vindar eru — svo sem kunnugt er — mjög óstöðugir hér í Rvík, blása sinn daginn úr hverri áttinni. Merkileg uppgötvun. Hr. landsverkfræðingur Jón Þorláksson hefur gert þá merki- legu uppgötvum að það sé hús- nœðislegsi hér í Rvik., og talar hann um þessa uppgötvun sína á »Fram« fundi í kvöld. Þar eð byggingafróðum mönnum er leyft að koma á þennan fund þó þeir séu ekki í »Fram«, er búist við að það verði alls á honum yfir 50 manns. Verkamannakjördæmi. Ut af grein Glúms í síðasta tbl. Dagsbrúnar vildi eg mega gera þessa athugasemd. Við getum enganveginn gert okkur að góðu að hafa ekki frambjóðéndur til þings, að hausti, nema í 2—3 stærstu kjördæmunum. Sum tvímenn- ingskjördæmi eru blönduð, þannig að sjómenn og verka- menn geta ráðið öðrum þing- manninum. Svo er t. d. í Múla- sýslum. Hvers vegna skyldu Eskfirðingar og aðrir þurra- búðarmenn í kjördæminu kjósa Guðmund sýslumann á þing? Hvað hefir hann gert fyrir þá og hvað er hanu líklegur til að gera? Ekki neitt, enda er lítilla afreka að vænta af slikum manni. Sama má segja um

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.