Dagsbrún


Dagsbrún - 26.02.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 26.02.1916, Blaðsíða 4
30 DAGSBRUN Vestmannaeyjar. Skyldi ekki Karl mega missa sig af þing- inu? Sýslumennirnir eru manna ólíklegastir til að létta tollabyrð- inni af herðum smælingja í kaupstöðunum. Þeir vita hvað innheimtulaunin af toiiunum eru góð á bragðið. Feir tímar ættu að koma að verkamenn kæmu til þings úr Gullbringu- sýslu, af Snæfellsnesi og úr fsafjarðarsýslu. Ef til eru al- þýðumenn í þessum kjördæm- um, sem finna hvar skórinn kreppir að í þess,u efni, þá ber þeim að hefjast handa 'og hjálpa til að velta skattabyrðinni af öreigunum. Grímar Grímsson. Úr bréfi af Vesítjörðum. Hr. ritstjóri »Dagsbrúnar« Ólafur Friðriksson Reykjavík. Mér var það kunnugt að blað yðar hafði fáa kaupendnr hér, svo eg tók fyrir á Fiski- deildarfundi að hreifa því hvort menn vildu ekki sýna þátttöku í að styrkja blaðíð á einhvern hátt. Arangurinn varð sá, að 9 nýir kaupendur gerðust að blað- inu frá síðustu áramótum og greiddu 1,25 kr. hver af and- virði þess, á samt 5 kr. er við nokkrir menn gáfum á fundin- um; alls 15 kr., sem eg hef biðið form. Fiskifélagsins Hann- es Hafliðason að afhenda yður, eftir hann hefir hafið ávisun er eg sendi honum. Einn af þess- um nýju kaupendum er bóndi hér inn í sveitinni, sem tók það fram að fá blaðið sent sér heim. Mér var falið það á Fiski- deildarfundi að afla upplýsinga um lög og fyrirkomulag og yfir höfuð tilgang og starfsemi hins ný stofnaða Hásetafélags, þér eruð ritari þess minnir mig, eg hafi lesið í »Dagsbrúnw, má eg því láta mér nægja að snúa mér til yðar með nefndar upp- lýsingar? og viljið þér gjöra svo vel og láta mér þær í té við fyrsta tækifæri. Þörf fyrir firðina hér vestur- frá að geta fengið nýjar hljóð- öldur sem skolað gætu í burtu rótgrónu áhugaleysi til eflingar góðu og framtaks-sömu félags- • lifi til almennings heilia, sem og líka drottnandi og ráðrikis fullum hugsunarhætti, þeirra er telja sig hafa óskorðaðan rétt til þess að undiroka þá, er minni hafa efnalegan máltinn. Já, firðirnir hérna, eða réttara sagt íbúar þeirra, þarfnast sann- arlega fyrir andlega hressingu. 29. Febrúar. í Danmðrku segir alpjóö að fjórða hvert ár, þann 29. Febrúar, sé stúlkunum leyfilegt að biðja piltanna. Hvað segja íslenzku stúlkurnar um petta boðorð? Hvað eru þeir margir? Svo sem getið er um annars- staðar hér í blaðinu, hafa nokkrir útgerðarmenn myndað félagsskap með sér. Hvað margir eru í félaginu, vita menn ekki, en líklegt er, að það séu fleiri en þeir sem mynda stjórnina. Að minsta kosti má gera ráð fyrir þvi, að í þessu félagi sé slppstjórinn, sem er maður konunnar, sem kann alla »Dagsbrún« utanað, og altaf er með »D»gsbrún« í lúkunum (til þess að eiga hæg- ar með að sanna hvað hún sé hortug í garð »heldri« manna). Marga mun hafa furð- að á því að sjá, að i félaginu (og meira að segja í sfjórninni) skuli vera einn af embættis- mönnum þjóðarinnar. Almenn velsæmi ætti að banna em- bættismönnum — ekki síst þeim, sem hafa aðrar eins tekj- ur af embætti sínu og hr. Magnús Einarsson dýralæknir — að vera í kaupokur-félagi. Mentaskólinn. Nemandi beittur rangsleitni? 1 vetur hafa nokkur brögð orðið að ósamlyndi milli nem- enda og kennara Meutaskólans svo illa þykir horfa. Einn nem- andi, Steinn Emilsson, hinn mesti efnispiltur og reglumað- ur í hvívetna, taldi sig vera beittan svo ferlegum órétli, að hann gat ekki við unað, og sagði sig úr skóla. Fór hann utan á »GulIfoss« og ætlaði að ganga í hjúkrunarsveit »Rauða krossins« á vígvellinnm i Frakklandi. — Má geta nærri að honum hefir fundist hann eiga um sárt að binda, er hann taldi sig neyddan til að yfir- gefa þann veg er hann hafði valið sér og þá framtiðarlifs- stöðu er hann hafði í huga. Er það þung ábyrgð er hvílir á þeim mentastofnunum þjóð- arinnar, er slíku verða vald- andi, gagnvart einstaklingum hennar, og ætti landstjórnin ekki að láta kyrt, án rann- sóknar, er slíkt kemur fyrir. »Norðurland«. Svo sem kunnugt er hefir ekkert blað hér í Rvík hreyft þessu máli. Það sanna þarf þó að koma fram í því. Ritstj. »Dagsbrúnar«. Whiskyfengurinn og skensið, Pessi Finsen var nú í vikunni að skensa verkamenn, í sambandi við fregn um steinkola-aflann á höfn- inni. Orsókin til pess, er sögð pessi: Það fréttíst, að einhverjir, sem voru að slæða eftir kolum, hefðu slætt upp 4 flöskur með Whisky, en pegar pessi Finsen heyrði pað, varð hann ákaflega öfundssjúkur, pví sagt er LífsáliyrBöarlelaoiO „Daiart" er áreiðanlegasta og ódýTasta lífsábyrgðarfélagið Lág iðgjöldl! Hláv 1>óiiuss ! iLXýtíslíu barnatrygging'ar! Ef trygði hættir í félaginu einhverra hluta vegna, fær hann mest öll iðgjöld endurgreidd. FélaglÖ hefir varnarþing hér. G-amlar og* nýjar sögn- og* fræðibækur, innlendar og erlendar, fást með 100/o—75% afslættí í gékabúimm á £aagaveg 22. Þeir sem þurfa að spara vegna dýrtíðarinnar, græða á þvi að verzla við Bókabúðina. ¦ Fataefni, saum og til fata hvergi ódýrara. Blá fataefni nýkomin. — 10—20. kr. sparn- aður á hverjum klæðnaði hjá Laugaveg 10. að hann hafi brent ósköpin öll af suðuspritti upp á síðkastið. Hann varð pví að svala sér á pví að skensa einhvern, en af pví pessi Finsen er hámentaður maður pá gat hann ekki verið að skensa heldri menn, heldur lét pað ríða á okkur »dónana«. Pað er óhætt að taka petta í »Dagsbrún«. Þessi Finsen getur pá sagt mig Ijúga pví ef hann vill. S. J. Himinn og jörð. Þröstnrinn er fyrsti farfuglinn hingað á vorin — kemur oft í Marzmánuðj. Takið nú vel eftir hvenær hann kemur, bæði sá fyrsti, og alment, og skrifið »Dagsbrún« um pað. Raixlnfliitran er að mörgu merkileg skepna, hvað liferni og lifnaðarháttum við- víkur, verður byrjað á að segja frá pví í næsta blaði. Qrannsakað er hvað margar tegundir eru af henni hér á landi. í Grænlandi eru af henni tvær tegundir, og ólíklegt að færri tegundir séu hér. Aðferðin. Svo hét fyrsta greinin í 4. tbl. Dagsbr. Ritstj. heflr verið bent á að pað stendur »Frh.« neðan við hana. En pað framhald hefir aldrei komið, af peirri einföldu ástæðu að greinin átti ekki að vera lengri. Ritstj. hefir borið petta mál upp fyrir hr. Porvaldi Porkelssyni prent- ara, sem setur allar helstu greinar blaðsins, en ekki gat hann geflð neina skýringu á pví hvernig á pessu stæði. En ritstj. hefir nú samt Þorvald grunaðann um að honum hafi pótt pessi fyrnefnda grein svo góð, að hann hafi endi- lega viljað að pað kæmi meira um sama efní í næsta blaði, og ætlað að hafa ritstjórann í pað, með pví að skrifa »Frh.« undir greinina. Ef pessi tilgáta er rétt, hefir hr. Porvaldur Þorkelsson vafalaust ekki athugað pað aö ritstj. Dagsbrúuar er sá eini maður í Reykjavík, sem ekki les blaðið — af pví hann er búinn að Iesa pað alt áður en pað er prentað. Þórðup Maunússon. Greinin í síðasta blaði er ekkt eftir pann Þórð sem býr á Vestur- götu nr. 10. Myndagátan. Ráðning gátuDnar í siðasta blaði er pannig: s (úr) b (lóð) m (ör) —« súr blóðmör. Mörgum hefir pótt gátan altof létt, en pað var nú með vilja að Ríkarð- ur hafði hana svona létta, af pví menn eru hcr óvanir að ráða myndagátur — pær verða erfiðari seinna. Hér kemur nú ein, sem létt er að ráða: Til pess að létta fyrir mönnum að finna ráðninguna skal pess getið, að myndin táknar dálítið, sem flest- um er vel við, en fámennum flokk blóðilla við (par með talinn Jóa kaupm. Zoéga). fiaupciKÍnr blaðsins, sem ekki fá blaðið skilvíslega eru beðnir að láta ritstjórann vita. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.