Dagsbrún


Dagsbrún - 05.03.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 05.03.1916, Blaðsíða 2
32 DAGSBRÚN Frá Akureyri. Þar ber helst til tíðinda, að blessuð bæjarstjórnin, sem altaf hefir verið sammála í öllu, er miðaði að því að bæta kjör kaupmanna, er nú orðin klofin i tvent. Öðru megin eru jafn- aðarmenn, og með þeim Böðvar Jónsson, en hinumegin kaup- mannaliðið. Kaupmannaliðið er enn í meirihluta, hefir 6 atkv. af tíu (7 ef b'æjarfógetinn er talinn með). En þessi hlutföll breytast við næstu kosningar, þá ná verkamenn meiri hlutanum í bæjarstjórninni, og þá verður »kaupmannavaldinu« illræmda á Akureyri, lokið að fullu og öllu. Eitt af mörgu viturlegu, sem kaupmenn »agiteruðu« móti verkamannalistanum við sið- ustu kosningar, var það, að ekki væru verkamenn á listan- um, þ. e. daglaunamenn. En þetta var nú bara ryk, sem ekki hafði nein áhrif á augun í verkamönnum. Enda hafa kaupmenn sýnt það eftir kosn- ingarnar að þeir töldu ekki þessa menn vera »einn af oss«. Sá siður hefir verið hér, að bæjarstjórnin kom saman eftir kosningarnar, fyrst í janúar ár hvert, til að ræða um nefndar kosningar, og hefir þessi siður auðvilað þann kost, að ef eigin- girnin ekki réði, veldust menn menn í nefndirnar eftir hæfi- leikum. Nú hefir kaupmannaliðið brotið þennan sið. Það hélt »klíkufund« á undan bæjar- stjórnarfundi, og bauð þangað hvorki jafnaðarm. þremur né Böðv. Jónssyni. Á fundi þess- um voru nefndarkosningar á- kveðnar, og gat »klíkan« ráðið öllum nefndum, því hlutfalls- kosningar ráða þar ekki. Afleiðingarnar af þessu urðu þær, að í öllum þeim nefndum, sem eitthvað koma við fjárhag eða stjórn að öðru leyti, fjár- hagsnefnd, hafnarnefnd, jarð- eignanefnd o. s. frv., sitja nú i ár menn, sem hafa sýnt sig að því, að vilja hafa sem minsta bagga — og þá auðvitað litlar framfarir, til stórtjóns fyrir bæjarfélagið. En við huggum okkur við það að nœsta ár skulu þeir út. En þó við fáum ekki meiri- hlulann í bæjarstjórninni fyr en næsta ár, eru frjóangar nýs gróðurs þegar farnir að gægjast þar upp úr moldinni. Eins og menn muna, afsök- uðu kolakaupmenn hér óhæfi- legu verðhækkunina sína i fyrra með þvi, að þeir yrðu að liggja með byrgðir af dýrum kolum, sem skyndilega féllu í verði. Þeim bæri siðferðisleg skylda gagnvart viðskiftamönnum að hafa kolin. Verðhækkunin var staðreynd, en »skyldurnar« hafa ekki reynst eins haldgóðar, því Akureyrar- bær varð alt í einu kolalaus. Kaupmenn seldu síldveiðaskip- unum mest öll kolin sín, og hefði Verkamannafélagið ekki fengið 600 tonn í haust þá myndu Akureyringar hafa þurft að »skjálfa sér til hita« í vetur — siðferðisskyldurnar kaup- manna hefðu lítið ylað þeim. Bæjarstjórnin réðist í að út- vega bæjarbúum kol frá Seyðis- firði og Reykjavík, til að bæta úr brýnustu þörfinni. Kolin frá Seyðisfirði (50 tonn) komu með Ceres og er verðið 65 kr. tonnið. Bæjarstjórnin er einnig að út- vega skógvið til eldsneytis, og selur auðvitað með sannvirði. Annars hefir þetta kolamál vakið bæjarbúa til athugunar um hvort bærinn ætti ekki sjálfur að hafa kolaverzlunina. Kolin of nauðsynleg til að eiga á hættu að þau fáist ekki þegar mest þarf við. í öðru lagi kola- verzlunin svo arðsöm að stórfé yrði fyrir bæinn, þó hann seldi kolin miklu ódýrari en þau eru nú. 1. Kolaverzlun fékk síðastl. sumar . 5000 tonn. 2. Kolaverzlun fékk síðastl. sumar . 3000 — Samtals 8000 tonn. Eftir útsöluverðinu, og verð- inu á kolum þeim er verka- mannafélagið fékk, hefir hreinn ógóði í kolaveizlunum þessum verið minst 10 kr. á tonni, þ. e. 80,000 kr. Önnur þessara verzl- ana greiðir 375 kr. útsvar, hin minna, og getur svo hver heil- skygn maður séð hvað bærinn myndi græða á að selja þessi kol sjálfur, þó ódýrari væru. Þess skal getið, að á farmi þeim er Verkamannafélagið fékk, 600 tonn, græddu bæjar- menn 6000 krónur, þ. e. nærri 3 kr. á hvern einasta bæjar- mann. Eftir því að dæma er það ekki neinn »litli skattur«, sem landsmenn borga árlega í óþörf umboðslaun til kaup- manna. Örn. Hr. G. Sv. Góði vin! Það þykir veigalítið svarið þitt, og sérstaklega þykir mér, og öðrum, sem þekkja þig, gáfur þínar og rökfimi, lítið koma til þess. En það er ekki við því betra að búast, málstaður þinn er ekki þannig, að hægt sé að verja hann betur en þú gerir. Hvað þú kallar »socialisma« eða jafnaðarstefnu veit eg ekki, en það sem eg nefni svo eru kenningar alþjóðasambands jafn- aðarmanna (á Dönsku: Det internationale Social-Demokrati), en aðalatriðin úr þeim er það sem hér segir: Það er ekki hægt að útrýma fátæktinni, nema þau af framleiðslutækjun- um sem mikilvægust eru séu opinber eign, og sömuleiðis þau framleiðslutæki, sem samkvæmt eðli sínu eru einokun (t. d. símakerfin, bióin, apótekin o. s. frv.) þó þau séu ekki meðal þeirra sem mikilvægust eru. Ráðin til þess að gera þessi framleiðslutæki að opinberri eign, eru samvinnufélög til verzl- unar og framleiðslufyrirtækja verklýðsfélög og notkun atkvœðis- réttarins til þess að kjósa ein- göngu þá menn sem stefnunni éru fylgjandi. Þetta er þá aðal-innihald jafnaðarstefnunnar, og það þarf sannarlega ekki að »lappa upp á hana« til þess að hún geti átt við hér á íslandi. Meiru þarf eg ekki að svara, því hinu, sem svara þarf, er svarað í hinni fyrri grein minni. Þú segir: »Hvað hinir ný- kjörnu bæjarfulltrúar ykkar kunna að hafa sagt sérstaklega um »lyst« sina, á fundum ykk- ar, skiftir mig engu«. Hvernig í ósköpunum geturðu nú sagt að þér komi ekki við hvað þeir hafi sagt þegar þú ert áður búinn að halda hrókaræðu um það í »ísafold«, að þeir hafi sagt þetta og þetta (skammir um heldri menn og höfðingja) til þess að koma sér sjálfum í vegtyllur? í von um að þú í framtið- inni vitir hvað þú segir, jafnvel þó það sé í »ísafold«, sendi eg þér alúðarkveðju og þakkir fyrir viðskiftin. Ó. F. Allir jafnir fyrir iögunum, Það er bæði ilt og broslegt að hugsa um hvað sumir menn eru fljótir að ímynda sér að upphefð þeirra sé orðin svo mikil að þeir geti gengið í ber- högg við þau landslög, sem koma í bága við einhverjar fýsnir þeirra. Formenska á vélabát, frændsemi við höfð- ingja, smáverzlun eða eitthvað því um líkt þykir þeim nóg, og skáka svo i skjóli »stórfiskanna«, sem treysta því aftur að »smæl- ingjarnir« fari ekki að ybbast við sig, yfirboðara sína, og síst inuni »óbreyttir dónar« dirfast að kæra sig, enda þótt þeir verði varir við lögbrotin. Annars er það íhugunarvert, að samtímis sem fjöldi menta- manna stórþjóðanna fórna fúsir eignum sínum og lífi ættjörð sinni til heilla, þá virðist meiri hluti islenzkra mentamanna ein- ráðinn í að lítilsvirða þenna hluta íslenzkra laga til þess eins að svala áfengisgirndum sínum, og kæra sig kollótta, þótt öll þjóðin verði fyrir óvirðingu, og »íslenzk ólöghlýðni« verði að orðtaki hjá nágrannaþjóðunum. — Hún er mikil þjóðrækni mentamanna vorra í orði, — en heldur minni í verki. En úr þvi svo er komið, virð- ist hendi næst að alþýðan gerist leiðtogi leiðtoganna. og sanni þeim það áþreifanlega að þeim sé ekkert vandara að hlýða landslögum en öðrum. Eða hvað finst yður, góðir hálsar? Er ekki rétt að gera meira en skrafa í kyrþey eða berja í borðið heima hjá sér? Er ekki timi til kominn að varpa frá sér öllum þrælsótta og sýna þeim þessum »háu« lögbrjótum að löggæzla bæjar- ins hefir öruggan stuðning hjá alþýðu? Er ekki réttast að sýna það í verki að vér krefjumst þess að allir séu jafnir gagn- vart bannlögunum? Og enda þótt sumir dómarar þessa lands séu opinberir andstæðingar lag- anna, — má ekki styðja svo að þeim i blöðunum og á ýmsan annan hátt, að þeim komi ekki annað í hug en að beita þeim hiklaust og hlutdrægnislaust hvort sem drykkjubræður þeirra eða aðrir eiga hlut að máli? Hvað virðist yður góðir menn og konur, sem lesið línur þessar? Eða eigum vér að bíða þolin- móðir og sjá hvort þessi ólög- legi innflutningur smáþverrar ekki, eins og ásóknin i »suðu- spritt« eða »motorspritt« sem gaus hér upp í fyrra vor, en hvarf að mestu aftur á stuttum tíma? Eg held að slik þolinmæði verði að óheillavænlegu rænu- leysi og að Bakkus geri strand- högg meðal efnilegra æsku- manna á meðan almenningur sefur. Eg veit ekki hvort það er einn af »góðu« ávöxtunum af andbanningahreyfingunni meðal kennara lærða skólans, hvað ýmsir stúdentar eru vínhneigðir síðan bannlögin komu. En það hefir komið sorglega í ljós und- anfarna vetur að stúdentar vorir þurfa ekki að fara til Hafnar- háskóla til að leggjast í óreglu. Skál eg ekki ýfa harma neinna með því að nefna sorglegustu dæmi þess frá liðnum árum. En hitt má ekki liðast óumtalið lengur, eins og gengið hefir í vetur, að fáeinir stúdentar séu hvað eftir annað ölvaðir á op- inberum skemtunum hér í bæ, og verði sér til minkunar fyrir drykkjuskap á ýmsan hátt. Mér er kunnugt um að til orða hefir komið að birta nöfn þeirra í blöðunum, ásamt framferði þeirra, en því verið frestað af hlífð við heiðursfólk það sem að þeim stendur. — En vart mundi óbreyttum verkamönn- um hafa verið þolað jafnmikið, enda þótt vandamenn þeirra hafi engu ónæmari tilfinningar en vandamenn stúdentanna. -— Og enginn velgerningur er það við háskólann okkar unga að þola fáeinum mönnum að gera honum minkun með drykkju- skap. — Vér eigum hér í Reykjavík löggæslu og lögreglu sem vill hiklaust gæta bannlaganna eins og annara laga, en hún megnar smátt, ef hún hefir ekki öflugau stuðning alþýðu. Það er hey'

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.